Vísir - 22.06.1945, Page 6

Vísir - 22.06.1945, Page 6
6 yisiR Föstudaginn 22, júpí 1945- Sumarfagnaður SUÐURNESJAMANNA verður haldinn Jónsmessudag, sunnudaginn 24. júní á flötunum sunnan við Voga, og hefst kl. 2 e. h. Ræður flytja: Þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ólafur Thors, forsætisráðh., síra Jón Thorarensen o. fl. Flutt frumort kvæði í tilefni dagsins. Lúðrasveit Reykjavíkur (20 menn) spila. Kórsöngur og önnur skemmtiatriði. Dans á palli til kl. 12 á miðnætti. Veitingar á staðnum. Fólk tryggi sér bílfar suður hið fýrsta. — Bílferðir frá Steindóri. — Auk þess verður bílferð frá b.s. Heklu kl. 10,30 f. h. — Þess er vænst, að félagsmenn og Suður- nesjabúar fjölmenni. Skemmtinefnd Fél. Suðurnesjamanna í Reykjavík. Sportfatnaður fyrir dömur. Ferðajakkar í ýmsum litum. Stuttbuxur (shorts). Kvenblússur, hvítar og mislitar. Hosur í miklu úrvali. Hlý undirföt. Níels Karlsson & Co. Laugaveg 39. Sími 2946. Gardínustangir. Patent-gardínustangir með rúllum einfaldar og tvöfaldar. Ludvig Stor'r. TILKYNNING um iðnpróf fyrir matsveina og veitingaþjóna. Þeir matsveinar og veitingaþjónar, sem ekki hafa fengið iðnréttindi, en óska að ganga undir próf í við- komandi íðngreinum, geri svo vel að vitja bréfs um það efni til Böðvars Steinþórssonar matsveins, Hótel Borg, eða heima á Ásvallagötu 2, fyrir 10. júlí næstk. Stjórn Matsveina- og veitingaþjónafélags íslands. Auglýsingar n sem birtast eiga í blaðmu á laugardög- um í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar eigi síðar en kl. 7 á föstudagskvöld, vegna þess að vinna í prentsmiðjunum hættir kl. 12 á há- degi á laugardögum á sumrin. Breytingar á bæjar- fógetagarðinum. f vor hefir Bæjarfójjeta- garðinum hér í Miðbænum verið gerbreytt frá því sem áður var, og hefir Landssím- inn staðið fyrir þessum breyt- ingum. Girðingin sem áður huldi þennan garð fyrir augum bæjarbúa hefir nú verið rif- in en ráðgert mun vera að setja lága rimlagirðingu i staðinn og mun garðurinn eftirleiðis verða bæjarbúum til augnayndis og slcemmtun- ar. Þorkell Árnason garð- yrkjumaður, sem yfirumsjón hafði með öllu þvi, er að garðyrkju laut, hefir skýrt Vísi í liöfuðdráttum frá framkvæmdum þeim, sem unnar liafa verið við garðinn í vor. Byrjað var ,á garðinum snemma í maímánuði og unnið að houum til síðustu mánaðamóta. Þá var hætt við garðinn, enda þótt ýmislegt væri enn ógert, sem betur hefði mátt fara. Ástæðan mun hafa verið ósamkomu- lag milli Landssímans og Reykjavíkurbæjar, um rekst- ur garðsins, en þeir aðilar hafa umráð yfir honum. Var garðurinn skipulagður að nýju og honum gjörbreytt. Sett voru í hann ný blómabeð og fenginn í hann f jöldi sum- arbjömá. Gróðursettar voru ennfremur allmargar trjá- plöntur, bæði birki og reyni- viður og komið fyrir stórri grasflöt í miðjum garðinum. Ekið var mörgum tugum bílhl.assa af gróðurmold í garðinn og grasþökur keypt- ar. Unnu 14 manns í einu að garðinum þegar mest var unnið, en alls mun um 100 dagsverk hafa verið unnin þar i vor. Svo sem að framan greinii-, hefir verið ráðgert að girða garðinn með lágri rimlagirð- ingu, bæði til að verja bann fyrir allskonar bréfarusli sein fýkur eftir götunum og svo líka vegna þess að umgengni garðgesta hefir verið miður en skyldi það sem af er vor- inu. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Gerist áskrifendur strax, hringið í síma 1660 og pantið b'aðið. Okinawa. Framh. af 1. síðu. aðskilda herflokka, sem berj- ist örvæntingarfullri baráttu, og eigi einskis annars úrkost- ar en að gef.ast upp eða falla. Annað varnarsvæðið það stærra er aðeins liðlega 1000 metrar á breidd. Bandaríkjamenn eru liætt- ir að nota stórskotaliðið i bardögunum og sækir fót- gönguliðið fram og leitast við að uppræta herflokkana, sem ennþá veita viðnám. Frá Akureyri. Kvenfélagið Framtíð in efnir til Jóns- messuhátíðar. