Vísir - 30.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 30.03.1942, Blaðsíða 2
VÍSIR Útgefandi: BLAÐAÚTtíÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson § Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni 1 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) f Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan k.f. Sumardvöl barna. jyjEIHA kvað að brottflutn- ingi barna úr bænum i fyrra suniar, en nokkru sinni áður. Nú er ætluniii að þessari starfsemi verði hagað á svipað- an liátt, og liefir sumardvalar- nefnd tekið til starfa og bafið ailan undirbúning. Er það vel, með því að ekki er ráð nema i tíma sé tekið. - Það er vitað, að brottflutn- ingur barna héðan úr bænum miðast fyrst og fremst við það ástand, sem nú er rikjandi í al- þjóðamálum. Óvissan um fram- tiðina og öryggisleysið veldur því, að rýma jiarf bæinn svo sem frekast er unnt, þannig að ekki verði bagi að eða tjón, ef út af ber. Hinar erlendu setu- liðsstjórnir hafa að þessu sinni vakið athygli á nauðsyninni, og skilst mönnum, að svo geti farið að brottflutningur úr bænum hefjist að þessu sinni fyrr én áður. Vitað er, að hernaðarað- gerðir munu mjög aukast með vorinu, og þótt menn lifi i þeirri fánýtu von, að hér í Iandi komi aldrei til verulegra átaka, er vonin engin vissa, en við það verða allar ráðstafanir að mið- ast. * Aðstaða okkar hér i liöfuð- staðnum er milclum mun lakari en viðast erlendis, og ber þar fyrst til að bér eru engir kaup- staðir til sjávar eða sveita, sem gætu tekið við þeim mannfjölda sem héðan þyrfti að flytja, ef út af ber. Fólkinu, og þá einkum konum og börnum, þarf að dreifa uin allar byggðir, en slíkt verður ekki gert nema með nægum fyrirvara og löngu starfi En þetta starf má létta, ef allir leggjast á eitt, og sýna fullan skilning á nauðsyninni og næg- an þegnskap. Þess hefir orðið vart, að ein- staka raddir hafa látið á sér bara, seni telja að allt þetta um- stang sé ástæðulaust, og sumir þeir, sem i fyrra dvöldu í sveit, telja sig ekki munu gera það nú. Þetta er með öllu rangt viðhorf, og það hvort hér kemur til hern- aðaraðgerða eða ekki, er ekkert aðalatriðið út af fyrir sig, þótt það hinsvegar geti orðið það, ef, út af ber. Börnin, sem hér alast upp í göturykinu, hafa sannar- lega gott af því, að komast út í landsbyggðina, — njóta sumars og sólar í sveit. Þau þroskast þar andlega og líkamlega, ná betri heilsu og verða betur undir vet- urinn búin, sem og að mæta veikindafaraldri, sem hér er á- valt, er dregur fram á miðjan vetur. iÓhætt er að fullyrða, að vel hefir til tekjzt um sumar- dvöl barna, það sem af er, og vonandi verður sú raunin á enn- þá. Væri þó ef til vill ástæða til að herða enn betur á heilbrigðis- eftirlitinu, og hafa vakandi auga með þrifnaði barna, þannig að frá þeim berist engin óþrif á önnur börn, eða á heimili í sveit- um. Lítil brögð munu hafa ver- ið að slíku, en þó noklcur, en nauðsyn er að öllum óþrifnaði sé útrýmt í tima. Álitamál er og hvort slíkt eftirlit ætti ekki að j hafa með hverju heimili, með því að nóg er enn af hreinlætis- vörum í landinu, þótt vel geti i þær gengið til þurðar síðar, þannig að ekki verði þá að gert, þótt óþrif stóraukist með þjóð- inni og breiðist út. Bezta ráðið er að stemma á að ósi meðan tæki eru til þess, og gæti það varnað mörgum vanda, sem all- ir óttast og enginn æskir eftir. Þess eru