Vísir - 09.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1945, Blaðsíða 4
VISIR Mánudaginn 9. júlí 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtJTGAFÁN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmið junni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Heilir aí hafl Iannað sinn kemur Esja að landi með hóp Islendinga, sem dvalið hafa á meginlandi Evrópu á styrjaldarárunum. Þcir haí'a orðið að þola ógnir ófriðarins með framandi þjóð- um og átt að húa við misjöfn kjör og marg- ir slæm. Þannig er svo greint frá í 'fréttum, að hagur þeirra manna, sem frá Noregi koma, sé mjög hághorinn, cnda hafi sendiráð Islands orðið að greiða nokkuð fyrir þessum mönnum f járhagslega. Aðkoman hér mun reynast þess- um mönnum erfiðari en þeir hafa gert sér grein fyrir, og ber þar fyrst og fremst til, að verðlag í landinu er mun hærra cn tíðkast með •öðrum norrænum þjóðum, en við það bætist svo húsnæðisskortur, sem er mjög tilfinnan- Jegur og lítil líkindi til að rætist úr fyrsta kastið. Hvorttveggja þetta eru erfiðleikar, sem erfitt mun reynast fyrir eignalítið fólk að sigrast á, enda væri æskilegt, að hið opinbcra, sem og allir einstaklingar, leituðust við að greiða úr fyrr þessum löndum okkar, sem við íögnum í dag heilum af hafi. Heimaþjóðin hefði kosið, að hópurinn væri stærri, sem Esja flyttimeð sér að þessu sinni, en skipsrúm er svo takmarkað, að miklu færri komust að þessu sinni heim en vildu, þó að A'æntanlega rætist einnig úr fyrir þessum mönnum mjög fljótlega, er skipaferðir hefj- ast með nokkurri reglu. I sambandi við þessa för Esju hafa þeir atburðir gerzt, sem mjög skyggja á gleðina, þegar þessum löndum cr fagnað. Með ofbeldi voru nokkrir farþeganna teknir frá borði, eftir að þeir höfðu f'engið íararleyfi hjá hlutaðeigandi yfirvöldum. Sann- •ar það, að ástandið í Danmörku er annað en véra skyldi í réttarríki, og danska þjóðin á «nn ófarna verulega áfanga til þess að friða Jandið. Við Islendingar hörmum, að slíkir at- hurðir skuli geta komið fyrir með cinni mestu menningarþjóð Norðurálfu, og að sjálfsögðu munu íslenzk stjórnarvöld gæta hagsmuna þessara borgara eftir ítrustu getu, enda vænt- ir þjóðin þess fastlega, að þeir fylgi eftir rétti okkar af fullri festu. Ofbeldisverk eru framin svo að scgja dag- lega í ófriðarlöndunum. Hefndarhugur hef'ur gripið þær þjóðir allar, sem orðið hafa að þola hernám og harðstjórn nazista. Danir eru- í þeim hópi. Við Islendingar kununm að vonum illa þeim köldu kveðjum, sem svokölluð frels- ishreyfing Dana sendir okkur að þessu sinni, en okkur er jafnframt Ijóst, að þessir menn gera sér ekki fulla grein fyrir, Iivaða vcrkn- aðir cru dönsku þjóðinni sæmandi. Þeir hafa verið lofsungnir í blöðum og á mannamótum fyrir skaðsemdarverk, sem þeir hafa unnið gegn innrásarhernum ,og þeir hafa ekki gert sér þess grein, að slíkar aðfarir eiga ekki leng- ur rétt á sér en hernámið varir. Almenn borg- aralÖg verður að halda í heiðri í réttarríkjum, Jiannig að skipti verði átt við slíkar þjóðir, en öryggið er tilfinnanlega lítið, er slíkir at- burðir scm þessir geta átt sér stað. Islending- ar óska þ*ess, að Danir geti í'Ijótlega náð föst- Tim tökum á stjórn landsins, þannig að ör- yggi innlendra og erlendra manna vcrði tryggt. lii tDreiofiráinaa Breiðfirðingafélagið kaus fyrir all-löngu 9 manna nefnd til að vinna.að því, að félagið gæti fengið til um- ráða hagkvæmt húsnæði fyr- ir starfsemi sína. Nefnd þessi hefir nú — að undangengnu miklu stárfi — fest kaup á eignunum Skólavörðust. 