Vísir - 15.09.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 15.09.1945, Blaðsíða 4
4 V í S I R Laugardaginn 15. september 1945 VlSIR DAGBLAÐ Ltgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aúrar. Félagsprentsmiðjan h/f. Nýr ágreiningur. Vú virðist vera upp kominn nýr ágréiningur *■ út af sænsku samningunum, og er hann að þessu sinni innan ríkisstjórnarinnar. Utan- ríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu um j>að, að enginn ágreiningur hafi verið innan stjórnarinnar, jiegar samningurinn var sam- þykktur. En nú lýsa tveir ráðherrar kommún- ista yfir því, að þeir hafi greitt atkvæði á móti honum. — Þetta fer að verða heldur leiðinlegt mál og jjjóðinni til lítillar sæmdar, að teknar skuli hafa verið upp deilur um milliríkjasamning á þann hátt, sem gert hef- ur verið í tveimur stuðningsblöðum stjórnar- innar. En ekki er bætt úr skák, þegar ráð- herrarnir sjálfir fara opinberlega að vitna um j)að, hvernig þeir hafi greitt atkvæði í jjessu máli. Það verður að teljast heldur lítil háttvísi af ráðherrum kommúnista, að gefa út opin- hera yfirlýsingu, sem gengur alveg í ber- högg við það, sem sagt hefur sá ráðherrann, er fer með utanríkismál. Þjóðin hlýtur að heimta J)að af ráðherrum sínum, í hvaða ílokki, sem þeir eru, að jíeir sýni þá háttvísi í störfum sínum og framkomu, meðan þeir eru í embætti, að áliti landsmanna út á við stafi ekki hætta af. Hér er um að ræða samninga við erlenda, vinveitta jijóð. Þótt ekki sé, að vísu, verið að bera hana neinum sökum í samhandi við Jæssar deilur, J)á getur ekki hjá J)ví farið, að öllu, sem sagt er um þetta efni, er veitt athygli. Stjórnarflokkarnir, sem deilt hafa, og ráðherrar, sem halda uppi opinberúm déilum í málinu, vinna landinu litla sáeind. Og sízt er J)etta til að aúka álit stjórnar- innar, seni þeir standá að. Togara-kanpin. Samkvæmt tilkynningu ríkisstjórnarinnar héfur ný nefnd verið send til Englands tii þéss að ganga frá togarakaupunum. Eru i þéirri nefnd tveir sérfróðir menn, sém vænt- ahlega tekst að ganga svo frá samningunum, að vel sé fyrir hagsmunum væntanlegra kaup- enda séð, og skipin verði þanuig úr garði gerð, að þau fullnægi J)eim kröfum, er gera vefð- ur um nýtízku togveiðiskip. Um J)að má að sjálfsögðu deila, hvort skip- in eigi að vera 170 eða 175 feta löng, en um J)að getur varla verið nokkur ágreiningur, að þau eigi að vera þannig útbúin, að J)au geti hagnýtt aflann gersamlega og þurfi sem minnslu að kasta fyrir borð. Til þess að mjöl- vinnsla sé í skipunum, þurfa þau að vera mokkuð stór, og ef 175 feta skip getur haft rúm fyrir slíka vinnslu, en ekki 170 feta skip, J)á. cr ljóst, að sjálfsagt er að taka stærri skipin. Heyrzt hefur, að talsverður reipdráttur sé nú um J)að, hverjir eigi að fá J)au 10 skip, sem smíðuð verði á næsta ári. Allir vilja fá l'yrstu skipin. Um það má deila, hverjir megi vefðugastir teljast, þegar frá eru taldir þeir nðilar, sem misst hafa skip í stríðinu. En vafalaust eru allir sammála um það, að fé- lög eða einstaklingar, sem misst hafa hotn- vörpuskip í stríðinu, eigi að fá fyrstu skip- in, sem smíðuð verða. Slíkt er sanngirnis- hraí'a, sem ekki verður framhjá gengið. Skátaskálinn í Lækjar- botnum 25 ára. Þann 5. sept. síðastl. voru liðin 25 ár frá þvi, að úti- leguskáli Skátafélagsins Væringjar var vígður í Lækj- arbotnum. Það var mikið aí'rek fámenns og fátæks drengjafélags, að koma upp svo s i .'iim og myií lailegum slnua á þeirra lian inali- kvarða. Það var fyr;- ótuía torgongu Axels V. Tuíi.