Vísir - 31.05.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 31.05.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 31. maí 1945 VISIR Húsmæðrciskólinn. Húsmæðraskólinn er tveggja hæða bygging, auk kjallara, sem að mestu er ofanjarðar. í kjallaranum verður komið fyrir sérstakri kennsludeild fyrir húsmæð- urnar á staðnum, þar sem þær koma til með að læra matreiðslu. Auk eldhússins er í kjallai-anum horðstofa, kennaraherbergi, geymslur, þvottahús og annað, sem þvi tilheyrir, og loks vefstofa fyrir fastanemendur skól- ans. Ætlast er til, að í þess- ari deild verði komið upp matsölu fyrir hæjarbúa, og er hér um algert nýmæli að ræða í húsmæðraskólum landsins. Á fyrstu hæð er kennara- herbergi, stór dagstofa, stór horðstofa, eldhús fyrir kennslú fastanemenda skól- ans, tvö herbergi fyrir for- stöðukonu, snyrtilierhergi og höð. Á annarri hæð er slór saumastofa nemenda, heima- vistarherbergi fyrir 32 slúlk- ur og herhergi fyri» 2 kennslukonur, tvö fyrir livora. Tvær efri hæðirnar eru eingöngu ætlaðar fasta- nemendum skólans. Byggingin verður 29 metra löng og 12.40 m. breið. Var byrjað á grunngreftri henn- ar fyrir skemmstu og verð- ur síðan haldið óslitið áfram með hygginguna, þar til hún kemst upp. Gagnfræðaskólinn. Árið 1938 var byrjað á gagnfræðaskólabyggingu á Jsafirði. Var það 2ja hæða hús, 16.25 m. langt og 14 m. breitt. Þá voru í byggingunni fjórar ahnennar kennslu- stofur, en auk þess kennslu- stofa fj'rir eðlisfræði og önn- ur fyrir smíðar. Nú er byrjað á viðbótar- byggingu við skólann, svo að hann verður alls 30.50 m. langur, en breiddin og hæð- in sú sama og áður. Verða kennlustofurnar í skólanum. nú átta, auk bennslustofanna fyrir smið- ar og eðlisfræði. Þá verða í honuni stofur fyrir kenn- ara og skólastjóra og loks sérstakt safnherbergi. lfver kennslustofa kemur til með að rúma 25—30 nem- endur. Iþróttahöllin. íþróttaliöllin var byggð að nokkru leyti í fyrra, en verð- ur lialdið áfram með liana i sumar ,og mun bygging- unni verða langt komið \ haust. j í -þeirri byggingu verður sundlag 10x21 m, stór, leik- fimissalur 10x18 m. og bún- ingsklefi fyrir hvorttveggja. Ennfr. verða þar gufuböð með búningsherbergjum og livílurúmi. í þessari byggingu er ætl- aður staður fyrir bæjarbóka- safn ísafjarðar, og er ætlazl til að þar rúmist a. m. k. 15.000 bindi. Þar verður komið upp lesstofu fyrir al- menning og annarri les- stofu fyrir börn. Loks verð- ur svo íbúð lmsvarðar ætl- aður staður þarna. í ráði mun vera að slækká iþróttahöllina enn, og koiná þar upp öðrum fimleikasak Ekld hægt að taka Esju á þurrt til hreinsunar. Dráttarbrautin brotnaði, er átti að taka skipið upp. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru síðan stóð til að taka Esju í „slipp“ til hreinsunar og viðgerðar. 