Vísir - 26.04.1945, Blaðsíða 4
4
VISIR
Fimmtu<lá£inn 26,, april 1945.
VlSIR
DAGBLAÐ
Utgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VlSIIÍ H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Skýrsla ríkisstjórnarinnar.
TJáðstefna hinna sameinuðu þjóða liófst í gær
" í San Francisco, en á þeim sama degi lét
ríkisstjórn Islands frá sér fara skýrslu um
nðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í sambandi
við þátttöku íslendinga í stríðinu. Vafalaust
hefur ríkisstjórnin ekki látið skýrslu þessa
fyrr frá sér fara af þeim sökum, að hún hef-
ur gert sér vonir um að okkur yrði leyfð ein-
hverskonar þátttaka í ráðstefnunni,vegna sér-
stöðu þeirrar, sem við höfum og hljótum að
hafa í sambandi við styrjaldarreksturinn. Hitt
verður að viðurkenna, að lítil óstæða virðist
hafa verið til að dylja þjóðina hverju fram
hefur farið í þessu máli, enda má segja að
heinagrindin ein sé almenningi til sýnis og
þá fyrst og fremst tillögur þær, sem mörk-
uðu afstöðu þingflokkanna til málsins.
Athyglivert er það, að samkvæmt skýrsla
ríkisstjórnarinnar liafa Bretar og Bandaríkja-
menn lýst yfir því, að af þe-irra hálfu væri
engin áherzla á það lögð, að við gæfum út
einhvers konar striðsyfirlýsingu, eða viður-
kenningu á að ófriðarástand hafi verið hér
ríkjandi frá 11. des. 1941 og að harátta okkar
•béindist þá að sjálfsögðu gegn möndulveld-
unura. Ýmsir héldu i uppliafi, að við yrðum að
sæta afarkostum, ef stríðsyfirlýsingin væri
ekkf gefin út, enda voru ýmsar kynjasögur
uppi í því sambandi. Af orðsendingu stórveld-
anna er auðsætt, að um ekkert slíkt hefir ver-
ið að ræða, heldur liefir okkur verið sent
einskonar umburðarbréf, eins og öllum öðr-
um þjóðum, og þá sennilega fyrst og fremst í
kurteisisskyni. Við kunnum að sjálfsögðu að
íneta þá kurteisi, og liinu ber ekki að leyna,
að við óskum að eiga þátt í friðsandegu sárti-
starfi allra þjóða, en afslaða okkar í ófrið-
inum hefir verið með þeim hætti, sem banda-
mönnum hentar bezt, og við höfum eagu þar
við bæta, enda allra sizt beinni eða óbeinni
stríðsyfirlýsingu.
Ekki er ómögulegt, að við hefðum gelað
sótt ýmsan fróðleik til ráðstefnu þessarar, er
sameinuðu þjóðirnar lialda þessa dagana, en
hún hlýtur fyrst og fremst að snúast um
skipun mála á meginlandi Evrópu og gelur
þannig óbeint varðað Island og hagsmuni.þess.
Fátttaka okkar í ráðstefnunni hefði vafalaust
'engu breytt, hvorki fyrir okkur né aðra, enda
hefðum við að þvi lcyti farið þangað erindis-
Jeysu eina. Verður því ekki annað séð, en að
við getum unað okkar hlutskipti í trausti þess,
iað afstaða okkar verði skilin á réttan veg,
cnda standi Brctland og Bandaríkin við gefin
heit, sem við tengjum miklar vonir við.
Hafi öll kurl komið til grafar í skýrslu
TÍkisstjórnarinnar, verður afstaða kommún-
ista á engan hátt skýrð, og einkum þó ýmis
ummæli, sem fallið hafa í því heygarðshorni
síðustu mánuðina. Virðist engu líkara cn að
])eir tclji Islendinga hafa farið mikils á mis,
cr ])eir sögðu möridulveldunum ekki stríð á
hendur, til þess að gera sig hlægilega í aug-
nm alheims. Annar virðist vinningurinn ckki
geta orðið, — ef vinning skaf tclja,. — og
svo virðist sem sendiherra Islands í Washing-
ton, sem er málunum gerkunnugur, líti nokk-
uð öðrum augum á málið, ef dæma má eftir
blaðaummælum, sem nýlega hafa birzt.
og Svía undirritaður 7. aprii.
