Vísir - 26.04.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 26.04.1945, Blaðsíða 6
6 VISIR Fimmtudaginn 26. apríl 1945. DIASONE Framh. af 2. síðu. da«leí»a í þrjá mánuði, en jafnvel þó að haiin héldi á- fram að stunda atvinnu sína, batnaði honum vel, og er nú nærri albata. Ekki allt svona glæsilegt. Því miður eru ekki öll dæmin svona glæsileg. Petter læknir leggur ríka áherzlu á það, að diasone lækni ekki alla berklasjúklinga, og enn- þá er engin fullnægjandi sönnun fengin fyrir því, að þessi skjóti og öruggi bati liafi ekki getað stafað af ein- hverju öðru, — að líkams- bygging sjúklinganna og efnabygging hafi ekki verið að verki. Og sumum batnar alls ekki neitt. Þrír sjúkling- ar, sem höfðu veikina á byrj- unarstigi, fengu engan bata og dóu. Af 42, sem höfðu veikina á miðstigi, voru hér um bil 10 af hundraði ann- aðhvort verri eða eins, og af 21 sjúklingi, sem höfðu veik- ina á efsta stigi, voru 5 ann- aðhvort eins eða verri. Enginn veit með vissu, hvernig diasone læknar berklaveiki, það er enn þá hulin ráðgáta. Tilraunir gefa til kynna, að það ráðist ekki beinlínis á sóttkveilcjurnar — ekki fremur en önnur súlfa- lyf, heldur hefti það fjölgun þeirra, og með því móti létti ]>að hvítu blóðkornunum bar- áttuna. Öþægindi stafa af lyfi þessu, eins og öðrum súlfalyfjum, höfuðverkur, meltingartruflanir, hjart- sláttur, stundum koma fram sjóntruflanir og hörundið verður bláleitt. Þessi óþægindi eru reynd- ar næsta lítils verð á móts við þann árangur, sem feng- izt hefur. Hjá 65 af hundr- aði þeirra, sem prófaðir voru í 60 daga eða lengur, hurfu bakteríur úr hrákanum, og hjá 59 af 78 sjúklingum brá greinilega til bata. Það er at- hyglisvert, að Petter læknir álítur, að 72 af hinum 78 sjúklingum hefðu orðið að fá loftbrjóst eða einhverja aðra aðgerð til að ])rýsta saman lungunum, ef þeir hefðu ekki fengið þetta furðulega lyf. Aðeins þrír al' þessum 72 sjúklingum fengu slíka með- lerð. Og þó skyldi enginn, enn sem komið er, gera sér of góðar vonir um gagnscmi þessa lyfs. Það er enn á til- raunastigi. En aldrei hefur fundizt lyf, sem gefið hafi betri vonir. Samt vara lækn- ar við of mikilli bjartsýnií fyrr en lyf þetta hefur verið ]>aulreynt og þar með fengið örugga vísindalega staðfest- ingu. (TeTíið úr tímaritinu Your Life*. Þingeyingafélagið efnir til sumarfagnaðar að Hótel Borg annað kvöld kl. 9. Dagskrá: Ræðu flytur síra Sveinn Víkingur. Einsöngur: Ragnar Stefánsson. Dans Ingólfur Ásmundsson hefi verið ráðinn skrifstofu- stjóri hjá Eimskipafélagi íslands. Hefir hann unnið um langt skeið hjá félaginu, og núna sið- ustu árin hefir hann verið full- trúi pess. Nýir kaupendur Vísis fá blaðið ókcypis til næ$tu mánaðamóta. Hringið í síma 1660 og tilkynnið nafn og heimilis- fang. HÚSATEIKNINGAR. Undirritaður tekur að sér alls konar húsateikningar. Upplýsingar verða gefnar hjá „Auglýsingaskrifstofunni E. K.“, Austurstræti 12, simi 4878. öskar Sveinsson. VEFNAÐARVÖRUVERZLUN við eiúa aðalgötu bæjarins til sölu nú þegar, ef viðun- anlegt tilboð fæst. — Upplýsingar gefur Vagn E. Jónsson, hdl. Símar 4400 og 5147. HUSEIGNIRNAR Hverfisgata 32 og 32A verða boðnar upp báðar í einu lagi mánudaginn 30. þ. m. kl. 2,30 e. h., og fer uppboð- ið fram í húseigninni Hverfisgötu 32. I húsunum eru 4 íbúðir, verzlun og verkstæðispláss. Laust verður eigi síðar en 1. október n.k. að minnsta kosti 4 herbergja íbúð, á neðri íbúðarhæð aðalhússins. Borgarfógetinn í Rcykjavik, 25. apríl 1945. Ki. Kristjánsson. TVÆR ÍBÚÐIR 2ja og 3ja hcrbergja til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7. Sími 2002. UNGLINGA vantar þegar í stað til að bera út blaðið um Austurstræti Bræðraborgarstíg Lindargötu Rauðarárholt Norðurmýri Þingholtsstræti Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. Dagblaðið Vísir. Aðalfundnr Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn í Fríkirkjunni sunnudaginn 29. apríl 1945 kl. 15,30 (3y2). Dagskrá samkvæmt lögum