Vísir - 15.09.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 15.09.1945, Blaðsíða 7
Laugardaginn 15. september 1945 V I S I R 7 w rruim l anna EFTIR EVELYN EATDN 23 Hann leiddi de Villebon fram fyrir fangana. „Major Tyng, liinn enski landstjóri í Acadíu. Lofið mér að kynna f}rrir yður de Villebon, liinn raunverulega landstjóra Acadiu. Hann er á leiðinni lil Porl Pvoyal. Eg efast ekki um að inargl sé líkt á komið með ykkur.“ De Villebon og Tyng majór heilsuðust bros- andi. „Styrjaldarlukkan, majór,“ sagði de Ville- bon. „Síðastliðið ár olluð þér mér- miklum ó- þægindum með því að flæma landstjóra minn burt, de Menneval. í ár sigrum vér yður. Þann- ig gengur það. Viljið þér í nefið, berra minn?“ Tyng majór tók við pontunni og sogaði tó- bakið hæversklega upp í báðar nasir. „Má þetta skoðast sem sáttatilboð?“ „Já. En fyrirgefið þér, eg hefi gleymt frúnum. Leyfið mér að kynna yður fyrir þeim. Frú de Freneuse, kona mannsins, sem stjórnar land- inu, sem’frændi yðar liafði einu sinni umsjón ineð, hr. Nelson. Frú de Chauffours, kona mannsins, er stjórnar landinu við hliðina á de Freneuse. Þetta er frændi minn, hr. Perrichet.“ „Við höfum sézt áður. Eg varð fyrir falli lians.“ „Ekki falli lians,“ sagði frú de Freneuse, „lieldur árás“. „Hvað sem það nú verður ltallað, þá var það engan veginn þægilegt fyrir mig.“ „En það er nú eg, sem er verst leikinn nú,“ sagði Raoul og sýndi um leið sáraumbúðirnar. De Bonaventure tók sverð mannanna þriggja kæruleysislega, stakk þeim undir handlegginn og fór til klefa síns. ,3f þið viljið afsaka mig þá þarf eg að fara og hafa fataskipti. Famoisy liðsforingi, viljið þér sjá um fangana og þá föllnu.“ Hann gekk að því búnu á braut með frú de Chauffours. Frú de Freneuse ætlaði að fvlgja þeim eftir en liætti við það aftur. Hún gekk hirðuleysislega yfir að brakinu á skipnu og sett- ist þar á rá. Raoul gekk til liennar. „Þér eruð orðin þreytt.“ Hún kinkaði kolli til samþykkis um leið og liann seltist hjá henni. Ensku liðsforingjarnir stóðu einir í lióp og sneru baki við þeim. Frönsku sjóliðarnir og hermennirnir voru upp- teknir við að koma öllu i lag á skipinu eftir or- ustuna. Hún liorfði milli þeirra út yfir dökkt hafið og landræmuna, sem naumast sást á milli þeirra. Hugur liennar var hjá de Bonaventure inni í klefa hans, en hún hafði ekki haft þrek i sér til að fara með honum og sjá sár hans með eigin augum. Hún ætlaði að ná í systur sína og segja henni frá þessu. Frú de Chauffours talaði um alla heima og geima við de Bonaventure, meðan hún fór mjúk- um höndum um undir hans. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti, sem hún hafði náð út kúlu eða bundið um sár. Dahinda hélt á íláti með vatni og þurrkum við hlið hennar. „Síðast jiegar eg þurfti að fást við svona hluti,“ sagði hún, „var það ör, sem eg þiirfti að ná út. Frændi minn, annar sonur sj'slur minnar, liafði orðið fyrir skoti í lærið.“ „Hvað á hún mörg börn?“ „Hún á fjögur eftir tvö hjónabönd.“ „Hún litur hreint ekki út fvrir að vera móðir margra barna,“ sagði liann. „Hún er svo ung- Jeg. Það eruð þér einnig, frú.“ Hann reyndi að harka af sér kvalirnar eftir mætti. „Eg gleymdi nú mínum,“ sagði hún um leið og hún gerði smá sveiflu með hendinni, sem laus var, í áherzlu skyni. „Getið jiér imyndað yður að gleymska mín geti orsakað neina hættu fyrir þau í líkingu við það sem litlu Dourg- börnin urðu að þola?“ _ „Nei, blessaðar verið þér.“ „Þau eru svo bænd að mér og einnig syslur minni.“ „Eg trúi því. Mér hefir oft verið hugsað til bróður míns á þessu ferðalagi.