4, 6 og 6B. Er nú veri'o^aðstofiia, hlutafélag, sem neí'nl verðr ur Breiðfirðingahfiimili.ð, til þess að kaupa eignir þessav og koma þar a fyi'ivhugaðvi stavfvækslu. Ráðgevt ev að útbúa stvax a þessu;ári í hús- inu 6 B samkomu- og veit- ingasal og nokkur gestaher- bevgi. Síðar er ætlulihi, að þavna rísi stór og myndarleg nýtízku bygging. Þarna á að vera félags- heimili Breiðfirðinga og at- hvarf gesta heiman úr Bveiðafjarðarbyggðum og annars staðar að. Einnig má vænta þess, að fleiri félög geti fengið þarna húsnæði fyrir starfsemi sina. Óþ'arft er að f jölyrða um hina miklu nauðsyn þess að koma upp í Reykjavík fé'ags- heimili og gististað eins og hér er ráðgert. Félagsmönn- um Breiðfirðingafélagsins mun áreiðanlega ljóst, hversu það væri mikið hagræði, ef félagið gæti fengið slíkt hús- næði til umráða. — Flestum mun kunnugt um þá gífur- legu erfiðleika, sem aðkomu- fólk á oft við að stríða, er það þarf áð leita hér gistingar. Breiðfirðingaheimilið h.f. er m. a. stofnaðtil að reyna að minnka þá erfiðleika. Það krefst að sjálfsögðu mikils fjár að koma upp þessu Breiðfirðingaheimili. En sameinist Brciðfirðingar heima og heiman ötullcga um að hrinda þessu nauðsynja- og hugsjónamáli í fram- kvæmd, 'mun það reynast vel kleift. Breiðfirðingaheimilinu hefir verið valinn stór og góður staður í hjarta höfuð- borgarinnar. Það sýnir stór- hug og djarfræði þeirra, er' völdu slaðinn. Hinn sami metnaður og áhugi þarf að koma fram í undirtektum Breiðfirðinga almennt í þessu máli. Við leyfum okkur hér með að leita til Breiðfirðinga og manna af hreiðfirzkum ætt- um um st.uðning við að koma upp þessu fyrsta áltkaga- heimili á íslandi. Hjálp ann- avra, ev kunna að vilja styðja þetta, verðilr einnig með þökkum þegin. Fyrst og fremst þarf að safna hluta- fjárframlögum og loforðum um þau. Margvíslegur annar stuðningur getur einnig kom- ið að góðum notum. Til að greiða fyviv hluta- fjársöfnuninni hefir verið \ opnuð skrifstofa að Skóla-1 vörðustíg 6B. Verður hún opin alla dagá kl. 5—8. Sími | 3406. ()1I bréf um þetta ber að \ senda beint til skrifstofunnar ! eða í pósthólf 695. Lögfvæð- J ingaskvifstofa Kristjáns Guð- laugssonar hrl. í Hafnarhús-; inu veitir einnig u,p])lýsingar. I Þar geta menn einnig slcrifao j sig fyrir eða greitt af hendi hlutafé. 