Vísir - 09.03.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Föstudaginn 9. marz 1945. I VlSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján GuSIaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hagkeiiin tvö. •pvö hagkerfi hafa staðið hlið við hlið í heim- inum um hokkurt skeið, en þau hafa ell grátt 'silfur og húið í ófriði, og því er ekki sýnt hvort betur dugar, — segir Þjóðviljinn. Jafnframt kemst hlaðið að þeirri niðurstöðu, að út úr háli styrjaldarinnar komi nýr heim- ur, sem muni „framar öllu öðru auðkennast af samstarfi hinna sosiölsku þjöðféíaga og auðvalds þjóðfélaganna, og. af allsherjar skipulagningu framleiðslu og víðskipta, þar sem einkarekstur, félagsrekstur og opiriber rekstur verður settur hlið við hlið og öll þessi rekstrarform látin þjóna markmiði heildar- áætlunarinnar, sem er öryggi og frelsi til hapda öllum.“ — Á þetta að vera samkomulag milli sosiölsku ríkjanna og auðvaldsþjóðfélag- anna, — og ef svo er, verður þá um að ræða nema eitt hagkerfi um heim allan? Blaðið svarar þessu raunar sjálft, þegar lengra kemur út í heimspekilegar hugleiðingar ]æss, og gerir það á þennan veg: „Það er stað- reynd, að bæði kerfin munu verða til eftir stríðið, og á n-fíli þessara þjóða, sem þessum kerfum fylgja, verður annaðhvort samstarf eða stríð. Fleiri möguleikar eru ekki til.“ Hvað er þetta, — var ekki Þjóðviljinn einmitt að tala um það í upphafi hugleiðinga sinna, að hagkerfin myndu sættast og Fróðafriðúr verða ríkjandi í nýjum heimi? Og svo skilur Vísisliðið, Framsóknarmenn og Alþýðuflokks- menn ekki þessar hugleiðingar. Fyrr má nú vera skilningsleysið. En hvernig var nú þetta, — vpru það ekki fulltrúar lýðræðisríkjanna, sem sömdu At- lantshafssáttmálann svokallaða, — yfirlýsingu tim að tryggja hæri öllum mönniun frelsi og öryggi, firra þá ótta yið skort og ofsókmr. Þetta á að gera hjá lýðræðisþjóðunum, og ]>essar yfirlýsingar hafa foringjar þeirra gefið ótilkvaddir af Þjóðviljanum, og án nokkurr- ar nauðungar af hálfu hlaðsins. Hugleiðingum Þjóðviljans lýkur að sjálfsögðu á þann hátt, að eftir að þessi tvö hagkerfi séu húin að semja frið, muni „sosialska hagkerfið“ sigra. Einkennilegur friður það. En hver veit nema að Þjóðviljinn vilji nú loksins. viðurkenna þá stefnu Vísis rétta, að einstaldingurinn eigi að fá-að njóta sín þar senr hann má sín, lelagssamtök þar sem þeirra þarf með, rekslur bæja- og sveitarfélaga, þar sem smærri félagslieildum cr reksturinn um megn, og loks ríkisrekstur, þar sem hann er nauðsyn. Slíkt hefir verið hagkerfi Vísis og Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið, og engu er líkara, 'en að stjórnarsamvirinan hal'i haft tiltölulega góð áhrif á kommana. Golt ef þau verða varanleg. Leið samstarfsins hefir verið valin, segir Þjóðviljinn, og sosialistar geta gengið fagn- andi til þessa samstarfs. Ekki er það að furða, þar sem þeir vinna fullkominn sigur í sam- starfinu, — sigur, sem þeir gátu aldrei gert sér vonir um í „stríði eða vopnuðum f'riði“. Manni skilst að sosialistar komi með rýting- inn