Vísir - 09.03.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1946, Blaðsíða 4
'4 V I S í R VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ráðherrann og liðsmennimir. Atvinnumálaráðherra liefur gert ýmsar ráð- stafanir til að halda uppi smáhátaútveg- inurn, qg cr ekki nema gott eitt um þá við- leitni að segja, þótt hún verði að heimfærast frekar undir heitið Jirossalækning“, cn eðli- legar og heilsusamlegar læknisaðgerðir. Ráð- herrann liefur lifað fyrir líðandi stund og lát- ið hverjum degi nægja sina þjáning. Ýmsar hafa ráðstafanirnar reynzt miður lieppilegar, enda orðið ríkissjóði útgjaldasamur, svo sem leiga færeysku flutningaskipanna. Þjóðviljinn hefur gert ráðherranum þann Bjarnargrciða, nð vekja máls á ráðstöfunum hans, ekki út af fyrir sig til að lofa hann, öllú frekar til hins að níða útvegsmenn og frystihúsaeig- endureftir frekustu gctu. Birtir hlaðið' hæði ritstjórnargreinar og „aðsendar“ greinar um málið, og er þáð ekki að vanda atvinnurek- endur eftir frekustu getu. Birtir blaðið hæði braskarar, okrarar, blóðsugur o. fl. nöfnum. Sama hlað birtir hinsvegar á öftustu síðu frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna útflutnings á afurðum hátaútvegsins, en um þetta segir svo í greinargerð: „Um síðastliðin áramót voru horfur á afkomu háta- litvegsins þannig, að vafasamt var, hvort út- vegsmenn fengju sjómenn á bátana og treyst- ust til að gera út báfa sína með óbreyttu verði á. fiskaflanum. Til þess.að forða vand- ræðum var að tilhlutun ríkisstjórnarinnar hækkað lágmarksverð á nýjum þorski og ýsu. Jafnframt þurfti að íryggja söluna á fiskin- um. Til þcss að öruggt væri að hraðfrystihúsin Iiæfi rekstur, bar nauðsyn til að tryggja þau fyrir tapi, sem kynni að leiða.af hækkun lág- marksverðsins. Ennfremur þurfti, þár sem út- lit var fyrir að skortur yrði á nægjanlega miklu skiprúmi til útflutnings á nýjum fiski, að tryggja útvegsmenn og sjómenn fyrir lmgs- íinlegu tjóni af því að salta aflann.“ Sam- hvæmt ofansögðu hefur ríkisstjórninni verið Ijóst, að annarsvegar gat verðhækkunin haft þá þýðingu, að frystihúsin yrðu ekki rekin jicma með lialla, en hinsvegar að skortur væri ú flutningaskipum. Þrátt fyrir það tekur rík- dð ýms stærstu og beztu flutningaskipin í sína Jjjónustu, en útvegsmenn láta skipin af hendi, einfaldléga af því að vafasamt er, hvort þau verði rekin á.ann^n liátt nema með stórfelldu tapi, en aðrir útvegsmenn liurfu að því ráði ^ið leigja skip sín samlögum eða bæjarfélög- .oim. Málgagn atvinnumálaráðhorra ætti að láta á sér skiljast, að geti smáútvegsmenn og f rystihúsaeigendur ekki lialdið uppi taprekstri, geta eigendur Sigluness og annarra flutninga- skipa það hcldur ekki. Hinsvegar er augljóst, uð höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar verður ekki uppi haldð með styrkjastarfsemi til lengdar, með því að þessum atvinnuvegi er ætlað að standa undir rekstri þjóðarbúsins öðrum at- vinnuvegum frekar. „Skottulækningar“ at- vinnumálaráðherra eiga að duga fram yfir kosningar, en þær eru engin varanleg bót né varanleg trygging fyrir áframlialdandi at- viniiurekstri, heldur fyrst og fremst miðaðár við líðandi stund og gefast misjafnlega. Ættu ílokksmenn róðherrans að léggja þann sið niður, að löðrunga þanu dág eftir dag í blaðí sínu, þótt tilætlunin sé að náísér niðriiá; út- vegsmönnum. # Alýtt rímnaskáld Er nú Sigurður Breiðfjörð eða æska Egils endurborin í piltinum, sem fer að yrkja, nýkominn úr vöggunni, á Draghálsi í Borgarfirði ? Þannig fór eg ,að spyrja, þeg- ar eg las bókina, Gömlu lög- in. Höfundur liennar heitir Sveinbjörn Benteinsson. Ilann fór að lesa og læra af rímum 5 ára, og nú er fyrsta kvæðabók hans komin út, um tvitugsaldur h,ans. I bók- inni eru 22 rímur, stuttar, mergjaðar og ekkert viðvan- ingslegar. Verða þær þó að vera orktar milli fermingar og tvítugs, ef ekki fyrr. Álit þella um gildi riinnanna, og réttmæti þess að endurvekja þannig í stuttum rimum merkustu athurði fornsagna ♦vorra, slyðja tveir dómbær- ir menn. Eftir lestur rímna þessara, sagði Jón sál. Magn-* ússon skáld: „Jú, ]iað verður viðburður, þegar þessi bók kemur út.