úus- ar, fyrsta skátahöfðingja ís- lands, og Áræls heitins Gunn- arssonar, þaverándi sveitar- foringja Væringjafélagsins, að ráðizt var í verkið. Stað- r.r fyrir skálann var valinn að Lækjarbotnum. Þar hafði áður verið áningarstaður íerðamanna, er fóru austur yfir fjall, en Jiegar bílveg- urinu kom, var bærinn flutt- ur og um Icíð skýrður upp. Var Jiarna autt svæði á fal- leg stað í liæfilegri fjarlægð frá Reykjavík. Svo vel liefir staðurinn verið valinn, að einiþá sækir hin uppvaxandi skátaæska í Lækjarhotna, sem fyrr. Byrjað var á byggingu skálans snennna á sumrinu 1920. Efninu var ekið í híl- um og hestvögnum upp að Lögliergi, en þaðan var Jiað flutt á handvögnum, liest- vögnum ogborið Jiangað sem skálinn stendur nú. Skátarn- ir unnu sjálfir við efnisflutn- inginn og lileðslu torfveggj- anna, en trésmiðir önnuðust trésmíði. Fyrstu árin var skálinn nær eingöngu notaður að suniri til, en með, tímanum hefir þetta breytzt og er hann nú iiiest notaður á vet- urna til skíðaferða. Og Jiótt skátarnir hér i Reykjavik síðan hyggt sér þrjá aðra skála, er alltaf um liverja lielgi farið upp í Lækjar- holna. Það er mest yngstu skátarmr, sem sækja skál- ann, sem f\’rr. Þar fá Jieir fvrsla undirhúning undir ferðalög og útilegustörf. Þeir eru æði fáir, reykvísku skát- arnir, sem ekki hafa farið sínsr fyrstu útilegur í Lækj- arbotrfáákáianii. Næstkomamli sunnudag ætla skátar, ungir og gaml- ir, að sækja upp 1 Lækjar- hotna og mimiast gamla og góða skálans og hinna ötulu lo: ingja, sem bórðust fyrir Jiví að koma ská ir.'um upp. Landsméf IL M. F. 1. haldið að Laugum í Þingeyjarsýslu í júlí n.k. Sambandsráðsfundiir Ung- mennafélags Islands (þ. e. hérciðsstjórar og stjórn U.M. F.t.) var haldin í Reykjavík dagana 8. og 9. september síðastl. Þessar ályktanir voru gerðar: 1. Samþykkt að lialda landsmótið í byrjun júli- mánaðar næsta vor; lielzt að Laugum í Þingéyjar- sýslu, Sérstök mótsriefnd veðrur kjörin af U.M.F.í. og Héraðssambandi Suð- ur-Þirigéyinga. 2. Teknar voru fullnaðar- ákvarðanir um íjirótta- g'reinar á mótinu. Verða þær birtar í næsta liefti Skinfaxa. 3. í tilefni af 40 ára afmæli ungmennafélaganna á næsta ári var samþ. að bjóða fulltrúum frá ung- lnennafélögunum í Fær- ej'jinii og Noregi á lands- mótið og sambandsþing- ið, sem lialdið verður jafnframt mótinu. 4. Ungmennafélagi Færeyja var sent kveðjuskeyti og færeyska málstaðnum óskað sigurs í sjálfstæð- isbaráttririni. 5. Víttar voru tilefnislausar ádeilur í hlaði einu á ril- ara U.M.F.Í. Daniel Á- gústínusson varðandi máléfni ungmennafélag- anna og Iionum Jiökkuð mikilsverð og veí unnin störf i þágu þeirra 6. Rædd voru og gerðar á- Iyktanir um ýms önnur starfsmál U.M.F.Í. Samjiykktir Jiessar voru gerðar einróma. \ Hjúnaband. 1 dag verða gefin samjm i hjónaband af síra Bjarna Jóns- sýni, Margrét Jónasdóttir og Þor- stéinn Guðmundsson prentari. I. S. I. 1. B. 1. WALTERSKEPFNIN (Meistaraflokkur) WATSONKEPPNIN (II. flokkur) heldur áfram á morgun — sunnud. 16. sept., kl. 2 e. h. Þá keppa í II. flokki K.R.—Valur, dómari Guðjón Einarsson, —- og strax á eftir í Meistara- flokki Fram—Víkingur, dómari Jóhannes Bergsteins- son, til vara' Guðmundur Sig- urðsson. — Línuverðir: Þórður Pétursson og Frímann Helgason. STJÖRNIR FRAM OG VlKINGS. Hreinhorn. Dýravinur sendir mér svohljóðandi fyrirspurn: „Fyrir nokkuru heyrði eg auglýst i útvarpinu, að Kaupfélag Héraðs- búa hefði á boðstólum höfuð af hreindýrum með hornum og öllu saman. Var auðvitað lil þess ætlazt, að menn keyptu til þess að hafa til skrauts i híbýlum sínum, því að mörgum þyk- ir prýði að því að nota hreinhorn til að liengja höfuðföt sín á. En það sem mér leikur hugur á að vita i þessu sambandi er, hvort ekki sé bannað að veiða hreindýrin. Það er eins og mig minni, að þau sé friðuð hér á landi, til þess að gefa stofninum færi á að vaxa. v Hreinkjöt f því sambandi er rétt að cg komi á til sölu. framfæri annari fyrirspurn, einnig um þetta sama efni. Það hefir komið fyrir, að Hótel Borg hefir auglýst, að það hafi hreindýrakjöt á borðum sínum um stórhátíðir. Getur það verið fengið með rétlu móti, ef hrein- dýrin eru friðuð? Mig langar gjarnan til þess að fá svör við þessu.