í erminni, og vinni svo að niðurlögum auðvaldshagkerfisins, er þeir sjá sér leik á borði. Það skyldi þó aldrei koma upp úr kaf- inu, að jafnvcl slílct geti komið til mála hjá mannúðarmönnunum, sem vilja öryggi fyrir alla? vestfjarðabrcf. Fimmti hluti. Notkun jarðhita. Af öllum þeim stórstigu framkvæmdum, sem gerðar hafa verið hér á landi undan- farin ár, hefir engin vakið jafn ajmenna athygli og hitaveita Reykjavíkúr. Er slikt að vonum, því mikið af baráttu þjóðarinnar hefir verið glíman við kuldann, og þarna var reynt til þrautar hvérnig jarðliitinn yrði beizl- aður til nolkunar á víðlendu svæði. Nú þegar fyrsta glíman er unnin hyílir þegar undir við- tækari notkun jarðhitans, þar sem hann er nálægur. Benda miklar líkur til, að á næstu árum verði miklar framfarir um notkun jarðhita. Á Vestfjörðmn eru allmik- il jarðhitasvæði, sem þegar eru kunn, og eflaust koma fleiri í ljós við boranir. Stærsta jarðlTÍlasvæðið er á hinu forna höfuðbóli Reyk- hójum, og þar næst í Revkja- nesi við ísafjarðardjúp. Mik- ið jarðhitasvæði er einnig í Laugardal i Ögurhreppi. í Tálknafirði eru líka laugar allstórar. Heitt vatn er i flestum sveitum Vestfjarða, en sennilega svo lítið á riiörg- um stöðum, að ekki svarar virkjunarkostnaði. Vitanlega verður ekkert fullyrt um slíkt, nema með víðtækum rannsóknum og borunum. í grennd við ísafjörð (í Turigu- dal) hefir fundizt heitt vatn. Vantar þar boranir til þess að fá úr því skorið, hve mikið vatnsmagnið er og hitinn mikill. Þar sem saineina má jarð- hita- og raforkunotkun með hóflegu verði eru fyrir hendi hin ákjósanlegustu skilyi’ði til lífvænlegrar framtíðar- byggðar. Og nú, þegar inn- lend reynsla er fengin um not þessara gæða, hlýtur þessum skilyrðum að verða gaumur gefinn í framtíðimii og ný- byggðinni valinn öðru frein- ur staður þar sem tvö fyrr- nefnd skilyrði eru fyrir hendi, hæði til uppfyllingar á dag- legum þörfum íbúanna og mikilsverð hjájparmeðul til margskonar athafna. Skólamál Vestfrðinga. Auk harnaskókr í hverri byggð er meiri og minni framhaldskensla í flestum kauptúnum. Gagnfræðaskóli er á ísafirði, svo og hús- mæðraskóli, stofnaður af kvenfélaginu Ósk og rekinn af því fjölda ára. Héraðs- skólar eru að Núpi í Dýra- firði og Reykjanesi. Núps- skólinn er elzti liéraðsskóli á landi hér, sem nú starfar, og til orðinn fyrir þrollaust starf og baráttu síra Sig- tryggs Guðmundssonar. Nú stjórnar Núpsskóla síra Ei- ríkur J. Eiriksson, lbrseti Ungmennafélaga íslands. Á ísafirði er uppi lireyfing um það, að auka svo gagn- fræðaskólann, að þar fáist menntun lil stúdentsprófs. Er á því Irin mesta nauðsyn, bæði sökum síhsékkandi námskostnaðar i Revkjavík og á Akureyri og vaxandi húsnæðisvandi^eða á báðum þessum stöðum. Þeir, sem láta skólainál sig nokkuru skipta, vænta þess að tillögur milliþinga- nefndar í mepntamálum komist sem fyrst til fram- kvæmda i aðalatriðum. Þjóð- in leggur svo mikið til þess- ara mála af fjármunum og á enn meira undír þvi, að á- vöxtur starfs kennara og kostnaður verði sem mestur og beztur. Virðist mörgum