Vísir - 02.06.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 02.06.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugardaginn 2. júní 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGAPAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Embættaveitingar. Já háttur var upp tekinn á valdatíð Fram- sóknarflokksins, að embættum var ekki slegið upjj, þ e. a. s. þau voru ekki auglýst til umsóknav, en þeim einum veitt, sem fund- ið liöfðu náð fyrir augum stjórnarvaldanna. Var þannig engin trygging fyrir að hæfustu anennirnir lilytu embættin, heldur öllu frek- ar vikaliðugir flokksmenn, sem skoðanir væru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Hátt- ur þessi var fordæmdur af almenningi, enda hefir verið fylgt þeirri venju að jafnaði að embættin væru auglýst, livað sem um veit- ingu þeirra má segja að öðru leyti. Núver- andi dómsmálaráðherra liefir horfið að fyrra fordæmi um veitingu sýslumanna og bæjar- fógetaemhættisins í Hafnarfirði, og veitt það flokksmanni sínum, án þess að öðrum væri ^efinn kostur á að sækja um það. Þótt ekk- ert sé lit á þann mann að setja, sem veitingu hlaut og hann sé fyrir ýmsra hluta sakir gótSs maklegur, er liér um varliugaverða að- ferð að ræða, sem ber að víta. Þeir menn, sem valist hafa í þjónusttí ríkisins eiga sið- ferðilegan rétt á að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf, þannig að ekki sé gengið fram hjá þeim þegjandi og hljóðalaust, þegar ■embætti eru veitt, — og einkum þó beztu embættin. Matsatriði er það aftur hverjum veitt eru embætti, sem auglýst eru til umsóknar og stendur dómsmálaráðherra þar betur að vígi, hafi liann fjdgt venjum að forminu til. Þrátt fyrii" það er óhætt að full^'rða að ýmsir hafa við veitingu sakadómara að athuga og telja að fulltrúar sakadómara hafi verið þar hluh gengir, enda átt beinlínis rélt á að ekki vrði fram hjá þeim gengið svo sem gert var. Ilefði starfsaldur væntanlega ált að ráða úrslitum í því efni hvor þeirra yrði fyrir val- inu, en að hvorugum þeirra má finna með nokkrum rétti, og staðan hefði verið vel skip- uð, hvor þeirra, sem fengið hefði embættið. Svo virðist, sem þessar embættaveitingar hafi ekki farið fram með samþykki stjórnar- innar allrar, heldur hafi dómsmálaráðherra verið þar einn í ráðum. Morgunhlaðið, sem er fyrst og fremst málgagn forsætisráðherra, fer hörðum orðum um veitingu bæjarfó- getaembættisins í Iíafnarfirði, en gefur jafn- framt í skyn, að sú veiting kunni að draga nokkurn dilk á efíir sér. Er cngu líkara, en uð stjórnarsamvinnan byggi nú á ólraustum grunni, þótt nýsköpunin ætti þar að sitja fyrir öllu. Slíkar embættaveitingar benda einnig eindregið í þá átt, að ekki hafi verið Kamið um stjórnarathafnir í upphafi, þann- jg að ríkisstjórnin hefði fulla samvinnu inn- Lyrðis, heldur geti hver ráðherra, sem vill, gert það sem lionum þóknast. Kommúnistar Lafa farið sinu fram, og eiga þar nokkur kui'l eftir að koma til gi'afar, — en koma þó. Ekki er ásta'ða til að fjölyrða frekar um niál þelta að sinni. Það sýnir hinsvegar al- ijjjóð veikleika núverandi ríkisstjórnar, og Lendinguna, sem ræður