“ — Eg minnist þess að hafa lieyrt fyrri auglýsinguna — frá Kaupfélagi Hér- aðsbúa — en eg man ekki eftir því, að eg hafi orðið hinnar var, en verið getúr, að Dýravinur muni betur en eg að því leyti. ♦ Friðun Eg hefi alltaf „stáðið í þeirri niein- dýranna. ingu“, eins og það mun vera kallað á miður góðri islenzku, eða reyk- vísku, að hreinýrin hér á landi væru alfriðuð, einmitt til þess að stofninn geti vaxið og breiðzt út um landið. En hreinhöfuð þau, sem Kaupfé- lagið býður til sölu, geta þó verið fengín með lieiðarlegu móti, þvi að þau geta verið af sjálf- dauðum dýrum. Menn þykjast hafa orðið þess varir, að hreinhjarðirnar hafi minnkað mikið á sumum árum og geta dýrin hafa drepizt af einhverri pest. En um hreinkjötið, sem Hótel Borg auglýsti, sltal eg ekki segja hvernig feng- ið er, en ætla þó, að það sé fengið með réttu móti líka. í * Kólnar í Það kólnaði skyndílega i veðri i veðri. fyrrinótt. Það var kominn norðan sveljandi, þegar eg kom út og þegar eg kom niður i bæ, sá eg að Skarðsheiðin hafði gránað lítið eitt efst. Eg hafði hálfvegis búizt við þessu — ekki af því, að eg sé einhver veður- spámaður eða spekingur, heldur af því, að það var byrjað að snjóa eitthvað í fjöll fyrir vestan og svo var hann kominn á norðan. Þá mátti alltaf búast við hreti, en nú eigum við sýnilega að fá gott veður í dag, vegna flugsýningarinnar. * Orustan um Síra Kristinn Daníelssön hefir sent. Bretland. Vísi eftirfarandi pistil: „í Berg- máisdálki Visis í fyrradag var sagt frá því, að Bretar ætluðu þ. 15. sept. að minnast 5 ára, sigurdagsins i orustunni um Bretland og. frá hinum hugdjörfu ungu mönnum, sem kunnu til hlýtar að fara með þau fáu tæki, sem þeir höfðu, svo að þá gerðist það sem sagt var, að „aldrei hefðu eins margir átt eins fáum eins mikið að þakka.“ Oft hefir, einnig i islenzkum biöðum, verið minnzt á þessi afrek hinna ungu manna, en eg man ekki eftir hvort nokkurn tíniá hefir vcrið sagt frá aðálmanninum, sem var foringi yfir flugher Breta. * Hefir látið Harin var ekki ungur maður og hef- af störfum. ir nú aldurs vegna hætt herþjón- ustu. En hann kallaði þessa ungu ménn, sem hann stjórnaði með föðurlegri um- hýggju, „drengina sína“. Hann heitir Hugh Dowding og var eftir orustuna um England 1940 kalíáður frelsari, eða frelsari siðmenningaiúnn- ar, og síðar aðlaður og heitir nú Lord I)o\vd- ing marskálkur. I ensku biaði, sem eg hefi fyrir framan rriig með rriynd af honum, er hann kall- aður „a man of valorir", og er óhætt að segja, að enginn maður var þá metinn meira en hann. En mig langar til að bæta við, að undir mynd- inrii af honum stendur einnig: „The latest ad- vocate of proved survival“ (hinn nýjasti önd- vegishöldur fyrir sannað frámhaldslífj. - * Sálarrannsóknir. Hann hefir, síðan hann lagði niður hermennskuna, varið tima sínum fyrir sál- arrannsóknir, skrifað greinár, ferðast um og flutt fyrirlestra, aðallega „um drengina sina“, sem vit- anlega féllu margir. En hann, hefir fengið sam- band við þá og sannanir frá þeim, og flutl ótal sorgbitnum foreldrum huggun með þvi mói. Hann segist samvizku sinnar vegna ekki geta þagað yfir liessu. Mai*gt fleira væri hægt að segja um þennaij frábæra mann, en eg býst við að Berg- mál ráði ekki við meira að sinni.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.