Vísir - 25.01.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 25.01.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 25. janúar 1946 V I S I*R mm í uaaianna 7 EFTIR EVELYN EATDN 112 „Það er enginn hægðarleikur fýrir gamla konu, a'ð útvega skotfæri," sagði hún þung- lyndislega, „en eina valdið, sem eg þekki, er peningar. Eg hefi nægilega til þess að lifa fyrir, það sem eg á eftir að tóra. Mér myndi þykja mjög fyrir því, ef Port Royal félli í hendur Englendinga. Mér likar' ekki við þá ensku. Þeir kunna ekki að klæða sig, tennur þeirra eru stórar sökum þess, hve mikið af hráu kjöti þeir horða. Eg hefi aðeins átt einn enskan elskhuga og hann hraut. Svo að eg skal hjálpa yður. Þarna eru skartgripirnir minir. /Suma verða ættingjar minir að fá, en hina getið Jpér fengið og selt f^TÍr nauðsynjum yðar. Eg þarf enga skýrslu. Eg er ekki hrædd um að verða rænd. Ef yður hefði vantað peninga handa sjálfri yður, þá hefðuð þér gerzt nunna við hirðina, cða húið í litlu húsi við Neuilly og fengið heim- sóknir af hendi de Pourchartran. Hann sér ekkert eftir húsunum, sem hann gefur hjá- konum sinum. Eg finn það á mér, er eg nálg- asl slíkt hús. Segið mér ekki að hann bafi boð- ið yður að hroða með sér. Gerði hann það ? Jæja, kæra vina, eins og eg sagði áðan, er heiðarleiki yðar auðsær. . De Pourchartrain á meiri ,pen- inga en hann veit hvað hann á við að gera, og auðvitað hefir hann fengið þá alla frá nýlend- unum. Auðvitað. Til hvers annars eru nýlend- urnar? Þegar harðnar í ári, eða eins og þér segið, að ástandi'ð sé þar núna, þá mega ný- lendurnar fara til skrattans, en ef þeim tekst að rctta við aftur, þá mega þær gjöra svo vel og borga. Þannig er það. Þér þtirfið ekki að segja mér það. Svo lengi hefi eg lifað og kynnst nægilega mörgum ráðherrum til að vita þetta, já, sérstaklega ráðherrum. Takið þetta rúbína hálsmen. Er það ekki fag- urt? Rautt eins og mannsblóð. Og þessar perl- ur. Og eg held að eg eigi einhversstaðar 1000 franka. Þér eruð góðar. Þér kunnið að meta þetta. Eg hefi haft mikla ánægju af því að kynnast yður. Þegar þér eruð komnar á minn aldur viljið þér tala við og hitta.ungt fólk eins og þér eruð nú. Fáir eru eins glaðlyndir og þér. Segið mér í sannleik, — nei, segið mér ekki neilt. Segið honum að eg eigi mjög fagrar og dásamlegar endurmnningar um faðir hans. Gleymið nú ekki að segja honum það." Frú de Freneuse þrýstimögru hendina inni- lega. Hún myndi geta sagt Raoul alveg eins og Pierre, að Ninon de l'Enclos héldi öllum sínum j'ndisþokka, þó níræð væri. SJÖTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI. Skartgripir frú l'Enclos. og peningar, urðu þess valdandi, að frú de Freneuse gat leigt sér skip. Það var talsvert djúpt i sjó, er allt hafði verið flutt um borð. Skipið hét Midi, og var með sautján manna áhöfn. Engir farþegar voru með. Skipið lét nú í haf og liðu fimm vikur áður en land sást fyrir stafni. Frú de Freneuse vingaðist við hinn brúnaþunga skipstjóra og hinn sundurleita hóp skipsmanna. Það eina, sem hún óttaðist núna, var að ensk varðskip yrðu þeirra vör og gerðu farminn upptækan. Midi lá djúpt í sjónum. Innanborðs hafði það 17 kassa af hlýjum fatnaði, hundrað tunn- ur af söltu svínsfleski, fimmtíu belgi með vín- um, nokkurar smálestir af olíu, tuttugu lifandi svín, sjö uxa, tólf „pör" af hænsnum og fimm héra. „Þetta er alveg eins og örkin hans Nóa," hafði.Raoul sagt, er skipið var ferðbúið í Mar- seilles. . ' Auk