4 Reykjavík, 6. julí 1945. Stjórn og húsnefnd . Breiðf irðingafélagsin s. f þi*» Uakcppni í Vestmanna- CYJUIEI. Fréttabréf frá fregnritara Vísis í Vestmannaeyjum, dagsett 3. júlí. Vormót í frjálsum íþrótt- um fór fram hér í Eyjum hjá í'ullorðnum 23. og 24. júní og drengjum 30. júní og 1. júlí. þáttfakendur voru úr íþrótta- félaginu Þór og Knattspyrnu- félaginu Tý. Kcppt var í s'tökkum, köstum og fjórum hlaupum. Torfi Bryngeirsson úr Iþróttafélaginu Þór setti .nýlt drengjamet í stangar- stökki, 3,41 m. Fyrra metið áttu Tovfj og Þorkell Jóhann- esson úr Hafnarfirði, 3.40 m. Helztu úrslit í einstökum greinum voru þessi: 100 m. hlaup: 1. Torfi Bryn- geirsson, Þ. 11,8 sek. 400 m. hlaup: 1. Einar Hall- dórsson, T. 59.5 sek. 3000 m. hlaup: 1. Ágúst Ó- lafsson, T. 10:46,5 mín. 4x100 m. boðhlaup: 1. A- sveit Tj's 49,5 sek. Kúluvarp: 1. Ingólf ur Arnar- son, Þ. 13.05"m. Kringíukast: 1. Ingólfur Arn- arson, Þ. 38.07 m. Spjótkast: 1. Óli Long, Þ. 40 m. >leggjukast: 1. Símon Waag- fjord, Þ. 38.07 m. Langstökk: 1. Valtýr Snæ- björnsson, Þ. 6.03 m. Hástökk: 1. Ástþór Markús- son, T. 1.70 m. Þrístökk: 1. Friðrik Friðriks- son, T. 12.35 m. Þrístökk án atrennu: 1. Torfi Bryngeirssoii, Þ. 8,95 m. Stangarstökk: Í.TorfiBryn- geirsson, Þ. 3.34 m. 2. Ólaf- ur Erlendsson, T. 3.24 m. 3. Grimur Þórðarson, T. 3.14 m. 4. Ástþór Markús- son, T. 3.14 m. Iþróttafclagið Þór fékk 73 stig, en Knattspyrnufélagið Týr 57 stig. Drslit í drengjamótinu urðu þessi: 80 m. hlaup: Torfi Bryngeirs- son, Þ. 9,8 sek. 400 m. hlaup: Sigurst. Marin- ósson, Þ. 61,2 sek. 3000, m. hlaup: Ágúst Glafs- son, T. 10:27,8 mín. 4x100 m. boðhlaup: A-sveit Þórs 51,8 sek. Kúluvarp: Jóhann Björgvins- son, T. I2.9I m. Kringlukast: Jóhann Björg- vinsson, T. 44.32 m. ' Spjótkast: Adólf Óskarsson, T. 43.16 m. Sleggjukast: Kalldór Einars- son, T. 33,50 m. Langstökk: Isleifur Jónsson, T. 6.02 m. Hástökk: Símoh Kristjáns- son, Þ. 1.60 m. Þrístökk: Friðrik Friðriks- son, T. 12.06 m. Stangarstökk: Torfi Bryn- gcirsson, Þ. 3.41 m. Ahugi er mikill meðal iþróttamanna og cru þeir í góðri æfingu. I næsta mánuði fer hér fram bæjarkeppni í frjálsum íl>róttum milli Hafnfirðinga og Vestmanneyinga, og eru liafnfirðingarnir væntanlegir hingað um miðjan mánuðinij. Fimleikaflokkur karla úr knattspyrnufélaginu Tý fer héðan um næstu helgi og ætl- ar að sýna fimleika á Þjórs- ármótinu. Ef tími vinnst til mun fíokkurinn einnig hafa sýningu í Vík í Mýrdal og víðar sunnanlands. Stjórnandi og fararstjóri verður Karl Jónsson. Jakob. —i—I——¦—W HUGÐETTUR HIMM.DA Áhugamál manna og kvenna eru marg- vísleg, svo fjölbreylt, að ef telja ætti upp þótt ekki væri nema hrot af hugðarefnum og lómstundaverkefnum nokkur hundruð einstaklinga, þá yrði bara nafnalistinn yf- ir viðfangsefnin mjög langur. En það er oft gaman að því að athuga, hvað fólk hefir sév til dægrastyttingav utan aðal- vinnu sinnav. Stundum bregður það, ef vel cr að gælt, skýru ljósi yfir hugsunarhátt þess, greind, uppeldi og menningarþroska, þó að margs þurfi auðvitað að, gæta, eins og alltaf, þegar dæmt er, til þess að komast að r'éttuni niðurstöðum. Eg var að hugsa um þetta, er eg hafði lesið sögu eftir Louis Bromfield, en hún fjallar um „stúlku, sem þekkti alla". Það er bezt að segja það strax, að hún var þó ekki vændiskona. Sagan er um ameríska stúlku, munað- arlausa, sem erfði mikla peninga tuttugu og tveggja ára gömul. Hún heitir Mary Garlin og hefir alizt upp.með frænku sinni vestra frá seytján ára aldri. Þegar Mary er orðin auðug togar útþráin hana til Evópu. Þar hittir