safnaðarins. Reikningur fyrir árið 1944 liggur frammi á skrifstofu safnaðarins í Fríkirkjunni'föstu- daginn 27. apríl kl. 17 til 19. SAFNAÐARSTJÓRN. María t Guðmundsdóttir. Framh. af 4. síðu. liún gat hryggzt með hrygg- um og glaðzt með glöðum, og vildi öllum gott gera. Þótt söknuðurinn sé mik- ill hjá börnum hennar og harnabörnum. þá er hann einnig hjá öllum þeim, sem kynntust henni, því svo góð kona var hún, ög má með sanni segja, að þar sé skarð fyrir skildi, þar sem hún var. ÞaíTliefði ekki verið gott fyr- ir Mariu með þrjú ung hörn að segja, að hún vildi ekki vinna nema 8 tíma á dag, eins og nú tiðkast, enda ligg- ur það í augum uppi, að svefninn muni oft hafa verið af skornum skammti hjá jafn skyldurækinni konu og María var, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Það má vera gott, að geta lagzt til svefns svefninum langa og vita sig vera sáttan bæði við guð og menn, en það gat og gerði María heit- in, og vita sig fullvissan um að eiga eftir að la laun sín qreidd hjá guði. Eg vildi, að ég, og allir sem mér eru kær- ir, mættum vera þar, sem María er, þegar kallið kem- ur til okkar, því að þá er ég viss um, að við crum vel geymd. Blessuð sé minning liennar. Yinur. Barngóð stúlka óskast fyrir 14. maí. Dval- ið verður í sumarbústað (við Þingvelli). — Uppl. í síma 5901. Á hvers manns dish frá SILD & FISK Fyrir- liggjandi: Simoniz-bón Vélareimaáburður Hvítmálmur Rafkerti Þakpappi Stálöxlar Rennistál Plötujárn Koparöxlar Koparfóðringar Gísli Halldórsson h.f. Austurstræti 14. Sími 4477 BÆIAEFRETTIR -/* * I.O,O.F; = 1274268 /i = 9. 0. Næturlæknir ér í LæknavarSstofunni, simi 5030. NæturvÖrður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur. annast B.s, Hreyfill, sími 1633. Kling-KIang-kvartettinn endurtekur söngskemmtun sína i Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30. Leikfélag Templara sýnir skopleikinn „Sundgarp- urinn“ eftir Arnold og Bach ann- að kvöld í G.T.-húsinu, í siðasta sinn. Prentvillur í „Hugdettum Hímalda". Því miður hafa prenlvillur slæðzt i tilvitnanir í Væringja Einars Benediktssonar í síðustu „Hugdettum". Þar stóð: ilmsins. runna, en átti að vera ilmviðs- ins runna. Og í næstu línu á eftir var líka villa, átti að vera: Og handan þess alls skín svo í-æg og svo fríð. í næstu linu þar á ef.tir var enn ein villa, blóðheitra í stað blóðleitra. Og í næsísiðustu línu þess„erindi stendur: huigandi rós, en.á a5. vera: linígandi ós. f gærkveldi fór fram skólaboðsundið, og lauk því þannig að A-sveit Iðn- skólans har sigur úr býtum á 4,44 mín. Önnur varð B-sveit Iðn- skólans og þriðja sveit Háskól- Anglia heldur sjötta fund á þessu starfsmisseri í kvöld kl. 8,45 að Hótel Borg. Þar flytur Páll Ól- afsson sjóliðsforingi erindi um suðurhluta Kyrrahafsins, en þar hefir hann dvalið nærfellt i tvö ár. Þá mun Þorvaldur Stein- grímsson leika einleik á fiðlu. Húsinu verður lokað kl. 9. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesln dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn. Guðnmndsson stjórnar): a) Lög eftir Weber. h) „Morgenblátter,14 vals eftir Strauss. 20.50 Leslur íslendingasagna. Síðasti lestur (dr. Einar ól. Sveinsson prófes- sor). 21.20 Hljómplötur: Dans- sýninagrlög eftir Gretry. 21.30 Frá útlöndum (Jón Magnússon). 21.50 Hljómplötur: Richard Taub- er syngur. 22.00 Fréttir. Dag- skrárlok. KR0SSGATA nr. 42 Isvél óskast tikkaup. Hándsnúm bða fyrir rafmagni. Tilboð merkt: „Isvél“, sendist blaðinu strax. Skýringar: Lárétt: 1 leysa, 6 hirzla, 8 hreyfing, 9 fæddi, 10 rödd, 12 bókstafur, 13 forseti, 14 tveir eins, 15 púka, 16 glæpur. Lóðrétt: 1 'drýgja, 2 öku- mann, 3 hlekk, 4 skip, 5 eind, 7 algeng, 11 hæstur, 12 tvílar, 14 hlé, 15 þingmaður. Ráðning 41: Lárétt: 1 pretta, 6 matur, 8 il, 9 lo, 10 fól, 12 bik, 13 al, 14 hl, 15 sjó, 16 Glámur. Lóðrétt: 1 prófað, 2 Emil, 3 tal, 4 TT, 5 auli, 7 rokkur, 11 ól, 12 blóm, 14 hjá, 15 S L.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.