“ Og hókmennta- og rímnafræðingurinn enski, Sir William Craigie var sam- dóma J. M„ og lagði rímun- um lofsyrði. Telur liann í þeim sameinaðan skáldskap og lia^mælsku, sem eigi þurfi að styðja meðmælum. Bókin, Gömlu lögin, er gcfin út af Snæbirni Jóns- syni bóksala. Hefir hann hér, eins og fyrr, yerið funcfvís á forn og innlend verðmæti, og ekki fremur venju sparað kostnaðinn. Með stuttum for- málum liöfundar og útgef- anda, er hókin S)6 hls., með táknrænum uppdráttum við liverja aðal rímu. ,— Úrvals pappir, og ágætur allur frá- gangur. Aðal rímurnar eru 6, með þessum fvrirsögnum, er gefa til kynna höfuðefni þeirra: 1. Fluguríma, iun örskots- fljótu liryssuna, sem forn- fræga hýlið Flúgumýri í Skagaf. er kennd við. Fylgir þeirri rímu umsögn Land- námu, um hryssuna og eig- anda hennar, Þórir dúfunef. Væri það og til.hóta, að líkir póstar fylgdu liverri liöfuð- rímu, eða í Iiið minnsta til- vitnun í sögu þá, sem ríman endursegir. Gæti það orðið bæði til leiðbeiningar fyrir unga fólkið, litt kunna sög- unum,, og livöt til þess að kynnasl ]>eim betur. 2. Busluríma. Um Bósa Þvarason og Buslu, fóstru hans. (Buslubæn). 3. Sörlarímur. Af Sörla og Þórdísi dóttur Guðmundar rika á Möðruvölluín. 4. Vígarimur. Frá hinum miklu Ileiðarvigum. 5. Þórgunnurímur. Saga og örlög skartgripa á Fróðá. (Eýrbyggja). 6. Arnkelsrimur? Hversu hann var, varðist einn móti 15 og féll fyrir ofurefli ■ Snörra goðá.' (Eyrbyggja). Skáldið leikur sér að bragar- liáltum, og.notar þá viðlíka marga og rímurnar. Hefir og mansöngva að fornum sið, en stutta og laggóða, svo sem vera ber. Til þess að gefa fólk ihugmynd um rímleikni og lieilhrigða liugsun höf- tmdar, vil eg sýna eitt erindi úr nokkurum mansöngvum — tekin af handahófi, en raðað saman lítið eitt. Islendingar ætið liafa elskað kvæði, líka var þeim létt að ríma, Ijóðin sömdu alla tíma. Stuðlar falla fast í brag, flyzt það kall um geiminn: Undir snjallast ljóðalag legg eg allan heiminn. Vinna geymist vökumanns, vizkuseimur hugsandans. Út um lieim og innan lands eigi gleymast verkin lians. , í Ohagkeypi er að - virða allt, sem hleypur falt. Veldur sneypu lirak að lnrða, heimskur gleypir allt. Þó að kulda veðrin vís varni margra þrifa, meðan andinn eigi frýs, er þó vert að lifa. Nýgræðing að notum við og niðjar Iiljóta, þó að fyrst hann vesæll virðist. verður lítið 'oft lil hóta. Sönnu blandna, sjáum standa sö'gu þá, sgtl og Iýgi sama sligi sézt þar á. Ilingað vikur vorið inn, voldug ríkir geysing. Held eg gripið liuga niinn liafi svipuð leysing. Huginn sveimar víða vegi vængjum léttu, meðan gleyma má hann eigi marki settu. Fléttúm saman fornt og nýtt, fúann hurlu skerum. Viljann dvína látum lílt, lífið hetra gerum. V. G.. Frá Þýzkalandssöfnuninni. X 100 kr. Gunný 100 kr. G. A. 50 kr. G. S. 20,.kr. Geir Viðar 4 ára 100 kr. Safnað af Kára Sig- urðssyni 250 kr. Herbert og syst- ir 100 kr. N. N. 50 kr. N. N. 110 kr. J. Schopka 3000 kr. Safnað af Sohopka 2500 kr. Lítill krakki 50 kr. K. K. 200 kr. .1. E. 50 kr. Sigga 100 kr. M. E. 50 kr. Þ. J. 50 kr. Hjónin (j. og S. 200 kr. H. Þ. 20 kr. Haukur Hafst. Guðnason 20 kr. Þ. Ó. 50 kr. Safnað af Tngi- björgu Gísladóttur 1400 kr. N. N. 