dæmi, að stórhættuleg- ir sjúkdómar breiðast út vegna óþrifa, og þótt engin brögð muni hafi orðið að þessu hér á landi til þessa, getur það vel komið til greina, ef fullnægjandi ráð- stafanir eru ekki gerðar. Ekkert mun auðveldara, ef nægjanlega róttækum ráðstöfunum er beitt, en að gera þrifnað liér í Jaiidi miklum mun meiri en lijá öðr- um þjóðum, og það ætti einnig að vera óskift áhugamál þjóðar- innar allrar. Sumardvöl barna er í góðum höndum, og vafalaust sýna allir Reykvikingar því máli fullan skilning. Þótt allur ótti sé illur, er öll varúð sjálfsögð, og eins og högum er nú háttað hér i höfuðstaðnum, er enginn vinn- ingur að því, að börnin dvelji hér á göíu.num í sumar, eða yf- irleitt þeír fullorðnír, sem geta komið því við að fara í sveit. Er þess því að vænta, að menn geri nauðsynlegar ráðstafanir, svo fljótt sem því verður við komið, iil þess að flytja börn sin úr bænum og aðra aðstandendur, sem ekki þurfa hér nauðsynlega að dvelja. Það getur afstýrt miklum vandræðum, ef út af her, en aldrei orðið til tjóns, þótt allt fari skaplega fram . ------ wmrtrtm -------- Bridgekeppni. í gær hófst bridgekeppni í húsi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, eins og frá var skýrt í Vísi í fyrradag. Vinningar flokkanna eru sem hér segir: Flokkur Árna M. Jónss. 2 vinn. — Gunnar Möller 2 — —- Jóhanns Þorsteinss. 1 — —- ÞorsteinsÞorsteinss. 1 — — Axels Böðvarssonar 1 — — Jóh. H. Jóliannss. 0 — — Stefán Guðmundss. 0 — í kvöld kl. 8y2 keppa þessir flokkar i Félagsheimili V.R.: Flokkur Stefáns A. Pálssonar við flokk Lúðvíks Bjarnasonar. Flokkur Gunnars Viðars við flokk Axels V. Tulinius. Flokk- ur Bjarna Bjarnasonar við flokk Arngríms Sigurjónssonar. Flokkur Gunngeirs Péturssonar við flokk Péturs Halldórssonar. Keppninni er þannig liáttað, að sá flokkur, sem tapar í annað sinn, er úr leik. Hrakningar hafnsögumanns. Á föstudaginn fór hafnsögu- maður frá Hornafirði til að leið- beina skipi, en kom ekki aftur á tilsettum tíma úr þeim leið- angri. Hafnsögumaðurinn fór ann- aðhvort á trillubáti eða árabáti, og þegar hann kom ekki aftur, voru vélbátar sendir til að leita. Fundu þeir hann ekki, enda þótt þeir þekktu straum um þessar slóðir, og hefði átt að gefa gizk- að á með nokkurri vissu, hvert bátinn hefði rekið, ef eitthvað hefði orðið að. Síðan var sent skeyti til Slysa- varnafélags Islands og auglýsti það eftir hafnsögumanninum í útvarpinu. I gær kom svo skeyti að austan um að maðurinn hefði bjargazt upp í færeyska skútu, eftir 14 klst. lirakninga. Vísir er 6 síður í dag. Sagan o.fl. er í aukablaðinu. Sly sa varnaþingið: Fyrirhn^að að §tækka árbókina. Fgndir í Landsþingi Slysavarnafélags íslands héldu áfram á laugardag og í gær. Á 2. fundi þingsins — á laugardag — lögðu 10 nýir fulltrúar fram kjörbréf sín, svo að nú sitja það alls um 50 manns. Á 2. fundi Landsþings Slysa varnafélagsins, laugardaginn 28. marz, lögðu 10 nýir fulltrúar fram kjörbréf sín, svo að nú sitja þingið um 50 manns. Til umræðu var skýrsla stjórnarinnar. Var henni útbýtt prentaðri til fulltrúanna, og gerði forseti félagsins, Guðbjart- ur Ólafsson, nokkra grein fyrir lienni. Var henni síðan vísað til allsherjarnefndar, en nokkrar raddir heyrðust um það, að skýrslan mætti vera ítarlegri og að í lienni væru birt nöfn allra þeirra, er farizt hefðu af slys- um á árinu. Þá voru reikningar félagsins