Vönir í Svíþjóð hafa aðeins hækhað um
40—70% stríðsárin.
Finnar vilja skipta við
íslendinga.
Samninganefnd sú, er fór
héðan til Stokkhólms í jan-
úarmánuði síðastjliðnum, til
að semja um viðskipti Svía
og Islendinga fyrir yfirstand-
andi ár, er komin heim. I
nefndinni áttu sæti þeir Stef-
án Jóh. Stefánsson, formað-
ur, Arent Claessen og ÓIi
Vilhjálmsson framkvæmda-
stjóri S.I.S. í Stokkhólmi.
Þeir Stefán Jóhann og Ar-
ent höfðu fund með blaða-
mönnum að Ilótel Borg ný-
lega og slcýrðu þeim þar frá
árangrinuni af störfum
nefndarinnar.
Er nelndarmennirnir fóru
héðan, héldu þeir fyrst til
London. Áttu þeir þar tal vjð
hollenzku stjórnina í Lon-
don um möguleika fyrir við-
skiptum milli Hollendinga
og Islendinga' á næstunni.
Nefndin gekk þó ekki endan-
lega frá neinum samningum
við þá aðila, en fékk þau. mál
í hendur brezk-íslenzku
samninganefndinni, sem kom
til Englands um það leyti,
sem sænsk-íslenzka nefndin
hélt áfram til Stokkliólms,
Nel'ndin kom til Stokk-
liólms 4. febrúar og vann þar
síðan að samningagerðinni
unz samnnigarnir voru und-
irritaðir 7. ])essa mánaðar.
Eru það fyrstu viðskipta-
samningar, sem gerðir hafa
verið á breiðum grundvelli
milli Svía og Islendinga. —
Hvað snertir viðskipti við
Svíþjóð almennt, sagðist
nefndarmönnunum svo frá,
að einstökum sænskum fyr-
irtækjum væri ekki leyft að
gera beina samninga við er-
Íenda aðila. Allur útflutning-
ur á framleiðsluvörum þjóð-
arinnar er hgður leyfum frá
ríkisstjórninni. Eftirspurn
eftir sænskuni vörum er
mjög mikil alls staðar að. Er
það cðlilcgt, þar sem Svíþjóð
er riálega eina ])jóðin í Norð-
Urálfu, sem hefir haldið
framleiðslumætti sínum ó-
lömuðum styrjaldarárin.
I stuttu máli fjalla samn-
ingarnir uni að tryggja út-
flutningsleyfi á ýmsum
sænsluim vöruflokkum, sem
Islendinga vanhagar. Má þar
nefna, auk allskonar iðnaðar-
vara, efni til rafmagnsstöðv
og timbur. Enn fremur leyfi
fyrir allt að 28 járn- eða stál-
skipum. Þar af 15- 20 (liesel-
togarar og 8 stærri skip, allt
að 2700 smálestir. Auk þess
leyf^fyrir smíði á 55 eikar-
bátum allt-að 80 smálestum,
til viðbótar þeim 45, sém nú
eru í smíðum fyrir Islend-
inga í Svíþjóð.
Svíar skuldbinda sig hins
vegar til að kaupa allmikið
af íslenzluim framleiðsluvör-
um. Þar á meðal 125 þúsund
tunnur af saltsíld, einnig
nokkuð af kindakjöti frystu,
hraðfrystan fisk og harðfisk,
gærur, saltfisk og ull. Nokkr-
ar af hinum síðasttöldu vöru-
tegundum eru keyptar til
reynslu.
Ylir stríðið hefir vöruverð
í Svíþjóð aðeins hækkað um
40—70%, en íslenzkar fram-
leiðsluvörur í sumum tilfell-
um að minnsta kosti um
nokkur hundruð prósent.