þess var skipið með ¦nókkura belgi af nautakjölsseyði og smávegis af skotfærum, sem einn vinur Raouls hafði gefið frúnni, en hann var talinn bcndlaður við þjóðvegaræn- ingja. „Það myndi verða líkt fyrra láni minu," sagði hún, „að tapa þessu öllu i hendur Englending- anna." En einu skipin, sem þau sáu voru frönsku fiskiduggurnar í Norðurhöfum og ókunnugt skip út af Grænlandsströndum. Skipstjórinn áleit, að þar væri um sjóræningjaskip að ræða. „Þeir reyna ekki við okkur," sagði hann. „Þeir gera sig ekki ánægða með svona smámuni. Kastið línunum fyi'ir borð, piltar, og ef skipið nálgast okkur, þá látum við sem við séum að veiðum." Skipið mjakaðist rétt áfram óg leit út alveg út. eins og fiskidugga fyrir áhöríehdum:' Er myrkrið skall á, hvarf ræningjaskipið sjónum þeirra. Er sólin kom upp af tur voru þau alcii? á auðu hafi. Frú de Freneuse varp öndinni léll- ara. „Ef mikil hungursneyð er þar," sagði hún við skipstjórann daginn eftir, „jafnmikil og hún var þegar eg fór þaðan fyrir rúmu ári, þá get- ur verið að okkur stafi hælta af landnemunum. Ef þeir halda að við höfum birgðir innanborðs, verða þeir óðir."' „Við höfum nú tvær fallbyssur á skipinu," sagði skipstjórinn. „Þær eru ekki létlar í meö- förum, en þær gera sitt gagn. Hafið engar á- hyggjur, eg skal koma yður og birgðunum örugglega í höfn. Þær konur eru ekki á hverju strái, sem vilja leggja líf sitt í hættu til þess að bjarga samborgurum sinum. Eg héfi siglt ti', Kanada oft og mörgum sinnum, eh aldrei tií Acadiu. Eg hefi aldrei skipt mér af landnáminu þar, heldur haldið norður á bóginn. Það verður tilbreyting i því, að varpa akkerum við Porl Royal." Frá mönnum og merkum atburðum: 'A KVdlVVMVNM Blaöiö, scm gefiS er út í þorginni Tombstone (Legsteinn) í Arizona í Bandaríkjimum, heitir Epitaph (Grafskrift). Herstjórnartilkynningin. Sú saga er sögö, aS 50 þýzkir flugmenn hafi bankað einu sinni á dyr himnaríkis. og vildu fá a'S komast inn. — Hverjir eruð þiö? spurSi Sankti Pétur. — Fugmenn, svöruðu þeir. VitS vorum skotnir niöur í gærkveldi. Sankti Pétur blaða'Si þá í einhverjum skjölum og sagSi síSan: — Jú, þrír geta fengiS aö koma inn. ASrir hafa ekki veriS skotnir' niSur samkvsemt herstjórnartil- kynfiingunni þýzku. Það þagnaði. Þaö var eitt sinn að þa'S kviknaöi í þremur þýzk- um bifreiSum á götu í Höfn. ÁSur en slökkviliSi'S kom á vettvang gat aS líta þar ihjákátlega sjón. MaSur nokkur stóð við bílana með hjóihestapumpu í hendinni og vatnsfötu rétt hjá sér. ViS og viS stakk' hami pumpunfti ofan í fötuna og sprautat5i sí'San á bílana til skiptis, en auðvitað héldu þeir á- fram aS brenna. Annar maSur kom þar a'S og lag'Si höndina varlega á enni mannsins og sagði: ..Held- ur þú a'S þetta komi aS nokkuru gagni ?" „Það get- i'S þér veriS viss um," svaraði maSurinn rólega, „eg er meS benzín." ; (1 - 11 Ðfarflegasta flota-árás íyrri heimsstYijaldai. ' ins. Og það varð að vera frekar kyrr sjór, til þess að unnt væri að koma herliði á hafnargarðinn eða brimbrjótinn. Hin úr sér gengnu 'léttu beitiskip, Iphigenia, Sir- ius, Rrilliant, Intrepid og Thetis, höfðu fengið nauð- synlega viðgerð til þess að framkvæma áformið. Og á Vindictive var. setl blekki-þilfar og útbúnir séi'- stakir landgöngustigar, þvi að hafnargarðurinn var 7—8 metra yfir sjó. Ferjubátarnir Daffodil og Iris.voru brynvarðir, enda áttu þeir að flytja árásarlið. 