Vísir - 19.04.1944, Síða 2

Vísir - 19.04.1944, Síða 2
2 VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐACTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Féiagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 1660 (fimm linur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðj an h.f. Skattar og fyrning. FYRIR NOKKRU var til- kynnt, að fjármálaráðu- neytið hafi mjög mikið hækk- að fyrningarheimild fram- leiðslutækja, sérstaklega skipa og frystihúsa. Sumum blöðum hefir ekki fundizt ómaksins vert að minnast á þetta, en þó en enginn vafi á að þessi ráð- stöfun er einhver hagnýtustu hlunnindi sem sjávarútvegur- inn hefir lengi fengið i sam- bandi við skattamálin. Á þinginu í vetur var rikis- stjórninni með þingsályktun gefin heimild til að ákveða sér- staka fyrningu fyrir skip og önnur framleiðslutæki, sem keypt eru eða byggð með styrjaldarverði. Að athuguðu máli var ekki talið gerlegt að nota þessa heimild af ýmsmn ástæðum, en í þess stað var á- kveðið samkvæmt heimild, er fjármálaráðherra hefir í skattalögum, að hækka mikið fyrningarheimild á ýmsum framleiðslutækjum er komið gæti ntflutningsframleiðslunni mjög að gagni nú þegar og jafn- framt verið til frambúðar. Til dæmis um það, hvað hér er á ferðinni, má geta þess, að mótorbáta má nú fyrna á 7—8 árum, í stað áður á 16—17 ár- um. Mótorvélar og frystihúsvél- ar má nú fyrna á 5 áruin, en áður á 10 árum. Frystihúsbygg- ingar má nú fyrna á 10 árum, í stað 25 ára áður. Er af þessu Ijóst, að hér er um stórfelld hlunnindi að ræða fyrir sjávar- útveginn sérstaklega. Þetta hjálpar þessum atvinnurekstri til þess að eignast tæki sín miklu fyrr en áður og gerir reksturinn allan trryggari, með því að fyrstu árin er minna tek- ið af hagnaðinum í skatta en gert hefir verið. Er ekki vafi á, að þessar hyggilegu ráðstafanir muni verða til þess að menn leggi nú öruggari fé sitt í út- gerðartæki en áður. Ríkislán. Landsbanki íslands hefir nú fyrir liönd ríkissjóðs boðið út lán að fjárhæð 4 milljónir króna og bera skuldabréfin 3i/2% vexti. Lánið er aðeins til 7 ára. Þetta mun vera vaxta- lægsta lán, sem boðið hefir ver- ið út-hér á landi. Lægstu vextir, sem ríkissjóður hefir greitt til þessa, eru 4%. Gera má ráð fyrir, að mikil eftirspurn verði uin skulda- bréfin og er líklegt, að lánið verði upp pantað þegar í stað fyrsta daginn, sem menn geta skrifað sig fyrir bréfunum. Framboðið er nú Iílið á verð- bréfamarkaðinum, en talsvert fé er laust víða, sem liggur vaxtalaust. Lán þetta á að ganga til að greiða enskt lán, er fellur í gjalddaga á þessu ári, en var 'upphaflega tekið 1921, með mjög óhagkvæmum vöxtum, en var siðar breytt í 5% lán. Urðu miklar pólitískar deilur á sinni tíð út af láni þessu. Er ánægju- legt, að það verður nú greitt að fullu með láni, sem tekið er innanlands með lægstu vöxt- um, er hér hafa þekkzt. Barnadagurixtn á morgun. Fjölbreyttar skemmtanir og fjársofnun. Sumargjöf treystir örlæti Reykvíkinga. O umardagurinn fyrsti er á inorgun, og hefir þá ** Barnavinafélagið Sumargjöf eins og að undan- förnu almenna f jársöfnun til styrktar starfrækslu sinni. Dagurinn verður með miklum hátíðablæ, svipaðast því, sem orðinn var siður fyrir stríðið, og veitist almenn- ingi dr júgur kostur þess að skemmta sér prýðilega og styrk ja eitt veglegasta hugs jónamál þessa bæjar. Vísir hitti í morgun formann Sumargjafar, Isak Jónsson, að máli og innti liann eftir hátíða höldum á sumardaginn fyrsta. Skýrði formaðurinn svo frá: „Sumargjöf hefir undanfar- in tuttugu ár beitt sér fyrir há- tíðahöldum á sumardaginn fyrsta, en skemmtanir þessar hafa orðið með nokkuð öðrum blæ síðustu fjögur árin, en áð- ur tíðkaðist, af ýmsum skilj- anlegum orsökuiA. Nú taka há- tíðahöldin aftur á sig sama hlæ og áður var, þannig t. d. að skrúðganga barna fer fram frá Austurbæjarskóla og Mið- hæjarskóla að Lækjargötu. Lúðrasveit Reykjavikur og Lgðrasveitin Svanur leika fyr- ir skrúðgöngunni. Að skrúð- göngunni lokinni leikur Lúðra- sveit Reykjavíkur við Miðbæj- arbarnaskólann, en þvínæst flytur Lúðvík skólastjóri Guð- mundsson ávarpsorð. Sextán skemmtanir. Inniskemmtanir verða sext- án