25 kr. Andrés Vilhjálmsson 100 kr. Adólf Adóifsson 5 kr. R. E. 50 kr. Nína 10 kr. Balla og Gunda I 10 kr. Árni Þórarinsson 20 kr. A. S. 105 kr. E. G. 100 kr. Síra Jóh. Jóhanensson 100 kr. Sigurður Ániundason 10 kr. N. N. 50 kr. N. N. 50 kr. J. K. 20 kr. Siggi 20 kr. Auðunn Auðunsson 50 kr, Bald- ur 22 kr. Lmigardaginn 9. :marz 1946 Iteykjavík Eg vakti máls á þvi i fyrradag, aftur. að ástæða væri til að efna til safn- rits um sögu Reykjavikur, ]>ar sem birtar yrðu ýmsar ritsmiðar varðandi sögu hiifuðstaðarins, endurminningar gamalla Reyk- víkinga, þættir um einstök atriði í sögu bæj- arins, frásagnir ýmsar og myndir. Nú hafa mér borizt upplýsirrgar um, að slikt rit só. cin- mitt í undirbúningi, og meira að segja komið vel á veg. Verður það væntanlega nefnt „Reyk- víkingabók", og kemur fyrsta bindi hennar út á ]>essii ári. * Stjórn Forseti Reykvíkingafélagsins, síra verksins. (Bjarni Jónsson, annast ritstjórn þessa verk, en auk hans vinna að því nokkr- ir menn aðrir, sem eru að góðu kunnir fyrir ritstörf og fræðimennsku. Meginefni þessa fyrsta bindis verða endurminninga roskinna manna, er varpa-skýru Ijósi yfir nokkra merka og siigulega þætti Reykjavíkurlífsins, eins og það gerðist fyrir 50—70 árum. Og auk þess verða svo væntanlega i fyrsta bjndinu æsku- minningar sr. Bjarna, sem fæddur er og upp- alinn í Vesturbænum, svo sem kunnugt er. Lmlfreiniir verður í því mikið safn gamalla mynda lýr Réykjavik. * Fagnaðar- Þessari framkvæmd munu áreiðan- efni. lega nllir Rcykvíkingar fagna. Og ekki dregur það úr ánægjunni, að sr. Bjarni skuli hafa valizt til að standa fyrir þessu verki. Sr. Bjarni er „typiskur“ Reyk- vikingur, ef svo mætti að orði kveða, állra manna kunnugastur í bænum, stálminnugur og fjölfróður. um sögu bæjarins. Og síðast en ckki sízt ma svo nefna það, að bann er allra manna gamansainastur, segir skemmtilcga frá og hef- ir glöggt auga fyrir hinni gamansömu hlið hlutanna. * „Setur Það leikur ekki á tveim tungum, svip að Reykvikingum muni niikil au- fúsa á iþessu riti, þegar það er enginn, annar en síra Bjarni, sem setur svip sinn á það. Við höfum þegar fengið til lestr- ar ýmsar bækur um Reykjavik, fróðlegar og skemmtilegar á sína vísu, cn þó held eg, að óhætt sé að-segja, að það falli flestum Reyk- víkingum bezt, að dómkirkjupresurinn þeirra- um svo langan tima skuli nú ætla sér út á meðal þeirra í fötum Reykvíkingsins eingöiigu- * Snáði. Frá „fáfræðing“ hefi eg fengið eftir- farandi bréf: „Það er mörg nýbreytn- in hér á þessari framfaraöld, og eitt af því er nafnið „snáði“, sem nú er að verða „móð- ins“ bæði i talmáli og á prenti. — Satt að segja kann eg hálfilla við þetta og skil _ það ekki. — Vill „Bergmál" nú ekki gjöra svo vel að fræða mig á þvi, hvað réttlætir það að nota orðið „snáði“ í staðinn fyrir sveinn, drengur, piltur eða því um líkt.“ * Kunnáttan. Það er bezt að cg taki það fram strax.að eg er enginn málfræðing- ur. Þrátt fyrir það hafi eg gaman af að gllma við íslenzkt mál og að reyna að fá botn i ýms- ar spurningar, sem koma upp i hugann við lestur blaða og bóka. Iín svarið er ekki alltaf gefið af kunnátlu, heldúr frckar af tilfinn- ingu, og verð eg þó að játa, að hún gæli gjarn- an verið meiri oft. * Lítils- Mér finnst, að ]>egar talað er um virðing. snáða, þá sé það freakr gert í niðr- andi og litílsvirðandi tón, en ef eilt- liverl hinna orðanna er nolað. En cg þori ekki að dæma rim það, hvort snáði sé óíslenzkrara en hin orðin. Mundi mér — og „fáfræðingi“ vafalaust lika —vcrða það þakkarefni, ef cin- hver íslenzkinnáðufinn'' okfcri^ fræddi o'kkrir frekar um þetta orð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.