Vísir - 05.11.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 05.11.1945, Blaðsíða 2
Mánudaginn 5. nóvember 1945 zJ Skrifið kvennasíðunni um áhugamál yðar. Bréf um sníðakennslu Mig hefir lengi langað til að biðja kvennasíðuna í'yrir eftirfarandi línur, ef verða mætti að þær yrði einhverj- um til leiðbeiningar og atlnig- unar á því hvar húsmæður og stúlkur lenda, þegar þær eru að velja, sér númskeið •í að sníða föt sín, og taka mál. — Það er ekki nema gott við því að segja að kven- fólkið læri að vera dálítið sjálfbjarga í svo sjálfsögðu atriði. En hitt er annað mál að verða svo heppin að lenda á þeim stað þar sem kennsla er góð. Eg hcfi hokkura reynslu í þessu, hefi hitt á stað sem var alveg fráleitur til náms í þessari grein, enda þótt ekk- ert væri til fyrirstöðu hjá nemanda að geta Iært. Grund- vallaratriði voru svo léleg í kennsluaðferð, og kvenna- fjöldinn í tímunum svo mik- ill. Á slíkum stöðum er tíma og fé kastað fyrir mjög lítið. Ef til vill hrekkjast svo margir af þessum nemend- um, álíta að ekkert sé til betra, og leggja svo árar í bát án þess að geta orðið sjálfbjarga. Þettn eru vand- ræði fyrir þá, sem svona er óheppin. Það eru ekKi allar sem hafa nógan tíma til að cyða til litils eða ónýtis, og peninga til að eyða í mörg námsskeið, því að slæmur staður sannar ekki, að ekki sé til annar betri. Jú, sem betur fer er þetta til, þar sem kennsla er alveg, með ágætum, aðstaðan hin bezta, og fáar hafðar í tíma í einu. — Eg liefi reynt hvort tvéggja, verið bæði gröm og únægð, og þvi rita eg þessar línur. Eg get ekki látið það ógert að benda öðrum á að gæta vel að hvar lent er, áður en ákvörðun er tekin um stað til að læra í. — Reynið að spyrjast fyrir hjá þeim sem hafa verið hér eða þar við sníðanám, hvernig kennslu hafi verið liagað, hvort pláss- ið sé gott (þ.e. borðin) og hvort margar sé hafðar i flokki. Eg vildi að fleiri vildi taka til máls um þetta, og segja frá heppni sinni eða óheppni. Mig furðar á því að ekkert skuli hafa verið á þetta minnzt í blöðum, ekki svo eg hafi séð. Það hefir að mér finnst verið haft annað eins á orði kvenna á meðal, og eg tel rétt að það sé einnig birt á prenti. Sníðanemandi. Mý bók um hannyrðir. Vísi hefir fyrir nolckuru borizt ný liannyrðabók eftir Maríu Ólafsdóttir, er nefnist „Verkefni fyrir handavinnu". 1 bókinni eru margar fall- egar fyrirmyndir og sér- kennilegar, ætlaðar bæði fyr- ir sessur, veggrel'la o. fl. Fremst í heftinu eru heildar- myndir með litum af tveim verkefnum, svo og litartákn- in fyrir alla bókina. — Þar næst koma heildarmyndir af verkefnum og síðast er 'stækkun af fyrirmyndunum eða hlutum af þeim, til þess að sauma eftir. 1 hókinni eru >g krot’°-saumsbekkirf tölu- stafir, og slafrófið einnig í kross-saumi. Síðar koma fyrirmyndir sem nota má bæði fvrir livít- an og mislitan útsaum, og stafrófið smátt og stórt til þess að merkja eftir. Síðast í bókinni er mynd af fíleruðu teppi, forkunnarfögru. Hannyrðaverzlanir hér halda því fram að konur í Reykjavík iðki mjög mikið útsaum og aðrar hannyrðir, og sé bæði smekkvísar og afkastamiklar. — Vafalaust mun þeim þykja fengur að fá þessa nýju hannyrðabók. hver störf okkar eru, og við j verða þau fljótt ósmekkleg hvaða tækifæri við ætlum að ef farið er illa með þau. KAPUB dragtir, barnakápur, nokkur stykki óseld. Dömuklæðskerinn Hverfisgotu 42. Hér sést sýnishorn af fyrirmyndum bókarinnar ^>m^tiíe^ar ^atna^L Við konurnar erum oft ó- ánægðar með fatnað okkur, berum okkur saman við aðar konur, finnst þær betur búnar o. s. frv. Jafnvel þó að við séum nýbúnar að fá okkur föt finnst okkur oft að við eigum ekkert til að fara í, þegar eitthvað stend- ur til fyrir okkur. Sumar konur eru svo óvissar, að þær eiga bágt með að ákveða sig, og óska þá eftir að gela borið það undir aðra hvað fari hezt. Þær taka þá kannske upp á því að stæla algerlega smekk einhverrar kunningjakonunnar, og gæta þess ekld að það sem fer öðrum vel, á alls ekki við þeirra vaxtarlag, háralit eða útlit yfirleitt. Við kaupum okkur kannske fatnað fyrir veturinn, cn þegar við förum að nota föt- in sýnist okkur þó oft að þau gæti farið betur, við óskum þá ef til vill að við hefðum fengið eitthvað ann- að, sem við værum ánægðari með, og látið saumakonuna ar jeða fatsalann ráðleggja okk- ur, og að útkoman yrði þá betri. En þetta er mildll mis- skilningur. Það fólk sem teiknar föt eða saumar föt, hefir ekki mikla ánægju af því að sauma eða búa til föt fyrir þær konur sém ekkert vita hvað þær vilja, og hafa engan persónulegan smeklc. Og hringl fram og til baka er mjög þreytandi fyrir saumakonuna. Það