Sögðust nefndarmennirnir
telja niðurstöður þessa samn-
ings vel við unandi, þegar til-
lit væri tekið til hins mikla
verðmuns á sænskum og ís-
lenzkum framleiðsluvörum.
Þá skýrðu nefndármenn-
irnir frá því, að fulltrúar frá
finnskum stjórnarvöldum
hefðu komið til fundar við
þá, meðan þeir dvöldu i
Stokkhólmi. Létu þeir í ljósi
áhuga fyrir viðskiptum milli
Finna og Islendinga. Meðal
annars vildu þeir kaupa síld,
frystan fisk og dilkakjöt.
Nefndarmennirnir höfðu hins
vegar ekki umboð til að
semja við þá, en munu leggja
niðurstöðurnar af viðræðun-
um við finnsku fuILtrúana
fyrir ríkisstjórnina til athug-
unar.
Maiía Guðmunds-
dóitir.
Fædd 12: marz 1883.
Dáin 15. apríl 1945.
Miimingarorð.
1 dag verður til moldar
borin frá Óðinsgötu 4 María
Guðmundsdóttir. Eg, sem
þessar fáu línur skrifa um
þessa góðu og merku konu,
var ckki fróður um ætt henn-
ar, enda hygg ég að það hafi
verið fjarri skapi hennar, að
eg færi að þyija upp ættar-
tölu hennar, ])ó að þar fynd-
ist máske prestur eða stór-
bóndi.
María var fædd að Skil-
vindastöðum í Staðarsveit,
og ólst þar upp. Árið 1907
giftist hún Ingvari Péturs-
syni, og varð þeim þriggja
barna auðið, sem öll eru á
lífi og búsett hér í bænum.
Þau eru Jóhann trésmiður,
Jórunn, og Sveinn prent-
myndasmiður.
Árið 1922 missti María
mann sinn, og fluttist hún þá
skömmu síðar hingað suður.
Það má merkilegt heita nú
á tímum, að manneskja skuli
vera hjá sömu húsbændunum
í hartnær 20 ár, en það var
María heitin. Eg hef aldrei,
og það munu allír segja, sem
kynntust Maríu, lyrirhitt
jafn prúða og dygga konu,
bæði til orða og verka, svo
að af bar. Það er sagt að
sönnu; að börnin hænist ekki
nema að góðu fólki, cnda
sóttu börnin mikið til Maríu,
hvort heldur þau voru kát
eða hrygg, því ])au vissu að
Framk. á 6. síðu
Hvað á að kalla Það fer víst að verða held-
vígstöð.varnar. ur stuttur tími eftir, seni
hœgt er að nefna vigstöðv-
arnar á meginlandi Evrópu hinum gömlu nöfn-
um þeirra, vestur- og austurvígstöðvarnar.
Þegar Bretar og Bandaríkjamenn hafa náð sam-
an. við hersveitir Rússa, sem úr austri koma,
þá verða þessi þvældu nöfn úr sögunni. Vinstri
armur herja handamanna sameinast hægra armi
rússnesku herjanna og öfugt, og þegar svo
verður komið, þá verða hernaðarsérfræðingar
okkar að leggja höfuðin i bleyli til að finna
ný o gheppileg nöfn á vígstöðvarnar, sem þá
verða til.
*
Norður- og suð- Það virðist liggja í hlutar-
ur-vígstöðvarnar. ins eðli, að ekkert nafn verði
hæfara vígstöðvum þeirra
herja, sem sækja norður til Helgolandsflóa,
Eystrasalts og Danmerkur, en norðurvigstöðv-
arnar. Hinar, þar sem handamenn sækja að
fjalllendinu, sem bandamenn telja, að verði
þrautavigi Hitlers, verða þá nefndar suður-
vigstöðvarnar. En þá verður líka að finna ný
nöfn fyrir þær tvennar vígstöðvar, sem þá eru
enn ekki taldar, en geta gert kröfu til þeirra
nafna, sem eg hefi leyft mér að stinga upp
á handa hinum „nýju“ vígstöðvum, alveg án
þess að hafa ráðgazt um það við hermálasér-
fræðing minn.
