Vísir - 26.04.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 26.04.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 26. apríl 1946 V I S I R Þær elskuðu hann allar 47 mínútuni síðar var Slater lagður af stað, en liann fór sér hægt, því að oft var hann sendur slikrá erinda, þótt tilefnið væri lítið. Westwood læknir var í sjúkravitjunum og skildi Slater því boð eftir hjá honum, en klukkustund síðar var Slater á þönum um allt þorpið að leita hans, því að Pat hafði mikinn bita, og Mollie var ólta- slegin. Gamla frú Morland reyridi árangurs- Iaust að hugga hana. Þetta væri aðeins kvef, hún þekkti þetta af reynslunni frá því Jolm var lítill, og Pat liafði oft fengið kvef. „Hann hefir aldrei verið svona," sagði Mollie. Hún var búin að færa liann i svefnfötin, vefja hann í ábreiðu og lét hann sofa við barm sinn. Slater fann loks Westwood lækni og á leið- inni óku þeir fram hjá Patrick, námu staðar, og sögðu honum að Pat væri lasinn, og ók þá Patríck með þeim til hússins. Westwood lækn- ir gerði þó litið úr þessu, Pat litli hefði liklega borðað yfir sig. „En maður verður að annast hann vel, einkabarnið. Og livernig líður þér, Heffron? Eg sá þig fyrir tveim dögum, en þú komst ekki auga á mig." „Mér líður ágællega, þökk," sagði Þatrick. „Skyldi John vera kominn aftur frá London?" „Hann kemur sem örskot, ef hann fær vit- neskju um að drengurinn sé lasinn,"sagðiWest- wood og yppli öxlum. „Eg ér mótfallinn því, að hjón eigi aðeins eitt barn. Kannske væri allt öðru vísi, ef Mollie ætti barn sjálf. Hún hefir allt það til að bera, sem góða móður prýðir." Palriek anzaði engu og horfði út yfir akrana. Hann hafði aldrei mátt til þess hugsa. — Hann kvaðst mundu biða þar til læknirinn hefði skoð- að drenginn. — Þeriian i húsinu sagði að hús- bóndinn væri ekki væntanlegur fyrr en á laug- ardag. — Patrick gekk inn i viðhafnarstofuna, þar sem eldur logaði á arni. Hann sá kápu Mollie liggja þar á stól. Kápunni hafði auðsjá- anlega verið hent á stólinn í flýti. — Patrick gekk að stólnum, tók kápuna og bandlék, og bar að vörum sér. Hann hafði aldrei kysst Mollie, ekki einu sinni kvöldið cr bún lá með- vilundarlaus i fangi hans. — Hann heyrði fóta- tak og flýtti sér að leggja frá sér kápuna. — Það var Mollie, sem komin var, og hún var náföl. Patrick fannst einlivern veginn, að bún gerði sér vart ljóst, að hann væri þarna, en hún mælti þegar titrandi röddu: „Læknirinn vildi eklu lofa mér að vera inni hjá Pat meðan hann skoðaði bann. Þetta Icggst illa í mig, eins og eitlhvað ógurlegt muni ger- ast." Hann tók hönd hennar og reyndi að hug- hreysta hana. „Hvaða vitleysa, — taugarnar eru i ólagi, og þú ert smeyk, af því að Jolm er ekki heima. Komdu og seztu niður. Alll fer vel, skaltu sanna til. Það er ekki þér líkl Mollie, að missa kjark- inn." Honum þótti leilt að verða að mæla þannig íii hennar, næstum í ávílunartón, en hann vissi að það var nauðsynlegt, til þess að bún næði aftur fullu valdi á sér. Þetla hafði lika tilætluð áhrif, því að brátt reyndi hún að brosa. „Það er sjálfsagt heimskulegt, en cg verð allt af óttaslegin, þegar hann er lasinn. Held- urðu, að það sé nokkur hætta á ferðum?" En áður en hann fengi svarað, kviknaði ótt- inn aftur og bún sagði: „Af hverju mátti eg ckki vera inni? Lækn- irinn hefir aldrei sent mig út fyrr. Og Pat vill engan hjá sér nema mig, þegar hann er lasinn." Hún ætlaði að ganga til dyra, en Palrick kom i veg fyrir það. „Mollie, hagaðu þér nú ekki svona bárnaléga. Lækniririn kemur