1 skut tveggja gamalla 'kafbáta var komið fyrir miklum birgðum sprengiefnis. Þátttakendur í árásinni höfðu verið þjálfaðir í árásum, og var komið upp „hafnargarði" á landi, sem notaður var við æfingarnar. Loks var allt tilbúið og var það i marz 1918. Og þó má því við bæta, að bíða varð eftir veðri, þegar allt var loks tilbúið. Hverja nóttina af annarri voru veðurskilyrðhi þannig, að ekki þótti árennilegt að ¦ hef jast handa. Það var of mikið tunglskin, of mikil:; bára eða vindur o. s. frv. VæntaTllegir þátttakend- ur biðu í spenningi, sem geta má nærri. Því lengur sem allt drósf á langinn, því meiri líkur voru til að Þjóðverjar kæmust á snoðir um, hvað var i bi- gerð. Frá Frakklandi bárust aðeins slæmar fi-egnir. Þjóðverjar voru í sókn og enginn vissi, hvar þeir mundu verða stöðvaðir eða hvort unnt yrði að stöðva þá. Þetta voru slíkir tímar, að við lá að menn yrðu gripnir örvænlingu. Tvisvar lagði þessi einkennilegi floti af stað til þess eins að snúa við aftur og leggjast þar, seni hann áður lá. Þann 22. apríl var stórstreymt, sjór kyrr og vindur af réttri átt. En það var fullt tungl. j En þrátt fyrir það ákvað Keyes flotaforingi að hefj- ast handa án tafar. Komið yrði til Zeebriigge um, miðnætti, en þá yrði Sankti Georgsdagur, sem er mikill dagur í Rretlandi. Og svo gaf Keyes merki um að af stað skyldi lagt. Þar sem tunglskin var reyndist unnt að sjá margai kílómetra. En allt í einu skall á þoka. Sankti Georg er með okkur, sögðu sæhrafnarnir. Og á tiltekinni; stundu breyttu Rrilliant, Sirius og önnur skip um stefnu, til þess að stífla Ostende-skipaskurðinn, en[ mcginhluti hins einkennilega flota sigldi áfram tili Zeebriigge. Skömmu fyrir miðnætti hófu monitorarnir Erebus. og Terror skothríð á Zeebrúgge af langdrægum fall- byssum. Þetta þurfti ekki að vekja neina furðu meðal Þjóðverja, því að slíkt og þvílikt hafði á.ðuí, gerzt. Tvö eða þrjú leitarljós sáust, og svo sáust, þau ekki framar. Skotið var stjörnuskoti, sem lýstij upp sjóinn, og þetta kom sér viel, því að brezku sjó- liðarnir sáu nú hafnargarðinn, en skip þeirra voru^ ekki í birtu stjörnuskotsins. Og nú lögðu vélbátarn- ir af stað til þess að leggja reylíbelti um flotann. En nú gerðist óvæntur atburðíir. Allt breyttist a verra veg skyndilega, þvi að vindstaðan breyttist, og nú lagði vindinn frá landi. Strandvarnalið Þjóð- verja gat nú séð brezku herskipin, og var nú haf- in skothrið á þau. Griðarmlkið leitarljós féll á Vin- dictive og brátt dundu á því skotin úr strandvirkja- fallbyssunum. Tugir manna biðu bana. En þrátt fyrir þetta var Vindictive komin að garð- inum klukkan eina minútu yfir tólf, eða nákvæm- lega á þeirri mínútu, sem ráð var fyrir gert. Og hafnargarðurinn var herskipinu vitanlega nokkur. vernd. Ferjubaturinn Daffodil 5'tti Vindictive alveg að garðnum og hélt herskipinu þar föstu. Fyrstu hermennirnir í landgöngusveitunum vorii brytjaðk* niður i vélbyssuskothríð. Handleggurinn var skotinn af liðsforingja einum, en hann veifaði hinum og hvatti nýja menn til að sækja fram. En landgöngusveitirnar gátu ekki þaggað niður í fallbyssunum og vélbyssunum á garðinum, né held- ur eyðilagt hafnarmannvirki og annað. Og á Vindic-; tive ofanþilja vár allt sundurtætt i skothríðinni. « En meðan þessu fór fram sigldi kafbáturinn C-3 í. ljósi stjörnuskota og þrátt fyrir skothríð, í áttind til járnbrautarbrúarinnar, sem tengdi garðinn vií^ land. 1 skutnum voru fimm smálestir af amázol og i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.