Vísir - 01.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 01.08.1945, Blaðsíða 4
4 Miðvikudaginn 1. ágúst 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAGTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Mistök. CJiglfirðingar eru mjög gramir yfir mistökum, sem átt hafa sér stað varðandi flutning á frystum fiski úr frystihúsunum þar. Hafa þeir fyrir all-löngu fengið loforð um að fisk- urínn yrði tekinn úr húsunum, þannig að þau gætu fryst síld til beitu, en þrátt fyrir marg- ítrekuð loforð héfur enn ekkert orðið af fram- kvæmdum. Er þetta mjög bagalegt, bæði að því leyti, að það skaðar frystihúsaeigendur tilfinnanlega, vegna vörzlunnar, en jafnframt «r útgerð frá Siglufirði stefnt í voða, með því að ekki er unnt að frysta síld til beitu. Gera má ráð fyrir, að mistök þessi stafi að einhverju leyti af óviðráðanlegum ástæðum, tn þó er lítt skiljanlegt, að unnt sé að taka frystan fisk og flytja hann frá höfnum beggja vegna Siglufjarðar, en láta-'Siglfirðinga verða idgerlega afskipta um flutninga. Virðist ekki beðlilegt, að tekið væri tillit til'að Siglufjörð- ur er mikill útgerðarbær, ekki aðeiiís á sumr- um, heldur og á vetrum, en til þess að útgérð verði þar uppi haldið, þarf beitan að lást, en litlar horfur eru á að frystihúsin geti séð mönnum fyrir henni, eigi þau að verða full- Jhíaðin fiski fram eftir sumri. Mistök eiga sér stað víða, án þess að veru- lega sé orð á gert, en þegar atvinnulífinu er istefnt í beinan voða, þótt ekki sé nema í ein-' >um kaupstað og nágrenni hans, verður ekki \ið sliku þagað. Er þess að vænta, að þeir ■aðilar, sem um þessi mál eiga að fjalla, verði við kröfurft Siglfirðinga um flutning á *fisk- inum, þannig að húsin verði rýmd og geti tekið beitu til frystirigar svo fljótt sem verða má. Mikið kapp hefur verið lagt á byggingu Jiraðfrystihúsa víða um land á undanförnum >árum. Hafa þau komið í svo góðar þarfir, að segja má, að þau hafi beinlínis staðið undir atvinnurekstri í ýmsum kauptúnum og mynd- að þar lífvænleg skilyrði. Rekstur þessara húsa mun hafa gefið misjafnan arð, enda hafa þau orðið fyrir skakkaföllum, sem ekki hafa íengizt bætt, sökum þess að þau hafa mán- uðum saman orðið að liggja með fisk, sem á liefur hlaðizt geymslukostnaður, og hann tilfinnanlegúr. Slíkt er að sjálfsögðu illt, en þó kastar fyrst tólfunum, þegar slíkt er lát- ið viðgangast, eftir áð ísienzkum aðilum lief- ur verið falin stjórn þessara móla, og i húfi «r vetrarvertíðin, 'sem mörgum hefur orðið tnotadrjúg og ráðið hefur afkomunni af heild- Jarrekstri útgerðarinnar og frystihúsanna. Skipakostur til flutnings á frystum fiski tkann að vera ónógur, en þá her að taka tillit ;til hvar þörfin er mest á rýmingu frystihús- onna. Siglufjörður virðist hafa orðið hér út- undan, og það svo tilfinnanlega, að ekki verð- ur skotið l'rekar á frest að verða við kröfum 'útvegsmanna þar um rýmingu húsanna. Það «itt er ekki nóg, að stuðla að byggingu frysti- húsa, heldur verður einnig að hyggja að hinu, bversu rekstur þeirra verður tryggður. Eig- ■endur húsanna eru þar ekki einráðir, en háð- ir opinberum aðgerðum. 1 þessu falli hefur brostið á að nægur skilningur hinna opinberu ítðila hafi verið fyrir þörfum útvegsmanna á þessum stað, þótt svo kunni einnig að reyn- »st víðar. I V I S I R 011 sldp fyrii Austurlandi köstuðu í morgun. Skálafell fékk 1000 mál í einu kasti. Klukkan 9 í morgun tjáði fréttaritari blaðsins í Nes- kaupstað Vísi, að öll skip, sem stödd væru fyrir Austur. landi væru búin að senda menn í báta í morgun, eða væru áð byrja að kasta. Allmikil síld liefir veíðzt í gærkveldi og nótt. Skálafell féklc til dæmis um 1000 mál í kasti, en þar sem skipið tekur ekki nema 700 mál sjálft varð það að eftirláta öðru skipi, sem þar var skammt frá, hluta