Vísir - 02.06.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 02.06.1945, Blaðsíða 7
VISIR Laugardaginn 2. júni. 1945 131 „Eg skil yður til fulls, herra,“ sagði liann vin- gjarnlega. „Eg þurfti að ganga í gegnum allt þetta daginn út og daginn inn og dag eftir dag. Það er ekki auðvelt að taka það sem sannleika, sem eðlishvöt manns mælir á móti.“ „Jæja þá,‘ sagði Marsellus. „Gerum að gamni okkar ráð fyrir að þetta sé sannleikur, livað sem eðlislivötin segir. Hugsum okkur svo mann guðlegs eðlis, sem gæli, ef hann vildi, gengið fyrir "Tíberíus keisara og krafið hann um völd- in!“ „Hann myndi alls ekki langa til þess. Ef liann hefði verið þess konar maður, liefði liann kraf- ið Pilatus um völdin. Nei — liann vill komast til valda á annan hátt; ekki með því að steypa keisaranum af stóli heldur með þvi að sigra hjörtu fólksins. Veldi hans verður ekki hyggt upp ofan frá. Það byrjar neðst -— hjá alþýð- unni.“ „Fuss!“ sagði Marsellus liáðslega. „Alþýð- unni, var nú betra! Þú heldur þó ekki, að hún sé'fær um að koma réttlátri stjórn á fót? Til dæmis þessir guðhræddu ónytjungar, fiski- mennirnir í Galíleu. Það held eg, að sé meiri lietjudáðin, sem í þeim býr eða hitt þó! Og ekki er nú fjöldanum fyrir að fara. Meira að segja þorðu þeir ekki að verja meistara sinn i orði, þegar liann var yfirheyrður fyrir dauðasök. Aðeins tveir eða þrir hreyfðu hendi til að vernda hann, þegar hann var tekinn fastur og átti að lífláta hann!“ „Satt er það, herra,1 sagði Demetríus. „En þetta var áður en þeir vissu, að liann gæli yfir- unnið dauðann.“ „Varla breytti það nokkuru urn fyrir þá sjálfa.“ „Jú, herra! Hann lofaði þeim, að þeir myndu lifa eiliflega. Hann sagðist mundu sigra clauð- ann — ekki aðeins fyrir sjálfan sig, lieldur einnig fyrir alla þá, sem tryðu á hann.“ Marsellus liægði gönguna og nam staðar, stakk þumalfingrunum undir beltið og horfði forviða á þrælinn. „Áttu við, að j>essir biluðu fiskimenn haldi, að þeir lifi éilíflega?“ spurði hann. „Já, herra, að eilífu — með honum,“ sagði Demetrius lágum róm. „Fáránlegt!“ hreytti Marsellus út úr sér. „Svo virðist vera,“ samsinnti Demetríus. „En ef þeir trua þessu, breytir það engu um hegðan þeirra hvort það er satt eða ekki. Ef maður tel- ur sig sterkari en dauðann, þarf sá ekkert að óttast.“ „Hví fela þeir sig þá?“ spurði Marsellus dá- lítið kankvís. „Þeir hafa sitt verk að vinna liver og einn og mega ekki vera of skevtingarlausir um líf sitt. Það er skylda þeirra að segja söguna um Jesú eins mörgum og hægt er að ná til. Sérhver þeirra býst við að verða drepinn fyrr eða síðar, en það skiptir engu. Þeir munu lifa áfram — einhvers staðar á öðrum stað.“ „Demetríus, trúirþú þessari vitleysu Sjálfur?“ spurði Marsellus vorkunnsamlega. „Stundum,“ muldraði Demelríus. „Þegar eg er með þeim, trúi eg því.“ Hann gekk þung- lamalega i rykinu og horfði niður á veginn. „Auðvelt er það ekki,“ bætti liann við eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Trúað gæti eg!“ samsinnti Mai-sellus. „En þótt einhver hugsjón sé torskilin, herra,“ sagði Demetríus, „þarf hún ekki að vera vit- leysa. Erum við ekki ur^Pringdir staðreyndum, sem eru ofar skilningi ökkar?“ Ilann veifaði liandleggnum í áttina að hlíðinni, sem var alþakin marglitum blómum. „Við getum ekki gert grein fyrir þessari mergð af litum og myndum, og við þurfum þess ekki. Það er slaðreynd.“ „Þetta var útúrdúr," andmælti Marsellus. „Haltu þér nú við efnið. Eg fellst á það, að lifið er torráðin gáfa. Ilaltu áfram með líkinguna.“ „Þakka yður herra,“ sagði Demetríus og bfosti. „Þessir lærisveinar Jesú trúa því í'ein- lægni, að trúin á kenningu lians nái smám saman völdum i heiminum. Þá á að koma alls- lierjarstjórn, sem grundvölluð er á góðvilja meðal manna'. Ilver sá, sem trúir þessu og iðk- ar það, á þá fullvissu, að liann muni lifa að ei- lífu. Það er ekki auðvelt að trúa, að maður lifi eilíflega, eg játa það, lierra.