lesnir upp og sam- þykktir, eins og þeir voru skýrð- ir og endurskoðaðir. Jón E. Bergsveinsson gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fé- lagsins fyrir 1942, og var lienni síðan vísað til fjárliagsnefndar. Sigurjón A. Ólafsson ræddi um starfssvið félagsins í fram- tíðinni. Til máls tóku einnig J. E. Bergsveinsson erindreki, Benedikt Einarsson, Jón Odd- geir Jónsson, Leifur Guðmunds- son og Helga Rafnsdóttir. Mál- inu var vísað til Slysavarnafé- lagsins. Friðrik Ólafsson skólastjóri hafði framsögu um björgunar- skipamálið, en auk hans talaði María Maack. Málinu var vísað til slysavarnanefndar. Á þingfundi i gær, 29. marz, var rætt um fjármál deildanna með tilliti til félags- heildarinnar, og urðu um það allmiklar umræður. Var mál- inu vísað til skipulags- og laga- nefndar. Samþyklct var svo- liljóðandi tillaga frá Leifi Auð- unssyni: „Landsþing Slysa- varnafélags Islands skorar á stjórn félagsins að beita sér fyrir þvi, að fyrirmælum laga um ör- yggisdyr samkomuhúsa sé framfylgt." Ennfremur samþykkti þingið svolátandi tillögu: „Þingið leggur til að félags- stjórninni sé falið að athuga, hvort ldeift muni eða æskilegt að stækka árbók félagsins og gera hana fjölbreyttari en verið hefir, og leita til þess aðstoðar frá fleirum en stai'fsmönnum, fé- lagsins, án mikils kostnaðar- auka, Telur þingið ákjósanlegt, að Árbókin greini m. a. ávalt nöfn þeirra, sem af slysum lát- ast á árinu, hvort sem er á sjó eða landi.“ Þá skilaði slysavarnanefnd á- liti og lillögum í björgunar- skips-málinu; urðu miklar um- ræður um það, en frestað að bera það undir atkvæði. Fundur verður í dag kl. 2. En þinginu verður sennilega elcki lokið fyrr en á morgun. HANDKNATTLEIKSMÓTINU LOKIÐ. Valur, I. R. og Armann Islandsmeistarar. ÍSLANDSMEISTARARNIR í MEISTARAFLOKKI. Úrslit hafa farið fram í öll- um flokkum Handknattleiks- mótsins. í meistaraflokki sigr- aði Vatur Víking með 19:13 mörkum. í fgrsta flokki sigr- aði f.R. Val með 30:16 mörk- um og í öðrum flokki sigraði Ármann Hauka með 10:5. — Áður höfðu úrslit farið fram í kvenflokki, og báru þar Ár- manns-stúlkurnar sigur úr být- um. Úrslitaleikurinn í meistara- flokki var harður og framan af mjög spennandi, þar eð þá virtust liðin vera mjög jöfn. Virtist Víkingur vera í öllu barðari sókn til að byrja með, og Iauk fyrri hálfleik m'eð 9:8 fyrir Víking. í seinni hálfleik hafði Valur hins vegar sýnilega yfirburði þegar frá upphafi, samleikur þeirra var öllu ör- uggari en Víkings, og þar að auki höfðu Valsmenn meira | þol. Annars van leikurinn all- harður stundum og mjög spennandi frá upphafi. Áður en leikurinn hófst, hafði j tíðindamaður Vísis tal af fyrir- liða Valsmanna, Sigurði Ólafs- syni, og spurði hann um horf- ur í léiknum. Hann sagði, að Valsmenn gengju með sigur- vissu til leiks, og þegar tíð- indamaðurinn spurði hvort þeir ætluðu að láta sér nægja herzlumuninn, eins og undan- farin ár, vildi Sigurður ekki sætta sig við það; „þriggja til fímm marka munur er það minnsta, sem við gerum okkur ánægða með,“ sagði hann. Að leiknum loknum, sneri tíðindamaðurinn sér til fyrir- liða Víkingsmanna, Brands Brynjólfsonar, og spurði hvað hann segði um leikinn og úr- slit hans. „Eg er vitanlega ekki ánægð- ur með þessi úrslit. Mér finnst mark-amunurinn of mikill. Eg bjóst að vísu ekki við að við myndum geta sigrað þetta á- gæta lið Vals, sem er kjarn- | inn úr knattspyrnuliði þeirra, en eftir að við höfðum haft yfirhöndina fyrri hálfleik og liaft forustuna eftir hann með 9: 8, þá fannst mér vera farið að hylla undir meistara-nafn- bótina.