stjórnarathöfnum einstakra ráðherrá. Embættisveitingin í Hafnarfirði er stíluð gegn núverandi for- sætisráðhei’ra persónulega, enda á þar keppi. uautur hans um þingmennskuna í hlut. Magnús Benedikfsson verkstjóri. Minningarorð. í dag er til moldar borinn Magnús Benediktsson verk- stjóri í Hafnarfii'ði. Hann andaðist að heimili sínu síð^ astliðinn laugardag að morgni eftir aðeins.eins dags legu. Þegar liætt var vinnu á limmtudagskvöld kvaddi hann verkamenn sína glað- ur og hress í bragði svo sem hans var venja og bað þá alla hittast aftur að verki næsta morgun, en á leið lieim til síns kénndi liann þess sjúk- leika, sem ekki eirði lífi hans lengur en til laugar- dagsmorguns. — Samverkamenn og vini Magnúsar hér í bænum og annars staðar setti að vonum Iiljóða er þeim hai'st and- látsfregn lians svona óvænt og það því fremur sem hann var enn maður á bezta aldri, og hafði að undanförnu gengið að verki dag livern, að því er virtist, heill heilsu. Er þó líklegra að upp á síð- kastið hafi liann sjálfur fundið öðru livoru að ekki var allt sem skyldi livað heilsu hans sncrti, en því flíkaði hann ekki við aðra frekar en öðru, sem á móti honum hlés um dagana. Magnús fluttist til Ilafnai'- fjarðar fyrir rúnium ellefu árum og stundaði hér fyrstu árin ýmis þau störf, er til- féllu, en oftasl kaupavinnu i sveit á sumrum. En sumar- ið 1940 gei'ðist liann verk- stjóri hjá Geir Zöega og gegndi því starfi lil hinstu stundar. -—- Þetta stai'f var á köflum æði umsvifamikið og ei'fitt, en Magnús leysli það jafnan af liendi með mikilli alúð, árvekni og samvizku- semi. Mi með sarini segja að hann hafi í því starfi vaxið með hverjum varida, sem að höndum har, og ekki unni hann sér hvíldar fyrr en erf- iðlcikarnir voru yl'irstignir. — Hann var líka gæddur mörgum góðum kostum til þessa slarfs. Hann var á- hugasamur urii að verki mið- aði áfram og framúi’skar- andi húsbóndahollui'. En samtímis var liann um- hyggjusamur og nærgætinn um hag þeix-ra, sem verk- stjórn hans lutu, enda var hann af hvorum tveggja mjög vel látinn og vinsæll. Magnús var Skaftfellingur að ætt og uppruna, fæddur 7. nóvember 1886 að Kerling- ardal í Hvammslireppi, en alinn upp í Ivróki i Meðal- landi, og þar eystra dvaldist Iiann á ýmsum stöðum þar til Iiann fluttist til Ilafnar- fjai'ðar. Kvæntur var hann ágætri konu, Guðrúnu Guð- mundsdóttur, ættaðx'i úr Meðallandi. Lifir hún mann sinn ásamt dóltur þeirra, Guðlaugu, sem gift er Helga Arndal liúsgagnabólstrara í Ilafnarfirði. Aði'a dóttur eignuðust þau, en misstu Iiana, uppkomna, skömmu eftir að þau fluttust lil Hafn- ai'fjarðar. Enda þótt það alvikaðist svo, að Magnús flyttist hing- að „á mölina“ og innti hér af hendi erfitt og vanda- samt starf í mörg ár með mikilli prýði, þá var lxann þó alltaf í hjarta sínu barn sveitarinnar. Lífið þar var honum jafnan hugleikið og nærslætt. Honum, þótli vænt um „sveitina“ og allt sem i henni lifði og liræi'ðist. Var oft skemmtilegt að ræða við hann um gamlar minningar úr átthögunum, enda var liann vel gefinn, léttur í máli og minnugur. — Mun liann jafnan liáfa liaft löngun til að halda aftur „í