Vísir - 07.06.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 7. júni 1945 VlSIR 3 Almennt þing barnakennara verður Itáðhér í bænum dag- ana 11—20 júni næstkomandi. Sérstaklega verður rætt um nýju skéla- ■■■#■ loggjofma, ||kveSiS hefir veriS aS halda almennt barna- kennaraþing hér í bænum dagana 18. til 20. júní n.k. í tilefni af því hefir Vísir haft tal af Ingimar Jóhanns- syni kennara, sem er stjórn- arformaður Sambands ís- lenzkra barnakennara, og innt liann frétta í sambandi við fyrirkomulag þessa væntanlega þings. Fer hér á eftir viðtal við Ingimar: Þið ætlið að halda kenn- araþing núna? Já, það verður haldið hér í bænum og hefst mánudag- inn þann 18. júní. Almenn barnakennaraþing eru hald- in hér annað hvert ár, en þess á milli — einnig annað hvert ár — eru haldin hér fulltrúaþing kennara. Á al- mennum kennaraþingum er öllum barnakennurum á landinu heimil þátttaka og þá æskilegast, að sem flestir mæti. Nokkuð öðru máli gegnir um fulltrúaþingin, Jdví að þar eru aðeins mætt- ir kosnir fulltrúar, livaðan- æfa að af landinu. Flvað er svo rætt á þess- um þingum? Á álmennu kennaraþing- unum eru tekin fyrir ýms fræðslu- og uppeldismál, sem efst eru á baugi hverju sinni, en á fulltrúaþingun- um er rætt um ýmis konar aðkallandi framkvæmdar- og áhugamál' barnakennara- sléttarinnai-. Er nokkuð ákveðið 'um dagskrá komandi þings? Að visu er það ekki full- ráðið ennþá, en eins og á fyrri almennum kennara- þingum verða flutt þar ým- iss konar fræðsluerindi, en auk þess hefir sérstaklega verið ákveðið að ræða nýju skólalöggjöfina. I því sam- vbandi má geta þess, að skóla- inálanefnd, sem hefir starf- að undanfarið ár, mun senda mann lil þess að lialda fræðsluerindi um barna- fræðslu og gagnfræðamennt- un, og mun í þessu lilfelli einnig rætt um menntun kennara. Er ákveðið, hverjir verði framsögumenn á þinginu? Já, að nokkru leyti, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, mun ræða um barnafræðslu og Ingimar Jónsson, skóla- stjóri, um' gagnfræðamennt- un. Þá má og' gera ráð fyrir, að að minnsta kosti einn námsstjóri verði fenginn lil þess að flytja erindi á þing- inu, en ekki er enn ákveðið, hver það verður. Námstjór- arnir eru manna kunnugast- ir málúm stéttarinnar úti á lándi. Eru svo ekki frjálsar um- ræður? Jú, að sjálfsögðu verða svo frjálsar umræður kennara eftir hverja framsöguræðu og síðan ályktanir gei'ðar um jnálin, svo sem vera her. Þá er og einnig ætlaður nokkur tími til umræðna um, önnur mál, sem kennarar kynnu að vilja ræða. Má og geta þess, að forvigismenn fræðslu- mála hér á landi munu mæta á þinginu, bæði kennslu- málaráðherra og fræðslu- málastjóri, sem eins og fj7rr segir mun hafa frámsögu um barnafræðslu. Hvar verður þingið háð? Það verður haldið i Kenn- araskólanum og er gert ráð fyrir, að það standi í 3 daga. Mun því Ijúka með samsæti, sem haldið verður í Tjarnar- café miðvikudaginn 20. þ. m. Ráðgerð eru mörg skemmti- alriði í sambandi við þetta samsæti. Samkór Rej^kjavík- ur syngur undir stjórn Jó- hanns Tryggvasonar kenn- ara, Haraldur Rjörnsson, leikari og kennari, les upp og einsöngvari mun syngja, en óákveðið er enn, hver það verður. Auk framan- skráðs verður ýmislegt ann- að til skemmtunar. Er nokkur leið að spá fyr- ir um