Vísir - 21.03.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 21.03.1946, Blaðsíða 3
V I S I R Fimmtudaginn 21. :marz 1946 Finnur Jónsson opnar mál- verkasýningu um helgina. ,í stjB&inyMnni verön 4Ú~30 málverh* en nnk þeirrn mtwBslitatnyndir. Fmnur Jónsson list- málara opnar sýningu n.k. sunnudag kl. 2 e. h. og verða á sýnmgunni 40—50 málverk, auk vatnslita- mynda. Sýningin verður i Lisla- tnannaskálanum, en nú er liálft þriðja ár frá þvi er Finnur hefir haldið sýningu á myndum sínum. Finnur er óneitanlega í fremstu röð listmálara okk- ar, og bera myndir hans .sterkan, persónulegan hlæ, :sem er einkenni allra góðra listverka. Flestar þeirra mynda, sem :sýndar verða að þessu sinni, liafa ekki komið fyrir al- menningssjónir áður. Finnur >er einn þeirra málara, sem er i stöðugri framför, bæði hvað snertir hina tæknilegu lilið og einnig hvað snertir val viðfángsefna. Það má segja, að með hverri sýningu, sem Finnur heldur, komi í ilagsljósið ný lilið á hst hans. Finnur er umfram allt þjóðlegur málari og gælir þess mjög á þessari sýningu. Hann er skáld í vali viðfangs- <efna, yrkir um tröll og drauga, og ýms viðfangsefni úr íslenzku þjóðlífi og at- hafnalífi, bæði til sjávar og sveila. llann sýnir einnig nokkurar nýjar landslags- myndir frá Þingvöllum, Þjórsárdal og víðar. Meðal mynda, sem Finn- ur sýnir að þessu sinni er t. d. mynd af skarfi á sjávar- ströndu, stórkostleg mynd og þrungin af stemningu. Hún er máluð i svipuðum dúr og ýmsar aðrar sjávar- myndir Finns, en óneitan- lega meðal þeirra stórkost- legustu og mögnuðustu. Sérkennileg mynd og fall- eg í litum og byggingu er „Ragnarök", þar sem fjöllin eru hálfsokkin i sæ og sólin er að formyrkvast. Samvizka meinsæris- mannsins er táknræn mynd, einföld i línubyggingu, cn yfir lienni hvílir óhugnan- leiki þess mótivs eða við- fangsefnis, sem listamaður- inn hefir haft í liuga. Mynd þessi minnir á Poe livað skáldleg tilþrif og stemn- ingu snertir. Benda má á tvær vetrar- myndir. Önnur gæti heitið lirafnaglettur, og er mynd af því, sem sveitamaðurinn hefir daglega fyrir augum. Sama gegnir með liina myndina, mynd af manni með sinn meisinn undir hvorri liendi og klofar snjó- inn i áttina að hálffenntum kofa. Á sýningunni gefur að líla sjódraug undir sjávarliömr- um, glottandi drjóla, sem gægist utan úr myrkrinu. og kemur í ljós er tunglið veður framundan þungum skýjabakka. Þar má lika sjá ógnþrungið andlit trölls á baðstofuglugga á meðan móðir vaggar barni í kjöltu sér á rúmstokknum. Bæði þessi viðfangsefni eru sótt Mjólknrfzamleiðslan á laitdinu jókst til muna á s.Láii. Aukningin mest í Eyjafirði, eða 11%. Á árinu 1945 nam magn mjólkur, seldrar til mjólkur- búa víðsvegar um land, 23.- 670.322 lítrum. Er það tölu- vert meira en árið á undan. Auk þess selja menn, sem búa á bæjarlöndunum í Reykjavík og Hafnarfirði um eða yfir milljón mjólkurlítra beint lil neytenda. Sama er gert í Vestmannaeyjum, Siglufirði, ’Akureyri, Isafirði og fleiri stöðum, en um hve mikið mjólkurmagn er að ræða á þessum stöðum, cr ckki kunnugt. Mjólkuraukning. Þrátt fyrir margskonar erfiðleika á árinu hefir fram- leiðsla mjólkur aukizt. Mest hefir aukningin verið í Eyja- fjrði eða; úin Ib^j.XMjólkur- magnið, sem meðalbóndi sendir frá sér er einnig mest í Eyjafirði og eru þó bænd- urnir á Suðurlandsundirlend- inu kúafleiri að meðaltali. Eu nythæð kúnna fyrir norðan er hærri en hér sunnanlands, og stafar þessi munur af því. Þessir 23.670.322 lítrar yf mjólk komu til sölu til eftir- talinna mjólkurbúa: Til Flóa. búsins hafa komið 11.483.281 lítrar, til samlagsins á Akur- eyri 4.666.785 lítrar, lil Borg- arnessbúsins 2.878.849 lítrar, til stöðvarinnar í Reykjavík 2.309.121 lítrar, til samsöl- f unnar á Sauðárkróki 1.062i- 990 lítrar, til stöðvarinnar ,í Hafnarfirði 848.471 lítrar, til samsölunnar á fsafirði 236,- 942 lítrar, til Kauþfélagsins Fram á Norðfirði 113.780 lítrar, til mjólkurbúðarinnar á Patreksfirði 45.103 lítrar, og til K.A.K., Hornafirði 25 þúsund lítrar. aftur í þjóðsögur og þjóðtrú. Enn má benda á myndir úr naustum, sem er gamalt viðfangsefni Finns, myndir af gróðri, sem Finnur hefir iagt mjög fyrir sig siðustu árin, sjávarmyndir, lands- lagsmyndir o. fl. Þessi sýning Finns mun vekja mikla athygli, bæði fyrir þá sök, að það er nokk- uð