af veið- inni. Allmörg skip fengu 400 til 500 mála köst í nótt og gærkveldi. Hafa þau lialdið austur fyrir Langanes riieð Arsrii Garðyrkjufél. Ársrit Garðyrkjufélags fs- lands 1945 er nýkomið út. Ritstjóri þess er Ingólfur Davíðsson og er efni þess þannig liáttað, að flesta landsmenn varðar unj inni- hald þess. Að þessu sinni er efni Árs- ritsins mjög' fjölþætt, enda slcrifa margir færustu garð- vrkjufræðingar og garð- yrkjumenn landsins* í ritið. Ílefst það á greinargóðum formála ritstjórans þar sein liann greinir í stuttu máli frá hirini öru þróun í garðyrkju- málum landsins. Af ritgerðum má nefna: Ræktun helzlu káltegunda eftir Niels Tybjerg. Ýms at- riði varðandi kartöflufram- leiðslu eftir Klemenz Krist- jánsson. Dagur á garðyrkju- stöð eftir Hafliða Jónsson frá Eyrum. Aukin ræktun grænmetis eykur velsæld þjóðarinnar eftir sama. Garð- arnir og illgresið eftir Árna Jónsson. Jarðvegshlöndun eftir Jón Arnfinnsson. Fáéin orð um smkjujurtir eftir Halldór ó. Jónsson. Hirðing plantna í heimaliúsum eftir sama. Garðyrkjuslöðin í Birkihlíð eftir Sigurð Sveins- son. Gróðrarþankar eftir sama. Þankar um hlóma- verzlun eftir ólafiu Einars- dóttur. Prýðið búsin vafn- ingviðum eftir Snjólf Da- víðsson. Gróðrarmáttur moldar eftir sama. Bréf úr Vesturheimi eftir Þráin Sig- urðsson. Kvilíar og lyf eftir Snjólf Daviðsson. Jarðrækt áburðarefni og liörgulkvillar eftir sama. Frá Garðyrkjufé- lagi íslands 1945. Lög Garð- yrkj ufélags íslands, Félag garðyrkj um.anna, Frá garð- vrkjuskólanum, Frá Sölufé- lagi garðyrkjumanna, Reikn- ingar o. fl. aflann til Raufarhafnar. Sum skipanna liafa farið til Sevð- isfjarðar. Talið er að mikill hluti flotanns sé kominn austur fvrir land. Síldin hefir aðal- lega veiðzt á Norðfjarðarfló- anum og á svæðinu norður að Seyðisfirði. Annars er síld- in talin vera pokkurnveginn jöfn á svæðinu frá Norð- fjarðarhorni og norður að Langanesi. Eins og undan- farin dægur hefir sildin yað- ið fremur illa. Kenna menn það straum, sem nú er mik- ill á þessum slóðum og svo því jafnframt, að storm- bræla hefir verið á miðun- um af og til af vestri. Menn eru samt vongóðir um að þessi veiði muni haldast talsvert lengi enn. Er hlaðið talaði við Siglu- fiörð í morgun var þvi tjáð, að engin sílcl hefði borizt til Siglufjarðar síðasta sólar- liring. Allmörg skip eru að leita síldar á öllii svæðinu fyrir Norðurlandi en verða einskis vör. Sitfi'jjtsÍB tí J\tÞrrss>ssis höltinni * t hnusi. f 1 sumar hefir verið unnið að því að leggja akbrauf frá Kárastöðum í Þingvarllasveit niður í Kárastaðanes. Vegur þessi er lagður með hliðsjón af hinni fyrirhuguðu Norrænu höll, sem byggja á í Kárastaðanesi. Auk þess er nú húið að hyggja fjölmarga sumarhústaði í Kárastaða- nesi og aðrir munu verða hyggðir á.næstu árum, þvi að búið er nú þegar að úthluta lóðum undir þá. IJafa*þeir allir not af vegi þessum i Ivárastaðanes. Var hafizt handa um veg- arlagninguna snemma í júní- mánuði og hefir unnið þar 15 manna hópur að stað- aldri. Vegurinn nær nú fram á gjárhrún, en þaðan er til- tölulega auðveld vegarlagn- ing fram í riesið. Ek-ki er vitað með vissu hvenær vegarlagningunni verður lokið, en telja má vist að það verði annaðhvort í haust eða á n.k. vori, og verð- ur þá strax hafin hvgging Norrænu hallarinnar. Fyrir- hugað er að grafa fyrir grunni hyggingarinnar i liaust. Hin hliðin. Snæbjörn Jónsson bóksali hefir sent Bergmáli eftirfarandi pistil: „Síð- astliðinn laugardag (28.'júli) segir Vísir nokk- uð frá umkvörtunum hótelgesta á Laugarvatni um fæði þar á hótelinu. Ef leiða á vitni um þau mál, er það eftir almennum réttarhugmynd- um vel, að þau séu sem flest kölluð. Minn vitnis- burður verður ekki yfirgripsmikill, því hann nær aðeins til tveggja daga, sem eg dvaldi þar i júlíbyrjun. * Hávaði og Hafði eg ætlað að hafa dvölina næturskark. miklu lengri, en vegna hávaða þess, er hótelgestir (vitaskuld þó fæstir þeirra, en ekki þarf nema einn gikkinn i hverri veiðistö.