aiisturveg’* og lifa þar lífi sínu. Einkum virtist sú þrá lians segja sterkasl til sín þegar vor var i lofti, og sól fór vermandi og lífgandi um ínenn og inál- Ieysingja og moldargróður. Honum auðnaðist ekki að lifa það að þessi þrá lians yrði að veruledka. En nú hefir hann hafið aðra veg- ferð móti rísandi sól og suin- arfegui'ð hinnar eilífu til- veru. Góða ferð, gamli og trvggi vinur. Kæra þökk fjjrir sam_ veruna. — Þorleifur Jónsson. Sundmót U.M.S. Skarphéðinn. Héraðssambandið Skarp- héðinn gekkst fyrir sund- moti að Laugaskarði í Hveragerði sunnudaginn 27. maí. Var mótið helgað minn- ingu Jónasar Hallgrímsson- ar. Forseli sambandsins, Sig- urður Gi'eipsson, iþrótta- kennari í Haukadal, setli mótið með ræðu. Auk hans fluttu stuttar ræður Lárus J. Rist sundkennari og Benedikt G. Waage, forseti Í.S.Í., en Sigfús Elíasson i flutti kvæði. | Afrek i einstökum grein-1 um voru þessi: 50 m. frjáls aðferð, karla. 1. Jón Teitsson, U.M.F. Laugdæla, 40,9 sek. 2. Stein- dór Sighvatsson, U.M.F. Sanxhyggð 42,1 sek. 3. Magn- ús Kristjánsson, U.M.F. Laugdæla 42,8 sek. 50 m. frjáls aðferð, stúlkur. 1. Áslaug Stefánsdóttir, U. M.F. Laugdæla 44,4 sek. 2. Gréta Jóhannesdóttir, U.M. F. ölfushr. 3. Aldís Björns- dóttii', U.M.F. Selfoss. 100 m. bringusund, karlar. 1. Jón Teitsson, U.M.F. Laugdæla 1:34,0 mín. 2. Gísli Hjörleifsson, U.M.F. Hrunamanna. 3. Hilrnar Pálsson, U.M.F. Laugdæla. 100 m. bringusund, stúlkur. 1. Áslaug Stefánsdóttir, U. M.F. Laugdæla 1:41,0 miri. 2. Magnea Árnadóltir, U.M. F. ölfushr. 3. Aldís Björns- dóttir, U.M.F. Selfossi. Boðsuiul kvenna ðX50 m. Aðeins ein sveil keppti, frá U.M.F. Laugdæla. Timi 3:52 niín. Boðsund karla hy.,100 m. Tvær sveitir kepptu. 1. Sveit U.M.F. Laugd. 6:44,5 min. 2. Sveit U.M.F. ölfushr. 7:15,4 min. 500 m. frjáls aðferð, stúlkur. 1. Áslaug Stefánsdóttii', U. M.F. Laugdæla 9:57,1 mín. 2. Gréta Jóhannesd., U.M.F. Ölfuslirepps. 1000 m. frjáls aðferð, karlar. 1. Svavar Stefánsson, U.M. 1". Laugdæla 20:37.9 min. 2. Þorkell Bjarnason, U.M.F. Laugd. 3. Ragnar Her- mannsson, U.M.F. ölfushr. U.M.F. Laugdæla vann mótið með 28 stiguin. Enn um gerfi- „Aron“ hefir nú sent mér svar limasmíði. við bréfi því, sem eg birti frá Halldóri Arnórssyni fyrr i vikunni. Er nú mjög að draga til sætta í deilu þeirra, en bezt er að láta Aron taka sjálfan til máls: „Hinn 30. maí birtist í Bergmáli svar frá Halldóri Arnórssyni, gerfilimasmið, við pistli mínuin um þau mál 25. sama mán. Eg get verið Halldóri þakklátur fyrir svör hans, því að við þau hefir málið skýrzt að mun. En aðalatriði málsins viðurkennir Hall- dór að sé rétt, því að orðrétt segir hann: ,Hitt hefir oft komið fyrir, að menn hafi orð- ið að bíða afgreiðslu lengur en eg hefði kosið.“ * Ástæðan fyrir Þetta er teygjanleg setnihg og drættinum. hægt að lesa ýmislegt út úr lienni. En Halldór upplýsir, að ástæðan til þessa dráttar sé ófullnægjandi hús- r.