1 gær átti að framkvæma þetta, en þá vildi svo til, að dráttarbrautin brotnaði, og er því ekki um það að ræða, að unnt verði að taka skipið á land til viðgerðar hér. Kom- ið liefir til mála, að Esja fari til Danmerkur til að flytja heim Islendinga, sem þar eru. Verður sldpið því vafalaust tekið í þurkví þar, ef það fer þá ferð. Þetta er annað tilfelli með dráttarbrautir slippsins nú mcð stuttu millibili. Fyrir skömmu siðan var verið að taka á land togara og brotn- aði dráttarbrautin þá. Síðasta sldpalest- in kom í gær. f gærdag kom til Reykja- víkur síðasta skipalestin, sem mun koma frá Englandi. Eins og menn muna, byrj- uðu Bretar á því að lát.a skip sín sigla í skipalestum, þeg- ar árið 1939, og islenzk skip nokkru seinna. Er þessari ör- yggisráðst‘fun nú lokið, og geta íslenzk skip sem erlend, siglt ein síns liðs milli landa. OPINBERAR FRAMKVÆMDIR: ÞRJÁR NÝJAR STÓRRYGGINGAR A ÍSAFIRÐI HúsmæðraskélL íþrótfahöll 09 viðbótar- j bygging við gagnfræðaskólann. Viðtal við Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins. |sfirðingar eru í þann veg- inn að reisa nýjan hús- mæðraskóla, íþróttahöll og stækka gagnfræðaskóla sinn um allt að helming. Allt eru þetta miklar og veglegar byggingar, sem kosta ofur fjár. Vísir hefir átt tal við húsa. meistara ríkisins, Guðjón Samúelsson, óg hefir hann skýrt blaðinu i höfuðdrátt- um frá þessum byggingum. Húsmæðraskólinn á Isafirði (framhlið). Skorið á símalínur setuliðsins. Menn halda að þær sé ekki lengur not- aðar. Talsverð brögð eru að því, að menn skeri á símalínur setuliðsins hér. Hefir Vísir fengið þær upp- lýsingar hjá lögreglunni hér í bænum, að henni berist um þessar mundir allmargar kvartanir um þetta frá hern- aðaryfirvöldunum. Hefir það verið fátítt til skamms tíma, að menn hafi gert sig seka um slík skemmdarverk, en upp á síðkastið hefir það orðið mjög algengt. Virðist mönnum ganga það lielzt til, að þeir eru að reyna að afla sér slíkra lína til ein- bverra þarfa, því að oft eru heilir spottar skornir eða klipptir í burtu, þegar vart verður við símslit. Mun það vera skoðun þeirra, sem þetta gera, að herinri sé hættur að nota síma þessa, en svo er ekki, því að þeir eru enn í notkun. Eru menn því alvar- lega áminntir um að hætta slíkum spellvirkjum. Sýrland — Framh. af 1. síðu. út af árekstri þessum í Sýr- landi, og gera allt, sem þeir geta til þess að miðla mál- um. Fundur var haldirin í hrezka þinginu i gær, eftir að almennum fundi lauk, til þess að ræða málið. Eden gerði þar grein fyrir afstöðu Breta til málsins, en sagðist vita, að hann talaði fyrir munn allra þingmanna, er liann segði, að þeir hörmuðu hvernig komið væri og sagði að stjórnin væri að alhuga, hvað hún gæti gert til þess að bardagar hættu í landinu. Eden sagðist standa ,i stöð- ugu sambandi við stjórn Bandaríkjanna, og myndi hann láta deildina vita jafn- óðum og eitthvað skeði í málinu. UTBOÐ I SÝBLANDI. Forsætisráðherra Sýrlands hefir fallizt á, að skrásettir séu sjálfboðaliðar til lier- þjónustu, en sagt er að uni| hundrað þúsund menn biði eftir því að vera teknir i her-| inn, til þess að verja landið gegn ágangi Frakka. Ýmsir arahiskir þjóðflokkar liafa einnig gripið til vopna, með- al annars i Drusaliéraði í Sýríandi, og hafi þeir lirakið franskar hersveitir hurt úr héraðinu. Fjársöfnunin til bágstaddra Dana: Söínuniimi er lobið og nam rúmlega 330 þús. kr. Fjársöfnuninni