langt síðan Finnur sýndi hér síðast og svo líka af því, að Finnur er óneitanlega i liópi okkar beztu og sér- íennilegustu málara. asSc;. T? rr.. ira . —v L- _ ú* ■ Nýlega hc/.. ■ uiejarstjórn ákveðið einstef nuakstur á nokknun götum í bænum. Eru það Amtmannsstígur, og skal aka hann frá austri til vesturs, Vegamótastígur, er aka skal frá norðri lii suð- urs, Hátún, frá vestri lil ausl- urs, Miðtún frá austri til vesturs og Meðalholt frá Einholti út á Iláteigsveg. Óheimilt er að leggja bif- reiðum vinstra megin á of- angreindum götum, en reið- hjólum skal hinsvegar leggia vinstra megin eða i reið- hjólagrindur, er settar kunna'að verða á gangslélt- irnar, að fengnu samþykkr lögreglunnar. Innbrot var framið í nótt Skósmíðaverksmiðju Lár- usar G. Lúðvígssonar í Þing- holtsstræti 11. Farið mun liafa verið inn um ókræktan glugga og var stolið 25 krónum í krónu- peningum. SvíþjóSarbátai til Isafjarðar. Frá fréttaritara Vísis. — ísafirði í gær. Skipstjcrarnir Ólafur Júlíusson og Guðmundur Guðmundsson eru á förum héðan áleiðis til Svíþjóðar til þess að taka við nýjum vél- bátum þar. Ólafur fer fyrir Samvintiú- félag Isfirðinga, en Guð- mundur fyrir Illutafélagið Njörð. Þessi félög fá fyrsta og þriðja Svíþjóðarbátinn. CvenfSokkur Ármanns á förum ti! Svíþjóðar. Um helgma leggur kven- flokkur úr Glímufélaginu Ármanm af stað til Sví- þjóðar til þess aS taka þátt í fimleikamóti fyrir öll Norðurlönd, sem haldið verður í Gautaborg, dag- ana 30. marz til 7. apríl n. k. Á fimleikamóti þessu, sem kallað er I.ingvika, eftir hin- um fræga fimleikafrömuði Svia, verður reynt að sýna úrval þess bezta, sem nú þekkist í fimleikum Norður- landanna. Á s.l. hausti var íþrótta- sambandi Islands boðið að senda kvenflokk á mótið og mun það sennilega hafa verið með liliðsjón af þvi hve frammistaða kvenflokks Ár- manns var með miklum á- gætum á Lindiaden í Stokk- hólmi 1939. Þar gat flokkur Vrmenninganna sér þann orðstír að vera af mörgum talinn bezti kvenflokkur á mótinu. Slíkur hróður hefir niikla þýðingu fyrir Islend- inga, jafn fámenna og litt liekkta þjóð á sviði íþrótt- anna. Það efast heldur eng- inn um að 1»jóð sem býr yfir mikilli íþróttamenningu, býr únnig yfir andlegri menn- ;ngu. Þess vegna munu og allir Islendingar óska þess- um flokki fararheilla og að hann verði enn lil þess að halda uppi hróðri íslands. Ivvenflokkur Ármanns fer héðan íneð Drotlningunni n.k. mánudagskvöld. Stjórn- andi og fararstjóri flokksins verður Jón Þorsteinsson i- þróttakennari. Það er fimleikasamhand Gautaborgar, sem stendur fyrir þessu Norðurlandamóti i fimleikum og taka þátl i því Norðurlöndin fimm, Sví- ar, Norðmenn, Finnar, Dan- ir og íslendingar. Gert er ráð fyrir að Svíar sýni sjálf- ir fyrstu daga mótsins, en aðkomuflokkarnir dagana 5., 6. og 7. april. Þann 4. apríl verður sérstök móttöku- hátíð fyrir erlendu flokk- ana. Stúlkurnar sem fara utan eru: Katrín Ármann, Gerður Sigfúsdóttir, Inga Árnadótl- ir, Hulda Guðmundsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Auð- ur Jónsdóttir, Sigríður Arn- laugsdóttir, Ilulda Gígja, Jó- hanna Jónsdóttir, Þóra Stef- ánsdóttir, Sigriður Gunnars- dóttir, Guðrún Nielsen, Sig- ríður Bjarnadóttir og Yil- fríður Guðnadóttir. Flokkurinn mun efna til fimleikasýningar i iþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar annað kvöld kl. 9 og fá menn þá tækifæri til þess að sjá getu og kunnáttu flokksins og hvað það er, sem liann hefir að bjóða á erlendum vettvangi. Aðgöngumiðar verða seldir á morgun í Bókaverzlun Lárusar Blönd- als og við innganginn. Kvenflokkur Ármanns er fyrsti hópurinn, sem fcr frá Islandi til Norðurlanda að stríðinu loknu til þess að laka Jiált í sameiginlegu móti Norðurlandanna. Við getum verið ]iess fullviss, að bessi hópur er góður fulltrúi Islands og að við getum j vænzt alls liins bezta af hon- um. Akraneskirkja. Föstumessa verður í kirkjunni j i kvöld kl. 8,30. Sungið verður úr | Passiusálmunum. Nýir kaupendur Vísis fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. Hringið í síma 1660 og tilkynnið nafn og heimilis- fang. Bil’reiðastjórar: Akið jafnan eins og pér viljið að aðrir aki. Foreldrar: Gætið barna yðar gagnvart umferðinni. ATVINNA ^ 3 til 4 menn vantar til vinnu við bílamálun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.