Vísir - 22.06.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1945, Blaðsíða 4
T4 VISIR Föstudaginn 22. júni 1945 V í SIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Umfeiðarslys. ’ymferðarslys eru nú orðin svo tíð, að ekki getur talizt með felldu, og þcim mun at- hugaverðara 'virðist þetta, sem gö'tum og veg- um er gert meira til góða. Bendir það eindreg- ið í þá átt, að of hröðum akstri sé um að Fcnna, ekki sízt er slysin verða á stöðum þar sem vegsýn til beggja handa er að engu leyti Iiyrgð. Ilitt er svo aftur vafalaust, að i mörg- xim tilfellum eiga fótgangandi vegfarendur sök ú slysum vegna aðgæzluskorts og í ýmsum rtilfellum báðir aðilar. Allt þetta skýrist við Tannsókn málanna fyrir dómstólum, en það, sem þar gerist fer fram í kyrrþei og oftast ■er ekki birt að niðurstöðu til, fyrr en dómur hæstaréttar hefir verið felldur í málinu, erhætt >úð að atburðurinn standi mönnum ekki í svo fersku minni, scm skyldi og vcrði almenningi isíður til viðvörunar. Mál þessi eru mjög við- kvæm, og erfitt að ræða þau að órannsökuðu máli, enda viðurhlutamikið af blöðum að kveða upp áfellisdóm fyrirfram. I Bifreiðafjöldinn hér í bænum er orðinn mjög Inikill, og sennilega tiltölulega meiri en í nokkrum sambærilegum hæ erlendis. Ýmsar af þeim bifreiðum, sem nú eru i notkun, eru svo úr sér gengnar, að stöðugt þarf að koma þeim til viðgerðar, ekki sízt ef menn hætta sér á þeim út fyrir bæinn, þar sem vegir eru lakari en hér innanbáejar. Auk þessa hcfir mönnum verið gefinn kostur á að kaupa setu- liðsbifreiðar i misjöfnu standi, sem marg- iar virðast vera allverulega úr sér gengnar. Bif- reiðaeftirlitið er ekki svo fjölskipað, að það geti með nokkuru móti fylgzt daglega með iástandi hifreiðanna, enda er bifreiðaskoðunin ein og út af fyrir sig ærið starf, þegar til henn- ar er boðað. HK'tur þvi fyrst og fremst að ycl ta á samvizkusemi bifreiðastjóranna hversu Iiákvæmar gætur þeir hafa á viðhaldi bifreiða Sinna. Má engin vanhirða í því efni eiga sér tstað, vegna almenns öryggis. t Yfirleitt mun mega fullyrða, að bifreiða- Stjórar séu sámvizkusömustu menn og ógæt- Ir i sínu fagi, en þar eru athygliverðar undan- jtekningar, — ökuníðingarnir, sem þjóta eins og óðir menn um fjölförnustu götur, jafnvel gegnum mannfjölda, sem safnazt hefir sam- an, *en þó munu þeir ekki sízt láta spretta úr Spori svo úr hófi keyrir, þar sem götur eru Sæmilega malbikaðar og tiltöluléga lítil um- ferð. Af slíkum akstri stafar mikil slysahætta og má telja það mildi eina, hversu slysin hafa orðið tiltölulega fá við slíkan akstur. Lögregla Jbæjarins á að gefa slíkum mönnum sérstakar gætur. 'Götur bæjarins eru yfirleitt of mjóar, cnda hefir einstefnuakstur vcrið tekinn upp víða. Hinsvegar hafa bæjaryfirvöldin látið viðgang- hst, að á hættulegustu hornum og gatnamót- íim, hafa svo Iióir múrveggir verið reistir um- hverfis lóðir, að ekkert sést lil umferðar í að- liggjandi götum, og er þar varúð bifreiða- Stjóranna einni að þakka, hversu fá slys hafa jorðið á slíkum gatnamótum. Slíkar girðingar 'ætti að banna, þar sem umferð er að ráði. Vegfarendur allir eiga að gæta ítrustu var- líðar og fara að skipunum og stjórn lögrcgl- Iinnar í hvívetna. Með sameiginlegu átaki má koma umferðarmálunum í viðunandi horf, en á annan hátt ekki. Fiskimálaneínd úthlutar verðupp- bót á fisk iyrir íebrúarmánuð. Verðiöfiimnin nam rúmum 465 þús. krónum. Fiskimálanefnd hefir nú lokið við að reikna út verð- „ , uppbót á fisk í febrúarmán- DU ara 1 dag: uði, nam verðjöfnunarsjóður , ^ . samtais kr. 465.759.41, er AstriðurEggertsdotfir skiptist þannig á milli verð- jöf nunarsvæðanna: 1. Verðjöfnunarsvæði, Faxaf lói: Útflutt aflamagn fyrir kr. 1.998.765,41 Hraðfryst o,- fl. fyrir kr. 2.020.020,12 Samtals kr. 4.018.785.53 Verðjöfnunarsjóður kr. 311.706.31. 