Vísir - 28.09.1945, Page 7

Vísir - 28.09.1945, Page 7
Föstudaginn 28. september 1945. VISIR EFTIR EVELYN EATDN 33 Þegar lokið var viðþessa sögu opnuðust dyrnar og Dahinda kom inn i stofuna með sjö börn á hælum sdr og eitt ungharn í fanginu. Þetta voru yngri börn bændanna og malaranna, sem liöfðu fengið að borða í eldhúsinu til þess að gefa mæðrum þeirra örlilla hvíld frá því að sinna þeim. Öll börnin voru látin á gólfið og synir og dætur de Freneuse og de Chauffours tóku við þeim. Aftur opnuðust dyrnar og liópur af Indí- ánum korii inn í stofuna. Raoul leið aldrei vel i návist þeirra Micmac- anna og Malisitanna og gat aldrei vanizt þeim. Hin eirlitu og grimmilegu andlit þeirra settu alllaf hroll að lionum og komu lionum til að grípa til byssu sinnar. Þó að bann hafi verið viðstaddur, þegar Mat- Iiieu ásamt öðrum karlmönnum í héraðinu, kenndi þeim síðdegis á hverjum sunnudegi meðferð skotvopna og annað er þvi viðkom, leið honum aldrei vel í návist þeirra. Einu sinni eða tvisvar hafði hann móðgað Nessamaqij á mjög áberandi liátt. Það var slæmt að hafa and- úð á Indiánunum, — bæði fyrir hann og yfirleitt alla landncmana Mathie* hafði talað við Nessa- maqij. Hann sagði að sakir ástar sinnar á Mat- hieu væri liann fús til þess að líta á Raoul sem bróður sinn. Mathieu bað Raoul að sækja um vígslu inn í ættflokkinn. Raoul neitaði. Hann var cinn af þeim, sem hafði mjög mikla andúð á villimönnum og það var ekkert, sem gat unnið bug á þessari andúð hans. Indíánarnir komu inn í stofuna, — sexlán stórir og hraustlegir meiin, i skinnklæðum og skrýddir fjöðrum og með friðarmálningu á and- litum sínum. Nessamaqij var í broddi fylkingar með friðarpípuna i liendinni. Mathiéu de Frencuse ávarpaði þá á þeirra eigin máli. Ilann bauð þá velkomna og rétti Iiverjum fyrir sig staup með víni. Þvi næst skál- uðu þeir fyrir konunginum, fyrir vaxandi vin- áttu milli Frakka og Indíána, fyrir fengsælum veiðiferðum og fyrir góðri uppskeru. „Skál fyrir aukinni vellíðan ykkar og viðskul- um vona að fleiri drepsóttir komi aldrei,“ liélt Mathieu áfram. „Eg vona að þið verðið fengsælir i hinum auðugu veiðilöndum hinna dauðu hjá guðinum Manitou.“ Jeanne de Chauffours, sem leit upp og sá hin harðleitu og brúnaþungu andlit Indiánanna, skildi orð frænda síns þannig, að allir þeir, sem höfðu látizt úr drepsóttinni, þar á meðal móðir liennar, jiessi blíða og góða kona, ættu að fara á veiðar í fylgd með dauðum Indíánum. Ilana langaði til þess að fara að gráta. Þá minntist liún þess, sem séra Elizée hafði sagt lienni. Hann sagði að móðir hennar væri í hreinsunareldinum og myndi komast til paradísar, ef hún myndi alltaf eftir að biðja fyrir sál hennar og vera staðföst í trúnni. Frændi hennar hafði verið að tala um dauða Indíána. Móðir hennar þyrfti því ekki að vera ein á ferli um dimma ogkaldaskóga né synda yfir vötn eins og beinagrindur. Telpan litraði. „Iieilaga guðsmóðir,“ hvíslaði hún við talna- bandið sitt. „Eg skal biðja fyrir móður minni jafnt á daginn, sem á kvöldin.“ Indíánarnir gæddu sér á víninu og létu friðar- pípuna ganga á milli sín, tautuðu eittlivað og borðuðu kökur. Skömmu síðar risu þeir á fætur og hurfu út i þögla nóttina. Þeir liðu yfir snjó- inn á hinum sérkennilegu snjóskóm sinum og liéldu í áttina til tjalda sinna. Þar myndu þeir ilvelja yfir veturinn við reykjandi hlóðir. Jóla- hátiðin, vinið og kökurnar; það var einnig til- brevting fyrir þá. Skömmu eftir að jieir voru.farnir, var börn- um lielmilisins komið i rúmið. Þreyltar konur byrjuðu á að safna eiginmönnum sínum og börnum saman og týgja sig. En önnur víntunna var tekinn upp og gestirnir settust aftur og röbbuðu saman um stund. % Bændurnir kunnu að meta góðvild óðalsbónd- ans. I mörgum béruðúm var ekki svona náið samband milli leiguliðanna og óðalsbóndans. Það var óvenjulegt að Mathieu de Freneuse, sem var