þörf meiri athugunar og að- halds í þessum mikilsverðu málum. Hafnamál. Afþingi það seni nú situr að störfum hefir mjög sinnt hafnamálum viðsvegar um landið. Frá nájtúrunnar hendi eru viðast á \restfjörð- um ágæt hafnarskilyrði og bezt á ísafirði sem kunnugt er. Það kemur sér hvarvetna vel að l'á bættar hatfnir og leridingar, en rnargir álíta nauðsynlegast, að fá sem allra fyrst fullkomnar hafn- ir, þar senx aðstaða lil sjó- sóknar og siglinga er bezt, og jafnframt verði séð fyrir bílvegasambandi við þpssar liafnir til nágrannabvggða. Hefir sú reynsla á orðið, að margar smærri hafnarbætur liér á landi hafa konxið að til- tölulega litlunx notuin, en samtals kóstað rikissjóð og hlutaðeigandi sveitarfélög stórnxikið fé. Er þegar kom- inn tími til þess, að Alþingi taki ákveðria afstöðu um lramkvæmd hafnarmála og ótækt að slík mál lendi í lxrossaprangi eða atkvæða- véiðunx. Hafnarbætur og bygging fullkonxinna lxafna er aðkallandi nauðsynjamál. Enséu þau verk ekki unnin svo til frambúðar sé, sýnir reynslan greipil.að þau verða fjárfrekari en svo að rikis- sjóður geti sinnt allra kröf- um. Þess vegna verður Al- þiiig'i að velja úr það nauð- synlegasta og mest aðkall- andi hvei’ju sinni. Póstur og sími. Mjög fögnuin við í dreif- býlinu tillögum milliþinga- nefndai' i póst- og símamál- unx, því segja nxá, að greið- íegt póst- og síma-sanxband sé eitt af daglegum þöi’fum manna. Nú á styi’jaldarárun- um er það algengt, að póstur berst enginn frá höfuðborg- inni til aðalkaupstaða lands- ins hálfa til heija mánuði, og sama gegnir unx póstsam- bandið milli nágranna- byggða, svo er t. d. uxn póst- samband iixiUi ísaíjaj'ðaj' og syði’i Vestfjarðánna. Við jxetta verður nú að búa nxest- an hluta ársins. Það verða því nxikil viðbrigði er sú skipan kenxst á, sem milli- þiiiganefndin leggur til. Þetta var nú um póslinn. En livað er uni shnann Því er hægt að syara í stuttu máli. Síiixasainbaridið á Vest- fjörðunx óg lil annara lands- Iiluta er óviðunandi. Vel'dur þar eflaust mestu um, að simalínurnar eru yfirlilaðn- ar oftast. Bilanir eru líka all- tiðar. Til framhúðar verður ekki bætt unx símasamband- ið vestui’, nema nýjar línur verði lagðar. Þó þykir sunx- um sein nokkuð mætti til hatnaðar snúa með betra skipulagi og lipurri af- greiðslu. Síminn er mi hvarvetna svo alnxennt notaður, að sjálfsagt er að þessi ríkis- reksfui' uppfylli sanngjarn- ar kröfur nianna, enda þykir svo sem símaþjónustan sé lílt gefin notendum. Er það óviðunandi, að nienn skuli þui'fa að bíða klukkustund- Framh. á 6. síðu. Skemmtileg-ar Það var íxxaður að segja frá myndir. tveim stlittum kvikmyndum, sem sýndar vóru á skemmtifundi Ferðafélagsins á mánudagskveldið. Önnur var um iþróttalíf hér í bænum og uppi til fjalla, en hin var tekin á barnaheimilum þeim, sem starf- að hafa að sunxarlagi uppi um sveitir landsiiis á undanförnum árum. Myndirnar eru ieknar i eðlilegum litum og hefir Kjartan Bjarnason prentari gert það, en ætlunin er að senda þær vestur um haf og lála setja í þær hljómlist. | Heimildarmaður