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Kvenfélagið Framtíðin efnir til fjölbreyttra Jóns- messuhátíðahalda yfir helg- ina. Hátíðahöldin fara fram á túninu fyrir sunnan sund- laugina, og verður ýmislegt til skemmtunar, svo sem söngur, liljóðfærasláttur, fimleikasýning og fleira. Há- tiðin liefst síðdegis á morg- un og mun standa fram eftir aðfaranótt sunnudagsins o!* allan sunnudaginn. Allur á- góði af útiskemmtuninni rennur til fyrirhugaðrar sj ú krah úsbyggi ngar. Ferðafélag Akurejnrar lief- ir ákveðið að efna til ferðar um Suðurland 30. júní n.k. Ekið verður suðurKaldadal og komið við að Geysi, Gull- fossi, Hvítárvatni, Hveravöll- um og gengið á Kerlingar- fjöll. Á leiðinni til baka verður komið við í Reykja- vík. 'Fy rir skönmiu keppti meistaraflokkur K. A. og Þórs. Fóru léikar þannig að K. A. vann með 2 mörkum gegn 1. Vann félagið til eign- ar svo kalláðan „Walash*4 bikar, sem Efnagerð Siglu- fjarðar gaf ;á sínum tíma. íþróttaflokkur frá Þór hefir verið á ferðalagi um Aust- urland undir stjórn Ingvars Þorsteinssonár fimleika- kennara. JOB. Söngför Breiðfirð- ingakórsins. Breiðfirðingakórinn efnir þessa dagana til söngfarar til Breiðafjarðar. Syngur hann í dag í Búðar- dal og að Kirkjuhóli i Saur- bæ, á morgun í Berufirði, en á sunnudaginn kemur i Flat- ey og Stykkishólmi. Ivórfélagar eru 34 talsins, en söngstjóri er Gunnar Sig- urgeirsson píanóleikari. Ein- söngvarar eru þau frk. Krist- in Einarsdóttir og Haraldur Kristjánsson. Formaður kórs- ins er Sigurður Guðnmnds- son. Á söngskránni eru 16 inn- lend og erlgnd lög. Gjöf tilvinnuheimilis S.Í.B.S. Jón Loftsson hefir gefið Vinnulieimili S.f.B.S. timbur fyrir 5000.00 krónur. Sýslunefnd Suður-Múla- sýslu hefir gefið 5000 kr. til Vinuheimiíis S.f.B.S. Stjórn Vinnuheimilisins flytur Jóni Loftssyni sínar beztu þakkir fyrir þessa böfðinglegu gjöf. Töskui — Veski Samkvæmistöskui nýkomið. Mikið og gott úrval. Verzlun Ingibjargar Johnson. BÆJARFBETTIR □ Edda 59456247 — 1. atkv. Listi i kaffistofu og hjá S. M. til hádegis á morgun. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, shnii 5030. Næturvörður er i Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast bst. Hreyfilt, simi 1633„ Skipafréttir. Súðin og Selfoss fóru i strand-' ferð í gærkveldi. Þá kom tank- skip, sem á að lesta lýsi hér.. Skallagrimur kom af veiðum í morgun. íslenzk fréttakvikmynd. Óskar Gíslason, ljósmyndari, mun sýna fréttakvikmynd sina i Gamla Bió í kvöld kl. 11,30. Sjá auglýsingu i blaðinu. Veðrið í dag. Klukkan 9 í morgun var suð- austan átt um allt land, allhvasst i Vestmannaeyjum en viðast hvar hægviðri. Þurrt veður norðvest- anlands en litilsháttar rigning sunnanlands og austan. Hiti er 9 —15 stig. Veðurhorfur. Suð-Vesturland: Minnkandi suð- austan átt og dálítil rigning. Faxa- flói: Suðaustan gola og smá- skúrir. Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland: Hægviðri og viðast léttskýjað. Norðausturland og Austfirðir: Suðaustan gola og léttir til. Suðausturland: Austan kaldi og skúrir. Mæ. Esja var stödd, kl. 10 i morgun, 50 milur frá Bergen. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: Harmóníku- lög. 20.25 útvarpssagan: „Herra- garðssaga“ eftir Selmu Lagerlöf; þýð. Björns Jónssonar (H. Hjv.). 21.00 Pianókvartett útvarpsins: Píanókvartett í Es-dúr efir Moz- art. 21.15 Erindi: A vegum gró- andans (frú Astríður Eggersdótt- ir). 21.40 Hljómplötur: Frægir söngmenn. 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Pianó-konsert eftir Rachmanin— off. b), Poéme d’extase eftir Scri— abine. 23.00 Dagskrárlok. KR0SSGATA nr. 76. Skýringar: Lárétt: 1 Þjóöhöföingi, 7 ættingi, 8 land, 9 ónefnduiy 10 liár, 11 kindina, 13 for- nafn, 14 kvæði, 15 kona, 16 mann, 17 piltur. Lóðrétt: 1 Uppgötvaði, 2 eldstæði, 3 guð, 4 annars, 5 fáls, 6 hreýfing, 10 þar til, 11 hæstir, 12 kvikar, 13 mat, 14 fæddu, 15 guð, 16 fór. Ráðning á krossgátu nr. 7v? Lárétt: 1 Smá, 3 S.O.S., 5 ká, 6 S.F., 7 sko, 8 ló, 10 ermi, 12 inn, 14 rak, 15 áir, 17 K.A.,. 18 aðlaði. Lóðrétt: 1 Skóli, 2 má, 3 Storr, 4 strika, 6 ske, Ó ópáð,. 11 niaki, 13 Nil, 16 Ra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.