höfuðsmaður Landvarnarliðsins, skyldi einn- ig vera óðalsbóndi. Venjulega var höfuðsmaður- inn útnefndur af landstjóranum en kosinn af fólkinu. Bóndarnir, eins og allir í Nýja-Frakklandi,fóru þangað þrátt fyrir óttann við árásir Indíánanna. Þar þurftu þeir ekki að striða við mjög ströng lög og skatta," sem þeir gátu ekki risið undir. Lönd þeirra voru auðug. Að visu voru veturnir langir og kaldir, og sumrin stutt, en þó frjó- söm. Maís, hveiti, baunir og rúgur þroskuðust. þar á miklu skemmri tima en í Frakklandi. Nautgrýnrnir margfölduðu tölu sina. Þeir þrifust ágætlega í mýrlendum högum. Þarna var gnægð viltra berja, tóbaks, og af kókó. Gemsuna, sem var friðuð í Frakklandi og lágu við þungar sektir að granda henni, gat liver veitt, sem vildi hafa fyrir því í Nýja-Frakklandi. Bændurnir höfðu komið sér upp traustum hi- býlum og höfðu nægan eldivið og hlý föt til að skýlast vetrarkuldanum. Jólin voru komin aftur og menn yfirleitt vel stæðir. Það var boðið góða nótt, með lmeigingum og bcygingum og brosi á andlitunum. Menn liéldu heim, glaðir og reifir. TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAPITULI. Þegar snjóa tók að leysa, komu tveir sendi- boðar. Þeir voru Indíánar, sem koinii frá Port Royal. Þeir höfðu hlaupið alla leiðina og ekki linnt á sprettinum, fyrr en þeir komu á áfanga- slaðinn. Raoul sá annan þeirra brokka út úr skógin- um. Hann stóð við glugga i húsinu og gerði Matliieu þegar aðvart, sem var ásamt tveim börnum í garðinum. Matliieu þreif börnin, sitt undir hvorn handlegg og hljóp eins og Iiann ætti lifið að leysa heim að húsinu. Gervais brá fjæir í hlöðudyrunum, en Iivarf jafnskjótt inn aftur. Það var uppi fótur og fit í liúsinu, því að búist var við örvahríð frá Indíánunum á liverju augnabliki. En aðeins þessi eini Indíáni kom i Ijós og þegar hann kom nær sáu þau að hann var málaður eins og tiðkaðist með sendiboða, svo að fóllcið lagði niður vopnin, sem það liafði gripið, og beið átekta. Dahindu létti þegar lrún sá, að komumaður var enginn annar en einn af mönnum Nessamaqij, sem hún þekkti. Hann liafði fylgt de Villebon til Port Royal og var nú með skilaboð frá honum. AKvikWðKvm Jón Vídalín og Björn að Burstarfelli. Þegar Jón biskup Vidalín visiteraöi um Aust- fjörðu, kom hann að Burstarfelli í Vopnafirði lil Bjarnar sýslumanns. Tók sýslumaður honum vel og bauð í stofu. Voru þcir þar lengi dags, unz menn biskups tók aS gruna aö eitthvaö teföi_hann. Gengu þeir þá að stofudyrum og heyröu þrusk mikið og hark þar inni. Einn biskupsmanna sem Jón hét, gat brotið hurðina, og þegar inn kom, var Björn búinn að koma biskupi upp fyrir kistu eina og var þar ofan á honum. Jón gat náð biskupi. Fóru þeir siðan til tjalds síns og voru þar um nótt- ina. Um morguninn eftir kom Björn, og féll til fóta biskups. Þá varð biskupi þetta að orði: Og skríddu, skríddu liölvaður. En á orði var að Björn hefði keypt sér frið með fégjaldi miklu, þvi þcir skildu sáttir að kalla. •*> Eigum við aö setjast niður og tala saman? Nei. Eg er svo þreytt. Við skulum heldur dansa. ♦ Árið 1695 skattlögðu Bretar piparsveina sína svo, að skattarnir nægðu til þess að borga styrjöldina við Frakka. (Samkvæmt Encyclopedia Britannica). Arthur: Svo að þetta er mjög frjáls vinna, sem þú hefir fengið. Albert: Já, eg get mætt hvenær, sem eg vil, fyrir klukkan 8 á morgnanna og farið hvenær, sem eg vil eftir klukkan 5 á daginn. ♦ í vatninu Winnepesaukee í New Hampshire i Bandaríkjunum eru jafn margar eyjar og dagar i árinu. Viðskiptavinurinn: Eru þessi egg alveg ný? Afgreiðslumaðurinn: Athugaðu, Georg, hvort þau séu orðin nægilega köl'd til þess að liægt sé að selja þau. ;7; Frá mönnam og merkum atburðum: I hinni heilögu höfuðbcrg Tíbets. Eftír Corey Ford og Alastair MacBain. . . Það var Spencer, sem mundi eftir þessu um Iiar- mónikuna. Hann var ekki fyiT kominn til Indlands aftur