bráðum og vafalaust segir ¦liann, að ekkert sé ao óttast. Og sé drengurinn veikur verður það án efa þitt hlutskipti að hjúkra honum. Þú mátt undir engum kringum- slæðum taka þessu svona." En það var sem hún hefði ekki hcyrt það sem hann sagði. Hún horfði stöðugt i áttina til dyránna, eins og hún væri að reyna að sjá hvað var að gerast hinum megin við vegginn. „Mollie," sagði Patrick hvasslega, „heldurðu, að cg ali ekki áhyggjur eins og þú?" Hún varð rauð sem blóð í framan og hún sleit sig af honum og huldi andlitið i höndum scr. „Ó, mér finnst allt, lífið sjálft, lómt böl," hvislaði hún. Patrick svaraði engu, en fór að ganga um gólf hægt, en gætti þess að vera allt af milli Mollie og dyranna. Tíminn virlist aldrei ætla að líða. „Hvcrs vegna er hann svona lengi að athuga harin?" veinaði Mollie. „Hvað er hann að gera? Eg ælli að vera þarna, því að hann ann mér meira en nokkurum öðrum." En í þessum svifum opnuðust dyrnar og inn köm' Westwood læknir. Honum virtist léttir að þvi, cr bann kom auga á Pati'ick Heffron. Mollic æddi að bonum. „Hvað er það, hvaö cr að?" Hann tók hægt um handlegg hennar og leil á Palrick um leið. „Hægan, barriið gott. Eg er ckki viss í minni sök enn. Við vcrðum að vera þolinmóð." ,,En vissulega, — það er eitthvað, scm eg má ekki vita." Hún rétti úr sér, hin granna, fagra kona, og stillti sig sem bezt bún gat. „Sjáðu, Westwood læknir, eg er alveg róleg núna. Eg skal ekki haga mér barnalega frekar. Segðu mcr eins og er — án þess að draga neitt undan." Hann liorfði á hana gagnrýnandi augum. Svo tók hann ákvörðun sína? „Eg er smeykur um, að það sé barnaveiki. Eg er ekki alveg viss í minni sök, cn eg óttast a'ð svo sé. Eg befi gert boð eftir hjúkrun- arkonu og hún kemur í kvöld. Já, eg veit, að þú vilt hjúkra honum sjálf, en þú verður að fá aðstoð. Og Morland mundi krefjast þess, að bjúkrunarkona annaðist hann, ef eg þekki hann rett. Meðal annara orða — það verður að gera boð eftir manninum þinum." Hann ygldi sig, er hann sá óltann koma fram i augum Mollie. Frá mönnum og merkum atburoum: 'AKvöiwvmNii Bóndi .ofan úr Borgarfirði var á ferö hér um uag-irin í bæuum. Hann var lengi búinnaö villast ura góturnair í raröbæhum, en gat óraögulega kom- izt aö þvi hvar Lækjartorg var. AtS lokum fór þaö svo, að hann gekk til lögregluþjóns, sem var aö stjóma umierSiimi neðst í Bankastræti og spnrði hann hvar Lækjartorg væri. Lögregluþjónninn horfði um stund á manninn, alveg gáttaður á fáfræði hans. Síðan sagöi hann: í'ú sleppur í þetta siun, karl minn, en ef eg stend þ'jg aö þcssu aftur, þá íer eg með þig í kjallarann. Ungfrúin: Er þaö ekki dásamlegt að vera fall- hlífarhermaöur? Hafið þér aldrei komizt í hann krappann í æíintýruin yður? Fallhlífaherma'öurinn: Jú. Einu sinni kom eg niður í skemmtigarð þar sem stóð á skilti á gras- inu: „50 krónu sekt fyrir að ganga á grasinu". Graíárinn: Nóg að gera? Eg sem hefi ekki graf- ið nokkurn lifandi mann í tvo mánuði. HINIR ÓSIGRANDI. Allan næsta dag héldu Þjóðverjarnir uppi lát| lausum stórskotaliðs- og loftárúsum á stöðvar okkJ ar og þá sérstaklega á Zolibors. Ekki hafði Roko]. sovski enn svarað skeyti okkar. Næsta dag — 29. september — sendi eg því uppr gjafartilboð til þýzka hershöfðingjans, von demj Bach. Hann setti okkur ýmis skilyrði, en hét að? menn heimahersins skyldu fá að njóta fullrn her-j mannaréttinda. En eg frestaði ákvörðun um þcttd í von um, að svarinu frá Rússum hefði seinkað. Þjóðverjar gerðu þá allsherjar-atlögu að Zoliborsj en