það, hve margir kenn- arar sækja þingið? Nei, það er með engu móti hægt að segja ennþá, en við gerum okkur vonir um, að það verði fjölsótt, og' ekki síður fyrir þá sök, að nú ný- lega hafa kjör kennara verið mikið hætt, svo gera má ráð fyrir, að kennarar gefi sér frekar tíma til þess að mæta, en ella væri. Auk þess stend- ur yfir kennaranámskeið liér í bænum núna, og eru á því um 50 kennarar, sem flestir eða allir munu sækja þingið. Hvað komu margir kenn- arar til síðasta þings? Þeir voru í kringum 150, víða að af landinu. Hverjir sjá um þetla þing? Það er stjórn Sambands islenzkra barnakennara, en í henni eiga sæti, auk mín, Guðm. f. Guðjónsson kenn- ari, Sigurður Thorlacius skólasjóri, Arngrímur Krist- jánsson skólastjóri, Jónas B. Jónsson fræðslumálafulltrúi, Pálmi Jósepsson yfirknnari og Gunnar M. Magnúss rit- Iiöfundur. I stað Arngríms Kristjánssonar, sem nú dvel- ur í Englandi, hefir starfað Guðjón Guðjónsson skóla- stjóri í Hafnarfirði. Von á hraðvirkum vegavinnuvélum til landsins. Reykjaheiði væntanlega fæi um helgina. Geir Zoéga vegamálastjóri hefir tjáð Vísi að innan skamms væri væntanlegar nokkurar stórvirkar vega- vinnuvélar til landsins. Vegamálastjórinn hefir p.antað um 30 slíkar vélar til landsins, en hann sagði að miklir erfiðleikar væru á því að fá þessar vélar og liann gera sér litlar vonir um að fá nema lítinn hluta þeirra eins og sakir stæðu. Vegavinna er almennt haf- in eða er í þann veginn að hefjast um land allt. Af ný- byggingu fjallvega má t. d. nefna veg yfir Oddsskarð milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar. Þá verður haldið á- fram við fjallvegina yfir öxnadalsheiði, Vatnsskarð, Siglufjarðarskarð og Þorska- fjarðarheiði. Ófært er enn til Austur- landsins og ekki vitað hve- nær leysa tekur svo að fært Sjómaimadagimiiit á Isafizði. Sjómannadagurinn á ísa- firði var prjTðilega sóttur af bæjarbúum. Helztu atriði dagsins voru þau, að kl. 10 var gengið frá bæjarbryggj- unni til kirkju. Þar messaði sóknarpresturinn. Kl. 1 e. h. hól'st útiskemmtun og fór þar fram kappsund, kapp- róður og reiptog. Kl. 8 síðd. hófst inniskemmtun , með ræðu, sjómannakórinn söng og verðlaun voru afhent. — jEinnig var afhent minning- grgjöf frá Ólafi Samúelssyni og konu hans til Jóns Rjörns- sonar, er bjargaði Samúel syni þeirra síðastliðinn vetur. Einnig var sjómannadag- urinn lialdinn hátíðlegur í Hnífsdal, Súðavík, Rolungar- vík, Súgandafirði, Flateyri, Þingeyri, Ríldudal og Pat- reksfirði. Var hvarvetna mik- il aðsókn almennings og dag- urinn hinn hátíðlegasti. Arngr. verði, en hinsvegar er húizt við að Reykjaheiði verði opnuð um næstu helgi og verður þá fært til Keldu- hverfis og til Kópaskers. Norskum kennur- um boðlð hingað til lands. |ngimar Jóhannsson kenn- ari, formaður stjórnar Sambands íslenzkra barna- kennara hefir tjáð blaðinu, að á stjórnarfundi sam- bandsms, er haldinn var þ. 28. maí s.l., hafi verið sam- þykkt að bjóða hingað til lands 10 norskum barna- kennurum frá norska kenn- arasambandinu. Er ráðgert að kennararnir komi hingað í ágúst n. k. og dvelji hér í 2—3 vikur. Mun íslenzka kennarasambandið kosta uppihald kennaranra meðan þeir dvelja hér. Enn er ekki komið svar að utan, en skeyti var sent til Arn- gríms