“ Hún lagði liönd sína ofan á lians. „Mér hefir verið sagt,“ sagði hann, „að hann hefði dáið strax, án þess að þola of miklar kvalir og jafnframt án þess að liafa tíma til að hugsa um afdrif konu sinnar og.barna. Þau eru í Frakklandi og það mun kojjna í ipiun hlut.að segja þeiip iíðindin.fþegar eg koirt hejm.;clnvð er slæmt að þau skuli ekki liafa hugmynd um Frá mönnum og merkum aiburSum: þetla. Það þyrfti að koma á betri fréttasam- bandi.“ „Indíánarnir hafa trumbur,“ sagði frú de Chauffours utan víð sig, um leið og hún fann hann kveinka sér undan liandtökum hennar. Kúlan var að nást út. „Hljóð þeirra bergmálar ekki yfir bafið.“ „Nei.“ Hann breyfði sig aftur, viðþolslaus af kvöl- um, um leið og, hún gerði aðra atrennu til að hreinsa sárið af ólireinindum og stálflisum. Hann talaði hátt til að leyna sársaukanum. „Hvernig náungi er mágur yðar? Eg hefi ver- ið kvnntur fyrir manni yðar og liinum tveimur, en aldrei haft þá ánægju að kynnast de Fren- euse.“ „Mathieu hefir byggt kornmyllu. Það er sú fyrsta hér. Hann hefir allan hugann við það fyrirtæki. Ilann fer á fætur fyrir allar aldir á hverjum morgni, til að fullvissa sjálfan sig um að myllan sé kyrr á sínum stað. Maðurinn minn segir, að ef eitthvað kæmi fyrir mylluna myndi það ríða Mathieu að fullu. Að öðru leyti er hann mesti meinhægðarmaður og hugsar mjög vel um jörðina sína.“ Það var ekki mikið að græða á þessu svari. De Bonaventure lokaði augunum og sá fyrir hugskotsjónum sér feitan, herðabreiðan mann vera að rölta í kring um kornmylluna sina. Frú de Chauffours var að spyrja einhverra spurninga um konu lians. Hann heyrði sig sjálf- an svara i leiðslu: „Fyrri konan mín vildi giftast mér. Eg var einmana og þarfnaðist heimilis, eða hélt það að minnsta kosti. Manni, sem eyðir lifi sínu úti á reginhafi eða i orustum við villimenn, er iieimilið býsna mikilvægt. Finnst yður það ekki, frú? Svo eg giftist henni. Seinni konan mín er frænka flotamálaráðherrans. Samt á eg ekki stöðu mína, sem aðmiráll yfir öllum Acadíu- flota hans liátignar, eingöngu að þakka kvon- fangi mínu. Báðar konurnar hafa verið góðar, lieilbrigðar og heiðarlegar konur, sem eg liefi eignazt syni með, en . .. .“ „Liggið þér kyrr,“ sagði frú de Chauffours. Hún vildi ekki heyra meira. „Þér hafið hita. Talið ekki meira. Eg ætla að baða sverðsárið upp úr yínanda og fara frá yður, svo að þér getið hvílt yður.“ Iiún gekk að könnu, sem hékk í leðurlykkju hjá ljósakrónunni og vætti línræmu i henni. Það var vínblanda í könnunni og hún þvoði undina eftir sverðliöggið. Það var litið sár, er sama og ekkert blæddi úr. Á KVÖLWðKVm Húsfreyjan: „Þú getur unniö fyrir mat þínum meS því aS höggva þenna viöaustafla í eldinn.“ Betlarinn: „Leyfiö mér aö sjá matseöilinn fyrst.“ IBrezkar húsmæöur kaupa árleg'a 1,600,000,000 dósir af niöursoönum matvælum. Flækingurinn: „Konan í næsta húsi gaf mér heimabakaöa köku, Villt þú ekki gefa mér eitthvað lika ?“ Frúin: „Þá er bezt aö eg gefi þér laxerolíu?' Karlmenn eru 10 sinnum næmari fyrir litblindu en kvenfólk. Sveitastúlkan: „Heyröu Jones, má eg ekki kynna þig fyrir póstinum okkar? Þetta er hann.“ Pósturinn: „Þú skrifar svei mér leiðinleg ástar- bréf.“ „Þaö er maður úti meö tréfót, sem heitir Jón.“ „Er það, hvaö heitir hinn fóturinn á honum?“ Fiðrildi sem eru af sömu tegund, eru alltaf eitt- hvað frábrugðin hvert ööru. Þaö eru engin fiörildi, sein eru eins í útliti. , Biskup nokkur haföi verið aö fo.rdæma andlits- .íárMiW. ?flni:uijigián.sjúlkur nota: n fijfvJ.nánanM'spiii) J?g J^ý^iifet/vtrá.li.ti“i sagði tbaiaot hlýlega, „því meira ógeð fæ eg á honuni.“ Deilur Stilwells og Chiaug Kai-sheks. Eftir Samuel Lubell. uppi. Þegar eg spurði amerískan hersliöfðingja í Kína, sem var þessarar skoðunar, að því livort það mundi talca mánuði eða ár að sigra Japana, sagði hann þungbúinn: „Mörg ár!