sögumaður, landi hennar, hana fyrst. Hún er ekki lagleg, en andlit hennar er aðlaðandi og gáfulegt. Hún horfir, þeg- ar við. fyrstu kynningu, á menn bláum, á- hugasömum augum, nær föstum tökum, svo að allir óska nánari kynningar. Svona fer f3rrir sögumanni. Hún verður á vegi hans við barinn í Palace Hotel í St. Moritz. Þar er um þær mundir fólk, sem hefir mikið af peningum og aðrir, sem fljóta í' kjölfar þess; fólk, sem fer land úr landi, frá hóteli til hótels, skemmtistað til skemmtistaðar, og er á hverjum árstíma, þar sem tízka er fyrir syona fólk að vera. Það er nú áhugamál eða dægrastytting Mary Carlin að kynnast á þessum stöðum ýmsu fólki, einkum háttsettum mönnum og þeim, sem bera titla, eða frægum mönn- um fyvir einhver afrek, i bólcmenntum, Iist.um eða einhverju öðru merkilegu. Hún er tuttugu og sjö eða átta ára göinul, þegar sögumaður hittir hana í fyrsta sinn, klædd eftir nýjustu tízku og veitir á báðar hendur. En bað kemur ónotalega við hann, að þeg- ar hún er byrjuð að veita honum, búinn að bjóða lionum í veizlu, þá er áhugi hennar a honum rokinn út í veður og vind, þá er iiann aí'greiddur, þá er llún strax farin á hnotskóg eflir nýjum manni, nýju fólki tii að kynnast. Sögumaður fær þær upjdýs- ingar um hana, að hún muni varla hafa verið við neinn karlmann kennd, hún virð- ist ekki hafa áhuga á neinuni til lengdar, nema þannig að geta &agt eitthvað á þessa leið: „Já, eg þekki hann, eg kynntist hon- um í . .. . hann var í boði hjá mér ...." o. s. frv. Og hún er alltaf á þönum, hefir alltaf mikið að gera. En þarna í St. Moritz verður á vegi Mary Carlin ungur og glæsilegur verkfræðingur, Englendingur, nýkominn frá Suður-Ame- ríku. Hún tekur hann með trompinu eins og aðva, því að hún vill þekkja alla. Hann vevðuv alvavlega hvifinn af henni, en rek- ur sig strax á 'þann slæma þröskuld, a'ð hún er aklrei ein, það er aldrei hægt a'ö ná tali af henni í tómi, hún er alltaf að kynnast nýju og nýju fólki og hafa boð fyrir það, en Englendingurinn er ýtinn og þrár .... Og nú liverfur sögumaðuv af leiksviði Mary Carlin og vestur um haf og hitlir þar frænku hcnnar, sem leitar hann uppk af því að Mary hef ir getið þess í bréfi til henn- ár, að hún hafi kynnzt honum í Evrópu. Frænkan er ákaflega lik henni, þótt hún sé eldri, virðist fyrirmyndarkona og sóma sér vel í þröngu umhverfi. En hún kvartar undan því, að Mavy skvifi. sév nú sjaldnar en áðuv, en geli þess alltaf, hve mövgu slóvmenni hún kj'nnist. Þvein ávum síðav hittiv sögumaðuv Mary. á báðstað, við sömu iðju og áðuv. Hún gleðst yfiv að sjá hann, býður honum i boð cins og áðuv, sinniv lionum m'inna cn þá, og er ákafari í mannaveiðunum, talar meira almennt, dvckkuv meiva, ovðin eirð- avlaus. Enski verkfvæðingurinn ev enn á eftir henni, hún má ekki vera að því að gifiast honuni, vill þó ekki sleppa af hon- um hendinni .... Timinn líður, Mary fer frá einum skemmtistað til annars, tapar pcningum, verður fátæk, enginn vill lána henni, engin býður henni, tekur inn eitur, og sögumað- ur verður loks, af tilviljun, að borgar útför hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.