við biðum cnri til næsta dags. Þá þótti okkiuf sýnt, að Rússar mundu ekki ætla sér að virða okk-r ur svars. Aðstaða verjenda Zolibors var vonlaus með öllu og þar sem eg gat ekki veitt þeim neiiiíi liðveizlu, skipaði eg þeim að hætta að berjast. Skip- unin komst til þeirra klukkan sex að kveldi og kll 8 þann. 2. október var búið að ganga frá uppgjafar-t samningnum. I annað sinn í stríðinu hafði Varsjá orðið að beygja sig fyrir ofureflinu. I byrjun stríðs og lok þess barðist höfuðborg Póllands ein. Þó val aðstaðan 1939 gjörólík aðstöðunni 1944. Þá höfðM Þjóðverjar verið á hátind veldis síns og veiklciki bandamanna hafði gert vörn Varsjár ómogulega. 8 Árið 1944 horfði þctta þveröfugt við. Þjóðverjar; voru á hraðri leið til glötunar og við hugsuðum mcðf beiskum hug, að annað fall Varsjár mundi verða síðasti sigur Þjóðverja í stríðinu. Að morgni hins 3. október ríkti dauðakyrrð ^ borginni. Fólkið skreiddist upp úr kjölhírunum og| rcikaði lil hliðanna, sem gerð höfðu verið á götu^ vígin. Menn vissu það eitt, að Þjóðverjar ætluðust til að allir söfnuðust saman á tilteknum stað. I Þegar uppgjöfin hafði verið undirrituð, gerði von; dem Bach hershöfðingi mér orð um að koma ití aðalbækistöðva sinna og ræða frekari atriði í sam-í bandi við uppgjöfina. Eg kvaðst reiðubúinn til að hcimsækja hann um hádegi næsta dag. Eg fór með] tveimur foringjum mínum og við hittum bíla, sent sendir höfðu verið eftir okkur, en þeir fluttu okkl ur til höfuðstöðva hershöfðingjans utan borgarl inriar. Von dem Bach hershöfðingi var sönn mynd hins prússncska júnkara. Hann var að vísu kurteis í við- móti, en undir niðri var fyrirlitningin á öllum, sem voru honum minni, og rembilæti. Hann talaði hált og skýrt. Hóf hann mál sitt á því, að hrósa borgarbúum og heimahernum í'yrir hreystilega bar- áttu, og lét í ljós saniúð með okkur. Hann kvað sér, vera ljóst, hvaða tilfinningar við hlytum að ala í brjósti til Rússa, og við gætum ekki vcrið vinir þeiri'a framar. Þjóðverjar og Pólvcrjar ættu nú í höggi við samciginlega fjandmenn og ættu því að standa saman. Eg svaraði þvi einu, að uppgjöf heimahcrsins pólska breytti í engu afstöðu Póllands til Þjóðverja,! sem það hefði átt í styrjöld við síðan 1. septemberj 1939. Hvernig svo sem okkur væri við Rússa, værij „sameiginlegur f jandmaður" ekld til. Þýzkaland værí enn fjandmaður Póllands. ' En hershöfðinginn var ekki af baki dottinn. Hann; kvaðst vona, að Þjóðverjar fengju tækifæri til aði bæta fyrir mistök sín gagnvart Pólverjum, svo aís báðar þjóðirnar gætu háð samciginlega baráttu gegn' Rússum. Eg svaraði þá, að eg óskaði þess, að rætti væri um það, sem til var ætlazt með fundi okkarj en það var brottflutningur almennra borgara. ] Hershöfðinginn stakk þá upp á því, að eg flytíi! í villu eina, sem hann hefði látið útbúa fyrir mig, j en eg hafnaði boðinu. Þá stakk Bach upp á því,j að uppgjöf sú, sem eg hefði undirskrifað fyrir Var-j sjá, væri látin gilda fyrir allan pólska heimaher-i inn, til að koma í veg fyrir frekari óþarfar blóðs-; úthellingar. Eg neitaði enn, við hefðum staðið við skuldbindingar okkar við bandamenn okkar í fimpi ár og myndum ekki brcgðast, þegar sigurinn væri á næstu grösum. " „En, hershöfðingi," svaraði Bach þá og var sýni- lega sjálfur sanní'ærður um að hann talaði sann- leika, „þér látið einn eða tvo þýzka ósigra hafa of mikil áhrif á dómgreind yðar. Minnizt orðn* mirina: Við munum vinna lokasigúrinn í bcssn siriði."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.