Vísir - 19.03.1945, Blaðsíða 6
V IS I R
Mánudagjnn 19. marz 1015
Ef nið'
Sögunni er skift i þessa kafla: Hag-
saga og menningarsaga. Hafið og sagan.
Skipin. Fiskurinn. Baráttan um bæina og
upphaf sjómannastjettar. Fyrstu þilskip-
in. Gamiir bátar og ný skip. Upphaf inn-
lendra þilskipa. Auðmenn og aflamenn.
Úr verstöðvum í útgerðarbæi. Erlendar
útgerðartilraunir og áhrif þeirra. Ný þil-
skipaútgerð,. Menntun sjómanna. Araskip
og útræði. Hagur þilskipanna. Hákarla-
legur. Útvegsbændur og framfaramenn.
Stórútgerð. Utlendingar á íslandsmiðum.
Frönsk Islandsútgerð. Ný löggjöf og fje-
lagsmál. Kjör og öryggi. Sjómannalífið á
þilskipunum. Vinna, matur, dægradvalir.
Svaðilfarir og slysfarir. Nýir atvinnuhætt-
ir. Umbrotaár. Aidamót. Vjelbátar. Síld.
Upphaf togara. Vöxtur fiskifJotans. Út-
gerð og stóriðja. Kaupskip. Sjómannalíf
og sjómannalund. Iíafið og framtíðin.
í bókinni eru als 518 myndir, 289
myndir af einstökum mönnum, og urn 500
nafngreindir menn sjást á ýmiskonar
skipshafnamyndum og öðrum hópmynd-
um. Skipamýndir eru úm 70, myndir af
áhöldum og vinnubrögðum um 40. Yfir 50
staðamyndir, allmargar fiskamyndir,
nokkuð af gömlum og nýjum kortum, sýn-
ishorn úr brjefum, verslunarbókum, afla-
skýrslum o. fl. Margar myndir hafa verið
teknar sjerstaklega fyrir þessa bók, aðrar
eru úr gömlum söfnum og bókum, t. d.
úr hinu merka. Reýkjavíkurmyndasafni
Georgs Ólafssonar bankastjóra.
Sjómannasagan er skrifuð í lilefni 50 ára afmælis skipsljóra-
og stýrimannafjelagsins Öldunnar og hafa þaulvanir sjósókn-
armenn verið til ráðuneytis um alt það, sem varðar sjósókn og
siglingalækni. í bókinni eru margar fróo-legar og fjörugar frá-
sagnir um sjómannalííið á liðnum tímum. 1000—1200 menn
koma þár við sögu, jöfnum höndum útgerðarmenn, skipstjórn-
armenn, hásetar og aðrir skipverjar.
Fyrir ségumerera
Sjómannasagan er sögurit, bygð á fjölda af prenluðum og
óprentuðum heimildum. Hún er fróðlegt og girnilegt lestrar-
efni fyrir þá, senr unna íslancý ögu og þjóðlegum fróðleik.
Frásögnin berst eðlilega um alt land. En í bókinni er einnig
mikil Reykjavíkursaga sjerstakiega, saga sjómannaætlanna og
alvinnulífsins og lífskjaranna í bænum.
„Saga íslendinga er sagan um ha£ið“. Sjómannasaga Vilhjálms Þ. Gíslasonar segir £rá auðsæld hafsins og áhrifum þess á |
| landsmenn og aívinnuvegi þeirra. Þeíta er faíleg bók, sem menn íesa og skoða sjer til skemtunar, og leita síðan oft í, sjer |
til fróðleiks.
^3óaj^oldarprentámic)ja íiJ
Ifafið þjer sjeð gömlu fiskamörkin,
sem hjá sjómönnunum voru hliðstæð fjár-
mörkum bændanna? í Sjómannasögunni
er í fyrsta sinn pientuð markaskrá um
fiskamörkin, með teikningum og skýring-
um. Hvernig var: blaðstíft, fjöður, kría,
fuglafit, skora aftan, hvatt, gagnhakað,
manndrápsmark, hamar?
Rakin eru áhrif siglinga og fiskiveiða á þjóðarhag og afkomu
manna og á sjálfstæði landsins. í inngangsköflum er sagt frá
fornri úlgerð, síðan frá úlvegsmálum á 14. og 15. öld. Megin-
sagan er rakin frá upphafi verslúnar og siglingafrelsis á 18. öld
og fram á togaralímann. Sagt er frá áraskipum, þilskipum, vjel-
bátum, togurum og kaupskipum. Lýst er daglegu lífi og vinnu-
brögðum, slysförum og hættum, fiskimiðum, verslunarháttum
og lífskjörum.
í Sjómannasögunni er sjerstakur kafli
um fiskinn, gildi hans í þjóðarbúskap og
þjóðtrú, verkun hans og hagnýtingu á
ýmsum timum, skýrð ýms fiskaheiti og
sagt frá margskonar matargerð úr fiski
áður fyr. Til eru um 150 nöfn á hlutum
þorskhaussins og urmull af fiska- og
fiskmetisnöfnum.
Bókin er snyrtilega prentuS á fallegan myndapappír, og
bundr'n í vandað, smekklegí skinnband.
í Sjómánnasögunni eru á 6. hundrað myndir, teikningar
og kort þ. á. m. margar hópmyndir af skipshöfnum.
SJOM A
A S A G Jllii J
eftir Yilhjálm Þ. Gíslason er komin út.
Sjómannasagan er hagsaga og menningarsaga íslenskrar úígerðar, starfsaga og hetjusaga ísíenskra sjómanna. Sagan er
alsherjarsaga útvegsins frá upphafi, en rakin með sjerstöku tilliti til Reykjavíkur og Faxaflóa, eftir að Reykjavík varð
höfuðstaður landsins.