“ „Og varla auðveldara að trúa, að heimurinn léti nokkurn tíma stjórnast af góðvild, skaut Marsellus inn í. „Nú stjórnar keisarinn lieiminum með valdi. Þúsundir manna verða að fórna lífi sínu fyrir þetta stjórnarfyrirkomulag. Germaníkus fer með heri inn í Akvitaníu og lofar hershöfðingj- um sínum gulli og grænum skógum, ef þeir fylgi honum og hlýði út i æsar. Þeir hætta á þetta. Margir eru drepnir og fá aldrei launin. Jesús lofar eilífu lífi, þeim sem fylgja honum og hlýða til að koma friði á. Lærisveinar lians trúa og —“ „Hætta á þetta,“ skaut Marsellus inn í. „Ekki er áhættan samt eins mikil, herra, og hjá Germaníkusi,“ sagði Demetríus. „Þessi trú á Jesú er ekki auðveld, en það rýrir ekkert gildi hennar, ef eg má tala svo djarflega.“ „Haltu áfram, Demetríus!“ sagði Marsellus. „Þú talar af viti, þegar tekið er tillit til, hvers- konar efni þu fjallar um. Segðu mér. Trúir þú því sjálfur, að þú munir lifa hér áfram — í einhvers konar draugs líki ?“ „Nei.“ Demetríus hristi liöfuðið. „Einhvers staðar á öðrum stað. Hann á þar konungsríki.“ „Og þessu trúir þú!“ Marsellus glápti á al- varlegl andlit þræls síns, eins og hann hefði aldrei scð hann áður. „Stundum,“ svaraði Demetríus. Hvorugur sagði neitt um stund. Þá nam Grikkinn alt i einu staðar og sneri sér að hús- bónda sinum og sagði glaðlega: „Þessi trú er ekki lik því að eignast liús, sem maður gæti lifað í með fullum eignarrétti. Hún er lik verkfæraskrínu, sem menn gela byggt hús með, ef menn nota verkfærin, en aðeins þá. Annars eru þau ónýt, þar til þau eru tekin til notkunar á ný.“ Tekið var að kvelda, þegar Demetrius kom í vinnustofu Benjósefs. Þeir liöfðu verið lengi á leiðinni um mannmörg stræti til gistihússins, þar sem Marsellus dvaldi, þegar hann kom til Jerúsalem síðast. Þeir þurftu að koma fyrir vefnaðinum frá Galíleu og borga manmnum, sem átti asnana. Demetríus sá um það, að hús- bóndi hans fengi bað og hrein föt, snyrti sjálf- an sig til og fór á fund Stefanosar. Leið hans á fram hjá vinnustofu Benjósefs, og fór hann því þar inn; ske kynni, að vinur hans væri ennþá við vinnu sína. Dyrnar voru lokaðar og slagbrandur fyrir. Hann gekk að bakdyrunum, sem voru á ibúð fjöskyldunnar og barði. Ekkert svar. Þetta var skritið, því að Sara gamla fór aldrei að heiman. Demelríus varð mjög undrandi og flýtti sér til gamla hússins, þar sem hann leigði með Stefanosi. Þar var sama sagan. Dyrnar læstar og allir virtust farnir. Lítið eitt ofar við götuna bjó ungur laglegur Gyðingur, Jóhannes Markús að nafni, með móður sinni, sem var ekkja, og fagurri ungri frænku. Þangað ætlaði hann að fara og spyrjast fyrir, þvi að Stefanos og Mark- ús voru góðir vinir, þótt lionum hefði oflsinn- is dottið það i hug, að það væri unga slúlkan, sem Stefanos væri að heimsækja. Róða var að loka hliðinu, þegar hann kom og var að fara að heiman með fulla körfu á hand- leggnum. Hún lieilsaði honum lilýlega og Demetríus tók eftir því, að hún var fegurri en nokkuru sinni. Ilonum sýndist hún liafa þrosk- azt mjög síðan liann fór. „Hvar eru þeir allir?“ spurði hann, er hann hafði sagt henni stuttlega, að alls staðar hefði verið lokað, þar sem hann kom. „Veiztu jíað ekki?“ Róða rétti honum lcörf- una og þau gengu saman frá liúsi hennar. „Við neytum öll matar saman nú. Þú verður að koma, með mér.“ „Hverjir eru það?“ spurði Demetríus.“ „Hinir krislnu. Símon byrjaði þetta fyrir mörgum vikum. Þeir leigðu gamla liúsið, þar sem Natan hafði sölubúðina. Við komum öll með inat á hverju kvöldi og skiptum honum. Það er að segja,“ sagði hún til skýringar með nokkurri óþolinmæði, „sum okkar koma með matinn og öll fáum við hlutdeild í honum.