en liann skrifaði föður sínum og bað hann;: að muna eftir því, næst þegar hann^ færi til borg-; arinnar, að kaupa harmóniku og seiida hana í póstL til Davis kapleins í Tíbet, sem hefði verið þeim fé- lögum svo undurvænn á jólunum. Utanáskriftin hafði valdið uppþoti á pósthúsinu í Rockville. Þcg- ar póstafgreiðslumaðurinn var búinn að fletta öll- um sínum bókum í árangurslausri leit að staðnum, sem til var vísað, hafði hann ýtt gleraugunum upp á ennið, hrist höfuðið og sagt: „Eg þori að veðja við yður um einn hlut, Spencer, og það er það, að sonur yðar er fyrsti maðurinn frá Rockville, sem orðið hefir svo frægur, að kom- ast alla leið til Tíbet.“ Eru hákarlar heíglar ? (Til eru ótal frásagnir og sögur um viðureignir sjómanna og annara við hákarlá, en þrátt fyrir ýmsar frægðarsögur um slíka bardaga, eru flestir, scm sérfróðir hafa talizt um hákarlinn, þeirrar skoð- unar, að hákarlinn sé heigull. Hvað sem þessu líður, eru menn almennt þeirrar skoðunar, að þótt hákarl inn ráðist vart á ösærðan mann á sundi, muni liann ekki hika við að ráðast á særðan eða meiddan mann — liákarlinn sé varfærin mannæta. Kabat lautinant, sem frá segir í þessari grein, var ó- særður, er hann reyndi að bjargast til lands frá sökkvandi skipi, en þegar hákarlinn synti undir hann í þeirri stöðu, sem liann gerir grein fyrir í grein sinni, særðist hann illa á fæti, og má vel vera, að hákarlinn hafi haldið hann dauðan, en af varfærni ekki ráðizt beint gegn honum strax lil jiess að fá sér „bita“. Sumir ætla að hákarlinn finni „lykt“ af blóði og æsi það hann til grimmi- legra árása. En nú skulum við kynna okkur frá- sögn Kabats, sem hér er birt nokkuð stytt frásögn hans, cr hann barðist vopnlaus við hákarl). Þetta gerðist í október 1942. Nýi tundurspillirinn Duncan var hart leikinn og var að því kominn að' sökkva. Duncan var í amerískri flotadeild, sem í voru 4 beitskip og fimm tundurspillar. Herskip þessi lentu í orrustu að næturlagi við japönsk herskip, scm voru að reyna að koma liði á land á Guadal- canal, til eflingar liði sínu þar, en það átti í hörð- um bardögum við landgöngusveitir Bandaríkjaflot- - ans (U.S. Marines). Nokkrum mánuðum áður féklc eg skipun sem yfirvélstjóri á Duncan. Og nú átti Jiað fyrir mér að liggja, að gefa fyrirskipun um það til þeirra, sem á lífi voru á hinu sökkvandi sldpi, að yfirgefa það. Duncan hafði orðið fyrir 40—50* fallbyssukúlum og þrír yfirmenn, sem voru allir hærra settir en eg, voru fallnir. Duncan stóð í björtu báli, og þess var ekki langt að bíða, að þessi glæsi- lcgi tundurspillir mynda sökkva í djúp hafsins. Aldrei hafði mig dreymt neitt svo hræðilegt, að ' eg hcfði getað talið það boða, að eg ætti eftir að upplifa annað eins og þetta. Né heldur hafði mig dreymt um eða órað fyrir- jiví, að það ætti fyrir mér að liggja, að berjast með- hnefunum einum við hákarl, en það gerðist eftir að eg liafði varpað mér útbyrðis. Björgunarbátarnir höfðu allir eyðilagzt í eldinunt eða af völdum skolhríðar, og við höfðum aðeins tvo fleka.eftir. Hinum hafði verið varpað fyrir borð-' nokkrum dögum áður, til björgunar mönnum af flug- vélaskipi, sem skotið var í kaf. En þá var búið að bjarga svo mörgum upp á þiljur Duncans, að eklii var hægt að taka við fleirum. Á tundurspillinum voru nú yfir 1000 menn. Fæstir voru særðir. En þeir særðu voru látnir síga niður á flekana í laugum. Við hinir höfðum allii björgunarbelti. Menn fóru sér einkennilega hægt að» öllu, þrátt fyrir hættuna. Allir fengu sér vatn að; drekka úr vatnsgeymum herskipsins. Menú leituðuj að einhverju, sem þeim mætti að notum verða vi<M að halda sér á flöti. Menn fóru að fika sig eftir þilj- unum fram á skipið og hentu sér út, en tundurspilL irinn var_ íarinn að síga.s.yo milrið niður, að ekki var um mikla hæð að ræða. Engrar æsingar varð-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.