“ „Hvernig stóð á þvi, að liði þínu mistókst svona í seinni hálfleiknum?“ „Til þess liggur ekki nein ein ástæða, lieldur margar. Þótt lið okkar standi liði Vals jafnfætis í knattleikni, þá stöndum við langt að baki þeim livað þol og líkamlegan styrkleika snertir. Helmingur- inn af liði okkar eru 2. flokks menn frá í fyrra. Miðhlutann af seinni hálfleik átti Valur algjörlega. Þá virtust öll sund lokuð fyrir okkur. Framlínu okkar mistókst allt, og þau fáu köst frá okkur, sem komust fram hjá bakvörðunum, varði markmaðurinn. Aftur á móti virtist framherjum Vals allt heppnast, sem þeim datt í hug að reyna og á þessum mínút- um rigndi líka yfir okkur mörk- unum. Þetta er í 3. sinn í röð, sem við töpum fyrir Val í úr- slitaleik um handknattleik í meistaraflokki. Máltækið seg- ir, aðj allt sé þegar þrennt er, og vonum við að það reynist rétt.“ Á íaugardagskvöldið kepptu einnig K. R. og Víkingur og Ármann og I. R. í 2. flokki. Sigraði K. R. með 16:10, en Ármann með 20: 16. í fyrsta flokki kepptu Ármann og F. H. og lauk þeim leik með jafn- tefli 24: 24. I gær'fóru leikar í fyrsta og öðrum flokki sem að ofan greinir. En auk þess var í meist- araflokki keppt um það, hvort félaganna K. R. eða Haukar ættu að færast niður í fyrsta flokk, í stað I. R.-inga, sem fær- ast upp í meistaraflokk. ,Lauk þeirri baráttu þannig, að K. R. hélt velli og sigraði Hauka með 25:16 mörkum. S1.VN Það slys varð á laugardag und- an Vestfjörðum, að ungur sjó- maður féll úthyrðis af velbáti og drukknaði. Allir bátar frá Isafirði voru á sjó þá um, morguninn, símar fréttaritari Vísis, og gerði þá norðaustan storm með allmikl- um sjógangi. Meðal bátanna var v.b. Hjör- dis. Einn liásetanna, Guðleifur Árnason, féll útbyrðis og drukknaði. Guðleifur var um tvítugsaldur og ókvæntur. Það skeði í febrúar á síðasta ári, að þrjá menn tók út af Hjör- dísi og drukknuðu þrír þeirra. Margir bátar misstu lóðir, sumir allar. Aðalfundar Sparí- sjóðs Reykjavíkur. Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var haldinn 26. þ. m. Fyrir fundin- um lágli endurskoðaðir reikn- ingar sjóðsins fyrir árið 1941, og voru þeir samþykktir í einu hljóði. Ennfremur gerði for- maður sjóðsins hr. bæjarstjórn- arforseti Guðmundur Ásbjöms- son grein fyrir starfsemi sjóðs- ins á síðasta ári. Stjórnarkosning fór þannig, að kosningu hlutu: Guðm. Ásbjörnsson, bæjar- stjórnarforseti, Jón Ásbjörns- son, hæstaréttarmálafl.m., og Ásgeir Bjarnason, bókari. Ábyrgðarmenn létu í ljósi á- nægju sína yfir velgengni sjóðs- ins og þökkuðu stjórninni vel unnið starf. Vasabæknr með blýanti og stafrófi. F jölbreytt úrval nýkomið Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar Bankastræti „Spitfire" flugvéla model bækurnar fást ennþá. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar O* Bankasti'æti Albúm ódýr — vönduð. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar *P Bankastræti ** Helgrafell Undirritaður óskar að ger- ast áskrifandi að HelgafeHi. Nafn: ............. Heimili .......... Sendum gegn póstkröfu um allt land. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ AUGLtSA í VÍSI! 1 . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.