Vísir - 23.12.1941, Blaðsíða 5

Vísir - 23.12.1941, Blaðsíða 5
VlSIR 5 STJÖRNUSPÁIN er að verða uppseld. Takið liaua með lieim í kvöld. Fæst lija bóksölnm Hundruðustu jólin, Framh. af bls. 3. á stýrinu, en hann lét sem hann heyrði þetta ekki, og setti klóna fasta. Gekk þetta svo um hrið, og lá báturiim annað slagið und- ir áföllum, þar til honum hvolfdi í einni vindkviðunni. Við kojnust allir á kjölinn, en losnuðum fljótlega af honum Þó tókst mér og Kabrasí- usi að komast á liann aftur, en Einar varð viðskila við hát- inn og sá eg hann síðast koma upp rétt aftan við hann og sökkva aftur nær samstundis. Við tveir, sem eftir vorum, liéngum alllengi ýmist á kjöhi- um eða einhversstaðar í bátn- um. Sjórinn gekk yfir okkur og vorum við alltaf annað veif- ið í kafi. Hversu lengi við vor- um að velkjast þarna, get eg ekki sagt, en eitt er víst að mér fannst það heil eilífð. Af ein- hverri tilviljun liafði bálur inn- an af Álftanesi, sem var að hleypa suður í Leiru komið auga á okkur. Koín hann það næri-i okkui’, að hann gat skot- ið iil okkar bauju með færi i. Náði formaðurinn í baujuna og héldum við svo báðir fast i liana, jafnframt þvi sem við héngum á bátnum. Var bálur okkar nú rh-eginn i áttina til liins bátsins, og þegar við kom- um það nærri lionum, að eg gat teygt mig í borðstokkinn greip eg i hann og hífði mig upp svo að eg stakkst á höfuðið ofan í barka bátsins. En „austur“ var svo mikill í honum, að höfuðið á mér fór í kaf upp að öxlum; var eg því að kafna, þvi að eg gat mig orðið lítið hreyft. En mér var fljótlega kippt upp úr austrinum og settur þversum yfir þóttu til þess að sjórinn skyldi renna upp úr mér. Jafn- liliða þessu liafði formaðurinn verið dreginn inn í bátinn. Hélt svo Álftnesingurinn áfram suð- ur í Leiru. Við hresstumst furðu fljótt eftir volkið, og lögðum svo á stað gangandi inn í Voga um kvöldið, og komum ekki þangað fyrr en komið var fram á nótt, 'þá uppgefnir og út- þvættir. Þegar eg var að velkjast í sjónum, og stritast við að halda mér í bátinn, flaug mér oft í hug að hætta þessu, að eg hélt tilgangslausa erfiði, þar sem engrar bjargar virtist vera von. En lifsþráin sigraði, og því neytti eg allrar orku til þess að verða ekki viðskila við bátinn. Þegar við sáum Álftnesinginn sigla að okkur, fengum við nýj- an kraft, og það var eins og öll þreyta hyrfi í bili. Við vorum oft margir i hóp, sjómennirnir, er við gengum suður á vetura og norður á vor- in. Það var því oft glatt á hjalla, sérstaklega á norðurleiðinni. — Allir hlökkuðu til þess að koma lieim, sumir fengu sér þá lika hressingu ef til var, og létu þá stundum fjúka í hendingum. Á norðurleiðinni hvíldum við okk- ur alltaf lijá Ilæðarsteini þegar við fórum Holtavörðuheiði, sem venjulegt var. Þá fórum við að sjá hið þráða Norðurland. Eltki minnist eg þess að við fær- um norður Tvídægru nema einu sinni. Hinsvegar fórum við stundum norður Kaldadal og komum niður í Víðidalinn. \Ferðirnar norður' og suður tóku okkur oft, viku lil hálfan mán- uð eftir þvi hvernig viðraði. ' Tvær ferðir fór cg að norðan með reiðingshest suður á vvlfta- nes, og flutli norður liarð- fisk, þorskhausa, og eittlivað af síginni grásleppu. Þetta voru ansi erfiðar ferðir. Hið langa myi-kur. Um heilsu mína er það eitt að segja, að eg liefi verið stál- hraustur um ddgana. Valt þó á ýmsu um aðbúnaðinn framan af æfinni. Það sem mig liefir bagað er sjóndepran og sjón- leysið. Eg var ekki meira en l úmlega miðaldra er eg fór að finna til sjóndepru. Laust eftir aldamótin fór eg til Reykja- víkur til jiess að reyna að fá ein- hverja bót á sjóninni; voru þá skorin upp á mér bæði augun, en við það missti eg sjónina með öllu og liefi því verið blind- ur síðan, eða um 36 ár. Að mér dapraðist sjón svo snemma sem raun varð á, lield eg að hafi meðal annars stafað af því, að eg las oft við slæma birtu og það slrax unglmgur. Eg var víst frekar bókhneigður og not- aði því flestar frístundir mín- ar til bókalesturs. Var eg því oft að rýna í bækur í hálfmyrkri, og stundum við dauf og léleg Ijós, fann eg þá ofl til þreytu í augunum. Fyrst eftir að eg missti