Vísir - 14.01.1946, Blaðsíða 6

Vísir - 14.01.1946, Blaðsíða 6
6 V I S I R Mánudaginn 14. janúar 19 í6 Alm. Fasteignasalan (Brandur Brynjólfsson lögfræðingur). Bankastræti 7. Sími 6063. PtANÓ (H. PETERSEN & SÖN) til sölu. Upplýsingar í dag kl. 4—6 Njálsgötu 47. Magnús Thorlacms hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími 1875 TAFT GlasgowbúSin, Freyjugötu 26. í tilefni af grein er birtist i 7. tbl. dagblaðsins Vísir 10. þ. m. undir fvrirsögninni: „Úr stjórnarherbúðunum. Jafnaðarmenn og komm- únistar undirbúa atlögu að verzlunarstéttinni“ vill Við- skiptaráðið taka fram eftir- farandi: Það hefir verið regla ráðs- ins frá upphafi að gefa trún- aðarmönnum verzlunarstétt- arinnar tækifæri til þess að ræða við' ráðið þegar í undir- búningi hafa verið mál, ei' sléttina liafa scrstaklega varðað. Með slík mál hefir að sjálfsögðu verið farið sem trúnaðarmál af báðum aðil- um, ])ar til ])au liafa hlotið endanlega afgreiðslu og hef- I ir sá trúnaður til þessa aldrei verið rofinn á_. opinberum vettvangi. í áðurnefndri grein er hins- vegar á villandi hátt skýrl frá tillögum, sem nú eru á döf- inni hjá Viðskiptaiáði og þær taldar af pólitiskum toga spunnar og sem sérslök árás á verzlunarstéttina. Um leið og Viðskiplaráðið vísar þessum fullyrðingum á bug harinar það að þessi mái slculi vera gerð að umræðu- efni í blöðum meðan við- ræður um þessi mál fara fram. Slik blaðaskrif eru til þess eins að spilla samvinnu þeirra aðila, sem hér eiga lilut' að máli. Þegar endanleg ákvörðun hefir verið tekin mun Við- skþ)taráðið jhinsvegar, að sjálfsögðu, gefa þær skýr- ingar, sem lilefni gefst til. Reykjavik, 11. janúar 1946. Viðskiptaráðið. Athugasemd Það er misskilningur frá Viðskiptaráði, að hér sé um nokkurt sérstakt „trúnaðar- mál“ að ræða. Hinar fvrir- huguðu bveytingar hafa ver- ið til umræðu um nokkurn tima og eru nú kunnar svo, að segja hverjum manni innan verzlunarsléttarinnar, eiida liafa tillögurnar verið ræddar á fjölmennum fund- um innan stétlarinriar. Hér er.bvi ekki um neitl trúnað- arrof áð ræða, enda verður ekki séð hvers vegrn ekki ætti að vera leyfilegt að ræða slíkar tillögur fyrir opnu-m tjöldum, sem géta varðað af- tkomu heillar stéttar. Viðskiptaráð segir að Vís- ir haf.i.á villandi hátt skýrt frá lillógunum. Hann skýrði alls ekki frá hverjar þær eru, en h.ann fullyrðir að eins og þæ'r liggja fyrir, geta þær valdið miklum tap- rekstri hjá verzlunarstétt- inni yfirleitt. Vísir er Viðski])taráði sammála um það,. að sem stofnun á ráðið ekki að vera pólitískt. En siðasta þing gerði það að pólitiskri stofn- un mcð því að stjórnmála- flokkarnir lilnefna nú menn í það. Að hin fyrirhugaða árás á verzlunarstéttina sé ekki pólitísk er ekki við að búast að ráðið sem stofnun viðurkenni. En allir vita að á bák við tjöldin eru það rauðu flokkarnir sem róa að þvi með fnlltrúum sínuin, að hinar fyrirhúguðu ráð- stafanir nái fram að ganga — nú fyrir kosningarnar. Það er því pólitískt en ekki „praktiskU mál, sem hér er um deilt. Stúdentafélag Reykjavíkur Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur, sem frestað var 20. des. s.l. verður haldinn í 1. kennslustofu Há- skólans í kvöld, mánud. 14. jan. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Um herstöðvar á fslandi Frummælandi: Jóhann Sæmundsson, læknir. Stjórnin. ALLT Á SAMA STAÐ Bifvélavirkjar og menn, sem hafa unnið við bílaviðgerðir, geta fengið vinnu um lengri tíma. — Ágætis vinnuskilyrði. — j H.f. Egill Vilhjálmsson. Enskur linoleum gólfdúkur A-þykkt með striga undirlægi. ALLT Á SÁMÁ STÁÐ Bifvélavirkjar. Get bætt við mig einum til tveimur von- um mótormönnum á mótorverkstæðið. ;I., Ágætis vinnuskilyrði. H.f. Egill Vilhjálmsson. I.O.O.F. 3 = 1271148 = E. I. I.O.O.F. Ob. 1. P. = 1271158'/2 = E. I. Næturlæknir cr í Læknavarðslofunni, sínii 5030. Næturvörður er í Lyfjabitðinni Lðunni. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavikur verður haldinn í <4ag. Sundmót AEgis Sundfélagið Ægir gengst sundmóti, sem haldið verður í Sundhöll Reykjavíkur þ. 7. febrúar n. k. Á sundmótinu verður keppt í eftirtöldum vegalengdum: 50 m. skriðsundi karla, 50 m. bringusundi karla, 200 m. baksundi karla, 400 m. Bringusundi kvenna, 100 m. bringusundi drengja, 50 m. skriðsundi telpna, 4x50 m. bringusundi karla, 400 m. bringusundi karla. Þeir sem taka ætla þátt í sundmóti þpssu, eiga að lil- kynna þátttoku sína til aðal- kennara félágsins Jóns D. Jónssonar, fyrir 1. febrúar. Pijótiasilki (un^irfata). t Freyjugötu 26. Sænskár TEPPA- VÉLAR. i Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Aðalstræti 8.. — Sími 10'43, Steinn Jónsson. Lögfræðiskrifstofa Fasteigna- og verðbréfa- sala. Laugaveg 39. Sími 4951. Þvottahúsið EIMIR Nönnugötu 8. SiMl2428 Þvær blaut þvott og sloppa hvíta og brúna. Vönduð vinna, fljót afgreiðsla. Námskeið í sænsku byrja aflur í liáskól- anum í dag. Iljúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Rjarna Jónssyni, ungfrú Jónína Narfadóttir, Vesturgötu 24 og Ingólfur Árnason, Stórholti 30. Minkur skotinn. Aðfaranótt laugardagsins yar minkur skotinn í Hafnarstræti. Varð bílstjóri minksins var og reyndi að handsama hann, en árangurslaust. Hafði minkurinn skotizt niður í byrtugróf í húsinu nr. 8 við Hafnarstræti. Var lög- reglunni gert aðvart og fór Lárus Salóinonsson lögreglupjónn, á vettvang og skaut minkinn. Sextugsafmæli á í dag frú Agnethe Jónsson, Freyjugötu 9. Náttúrulækningafélag fslands heldur fund í húsi Guðspeki- félagsins við Ingólfsstræti na»t- komandi miðvikudag kl. 2,30. Jónas Kristjánsson læknir flytur erindi um nijólkina. Sögð verður saga um merkilega lækningu á skjaldkyrtilbólgu. Auk þess verða sýndar skuggamyndir. Nýjum félögum verður veitt móttaka. Útvarpið í kvöld. Kl. 1830 Islenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Tango-dansar (plötur). 20.30 Er- indi: Frá Prag (Einar Olgeirs- son alþingismaður). 20.55 Tón- leikar (plötur). 21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálinur S. Vil- hjálnisson ritstjóri). 21.20 Út- varpshljömsveitin: Sænsk þjóð- lög. — Einsöngur (Einar Mark- an). a) Sverrir konungur (Svein- björn Sveinbjörnsson). b) Ilarm- tjóð (Sigurður Þórðarson). c) Vor hinzti dagur er hniginn (Þór- arinn Guðmundsson). d) Máninn (Einar Markan). e) Eg syng (sami). 21.50 Píanólög eftir Schul- lioff (plötur). 22,00 Fréttir. Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. HrcMgáta nr. 190 Skýringar: Lárétt: 1, Ilát; 6, hól; 8, orðflokkur; 10, frumefni; 11, frjáls; 12, leikur; 13; þungi; 14, ílát; 16, merki. Lóðrétt: 2, Yerkfæri; 3, fiskimið; 4, vegna; 5, mýrar; 7, annast; 9, fæðu; 10, hvíl- ist; 14, bókstafur; 15, sólguð. Ráðning á krossgátu nr. 189j Lárétt: 1, Marat; 6, kól; tf, T. d.; 10, La; 11, tómalar; 12, ís; 13, K. K.; 14 Kak; 16, lárar. Lóðrétt: 2, Ak; 3, rómanar; 4, al; 5, áttin; 7, hárki; 9, dós; 10, lalc; 14, ká; 15, K. A. Krossgátublaðið er bezta dægradvölin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.