Kristjánssonar skóla- stjóra, sem nú mun vera kominn til Noregs, og hann beðinn að koma boðinu á framfæri við hlutaðeigandi kennarasamband. Er svar við skeytinu væntanlegt hvern dag og má telja víst, að norsku kennararnir þiggi boðið. Leiðrétting. Fyrir skömniu birtist hér i blaSinu söfnunarlisti frá Frakk- landssöfnuninni, og var meinleg villa með i honum. Þar stóð: -'„Frá konum á Hvolsvölluib' 30 krónur,“ en það átti að vera 630 krónor. Leiðréttist þetta hér með. Efri myndin sýnir nokkra af mönnuni þeim, sem unnu ao slökkvistörfum í IJeiðmörk i fyrrac’.ag. — Neðri mynd- in er af bruna vestur við sjó. Ilefir eldur kviknað i sorp- haugunum. Veildail sænskia malmiðnaðai- manna skapai eiliðleika héi. Enginn Svíþjóðarbátur enn fullgerður og smí?i véla hluta og símatækja seinkar. Járniðnaðarverkfallið í Svíþjóð ætlar að hafa tals- verð áhrif hér á landi. Verkfall þetta hefir nú slaðið í fulia fjóra mánuði, því að það byrjaði í febrú- arbyrjun. Ilefir það leitt til þess, að engin vél í báta þá, sem nú eru í smíðum fyrir Islendinga í Svíþjóð, befir verið fullgerð, en finnntán bátanna átlu að vera tilbún- ir áð öllu iejúi fyrir 1. júní. Þegar vinna loksins hefst, mun, líða talsverður timi þangað til fyrstu vélarnar verða tilbúnar frá yerk- smiðjanna iiálfu og ioks bæt- ist það við, að nokkurn tíma tekur að setja þær niður. Eins og sakir nú standa, munu því litlar horfur á því, að fyrstu bátarnir komist til landsins fyrr en undir haustið. VELAHLUTAR. ' En verkfall þctta í Svíþjóð Kappieiðai í EyjjafiiðL Frá fréttaritara Vísis. Akureyri. Hestamannafélagið Léttir efndi til kapprciða á skeið- velli félagsins við Eyjafj.arð- ará nýlega. Keppt var i 250, 300 og 350 metra stökki. Á 250 melra vecalengd sigraði Róatír Gunnbjarnar Egils- sonar á 21.5 sek. Á 300 meír- um sigraði Stjarni Þorvaldar Péturssonar á 25 sek. Á 350 metrum Stjarna Bjarna Krislinssonar á 28.8 sek. — Veðbanki var rekinn í sain- bandi við lilanpið og var það ágætlega sótt úr bæ og ná- grenni. Job. nær til okkar á annan hátt einnig, því að ýmsar aðrar vólar cn bátavélarnar voru þar í smíðum fvrir isienzka aðila, auk ýmiskonar vara- Iiluta, sem brýn þörf er fvr- ir. Munu síldarverksmiðj- urnar meðal annars eiga pantanir í þesíjari grein i Svíþjóð. SÍMATÆKI. Loks mun verkfallið Iiafa áhrif á afhendingu sima'- tækja, sem hingað á að fá. Vísir hefir fengið þær upp- lýsingar lijá bæjarsima- stjóra, Bjarna Forberg, aö tæki til símans liér hafi átt að vera lilbúin í haust, en eins og riti horfir, verða þau ekki til fyrr en um eða eftir áramót. Mlt kynt i Meppo. Verkfalli því, sem staðið hefir í Aleppo í sextán daga er nú lokið. Er borgin nú aflur í járn- brautarsambandi við aðra blula landsins og ailt þar með kyrrum kjörum. Ró og friður er að færast vfir allt landið og Bretar afbenda sýrlenzku stjórn- inni eitlhvað af vopnum, til þess að hún geti æft aukið lögreglulið til að halda uppi reglu. Fyrsta eínalaugin í Haínar- íirði tekur til staría. Nýlega var opuuð ný efna- laug og falapressa i Hafnar- firði. Er það hin fyrsta þar i bæ. Vélar og uppsetningu annaðist Vélsmiðja Einars Guðmundssonar. — Fram- kvæmdastjóri efnalaugar- innar verður Stefán Sigurðs. son kaupmaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.