ð) héldu þar uppi að næturlagi, svo að um nætursvefn gat ekki verið að ræða, sá eg þann kosfinn vænstan, að hverfa lieim aftur. Um næturskarkið kvarta þó ekki þeir gestir, er Vísir hefir haft tal af, enda má vera, að þeir lelji það sjálfsagða hótelmenningu. Aftur var það svo um fæðið þessa tvo daga (og skyldu þeir hafa verið undantekning?), að mér er ekki Ijóst, hvernig á betra varð kosið. * ágætis úrval nýkomið. sír h.f. Fatadeildin. Gnægð og Það þarf frámunalegan gikkshátt til gæði. að finna að þvi, eins og það var þá, því að saman fóru gnægð og gæði. Og þá kostaði það kr. 24.50 og var þannig ódýrara en nafnlausum frásögumönnum Vísis reynd,ist það^ Um þjónustugjald er mér ekki kunnugt, því að í einfeldni minni gerði eg ráð fyrir, að það væri meðtalið, eins og nú mun tíðkanlegast. Virðist eg þannig eiga það ógold- ið, ef rélt er með farið. Mundi eg þó ekki hafa talið eftir að greiða það, því að öll framkoma þjópustufólks var til fyrirmyndar. Virlist mér sem bæði hótelstjórinn (Bergsteinn Kristjóns- son) og starfsstúlkur legðu sig i framkróka að gera gestunum allt lil þæginda og liagræðis. — Mér hefir eftir atvikum fundizt það siðferðis- skylda mín að þegja ekki um það, er eg nú hefi sagl.“ * I Fleiri Til viðbótar við það, sem eg birti hér mótmæli. að framan frá Snæb. Jónssyni, hefi eg fengið eftirfarandi bréf frá nokkurum dvalargestum að Laugarvatni. Þeir segja: „í Vísi þann 28. þ. m. eru þau unnnæli höfð eftir „Sig- ríði“ um matinn, sem borinn er á borð fyrir sumardvalargesti að Laugarvatni, sem við telj- um með öllu ósanngjörn og óréttmæt — en við höfum dvalið þar undanfarnar vikur. Tcljum við fæðið þar ágætt og tcljum fjarstæðu að vera óánægð með það. Auk þess eiga þeir, sem sérstaks mataræðis verða að gæta, alltaf kost á fæði, við sitt hæfi. Einnig teljum við, að öll framkoma frammistöðufólksins sé eins og bezt verður á kosið. Þetta teljum við rétt og sann- gjarnt að láta opinberlega í Ijós, vegna ofan- greindra unnnæla." * Mikið ber Það verður ekki annað sagt, en að á milii. mikio beri í milli hjá þeim, sem sendi mér pistilinn á laugardaginn og þeirra, sem nú hafa tekið upp hanzkann fyrir Laugarvatn. Því miður get eg ekki skor- ' ið úr þessari deilu, því að eg hefi eklci komið til Laugarvatns í sumar, en geri ráð fyrir þvi, i að eg verði að bregða mér þangað lil að reyna staðinn sjálfur. Býst eg við þvi, að þeir, sem vilji kom'ast að niðurstöðu um það, hvað sé , satt í máli þessu, verði að gera svo vel að fara jaustur og sannfærast af eigin raun. Ætlu allir ! að gela verið ánægðir með þá lausn. >1= Ein rödd enn. Mér hefir borizt eitt bréf cnn um sumargistihús, — ó-nei, það bréf fjallar ekki um I.augarvaln, og i þvi eru engar skammir. Það er frá „G. Eiríkssyni", sem segir: „Eg hefi dvalið nokkurn tíma í Reykja- skóla yið Ilrúlafjörð. Það virðist orðinn vani að tala um viðurværi og annað í gistihúsum landsins, til lofs eða lasts, þegar heim er kom- ið úr sumarleyfinu. Eg ætla að feta í fólspor þessarra manna, en sem betur fer hefi eg gott eitt að segja frá dvö! minni að Reykjum og harma það eilt, að hafa ekki getað verið þar lengur. * Viðurværið. Um matinn er það eitt að segja, að hann er fyrsta flokks, eða „lux- us“, eins og sumir segja. Þarna er líka sund- laug og gufubað gestum til afnota. Og ekki má svo talá um staðinn, að ekki sé minnzt á lipurð og greiðvikni skólastjórans, Guðmundar Gísla- sonar, sem virðist þar réttur maður á réttum stað. Og allt starfsliðið er prýðilegt.“ Þetta verður að nægja um sumargistihúsin um sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.