æði og erfiðleikar á útvegun efnis, og enn- fremur, að oft hafi hrostið á fullan skilning og réttmæta aðstoð stjórnarvalda og fjárveit- ingavalds. Þessar upplýsingar sé eg ekki ástæðu til að rengja, því að fleiri munu hafa söinu sögu að segja. En óneitanlega finnst mér það hart, að viðkomandi stjórnarvöld skuli ekki finna jskyldu hjá sér til að greiða fyrir þess- um málum eftir beztu getu. * Halldór Og ef svona liggur í málunum, þá afsakaður. finnst mér Ilalldór löglega afsak- aður, þótt, hann grípi til vélaviðgerða við og við, *en því liarðneitar hann og getur salt verið, að hann sé hættur því. — Yiðvíkj- andi dæmum, sem eg tók um daginn, uni seina afgreiðslu á gerfilimum og umbúðum, segir Halldór, að sér sé ekki kunnugt unx ihlutun neinna stjórnarvalda. Getur það vel verið rétt, því að ekki þarf öll hreppsnefndin sem slík að hafa farið í heimsókn til Halldórs, þótt hún lxafi stuðlað að fyrirgreiðslu málsins. * Gamlar Siðar i grein sinni AÚrðist Halldór umbúðir. þó kannast við bæði þessi dæmi, því að þá tekur liann það fram, að báð- ir þessir menn muni hafa liaft umbúðir til að bjargast við. Þetla er laukrétt, enda hefi eg ekki haldið öðru fram. En svo slæmar geta þessár gömlu umbúðir verið, að þær séu eins eða jafnvel verri en engar. Og hvað síðara dæminu viðvíkur, þá þekki eg viðkomandi mann svo vel, að eg veit, að hann hefði ekki — af litlum efnum — ráðizt í það að fá sér nýjar og dýrar umbúðir, ef þær gömlu liefðu reynzt nothæfar. * Þungamiðja Þungamiðjan í þessu máli er, að málsins. minu áliti sú, að biðin eftir vör- unum er óhæfilega löng. Halldór liefir nú gert hreint fyrir sinum dyrum og talið fram ástæðurnar fyrir seinaganginum. Við ættum þvr að geta vcrið sammála um það, sem eg tók fram í fyrri pistli mínum, að það ætti að vera skylda stjórnarvaldanna að hafa vak- andj auga með þessum málum og greiða fram úr þeim eins fljótt og unnt er.“ Pistill Arons er ekki lengri -og vil eg leyfa mér að linýta ]jví hér aftan í, að margir mættu taka sér til fyrirmyndar prúðmcnnsku þeirra i rithætti. * Deilunni Þá er þessari deilunni lokið, ef deilu er lokið. skyldi kalla, og tel eg að báðir hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. Mun eg ekki hirta meira um þetta og held eg, að báðir geti verið ánægðir með þá ákvörðun mína. Sá, sem hringdi lit mín á dögunum og kvaðst ætla að skrifa mér bréf út af þessum málum, verður því að sætta sig við að sjá skrif sitl ekki á prenti, að þessu sinni að minnsta kosti, enda héfi eg ekki séð ritsmíðina ennþá. Eins og á Eg hélt satl að segja, að eg væri eyðlmörku. koliíinn suður á Sahara eða ein- hverja slíka eyði’mörk í fyrradag eða gær. Veður vár livasst, eins og menn mun rcka minni til, og sandfokið svo mikið, að eg hefði sagt það lygi, ef eg liefði ckki lent i því sjálfur, og einhver sagL mér frá þvi. Stundum var með öllu ógerlegt að halda aúgunum opn- um og öll vit fyíltus't jafnskjótt og lcomið var úl úr húsi. Og litlu betra var að vera inni, þvi að ekki niátti opna glugga, án þess að alít fyllt- ist af sandi og ryki. Það var jafnvel sama, þólt allt væri lokað, rykið siiiaug inn samt og settist hvarvetna í þykku lagi. Eitt ráðanna til að vinna hug á sandfokinu og moldrykinu er að þvo göt- urnar að staðaldri. Hvenær verður byrjað á þvi?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.