2. verðjöfnunarsvæði, Breiðafjörður: Útflutt aflamagn fvrir kr. 129.163.85 Ilraðfryst o. fl. fyrir kr. 347,565.53 Samtals kr. 476.729.28 Verðiöfnunarsjóður kr. 20.022.21 3. verðjöfnunarsvæði, Vestfirðir: Útflutt aflamagn fyrir kr. 24.651.23 Hraðfryst o, fl. fyrir kr. 218.237,90 Samtals kr. 477.152.90 Verðiöfnunarsjóður kr. 24.651.22 4. verðjöfnunarsvæði. Norðurland: Hraðfryst o. fl. fyrir kr. 65.081.19. Enginn útflutningur, þar af leiðandi enginn verðjöfnuii- arsjóður. 5. verðjöfnunarsvæði. Austurland: Útflutt fyrir kr. 95,938.71. Engin hraðfrysting. Verðjöfnunarsjóður kr. ' 14.865.15. 6. verðjöfnunarsvæði. Vestmannaeyjar: Útflutt fyrir kr. 610.980.89. Hraðfryst o. fl. kr. 371.150.02. * Samtals kr. 982.120.91. Verðjöfnunarsjóður kr 94.514,41. Verðuppbótin er eins og hér segir fyrir hvert svæði: í. verðjöfnunarsv. 7.756% 2. verðjöfnunarsv. 4.199— 3. verðjöfnunarv. 5.166— 4. verðjöfnunarsv 16.494— 5. verðjöfnunarsv. 9.623—- Þrír hæstu hátar á hverju svæði hafa fengið verðupp- hót eins og hér segir: 1. verðjöfnunarsvæði. Faxaflói: „Fiskaklettur“ Hf., 6.646.14 „Guðfinnur“ Iív. 6.483.73 „Freyja“, Garði 5,945.66 Á 2. verðjöfnunarsvæði, Breiðafirði: „Snæfell", ólafsv. 2.558.70 „Framtíðin“ ólafsv. 2.422.44 „Huginn III“, ísaf. 1.733.82 3. verðjöfnunarsvæði, Vesf jörðum: „Bryndís“, ísaf. 1.563.74 „Jódís, ísaf. 1.506.42 „Sædís“, ísaf. 1.412.73 Á 5. verðjöfnunarsvæði, Austfjörðum, eru hæstir: „Vingþór“, Seyðisf. 973.09 „Hafaldan“, Neskst. 972.19 „IIafþór“ Neskst 878.37 Á 6. verðjöfnunarsvæði, Vestmannaeyjum: „Týr“, Vm. 3.050.28 „Óomn“, Vm. 307.13 Mun skammt að híða þar til Fiskimálanefnd liefir lok- ið við útreikning verðupp- bótar fyrir marz-, apríl- og maíinánuð. í dag er hin mæla kona Ástríður Eggertsdóttir 60 ára. Hún er fædd í Fremri-Lang- ey á Breiðafirði þ. 22. júní 1885, dóttir merkishjónanna Eggerts Gislasonar óðals- hónda í Fremri-Langey og konu lians Þuríðar Jónsdótt- ur. Við systurnar í Dagverð- arnesi kölluðum þessa vin- konu okkar alltaf Ástu Egg- erts okkar í milli og kann eg hezt við að gera það enn. í okkar augum var liún ein glæsilegasta stúlka sveitar- innar, enda liefir liún orðið gæfusöm kona, því hún eign- aðist hinn hezla förunaut á lífsleiðinni, Jón Bergsveins- son framkvæmdarstjóra Slysavarhafélagsins. Eiga þau hjón 9 mannvænleg börn á lifi, en eitt misstu' þau fyrir nokkrum árum. Eg vil nota þella tækifæri til þess að óslca Ástu allra lieilla á komandi árúm og er það von min, að ævikvöld liennar megi verða eins bjart og fortíð hennar liefir verið hingað til. Asta Eggerts er ein af þeim trygglyndustu og hjartabeztu konum, sem eg hefi fyrir hitt, enda veit eg, að allir þeir, sem liafa kypnst Ástu, hljóta að bera til hennar hlýjan hug. Ef þjóð vor ætti margar konur með lijartalagi þessarar ágætu vinkonu minnar, mundi án efa vera færri bágsladdir menn í þjóðfélagi okkar, lieldur en nú er. Allir þeir, sem þekk;> Ástu munu senda henni árn- aðaróskir á þessum merkis- degi í lífi hennar og ekk'i dreg eg í efa, að það verða malygir sem heimsækja hana til að rétta lienni hlýtt liand- tak þennan dag. Guðrún Guðlaugsdóttir. Fimm ELAS-menn dæmdir til dauða. í Aþenu hefir verið kveð- inn upp dauðadómur yfir fimm ELAS-mönnum. Á þá sannaðist að hafa drepið 38 gisla úr andstöðu- flokki ELAS, þegar borgara- styrjöldin geisaði í Grikk- lantíi í desemher síðast liðn- um. Menn þessir voru í her ELAS-flokkanna. 