Vísir - 30.04.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 30.04.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Þriðjudaginn 30. apríl 1946 Vetrarsíld veidd í Bertifirði — ngj fart&dtl i tr&rSisnsiðjfesmni / » • i?® » • B SctgÖBSMBr&B^ Seyðisfirði. Það var einhverntíma laust eftir miðjan janúar, að einn góðviðrismorguninn verður mér litið út um glugga á austurgafli simastöðvar liússins hér, og sé að hvitan reykjarstrók leggur hátt i loft upp úr Síldarverksmiðj- unni, sem er nokkru utar á Búðareyrinni. „Hyern þremilinn eru þeir að figta þarna úti í Sildar- bræðslunni.“, kalla eg aflur fvrir mig, til Þorsteins síma- stjóra, því að eg þóttist sjá að þetía væri „peningareyk- ur“ (sbr. peningalykt er nefndur sá ljúfi ilmur, sem er í síldarverksmiðjum, þeg- ar verið er að bræða síld). „Þeir eru að bræða síld frá Berufirði. Berufjörður liefir verið fullur af síld síð- an í desember. Veiztu þetta Eg er svo aldeilis ekki. — liissa!“ „Fornfræði“. Nei eg vissi þetta ekki, sem ekki var von, því að eg liefi verið á kafi í „fornum fræðum“ og lítið sinnt öðru. Eg hefi meðal annars verið að reyna að fá samhengi í sögu síldveiðanna hér í Seyðisfirði í gamla daga. En þessvegna veit eg það líka, þegar eg fer að átta mig, að þráfaldlega kom það fyrir í gamla daga, að Seyð- isfjörður og ýmsa Suður- firðina fylti af síld á vetrum og varð stundum peninga virði — mikilla peninga, eftir að Norðmennirnir fóru að taka sér Hér fasta ból- festu. Því að alltaf voru þcir tilbúnir með veiðarfærin, ef síldar varð vart og slepptu engu tækifæri sem gafst, til að gera sér peninga úr þeirri veiði. Og eitthvað rámar mig líka í það, að á siðari árum, eða nokkuð áður en styrjöld- in hófst, lögðu menn stund á að hagnýta síldargöngur í fjörðum hér eystra á vetrum. Aflaðist þá suma vetur tals- vert mikið og var sú síld send í ís til Þýzkalands. En þetta er sannarlega nýstarlegt, að síld sé'veidd í bræðslu um hávetur. Lík- lega hefir það aldrei verið fyrr gert á landi hér. Og nú langaði mig til að vita frekari deili á þessu. Eg hitti því að máli Jón bæjarfulltrúa Jónasson, framkvæmdastjóra hlutafé- lagsins Síldarbræðslan á Seyðisfirði og hið hann að segja mér eitthvað um þessa skemmtilegu nýjung. Jónas er Seyðfirðingur i húð og hár, er sonarsonur Jónasar heitins Eiríkssonar, sem um eitt skeið var skóla- stjóri búnaðarskólans á Eið- um. Hann er ungur maður, eða eitthvað um þrítugt, ljjartur yfirlitum en snurpn- legur svipurinn, og hvatlegur er Jónas í öllvim hreyfingum. Hann hefir irú á síldinni, eins og Otto AVathne og hann brennur af áhuga á því, að sem hezt nol geti orðið að þessu fyrirtæki, Síldarverk- smiðjunni, sem hann hefir verið kjörinn til að stjórna. Og nú „iðar hann i skinn- inu“. Nóg af síldinni á Beru- firði, en erfiðleikar á því að ná henni.-------Mér kemur Jónas svo fyrir sjónir, að liann sé einmitt eins og þeir menn eiga að vera, sem fást við sild. Þeir þurfa um fram allt að vera snarráðir -— liugsa fljótt og hika aldrei. Það voru áberandi einkenni hinna gömul sildveiðimanna, og bar Otto Wathne þar af öllum. Jónas lætur-ekki ganga á eftir sér með að skrafa við mig um síldina — nú er það Beruf jarðarsíldin. „Við vissum það eiginlega ekki hér fyrr en eftir á, að tvo undangengna vetur hef- ir talsverð síld verið í Beru- firði, eða