Vísir - 17.01.1946, Síða 2
2
V I S I H
Fimmtudaginn 17, janúar 1946
|$ví meiri, sem kynningin
er af Rússum og stefnu
þeirra, því minm er krifn-
ingin af henm.
Þannig var reynslan í
kosningunúm í Austurríki
og Ungverjalandi og sömu
spgu mundu menn einnig
iieyra frá Eistlandi, Lett-
landi og Lithauen, sem inn-
limuð hafa verið í Rússlnnd
„þegjandi og hljóðalaust“ —
ef þessi lönd væru ekki lolc-
uð eins vandlega og þau væru
alls ekki til.
En þó vita menn nokkuð
um jiað, sem þar gerist, frá
flóttamönnum þeim, sem
komust undan til Svíþjóðar
á striðsárunum. Þeir fóru í
smákænum yfir Eystrasalt,
til þess að komast ekki aftur
undir yfirráð Rússa. Þeir
hættu lífi sínu til þess að
þurfa ekki að lifa undir
stjórn þeirra.
Viðtal við siómann.
Tiðindamaður Visis * hilti
um daginn einn af mönnum
þeim, sem húið liafa við
stjórn Rússa í baltnesku
löndunum. Hann fæddist
meðan zarstjórnin réð landi
hans, en eftir fyrri heims-
styrjöldina hlaut það sjálf-
stæði sitt. En það naut ekki
frelsisins nema i tvo ára-
tugi, þá komu Rússar aftur.
Tæpum tveim árum síðar
réðyst Þjóðverjar á þá, tóku
baltnesku löndin og héldu
þeim til 1944, er þau komust
í sæluna aftur.
Maður sá, sem tíðinda-
maður Vísis hefir haft tal af,
var í siglingum, þegar stríð-
ið brauzt út, en kona lians
og ættingjar voru í Eist-
landi og kynntust Rússum.
Þau kynntust líka Þjóðverj-
um, en síðustu daga varnar
Þjóðverja í haltnesku lönd-
unum sumarið 1944 komust
Jjau undan til Svíþjóðar,
ásamt þúsundum annarra
manna úr löndum þessum.
Þetta fólk veit um livað það
talar, þegar austrænt lýðræði
er til umræðu. Það er ekki
liægt að nefna nafn sj ó-
mannsins, því að hann á enn
ættingja lieima í Eistlandi
og gæti reiði valdhafanna
verið látin hitna á þeim.
35.000 i Tr''-
Svíþjóð. 1
Tíðindamaðurinn spurði
sjómanninn fyrst, hversu
margir landa hans væru nú
landflótta.
„í Svíþjóð einni,“ svarar
hann, „eru nú um 35.000
Eistlendingar. Þeir flýðu
flestir í ágúst og september
1944, þegar ringulreiðin var
sem mest í baltnesku lönd-
unum vegna sóknar Rússa til
hafs. Margir, sem lögðu upp,
komust' þó ekki alla leið,
því að margar fleytur sukku
á leiðinni og er talið, að a.
m. k. 4000 manns hafi
drukknað. í Danmörku eru
um 6000 landar mínir, til
Þýzkalands voru fluttir um
60.000 í nauðungaivinnu,
meðan Þjóðverjar réðvi land-
inu og þá eru ótaldar þær
þúsundir, sem fluttar voru
til Síbiríu efíir að Rússar
tóku landið undir „vernd“
sína 1939. Þetta er sam-
anlagt ekki svo lítill hluti af
þjóð, sem hafði aðeins 1.2
milli. ibúa í hyrjun stríðs-
ins.“ ■
Þegar Rússar
komu 1939.
llvernig hegðuðu Rússar
sér, þégar þeir komu í októ-
her 1939?
„í fyrstu máttu hermenn-
irnir einu sinni ekki tala við
landsfólkið og alit var með
kýrrum kjörum. En sú dýrð
stóð ekki lengi, því að smám
saman var farið að herða
tökin á þjóðinni. Svo kom að
þvi að þjóðinni var tjáð,
að hún ætti að kjósa um
Sovétsambandinu eða ekki,
Þá var flestum orðið ljóst,
að þeir, sem mundu ekki
fara á kjörstað, mundu
verða settir á svartan lisla —
eða sendir til Sibiriu. Það
fór líka svo, að útvarpið i
Moskva tilkynnti um 99%
þátttöku i kosningunum, áð-
ur en nokkur heima í Eist-
landi hafði hugmynd um,
hversu mikil þátttakan
hefði verið.“
Eignar-
rétturinn.
Hvernig var hagur manna
í landinu, áður en Rússar
komu ?
„Þjóðin var sparsöin og
nægjusöm og flestir heimil-
isfeður áttu sitt eigið hús,
verkamenn ekki síður en
aðrir, því að munur á ríki-
dæmi manna var harla lítill.