til bág- staddra Dana er nú lokið, og nam söfnunin kr. 300.350,50. Söfnuninni bárust margar stórar og höfðinglegar gjafir. Peningagjöfum, sem bárust, hefir verið ráðstafað sem hér segir: Til danskra flótta- manna í Sviþjóð: 157.292,48 krönur. Keyptur ullarvarn- ingúr hjá skrifstofunni Is- lenzk ull fyrir 50 þúsund kr. Þá var líeyptur lopi og prjónavörur fyrir 90 þúsunó krónur. Þá má heita að öllu fé, sem safnaðizt, hafi verið ráðstafað, en búast má við að lítils háttar kostnaður falli á vöruna. — Þetta er önnur söfnun en Landssöfnunin. Sameinaða ætlar að hefja Islands- ferðir. Erlendur Pétursson, um- boðsmaður Sameinaða gufu- skipafélagsins hér á landi, hefir tjáð blaðinu, að hann hafi fengið símskeyti frá skrifstofu félagsins i Kaup- mannahöfn, þar sem skýrt er frá því, að félagið hafi mik- inn áhuga fyrir siglingum til íslenzkra hafna í framtíðinni. Þá sagði Erlendur enn- fremur, að utanríkisráðu- neytinu hér hefði borizt skeyti um það, að Dronning Alexandrine, er hingað sigldi fyrir félagið árin fyrir styrj- öldina, sé nú fundin, en Þjóð- verjar munu hafa tekið skip- ið í sína þjónustu stríðsárin. I skeytinu er skýrt frá því, að vél skipsins sé mjög mik- ið skemmd, og að það muni taka langan tíma að gera við hana. Þakkir írá frænd- þjóðum. Sendiherra Dana og Norð- ir.inna hér á landi hafa tjáð forseta íslands og forsætis- ráðlierra þakkir sínar til ís- lenzku þjóðarinnar, fyrir þá vinsemd og alúð, er hún lief- ir sýnt þjóðum þeirra á und- anförnum árum og þann innilega í.amfögnuð, sem ís- lendingar létu í ljós, þegar lönd þeirra voru íeyst úr her- námi. (Frá ríkisstjórninni). Nemendahljómleikar Framh. af 2. síðu. an sjó á músíksviðinu, þvi að Einar lék sólósvítu eftir Bach án undirleiks annars hljóðfæris, en Þórgunnur lék Rhapsódiu nr. 8 eftir Liszt og Jón Sen lék fiðlu- konsertinn í d-dúr eftir Tschaikowsky,* en hann er eittlivert erfið.lsta viðfangs- efni fyrir fiðluleikara og enn þyngri en konsertinn eftir Paganini og er þá mikið sagt. Þetta verk lék hann fallega og að því er virtist alveg fyr- irhafnarlaust. Þessi þrenning lék síðan saman tvo kafía úr- trió i h-dúr eftir Braluns og var gaman .að hlusta á, því að þau spiluðu verkið eins og sannir músíkantar. B. A. Herbergi óskast fyrir einhleypa og rcglusama stúlku. Hús- hjálp kemur til greina, ef óskað er. Tilboð, merkt: „Strax“, leggist inn á af- greiðslu blaðsins. Kaupum allar bækur, hvort heldur "eru lieil söfn eða einstakar bækur. Einnig tímarif og blöð. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar Lækjargötu 6. Sími 3263. S0YARAUNIR: Soyamjöl, Hveitiklíð, Alfa-Alía. VerzL Víslr h.í. I Bí RtHisiNs Xi Tekið á móti flutningi í sftirgreind skip árdegis á morgnn (föstudag): iif Si* BS' ELSA' til Yestmannaeyja. SVERRIR" til Snæfellsnesshafna, Gils- fjarðar og Flateyjar. SUÐRI til Isafjarðar. » Barnaföt Kvensloppar Karlmannaföt Lokastíg 8. ALLSKONAR ALGLÝSINGA rEIKNINGAR VÖRUUMBLOIR VÖRUMIÐA BÓKAKAPUR BRÉFIIAUSA VÖRUMERKI VEIíZLUNAR- m BT- VERZLUNAR- MERKI, SIGLl. AUSTURSTRÆTt !Z.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.