ef til vill mikil, hver veit það? Hún veður ekki og þetta var víst á fárra vitorði“, segir Jónas. „Og líklega er síld víðar hér um slóðir“. „Þið hefðuð máske byrjað á þessu fyrr, að reyna að bræða vetrarsíld, ef þið hefðuð vitað af henni“, skýt eg inn í. „Váfalaust, — ef við hefð- um haft nokkur tök á því. En það er ekki að því hlaup- ið að fá skip til þessarar veiði. Þess vegna var það, að við, Þórður Einarsson út- gerðarmaður hér og eg, kom- um okkur saman um það í sumar, að vera við því búnir, ef síldar yrði vart í Beru- firði eða einhversstaðar annarsstaðar á fjörðunum í vetur. Þórður hafði ráð á færeyskri skonnortu, „Lut Vedrien“ ef til kæmi og við lögðum drög fyrir að fá ann-l að skip þaðan líka. Það brást, þegar til kom, en svo að segja á síðustu stundu feng- um við mótorbátinn „Birki“ frá Eskifirði til þess að vera við búinn. Skipakosturinn var nú ekki meiri en þetta. En gert var ráð fyrir að greiða 14 kr. fyrir málið“. „Hvenær varð svo síldar vart?“ „Það mun hafa verið nokkru fyrir jól, sem menn urðu síldarinnar varir í Berufirði. En ýmsar ástæður voru til þess, að elcki var hægt að hefjast handa fyrr en laust fyrir miðjan janúar. Birkir varð fyrr til og sketti strax í gott „kast“ eða 580 mál, sem hann landaði I 15. janúar. En liann er um 170 smál. að stærð.“ 1 „Hvernig finna þeir síld- ina, úr því að hún veður ekki?“ spyr eg. „Það er hægðarleikur fyr- ir „Birki“, því að hann liefir sjálfvirkan dýptarmæli, sem svo er viðkvæmir, að hann segir til um síldartorfur. En annars er leitað með lóði, eins og gert var i gamla daga. Færeyingurinn varð síð- búnari, og nú eru ógæftir upp á hvern dag, —- en við vitum að nóg er af síldinni og sitja nú skipin bæði um færi, að skjótast í hana, þegar slumar í veðrinu og lægir sjó. Við érum ákaflega spentir þessa dag“. „Því trúi eg“, verður mér að orði. En nú býður Jónas mér að skoða verksmiðjuna. Henni er komið fyrir í 'fornum húsum, sem voru í eigu Otto Wathne á síldar- árunum miklu. Þau eru á tanga, utan við sjálfa höfnina (eða „kringl- una“) og vík þá, sem jafnan hefir veilð kend við Wathne og kölluð „Wathne-bugt“, en mun áður hafa heitið for- vaðavík. Að sjálfsögðu hafa hús þessi verið duhbuð upp og endurbætt svo sem unnt var. Síldarverksmiðja þessi var stofnuð árið 1933. Héðinn í Reykjavík smíðaði vélarnar og setti þær upp, og reisti jafnframt hraðfrystihús fyr- ir félagið, — en það er skamt frá verksmiðjunni, sumarið 1936. En fyrirtækið tók til starfa næsta ár og hefir starfað síðan. Mikið tap var á rekstrinum fyrsta árið, aðallega vegna verðlækkunar á sildarlýsi, og var fyrirtækið síðan í fjárkröggum næsta ár. Þó var það endurskipu- lagt 1942 með nýju fjái’- magni. Hafnarsjóður Seyðis- fjai’ðar er hluthafi í félaginu, en tveir stærstu hluthafar, þeir Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður í Reykjavík og Ilafsteinn Bergþórsson, og eru þeir háðir í stjórn þess. Vélarnar eru gerðar fyrir 600 mála afköst, en geta þó gert talsvert betur og virðist horfa mjög sæmilega fyrir fyrirtækinu og ekki vantar áhugann hjá forstjóranum. Vel virðist þarna öllu fyrir komið, eftir því, sem ástæður voru til og vélarnar ganga „eins og ldukka", ef svo mætti segja. Fyrirtækið á líka því láni að fagna, að hafa afburða snjallan vél- stjóra, þar sem er Friðbjörn Hólin, sem víðar er kunnur en á Seyðisfirði fyrir kunn- áttu sína í meðferð véla. Aftur hitti eg Jónas fram- kvæmdarstjóra, þegar eg er rétt á förum. „Hvernig er síldin veidd?