sjón- ina vann eg ýms sveitastörf. Á sumrum vann eg við heyþurlc, lét niður hey, hlóð stundum upp heilar heystæður. Á vetr- um vann eg að tóvinnu, tætti hrosshár, flétlaði reipi o. fl. Þessi störf gerðu mér myrkrið ekki eins þungbært. Að ó- gleymdu því, að börn mín og nú á síðari árum barnabörn, hafa jafnan lesið fyrir mig blöð og bækur. Hefir það verið mér ómetanlegt. Annars er það víst svo, að maðurinn getur vanist flestu, líka þvi að sitja í sifelldu myrkri ár eftir ár. Þrátt fyrir liið langa myrkur, sem eg liefi orðið að þola, tel eg mig samt hafa verið gæfumann um dagana. — Eg fékk upp- eldi á góðu heimili, hjá ágætu fólki. Eg fékk liina ágælustu konu og með lienni eignaðist eg góð börn. Börn, sem hafa verið mér og okkur hjónum stoð og stytta í lúnni óvenjulega löngu elli okkar og myrkri. Þetta tel eg hina meslu lífshamingju, sem hægt er að hljóta. Hitt tel eg aukaatriði á móti þessu, þó að öðrum þræði hafi skipzt á skin og skuggar á lífsleiðinni. Hundrað óra æfiskeið getur vart verið allt blómum stráð. Er hér var komið reis öld- ungurmn úr sæti sínu, þrýsti hönd mína, og kvaðst þurfa að hvila sig. Knáleg stúlka, dóttui’- dóttir lians, leiddi hann út úr stofunni. Hann gekk nær beinn við hlið stúlkunnar og var ekki að sjá, að hann bæri heillar aldar byrði þessa jai-ðneska lífs á herðum sér. Mér flugu i hug orð góð- skáldsins er kvað: „EIIi, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum.“ Jóh. Hjörleifsson. fslenzk fyndni, 9. ár. Komin er nýlega á bókamarkað- inn tímaritið „íslehzk fyndni",' 9. árg. í ritinu eru að þessu sinni 75 skopsogur og 75 visur. Teikningar cru í bókinni eftir Tryggva Magn- físson og Eggert Laxdal. Sögurnar eru margar rrtjög skemmtilegar og vísurnar smellnar. Tveir menn geta fengið atvinnu, annar við létta vinnu innanhúss, hinn við afgreiðslustörf. — A. v. á. Leikföng: í afar miklu úrvali. Bankastræti 2. Strandgötu 28, Hafnarfirði, TllkyiBiiíng 1 eldvarnir: n Samkvæmt bráðabirgðalögum 9. des. 1941 um breyting á lögum nr. 52, 27. júní 1941 um loft- varnir, er hér með lagt fyrir húseigendur í Reykjavík að hafa í húsum sínum eftirtalin áhöld til eldvarna: 1. Einlyft hús: 2 fötur með sandi, 1 sandpoki, ílát fyrir vatn (balar, fötur eða baðker) og 1 skófla. 2. Tvílyft hús: 3 fötur með sandi, 2 sandpokar, ílát fyrir vatn (balar, fötur eða baðker) og 1 skófla. 3. Þrílyft hús: 4 fötur með sandi, 3 sandpokar, ílát fyrir vatn (balar, fötur eða baðker) og 2 skóflur. 4. Hærri hús: 1 fata með sandi og 1 sandpoki fyrir sérhverja hæð, auk þess sem talið er undir tölulið 3, ennfremur ílát með vatni og 1 skófla fyrir hverjar 2 hæðir. Áhöld þessi verða flutt í hús næstu daga til þeirra, sem enn hafa ekki útvegað sér þau, og ber húseigendum að greiða þau við móttöku. Reykjavík, 22. desember 1941. Loftvarnanefnd. Jólatpés- klemmur VERZLUNIN KATLA, Laugaveg 08. Fallegir blómsturvasar og keramik. VERZLUNIN KATLA, Laugaveg 68. Fngiiiii I Jólaköttinn sem eignast leikföng af jouuua biíðari**Ae Gleðileg jól Terkamannafélagið MC18BRIÍN Gleðileg: |ol! Verzlunin GULLFOSS píélaqið Gleðileg: jol Hatitofan ^ullfos§. kleðUegra jóla óskar öllunx viðskiptavinum sínuna VerzL Framnes Framnesvegi 44. T<íuTimmíúTmumnTTmuTimuííTuímíuuTúTuíTmm^^ | Mjólknrsamsalan | tilkyniiir: Til þess að flýta fyrir afgreiðslunm í mjólk- urbúðunum á aðfangadag, jóladag; gamlárs- E dag og nýársdag, verður mun meira af mjólk- E inni höfð til sölu á flöskum þá daga, en verið i hefir nú undanfarið. Þetta eru viðskiptavinir vorir vimsamlegast | E beðnir að athuga. áliIllIIIlljiIlIllilIlI’IIlIUimiIIlliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiuiiiiinuiiiiiiiiiuiiiiiiirl Refaskinn af finasta stofni seld mjög ódýrt í dag og á morgun. AFGR. ÁLAFOSS. — Þinghollsstræti 2. waMmnrafar «—1*1» v t nwiBracgnroBguM— ggww’ni ■ wnwiiii 1 jiMniainari6^<a^zr«cg^.rv»'riKwaiaí^»^fasggasii«a Gleðjið blinda um jólin. . Látið Vetrarhjálpina » Jólagjöfum til blindra er veitt i koma gjöfuin yðar bangað, sem móttaka hjá Blindravinafélagi lands og KörfugerÖiimi. peirra er 3t þörf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.