“ „Það er mikil nýung,“ sagði Demetríus. „Já, en Símoni finnst það ekki gefast eins veí og hann bjóst við,“ sagði Róða. Hún gekk svo liratt, að Demetríus átti fullt i fangi með að hafa við lienni. Engu var likara, en einhverjar hugsanir brytust um með henni. Honum fannst ráðlegt að vera ekki of spurull. Frá mönnnm og merkum atburðum: - Leystir úr haldi i Axniens. Eftír W. B. Courtney og Betty Winkler. „Mér leizt ckki á blikuna“, sagði aðstóðarlögreglú- stjórinn, „þegar yngsta stúlkan í hópnum sagði, að aðstoðariögreglustjórinn væri lítill ístrubelgur og sköllóttur. 1 París skildi eg við þessa vini mína“, sagði aÖ- stoðarlögreglustjórinn, „og dvaldist þar með leynd hjá öðrum vinum. Kona mín og dóttir komu þang- að til mín. Eg á ennþá húfuna, sem franski verka- maðurinn gaf mér, en eg er búinn að kaupa mér nýjan hatt“. Tveimur klukkustundum eftir sprengjuárásiua létu Þjóðverjar húsrannsókn fara fram í Amiens. Það var leitað að föngum í hverju einasta húsi, éil fangarnir, sem flúið liöfðu inn í borgina, voru svo rækilega faldir, að Þjóðverjum tókst ekki að finna einn einasta þeirra. Seinna náðu þeir þó í nokkra fanga, en það var aðeins vegna þess, að þeir voru orðnir of öruggir um sig og létu sjá sig á götum úti. Þjóðverjar reyndu einnig að beita brögðum. Þeir tillcynntu, að þeir fangar, ‘sem gæfu sig fram, rnundu fá óúttekinn hegningartíma helmingaðan. Flestir liinna venjulegu afbrotamanna gáfu sig þá fram, því að þeir þurftu ekki að óttast að Þjóðverjar mundu taka þá af lífi. En enginn ættjarðarvinur fór þangað aftur af frjálsum vilja. Eins og einn þeirra sagði: „Það er betra að vera skotinn strax, en að láta murka úr sér lífið smátt og smátt.“ E n d i r. „Við eram til frásagnas". F o r m á 1 i. Grein þessari fylgja myndir af þremur Bandaríkja- mönnum. Jolinny Morrett er frá Springfield, Oliio. Hann stundaði guðfræðinám í Cambridge fyrir styrj- öldina. Gene Dale er frá Enid, Oldahoma. Hann stundaði mikið íþróttir og var góður hnefleikamað- ur. Hann hætti háskólanámi til þess að ganga í flug- herinn. Bert Sehwarz er borinn og barnfæddur í New York og mundi fúslega láta allar Kyrrahafs- eyjarnar fyrir liornið, þar sem Broadway og 42. gata mætast. — Þetta eru þrír Bandaríkjamenn — og þeir gætu verið livaða þrír ungir Bandaríkjamenn sem væri. Japanir tóku þá höndum, er vörnina þraut á Ba- taan-skaga, Filippseyjum. Þeir voru i fylkingu hinna dauðadæmdu. Þeir sáu þúsundir félaga sinna deyja úr hungri eða veikindum. 1 hálft þriðja ár unnu þeir i þrælkunarvinnu i fangabúðum Japana í Davao og Lasang, réttnefndum vitum á jörðu. * Þeir komust undan, þegar japanskt fangaskip, scm þeir voru í, var skotið tundurskeyti á norður- leið. Þeir voru meðal nokkurra manna, sem björg- uðust til lands á sundi, þrátt fyrir vélbyssuskothrið Japana. Og hér er nú frásögnin um það, sem þeir urðu að reyna eða voru vitni að, að aðrir reyndu. Frá- ^sögnin er hér birt eins og þeir sögðu sjálfir frá, eftir flótta þeirra. Þetta er frásögn um Japana, þvi að þeir fengu ærin kynni af þeim í hálft þriðja ár. En það er einnig frásögn um Bandarikjamenn. Corey Ford og Alastair McBain. I. Við hittumst í Davao. Það vildi svo til, að Við höfðum verið settir i sama vinnuflokk. Einn vinnu- flokk amerískra lierfanga á valdi Japana. Við vor- um látnir gróðursctja hrísgrjónaplöntur. Hver okk- ar um sig hafði sína röð, en við unnum samhliðaT Við beygðum okkur samtímis, tókum plöntur og stungum þeim í svarta leðjuna, stigum svo aftur á bak eitt fet, allir í einu, og stungum niður nýjum plöntum. Og þannig lukum við við liverja röðina af annarri. Á flóðgörðunum allt i kring gengu japanskir lier- menn, sem liöfðu það hlutverk, að gæta okkar. Þeir voru vopnaðir Enfield-rifflum og liöfðu byssusting- ina jafnan festa á þá, er þeir voru á verði. Ef viá héldum ekki áfram, réttum úr okkur eða dlokuðum við, gátum við átt von á því, að hermennirnir, sem i i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.