“ Sú yfirvofandi hætta, að Kínverjar verði áhrifa- lausir eða gagnslitlir bandamenn í styrjöldinni, ger- ir miklu mikilvægara en ella* hugsanlega þátttöku Rússa í Asiu-styrjöldinni. Allt er þetta vatn á myllu kínverskra kommúnista, sem hafa sína eigin skæru- heri í norðurhluta landsins, og jafnframt hefir að- staða Chiangs Kai-sheks veikzt. Þó liefir verið gert miklu meira úr þeirri hættu en ástæða er til, að til borgarastyrjaldar muni koma í Kína. Bölsýnir atbugarar spá því, að eftir styrjöldina muni rúss- neskra áhrifa gæta mest í Kína, og afleiðing jiess yrði, að Rússar fengju pólitískt yfirráðasvæði allt frá Kínahafi til Austur-Prússlands. Hvað hefir verið að gerast í Kína? Það er elckért, sem leiðir sannleikann betur í ljós — einkanlega þann sannleika, sem er beizk reynsla — en ósigrar í styrjöldum, og það virtist loks bezt, að varpa öllu skeytaeftirliti fyrir borð og gera sér opinber- lega glögga grein fyrir þvi, livers vegna Banda- ríkjamenn misstu þessa flugvelli, sem fyrr var um rætt. Þegar eg reyndi að gera mér glögga grein fyrir því, hverjar orsakirnar í raun og veru voru, talaði eg við hvern ábyrgan mann, sem eg gat náð í og gat varpað einhverju ljósi á atburðina í Kína. Og eg reyndi að kynnast öllum skoðunum, sem uppi voru um þetta, atliuga málið frá öllum hlið- um. Eg leitaði ekki eingöngu álits Bandaríkjamanna, heldur og Breta og Kínverja. Til þess að afla mér ítarlegra upplýsinga um bar- dagana, fór eg bæði til Kweilin og Liuchoáv, þegar verið var að búa allt í þessum borgum undir loka- vornina þar. Þá voru Japanar í aðeins 80 kilómetra fjarlægð og sýnt liversu fara mundi. Kínverskur hershöfðingi, sem eg átti tal við, yppti öxlum, og var auðséð á svip hans, að ósigur var óumflýjan- legur. Þessi hershöfðingi játaoi, að hann skorti herafla — og þetta var í landi, þar sem mannafli er tak- markalaus, hægt að koma upp 20 milljóna her, að þvi er títt hefir verið japlað á í blöðum bandamanna. Þegar eg nú liefi farið yfir öll gögn mín, hefi eg fundið margt sérstaklega afhyglisvert. Eg ræddi m. a. við hershöfðingjana Stilwell og Chennault, Patrick J. Hurley, liinn nýja sendiherra okkar í Kína og aðalfulltrúa Bandaríkjamanna í þeim sam- komulagsumleitununum, sem leiddu til þess, að Stil- 'well var kvaddur heim. Eg talaði einnig við Clar- ence E. Gauss, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna í Kína, Ho Ying-chin, ldnverska hermálaráð- herrann, sem varð að biðjast lausnar, T. V. Sonog, liinn nýsetta forsætisráðherra. I Washington talaði eg við embættismenn í Hvíta húsinu og æðslu menn í flug-, flota- og hermála- j ráðuneytunum. Eg sagði við alla þá, sem eg ræddi við, að eg mundi ekki vitna til þeirra, og voru menn því ósmeykari við að segja meiningu sína. FjTÍr mér vekti aðeins að kynna almenningi skoð- anir ábyrgra yianna um þessi mál, svo að fólk gæti gert sér glögga grein fyrir þeim, en á því væri liin mesta nauðsyn. Það, sem athuganir mínar leiddu í Ijós, er ekki nein spennandi frásögn með bíómyndablæ um átök- in milli Stilwells og Chiangs Kai-sheks, en þannig lýstu blöðin þessu undir stórum fyrirsögnum. Það ivar miklu fremur um að ræða tvo drauma eða á- ætlanir tveggja amerískra hershöfðingja, þeirra Stilwells og Chennaults, áætlanir, sem ekki gátu rætzt af eftirtöldum orsökum: 1. Hnattstaða Bandaríkjanna, 2. Herstyrkur og aðstaða Japana á megin- landi Asíu, 3. Hin augljóslega veika aðstaða Kihverja. Við skulum nú athuga fýrst baráttu Stilwells. Roosevelt lét „Jóa beiska“ (svo kalla kermennirn- ir Stilwcll í gumni, á enskp „Vipegar’JoeV). fara, með þeim ummælum, i,ð hér hefði verið um árekst-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.