“ segi eg. „Vmist í landnætur eða snurpinætur. Upp á síðkastið hefir hún gengið grunnt og varð þá að nota landnæturn- ar“. * „Hvernig síld er þetta, sem nú liefir veiðzt?-“ „Það má segja, að í afl- anum finnist allar stærðir síldar, frá brisling upp í stór- síld, en mest er af millisíld og öll er hún mögur, eins og venja er til, þegar komið er svona langt fram á vetur, og niðurstaðan hefir þó orðið sú, að ekki hafa úr henni fengist nema 6% af lýsi, — en 20% mjöls“. ^ Við skröfum nú um þessa fjarðaveiði á vetrum fram og aftur. Jónas heldur því fram, að ef nægur væri og hentugur skipakostur fyrir hendi, þá væri hægt að afla verksmiðjunni hráefnis meiri hluta vetrar. „Því að“, segir hann, „síld- in er hér á einhverjum Aust- fjarðanna á hverjum vetri og mestan hluta hvers veti’ar. Fjarðaveiðin lá hér niðri, eins og þú veizt, frá því að Norðmennirnir hættu hér síldveiðum á sumrin (1896) og fram til 1931. Þá kom hér geysimikið sildarmagn inn á Seyðisfjörð í nóvembermánuði. Var þá veitt mikið, bæði í lagnet og snurpinælur, en þá var ekki um annað að velja en að salta síldina. Næstu árin var síld- in einnig á öðrum fjörðum, einkum Mjóafirði. Þá var tekið upp á því að senda hana í ís til Þýzkalands og lánaðist vel. Seinasta vetur-* inn, sem. við þetta var feng- izt, 1933—34, var mikil síld í Reyðarfjarðarflóanum líka. En svo var hætt. Menn urðu ekki varir við síldina, — eða réttara sagt, það var víst lít- ið leitað að henni. En nú langar okkur til þess að fai’a að reyna þetta aftur og hagnýta veiðina hérna í verksmiðjunni. Og þó að svo fari, að við fáum ekki skip til frekari veiði í þetta sinn, þá er fyrirhöfn j okkar ekki til einskis. Við! höfum fengið reynslu og bú- um okkur betur undir næsta vetur.“ „Hvað hafið þið fengið mikið af mjöli?“ „Það eru eitthvað um 100 smálestir. Það gerir ekki bet- ur en að þetta hafi boxið sig og útkoman hefði að sjálf- sögðu orðið miklu betri eftir þennan stutta tíma, ef við hefðum verið dálítið heppn- ari með gæftir.“ Nú kemur Fi’iðbjöm Hólm Vélstjóri inn til okkar. Hann er gamall kunningi minn og leggur orð í belg. Meðal ann- ars segir hann, að sér hafi dottið í hug, að Berufjörður tnundi vera eins konar upp- eldishæli ung-síldarinnar. — Mér þykir þetta góð tilgáta | og þess verð, að hennar sé getið. Loks kveð eg þá Hólm og!; Aspaigns og Sveppasópnr í dósum. Klapparstíg 30. Simi 1884. Nýkomniz amerískir og svissneskir SILKISOKKAR. VeizL Begio, Laugaveg 11. EWa V Teskeiðar í kössum og slykkjatali, ermfremur buffhamrar og fiskspaðar. VerzL Ingólini Hringbraut 38. Sími 3247. ■Æ&' AlXSKONii H ALíGI.ÝSÍNGa I’EÍKNING \ }{ VÖRÚUWBÉnfR VÖRUMIÐA BÓKAK Á í'DIi BRÉFHA USA VÖRUMKif Ki VEIíZUJNAR- iMEIÍKI, SIGLI. AUSTURSTRÆT! IZ KAUPHÖLLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. A. Jóhannsson & Smith h.f. Skrifstofa Iiafnarstræti 9. Opið mánudaga, miðviku- daga og föstudaga kl. 5\2 til 7 e. h. tuÍLa óskast til afgreiðslustarfa. Hverfisgötu 69. Jónas, þakka fyrir upplýsing- arnar og óska þefan góðs. gengis nieð fýrirtækið. p.t. Seyðisfirði 15. febr. 1946, Theodór Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.