*
Vígstöðvarnar Vigstöðvarnar i Noregi hafa
í Noregi. með réttu getað heitið norður-
vígstöðvarnar, þótt þær muni
oftasl hafa verið kenndar við Noreg þann stutta
tima, sem liðinn er siðan Rússar ráku flótta
Þjóðverja inn i landið frá Finnlandi. Það er
því réttast að nefna þær framvegis Noregs-
vigstöðvarnar, og er ekki ósennilegt, að bar-
dagar hlossi þar upp aftur, er snjóa fer að
leysa i þeim héruðum, þar sem herirnir hafa tek-
i ðsér stöðu eftir að Þjóðverjar hörfuðu þangað.
Það gæti líka farið svo, að þessar vígstöðvar
verði síðar kallaðar norður-vígstöðvarnar, þeg-
rr handainenn liafa hreinsað til í Norður-
Þýzkalandi og Danmörku.
*
V.g-tuövarnar Þá eru eftir syðslu vígslöðvarn-
á r.ar — á ítalíU, — sem oft liafa
verið nefndar suður-vígstöðv-
arnar. Þótt þeim verði gefið nafnið ítalíu-
vígstöðvarnar, þá cr ekki víst, hversu. lengi
það verður réttnefni. Eins og sókn banda-
manna á ítalíu gengur nú og einnig sókn Tilos
handan Adriahafs, en hersveitir hans eru nii
lcomnar inn i hafnarborgina Fiume, þá eru allar
líkur til þess, að ítalíu-vígstöðvarnar renni. sam-
an í suður-vígstöðvarnar tilvonandi. Átlundi
herinn tekur þá höndum saman við Tito og
sá fimmli við það lið bandamanna, sem nú
stendur vörð við fransk-itölsku landamærin, og
þá verður húið að slá hring um fjallavirki
Ilitlers.
*
Fánadagur Eg geri ráð fyrir því, að það liafi
Færeyinga. farið fram hjá flestum Reykvík-
ingum og öðrum, að dagurinn. i
gær var hátiðisdagur hjá Færeyingum. Tutt-
ugasti og fimrntl apríl er nefnilega fánadag-
ur þeirra, en hann er engan veginn eins gam-
all og fándagurinn okkar, því að í gær var
hann aðeins fimm ára að aldri. Þann dag árið
1940, þegar rúmur hálfur mánuður var liðinn
frá hernámi Danmerkur, var farin kröfuganga
í Þórshöfn, þar sem sett var fram "krafa uin
það, að framvegis yrði notaður hinn hlá-rauð-
hvíti fáni Færeyinga. Bar gangan þann árang-
ur, að riæsta dag sanxþykkti þingið í Þórshöfn,
að þessi fáni skyldi blakta á skipum Færeyinga.
Hefir lxað verið gert síðan, svo sein þeir vita,
sem séð hafa færcysku skipin hér á undan-
förnum árum.
*
Færeyingar og Færeyingar geta sannarlega
íslendingar. sagl um sjálfa sig, að þeir sé
„fáir, fátækir, smáir“, og í
samanburði við þá erum við íslendingar stór
þj.óð og auðug. Þess vegna getum við skilið
baráttu þeirra, bæði fyrir lífinu og á sviði
stjórnmálanna. Við erum orðnir alfrjálsir, en
þeir eru enn á þvi stigi, sem við vorum á
fyrir mörgum tugum ára. Þessi líking á hög-
um okkar þá og nú skapar samúð milli þjóð-
anna, og nú á striðsárunum hefir orðið tals-
verið sainvinna milli þeirra í ýmsum efnum.
Fer vel á því, að henni verði haldið áfram
á komandi áruin. Ef við getum á einhvern
liátt orðið Færeyingum að liði, þá ættum við
að verða það.