87 þúsund Japanar hafa fallið i bardögunum á Okin- awa en aðeins 2500 hafa ver- ið teknir til fanga. Slysin. Þau gerast nú alltíð dauðaslysin hér í bænum. Það er ekki svo lítil I)lóð- » taka, sem viði höfum orðið fyrir á þessu ári, því að fram til þessa hafa fleiri mtnn heðið bana af slysföriun en nokkuru sinni á lieilu ári. Er ægilegt til þess að vita, því.að þótt ekki muni unnt að koma í veg fyrir slys með öllu, þá er þó víst um það, að hægt er að afstýrá mörgum slysa þeirra, sem eiga sér stað, en til þess að svo megi yerða hljóta allir að verða að leggjast á eitt. * Er hægt að Það er hægt að forðast slys, eða forðast slys? að minnsta kósti að draga úr þeirn til mikilla muna, ef allir eru samtaka um það, en aðeins cf allir eru sam- taka um að vinna að því, að þær aðst/tður sé ekki fyrir hendi, sem slysunum valda í flestum tilfellum. Wínn verða að fara í hvivctna eftir reglum þeim og fyrirmælum, sem sett eru til að auka öryggi vegfarenda, því .að sannleikurinn er sá, að ekki þarf nema augnahliks óaðgætni til þess að valda slysi. Það er eins og skáldið segir: „Þess bera menn sár .... o. s. frv.“ þólt ekki liafi þar verið átt við bílana * Öryggissókn. Eins og eg sagði, þá er ekki hægt að forða öllum slysum, þótt hægt sé að draga mjög úr þeim með þvi að gæta ýtr- ustu varfærni á götum og vegum. Bíll getur skyndilega hilað og það orðið að slysi, þótt hann hafi verið í bezta lagi, þegar af stað var ekið. Við slíku er ekki hægt að gera, en slys af slik- uin sökum eru miklu færri en hin, sem stafa af gáleysi annars eða beggja aðila. Og gegn slíkuni slysum vérða bæjarbúar nú að hefja sókn — öryggissókn gegn liætlum og slysum á götum bæjarins. * Viðurkenning Eg gæti trúað að það mundi fyrir gætni. verða mönnum til uppörvunar í slikri sókn, að lögreglan gæfi út einhvers konar viðurkenningarskjal til þeirra, sem sýna sérstaka gætni og varfærni á göt- uriuin. Það yrðu þá fyrst og fremst bílstjórar, sem þar kæmu til greina og ætti.að veita þeim þessa viðurkenningu, þegar þeir hafa ekið vissan tima éða vegalengd án þess að fyrir þá hafi komið mokkurt óhapp. Slikar viðurkenn- ingar líðkasl víða crlendis og þykja hafa borið tilællaðan árangur — að menn kappkostuðu að sýna meiri gætni. * Fótgangandi En „ekki má gleyma garminum vegfarendur. lionum Ivalli", eins og þar stend- ur og vona eg að fótgangandi veg- farendur taki mér það ekki illa upp þótt eg nefni þá þannig, þvi að ekki er það gert af ill- um hug. En eg held, að það yrði þá að sýna þeim líka, að það er.virt, þegar þeir fara að settuin reglum og þeir gera sitt^til að auka -öryggi á götum eða vegum eða dregið úr því. Það er bezt að játa það eins og það'ér, aði eg er ekki búin að hugsa. mér, hvernig bezt væri að ganga úr slcugga um hversu vel þeir fara eftir settum reglum, enda geri eg ráð fyrir, að þeir, sem cru þeim málum kunnugri, hafi þar ráð undir rifi liverju. . * Merki. En það er ekki nóg að gefa til dæmis bílstjórum skjal, sem vottar, að þeir hafi ekið svö og svo langt eða svo lengi, án þess að hafa orðið fyrir skakkafalli. Það þyrfti að gefa þeim eitthvert merki til að festa á bíla sina, svo að allir geti séð, að þar sé ínenm á ferð, sem hafa gert sitt til þess, að umferðin í bænum og utan hans geti verið eins örugg og kostur er á. Og i því má heldur ekki ganga fram- hjá gangandi vegfarendum, því að þeir eign eiiinig hlut að máli þarna og þá mætti gefa þeim merki til að ganga með í barminum. Og auðvitað ætti að birta nöfn allra þessara manna i blöðunum — ekki síður en.þeirra, sem a£ sér brjóta. * Það vantar Það var hringt lil mín í gær, cða ruslkörfur. öllu heldur var því skiluð til mín, að það væri nokkur ástæða lil þess, að Illjómskálagarðurinn var illa til réika eftir hátíðahöldin 17. júní, eins og getið var i baðinu í gær. Sannleikurinn er sá, að það voru ekki nógar ruslkörfur í garðinum, til þess að hægt væri að koma í Veg fyrir það, að eitthvað lénti á jörðinni, sem i þær 'átti að fara. Heimild- armaður mi'nn segir, að þ£er hafi ekki verið nema tvær eða þrjár. Sjá það alliu, að það er alls ekki fullnægjaiidi og verður hver að skella skuldinni á þann, §em hann telur að hana eigi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.