En þegar Rússar lcomu, slógu
þeir eign sinni á öll hús, nema
þau allra minnstu og urðu
eigendurnir, livort sem þeir
voru verkamenn eða elcki, að
greiða þeim húsaleigu. Sum-
ir voru reknir út, ef Riissar
þurftu að nota húsið til eig-
in þarfa.
Verðlag var mjög lágt, áð-
ur en Rússar koniu. Þá kost-
1 aði kíló af smjöri eina krónu,
en kiló af kjöti 70 cent. Ann-
að var eftir ]>vi, cn síðan
hækkaði verðið óðum, svo
að nú er það margfalt'*á við
það, sem var fyrir slríð.“
Skipting
þýzku jarðanna.
Rændum hefir auðvitað
verið smalað í samyrkjubú?
„Já, það varð ekki löng
hið á því. En það er rétl að
gefa nokkura skýringu á því,
hver var grundvöllur eist-
nesku bændanna, ])egar þetta
stríð hófst. Þegar Þjóðverjar
höfðu beðið ósigur i fyrri
heimsstyrjöldinni, voru eftir
í Eistlandi margir þýzkir
barúnar, sem áttu mildar
lendur. Eislneska stjórnin
lét það verða eitt fyrsta verk
sitt að skipta þessum jörðum
milli bænda og skapaði með
]>vi fölmcnna stétt smá-
bænda, sem voru öllum óháð-
ir, því að til að tryggja efna-
legt' sjálfstæði þeirra enn
hetur, voru þeim veitt mjög
hagstá’ð lán tifpð hýsa jarð-
irhár og afla sér vfehkfæM
og sáðkorns. Á þenna hátt
Þar sem Rú§§ar ráða
ilslbnzkisr sjómaður iýsir y K?”,i8u',rekki
sæiuimi usidir iiisiii atist- ............
Hvað viljið þér segja mér
um flóttamannastrauminn
til Svíþjóðar-?
„Mcnn byrjuðu að flýja
strax eftir að Þjóðverjar
komu, þvi að þá var hin
rnesta ringulreið á öllu og
erfitt að henda reiður á slíku,
en þegar Rússar fóru að
sækja vestur á bóginn á ný
— einkum í ágúst og septem-
her 1944 — byrjaði slraum-
urinn fyrir alvöru. Engan
langaði til að komasl i kynni
við Rússa aftur. Menn flýðu
hundruðum saman á degi
hverjum og mátti segja, að
hver sótraftur væri á sjó
dreginn til þeirra nota. Menn
jafnvel fóru í róðrarbátum
og margar fleytur voru svo
yfírfullar og lélegar, að þær
sukku, þegar komið var úr
landvari.“
Sextíu á
20 smál. bát.
Hvernig komst konan yðar
undan?
„Þjóðverjar neyddu hana
til að vinna á sjúkraliúsi, en
þegar leið að lokum í hardög-
unum um Eistland, skipuðu
þeir svo fyrir, að starfslið
þess skykli llutt til Lubeck.
Þá tók hún til sinna ráða
með aðsloð vina og kunn-
ingja, sem voru að undirbúa
flótta sinn, og komst með
hörnin okkar um borð í lít-
inn vélbát. Hann var aðeins
um 20 smálestir að stærð, en
þó fóru. meira en 60 manns
á honum yfir til Sviþjóðar.“
f rússneskri
hafnarborg.
Þér siglduð til Rússlands
fyrir stríð, er það ekki? —
Hvernig er þar um að litast?
„Jafnskjótt og skip er
komið í rússneska höfn, er
settur strangur vörður við
skipið. Hver maður verður
að hafa sérstakt „vegabréf“,
til þess að fá að fara um
borð. Ef losað er í pramma,
sem. liggur utan á skipinu og
einhver mannanna úr
prammanum þarf að komast
upp á uppfyllinguna, má
liann ekki ganga þvert yfir
skipið, eins og í öðrum lönd-
um. Hann verður að fá bát
og láta róa sér upp að bryggj-
Báturinn á myndinni er eist-
lenzkur upprunalega, en nú
er honum róið á fiskimið frá
sænskri höfn. Kona eist-
lenzka sjómannsins, sem birt
er viðtal við hér á síðunni,
var ein af 60 manns, sem
fóru á báti þessum frá
ströndum Eistlands til Sví-
þjóðar, til að forðast að kom-
ast undir stjórn Sovét-Rúss-
lands öðru sinni.
urðu alls til 70.000 smájarð-
ir, þar sem menn undu glað-
ir við sitt, því að þeir vissu,
að þeir voru að vinna fyrir
sjálfa sig.“
Menn hverfa. ^
Tóku Rússar ekki marga,
sem þeir töldu sér miður
vinveitta?