er hætt við að þær konur sem alltaf eru í óvissu eigi bágt með að fá l'öt sem þær eru ánægðar með. Svo eru það ekki fötin [eingöngu, sem gera það að jverkum að okkur finnst sumar konur vel búnar. Það er líka meðferð þeirra á föt- unum, og sú snyrtimennska sem þær hafa til að bera. Skynsamleg kaup. Við getum keypt bæði skynsamlega og bjánalega. Þegar við kaupum fatnað þurfum við að hafa í hyggju hvernig lífi okkar er háttað, nota fötin. Það er lítið gagn að því að kaupa föt af því að þau taka sig vel út í sýn- ingarglugganum. Stúlka sem veit hvað við ú, situr ekki á hjólhesti í silkikjól (þó hefir það sézt hér í Rvík) og hún notar ekki samkvæm- iskjól ú morgnana.' Hún vel- ur föt sín svo að þau sé í samræmi við störf hennar og umhverfi. Þær konur sem þurfa að vera mikið á ferli úti, velja sér að sjálfsögðu góða yfir- höfn, kápu eða jakka og pils. Götuklæðnaðurinrg jakki og pils er snotur, en ekki vel hentugur á okkar landi nema á sumrin. Er því gott að eiga yfirhöfn sem hafa má utanyfir „dragtinni“. Með henni þarf að fylgja peysa eða trevja, eftir því sem á stendur. — Ef við veljum kápu sem aðal útiflík, er gott að kjóllinn sem notaður er með henni sé í sámræmi við hana. Hann þarf að sjálf- sögðu ekki að vera í sama lit, en í lit sem fer vel við kápuna. Yfirlit yfir fötin. Við þurfum að hafa yfirlit yfir fötin okkar, skoða þau og athuga hvað má „arta upp á“ og samhæfa þvi sem við eigum. Athuga Iitina, ekki einungis þá sem hæfa litarhætti Dkkar og útliti, heldur með tilliti til fatanna sjálfra, svo að þeir hlutir sem .við þurfum ef til vill að kaupa sé í samræmi við þau föt sem við eigum, og allt sé ekki sitt úr hverri áttinni. Þetta er atriði sem hefir tölu- verða þýðingu. Tökum til dæmis hattinn. Þurfum við að fá okkur nýjan liatt verð- um við að athuga vel úti- föt okkar, og sjá hvort nauð- synlegt er að fá hatt í sama lit og áður, eða hvort óhætt sé að velja hann i öðrum lit. Smá hlutir, svo sem kragar )g „slaufur“ verður að sjálf- sögðu að velja í samræmi við þau föt sem við eigum — allt þetta styður að þvi að við séum betur búnar. En er þó eitt ótalið sem er mikilsvert, og það er hirð- ing fatanna. Ef hirðing fat- anna er vanrækt erum við aldrei'vel til fara. Þó að við eigum hin beztu klæði, er engin sjón að sjá þau sé van- rælct að lireinsa úr þeim bletti bursta þau og pressa, og er gagnlaust að eiga góð föt ef farið er illa með þau. Þó að við höfum liinn bezta smekk til að yelja fötin, Vanti tölu í jakkann eða smellu í kjólinn, er ekki liægt að segja að kona sé vel til fara, þó að bezta efni sé í jakkanum eða kjólnum. Ryk- ugur hattur, óhreinir hansk- ar og skakkir hælar, allt er þetta herfilegt að sjá. Yfir- leitt má segja að sé konan ekki snyrtileg, er hún ekki vel til fara, — hversu dýr sem fötin kunna að hafa verið upphaflega. Eftirlit á hverri viku. Þegar fötin eru ekki leng- ur alveg ný, hættir okkur við að vanrækja þau fremur en fyrst í stað. Þá eru þau ef til vill hengd inn í skáp, þar sem allt of þröngt er um þau, það er gleymt að pressa þau og hursta nægilega oft. Þetta á ekki svo að vera. Það nfargborgar sig að sýna þeim sama sóma og gert var með- an þau voru ný. Það er því heppilegt, að líta alltaf eftir fötum sínum einu sinni í viku. Gott er að hafa svolitla handtösku, eða kassa undir allt það, sem þarf við hirðingu fatanna, og geyma þetta einhversstað- ar, þar sem auðvelt er að ná til þess. 1 kassanum þarf að vrera straujárn, hurstar, svampur eða dula til þess að hreinsa með. Edik og salmí- akspíritus til að hreinsa með dökk föt og blettavatn til þess að ná úr fitublettum. Gúmmíbursta, æins og notað- ir eru á rúskinnsskó, er gott að hafa til að bursta með þær flíkur, sem vilja lóast. Léreftsstykki þarf líka til þess að væta og nota við að Framh. á 6. síðu. Ábætisréttfr og kökur Kvennasíðunni hefir ný- lega borizt búk með þessii nafni. Hefir hún inni að halda, eins og nafnið bendir til, uppskriftir um margskonar ábætisrétti, hlaup, búðinga, grauta, ís, kökur og brauð. Einnig eru þar leiðbeining- ar og reglur, sem hentugar eru þegar matreitt er, til dæmis um, undirbúning alls- konar og aðra meðferð. Er þar skemmst af að segja, að þarna er lýst fjölda ljúffengra rétta og mun húsmæðrum vera þessi bólc _ u kærkomin. Athyglisverð bók fyrlr húsmæður OD er nýkomin í bókaverzlanir. — 1 bókinni eru á fjórða hundrað úrvals-uppskriftir af kök- um og ábætisréttum. — Bókin er pýrdd f jölda mynda, prentuð á vandaðan pappír, og hin snyrtilegasta að öllum frágangi. Húsmæður, tryggið yður eintak í tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.