piinn sagðist sjaldan hafa séð ■ eins skemmtilegar myndir. Þar gat að líta þrött- . mikla æsku, við Jeik og iþróttir, í fögru um- ' hvcrfi. Litju börnin voru i hringleikuni eða teipurnar léku sér að brúðum sínum og dreng— irnir stóðu í vegavinnu. Skíðafólkið hrunaði niður fjallahlíðarnar, renndi sér sitt á hvað nieð fimi og leikni, stökk Jangar leiðir fram af stökk- pöJlúnum. Skíðamyndin stóð litið að haki þeim I myndum, sem hér eru sýudar af erlendum skiða- görpym og mikið þykir lil komá. Ihið á að gera meira að því að taka slikar rhyndir. J>ær eru bæði til skemmtunar hér heima og eins er sjálfsagt að reyna a/S korna þeim á framfæri erlendis til að kynna landið. * * hingmanns- Jíiríkur alþingismaður ’ Einarsson afmæJi. átti sexIugsafniæJi nú í vikunni og var þá sóttur heim af fjölda vina og vandamanna. Nýtur Eirikur sérstakra vjn- sælda utan þings sem innan og jafnt iijá öllum flokkum, Eiríkur er landskunnur fyrú' kveðskaxr sinn við ýms tækifæri, enda sérkennilegt gam- anvísnaskáld og höfundur fjölda landsfleygra þingvisna. Bjarni Ásgeirsson alþm. sótti hánn heim á afmælinu og færði honum eftirfarandi stökur: Eitt sinn var hann Eirikur ungur og saklaus drengur. Nú er hapn orðinn aldraður og annar — likt og gengur. Sextugt hárið silfurgrátt og svipurinn stundum grettinn. Eer þó enhþá erini hátt, augu liýr Og gleltiix. N’ú hefur þ(?ssi nýsköpun náð því taki á honum, að hann sjálfur yngjast mun upp með vordögunum. Hvort sem góugróður sá grær hér áfrain lengi, við skulum hella Eirík á ósk um líf og gengi. Þennan lipra Ijóðasvan í lofti þingsalanna. Hann er alliaf hringiiendan í háttum stjórnmálanna. Eiríkur Einarsson er tregur á að birta ljóð siii og hlédrægur maður i eðli sínu, þótt han.n hafi um langt skeið kom.ið mjög við opinher mál og átf sæti á Alþingi um fjölda ára. Hafa ýnxsjr vinir hans skorað á hann að gefa þjóð- inni.kost á að eiguast Ijóð hans öll í einni bók, en Eiríkur hefir ekki látið að þeim óskum enn sem komið er. Vil eg einnig koma þessari áskor- un á framfæri, fyrir hönd fjölda dáenda skálds- ins, og vænti þess, að hann láti ekki útgáfuna dragast miklu lengur. Þjóðviljinn talar um „takmarkalausar stór- Iygar“ í gær og segir m. a.: .....Þjóðviljinn lýsir yfir því, í eitt skipti fyrir öll, að hvert orð þessara þriggja hlaða um að sósíalistar hafi lagt til að íslendingar segðu möjidulveldunum stiúð á hendur, er visvitandi lygi, enginn þingmaður hefir lagt slikt til, enda öllum heilvitá m'önmim Ijóst, að vopnlaus þjóð getur ekki sagt öðrrim þjóðum stríð á hendur. Hvers vegna vill Þjóðviljinn ekki leggja til við ráðherra sína, að þeir siái um að birt verði það, sem gerðlst á lokuðu fundunum, til þess að hre'nsa flokkinn? Áður hefir Þjóðviljinn for- dæmt slíka leynd. En 28. febr. spurði Þjóðvilj- inn, „hvort nokkur fórn sé færandi, til að fá sæti .... á þeim ráðstefnum" og svarar því, að spurningin sé fávísleg. Hvaða hringiandi er þetta — eða er Þjóðviljinn síðan orðinn hrædd- ur við þjóðarviljann?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.