„Jú, það var sama sagan
og á tímum keisarastjórnar-
innar. En þó er sá munur á,
að embættismenn zaranna
reyndu að gera okkur að
Rússum smám saman og án
þess að við gerðum okkur
það ljóst, fyrr en um seinan,
en nú á þelta að gerast á
stundinni. Undir fyrri Rússa-
stjórn máttu menn láta nokk-
ura óánægju í ljós, ef hún
var ekki of megn. Nú má
máður ekki einu sinni láta
sjá á sér svipbrigði, þegar
Rússi sér til. Þá er maður
þegar húinn að vinna fyrir
farinu austur —■ til Síbiríu.
Eg þekkti um hundrað menn
úr borginni, sem eg átti
heima, sem konan mín sagði
mér, að liefðu gersamlega
horfið. Einu sinni frélli mað-
ur ]>ar í borginni, að það ætti
að taka hann. Faldi hann sig
þá þegar, en þá voru bara
tvær frænkur lians teknar
sem gislar.
Það var einkum á árinu
1941, sem mannahvörf urðu
tíð, en alls er talið, að Rúss-
ar hafi sent um 40.000 Eist-
lendinga til Síbiríu.“
!
Guð og
Stalin.
Börnin eru auðvitað frædd
um dásemdir Rússastjórn-
ar?
„Já, og því er líka komið
inn hjá þeim, hversu fánýtt
sé að biðja til guðs. Eg get
sagt frá einu dæmi, sem allir
sjá, hve mikil áhrif liefir á
óþroskaðar harnssálir. Kenn-
arinn segir við börnin, að
þau skuli loka augunum og
biðja guð um sætindi. Þaú
gera það, hiða innilega, en
það ber engan árangur. Þá
segir kennarinn, að þau skuli
unni. Þelta eru fyrirmæli
hafnarstjórnar Rússa og ekki
frá okkur komin“.
Mega ekki
synda.
Megið ]>ið þó - ekki gera
það, sem þið viljið?
„Néi, þeir ^ru ekki siður
slrangir við okkur. Nrið verð-
um líka að hafa skilríki til
að komast á land. Einu sinni
kom ]>að fyrir, að nokkura
skipsfélaga mina langaði til
að stinga scr út fyrir horð-
stokkinn, til að kæla i sér.
Þeir voru ekki fyrr húnir að
þvi, en rússneskur hermaður
með byssu kallaði til þeirra
og skipaði þeim að synda að
landi, þar sem hann stóð.
Síðan voru þeir reknir um
horð aftur.“
. i
Bara til að
sýnast!
Hvernig var klæðnaður
manna?
„Þótt við værum ekki sér-
staklega prúðbúnir, vorum
við samt áberandi hetur
klæddir en landsmenn. En
þeir vissu, hvar fiskur lá
undir steini: „Það er bara
ríkisstjórnin ykkar, sem hef-
ir gefið vkkur þessi föl til áð
sýnast, til að reyna að hafa
áhrif á okkur!‘ segja hinir
yngri, því að þeir eru allir
kommúnistar, hafa ekki
þekkt annað.
En eg hefi líka á siglingum
mínum undanfarið komið til
Frakklands og liitt þar
franska sjómenn og verka-
menn. Þeir voru teknir til
fanga eða sendir í nauðung-
arvinnu til Þýzkalands á
stríðsárunum. Þeir urðu
kommúnistar í fangahúðun-
um — þangað til Rússar
Ieystu þá úr þeim. Þá tóku
Rússarnir af þeim úr þeirra,
lianzka og. annað, sem þeir
áttu, og af kynnum sínum af
þvf, eru þeir ekki konnnún-
istar lengur. Kona min og
börn hafa líka kynnzt koinm-
únismanum og ]>au gela
aldrei hugsað sér að lifa und-
ir honum.“
Þannig fórust hinum eist-
neska sjómanni orð. Við um-
mæli hans er litlu að bæta,
því að ósigrar kommúnista í
þeim löndum, sem hafa
fengið að kynnast stjórnar-
fari því, sem þeir prédika,
undirstrika það, sem liann
hefir hér sagt.
BEZT AÐ AUGLtSA IVIS!
setittoí5ttí>í5ííeíiíioo;iSiíiíiociíiíií:
stungið upp í munninn á
— SœjarA tjófharkcAniHgathaí' —
Orðsending frá
Sjálfstæðisflokknum.
LISTI Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er D-LISTI.
Utankjörstaðakosningar eru byrjaðar og er kosið í
Hótel Heklu.
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, sem annast alla fyrir-
greiðslu við utankjörstaðakosningar er í Thorvaldsens-
stræti 2. — Símar 6472 og 2339.
Kjósendur í Reykjavík, sem ekki verða heima á
kjördegi ættu að kjósa hið allra fyrsta.
Kjósendur utan Reykjavíkur, sem hér eru staddir,
ættu að snúa sér nú þegar til skrifstofunnar og kjósá
strax.
Listi Sjálfstæðisflokksins
9
(í!’
M
D-rLISTINN.
f }| jp s í;