talsins í 9 húsum og hefir aldrei verið efnt til jafnmik- illa hátíðahalda á slíkan hátt, enda liggur nú mikið við að sem mest fé safnist, þar sem störf félagsins aukast ár frá ári, en opinber styrkur eykst í réttu lilutfalli við aukin störf. Af þessu leiðir aftur að félagið verður stöðugt að leita á náðir bæjarbúa, enda er starfsem- inni eingöngu lialdið uppi af þremur aðilum: því opinbera að einum þriðja hluta, frjáls- um framlögum Reykvíkinga og loks fjársöfnun frá almenn- ingi um sumarmálin. Hefir starfsemi félagsins mætt slík- um skilningi, að óhætt er að fullyrða að í þessari sameigin- legu starfsemi stöndum við ekki öðrum Norðurlandaþjóð- um að baki nú orðið, enda lief- ir starfsemin frá upphafi ver- ið sinðin eftir slíkri starfsemi þar. Samhjálp borgara. Starfseminni þarf ekki að öðru leyti að lýsa. Hér er um þegnskylduvinnu manna að ræða, sem mætt hefir vinsam- legum skilningi bæjarhúa, og hafa þeir þannig uppskorið sín Iaun í ánægju yfir árangr- inum. Reykvikingar geta bezt sjálfir um það dæmt hverja þýðingu starfsemin hefir i bæjarfélaginu. í rauninni er hér um þeirra starf að ræða í þágu barnanna, fátækra sem ríkra, — uppeldislega samhjálp, sem er nauðsynleg, einkanlega fyrir börn innan skólaskyldu- aldurs. Borgararnir hafa tekið til sinna ráða i hinni hraðvax- andi höfuðborg. Vinarbragð Ameríkumanna. Þess má að lokum sérstak- lega geta að herstjórnin amer- iska hefir sýnt okkur þá vin- semd að lána okkur til afnota Tripoli-Ieikhúsið, rétt hjá há- skólanum, og verður þar um góða skémmtun áð ræða með íslenzkum skemmtikröftum. Menn ættu að kaupa Barna- dagsblaðið' bæði til þess að styrkja málefnið, en einnig liggja þar fyrir allar upplýs- ingar varðandi hátíðahöldin, ' sem inenn æ'ttu ekki að fara á mis við. Sólskin og merkjasala. Sólskin kemur út í 15. sinn með mörgum sögum og ljóð- um og verður seld eins og áð- ur á sumardaginn fyrsta. Enn- fremur fer fram merkjasala. „Sólskin“ hefst á kvæði Huldu, „Island, Island, eg vil syngja“. Þá er saga eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur, er nefnist „Álfkonumar“, ævin- týri eftir 12 ára telpu og fjöl- mörg æfintýri og kvæði, frum- samin og þýdd, auk fjölda mynda. Ritið er að vanda hið eigulegasta. Eftir fyrri kynnum félagsins af örlæti Reykvíkinga, verður óhætt að fullyrða að fjársöfn- unin nær nýju hámarki á morg- un. GLEÐILEGT SUMAR! Gunnlaugur Jónsson, Freyjugötulð. LESIÐ Bridge-bokina, og spilið betur. Dagur barnanna. TakmarkiS er: Hraust og . mannvænleg börn. 2000 mánns hafa sótt amerísku sýninguna Um 2000 manns hafa sótt amerísku sýninguna í Sýning- arskála myndlistarmanna, sem opnuð var s. 1. miðvikudag. Upplýsingadeild Bandarikja- stjórnar, sem stendur fyrir sýn- ingunni, liefir gert ráðstafanir til þess að Sgtr. Reino Luoma, liinn finnsk-ameriski pianóleik- ari, leiki i annað sinn, vegna fjölda áskorana. Verður það kl. 9.30 á fimtmudagsvöldið. Leik- ur hann þá tónverk eftir Brahms, Bach-Rummel, De- bussy og Paganini-Liszt. Annað kvöld kl. 9.30 leikur 35 manna lúðrasveit Banda- ríkjahersins, undir stjórn John Corley. Einnig syngur Gomer Wolf, liðþjálfi (barytón). Hann var söngvari við San Carlo Op- eruna í New York áður en hann gekk í herinn. Sýningunni verður lokið á miðnætti á föstudag. GLEÐILEGT SUMAR! Ullaruerksmiðjan Framtíðin. GLEÐILEGT SUMAR! Sigurður Halldórsson, Öldugötu 29. GLEÐILEGT SUMAR! Þökk fyrir veturinn. Veitingasalan Oddfellowhúsinu. GLEÐILEGS SUMARS óskar öllum Dósaverlcsmiðjan h.f. GLEÐILEGT SUMAR! Efnalaugin Glæsir., GLEÐILEGT SUMAR! Þvotlahús Reykjavíkur. GLEÐILEGT SUMAR! Verzlunin Varmá. GLEÐILEGT £UMAR! Verðandi. GLEÐILEGT SUMAR! Sjóklæðagerð fslands GLEÐILEGT SUMAR! Verzlunin Fálkinn. GLEÐILEGT SUMAR! Hótel Vík. GLEÐILEGT SUMAR! Hannes Erlendsson, klæðskeri. I GLEÐILEGT SUMARl Sig. Þ. Skjaldherg. GLEÐILEGT SUMAR! ^Sé/hosgogn GLEÐILEGT SUMAR! G. Bjarnason & Fejldsted e. m. GLEÐILEGT SUMAR! Kjöt & Fiskur. GLEÐILEGT SUMAR! Belgjagerðin. GLEÐILEGT SUMAR! Verzlun Benóný Benónýsson. GLEÐILEGT SUMAR! Raftælcjaverzlunin Ljósafoss. XXXXXXXXXXiOCXXXXXXXXXXXXX 0

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.