Vísir - 08.05.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Miðvikudaginn 8. mai 1946 Slysavarnastarfsemin íslenzka. „Hin svonefnda l)jörg- unarstarfsemi er, eins Qg nú er komið, aðal- lega í því fólgin að draga til lands fiski- báta með bilaða vél, en það getur vitanl. hver góður fiskibátur gert. Hinsvegar er ekki hægt að verja landhelgina, svo í lagi sé, nieð venju- legum fiskibátum". Þannig bljóðar einn k'afl- inn i ritgerð forstjóra Skipa- útgerðar Islenzka ríkisins, berra Pálma Loftssonar, er birtist í nýútkomnu hefti af .-sjómannablaðinu „Víking- ur“. Þar sem mér virðist of mikils ókunnugleika kenna á starfsemi Slysavarnafélags lslands hjá forstjóranum, vil ■eg biðja Yísi að birta fyrir mig eftirfarandi greinar- icorn. Starfsemi Slysavarnafé- lags Islands, er byggð á grundvelli menningar og mannkærleika. Svo er og um slysavarnastarfsemi allra landa. Sá grundvöllur er traustur. Konur, karlar,ungir ■og gamlir, við sjó og til ■sveita, hafa á undanförnum úrum lagt sína litlu eða stóru steina ofan á þenna grund- vöU. Að byggingu slvsa- varnastarfseminnar hafa isl. konur og ísl. karlar unnið af fórnfúsum, óeigingjörn- um velvildarhug frá stofnun ielagsins og munu einnig gera í framtíðinni. Markmið- ið er allstaðar hið sama, að reyna eftir mætti, að forða sem flestum — einkum sjó- mönnum og sjófarendum — frá slysum og dauða á sjó. Slysavarnastarfsemin þarf mikið fé. Það skilur almenn- ingur og hefir í verkinu sýnt að hann er l'ús til að lcggja fram,m.a.vegna ])css að hann skilur að, að hverri fleytu og hverjum manni sem bjargað verður frá tortínr- ingu, cr gróði fyrir okkar fámenna þjóðfélag. Allir vita, að erlendis láta slysavarnafélögin og ríkin hyggja sérstök björgunar- skip, sem cingöngu eru not- uð til björgunar og aðstoðar sjómönnum og sjófarendum er lenda i sjávarháska. Elzta björgunarfélagið sem til er, „The Royal National Life- Boat Institution“, á nú, og liefir í notkun 154 slíka björgunarbáta. Einn þessara báta var um tímabil hér í höfninni og vakti mikla atliygli allra sem á hann litu, fyrir sérkennileik, en enginn mun hafa liahlið hann venju- legan fiskibát. Islendingar vita um. og þekkja nokkuð af afspurn, norsku og sænsku björgun- íirskuturnar og björgunar- bátana. Danska ríkið hefir látið smíða f'jöldli 1)jörgu nar- báta, sem það rekur á kostn- að ríkisins. Þessir bátar erti eingöngu. notaðir til björg- unarstarfa, aðstoðar sjó- mönnum og sjófarenda og einkis annars. Mun enginn Dani sjá eftir því fé, er til þessa er varið úr ríldssjóði þeirra. Enginn Dani, Norð- maður eða Svíi, mun taka venjulega fiskibáta í mis- gripum fyrir þessi björgun- arskip og björgunarbáta. Islenzka slysavarnastarf- semin er m. a. upplýsinga- starfsemi. Hún óskar eftir vitneskju um aðkallandi hættur á sjó, af því hún vill rcyna að koma í veg fyrir slvsin. Þetta liefir borið tölu- verðan árangur, að miklu levti fyrir velviljaða aðstoð annara. Þ. á. m. Skipaút- gerðar ríkisins og binu leyt- inu fyrir beinan tilverknað starfseminnar sjálfrar og manna er beinlínis vinna að málefnum hennar. Þessi upp- lýsingastarfsemi hefir verið notuð af innlendum og er- lendum mönnum, hérlendis og erlendis. Almenningur í landinu vill að henni verði haldið íTfram. af því reynslan hefir sýnt gagnsemi hennar. Það er ek.ki í samræmi við þá menningu, sem almenn- ingur í landinu hér vill að ríki meðal vor, að menn sem brjóta skij) sín á söndum Skaptafellssýslna. komast máske lifandi á land. þjak- aðir, blautir og klæðlitlir, eigi ])að á hættu að hníga örrnagna niður til hinstu hvíldar í leit að manna- bústöðum, sökum skorts á skipbrotsmannaskýlum við strönd hinna miklu voveif- legu eyðisanda. Þess vegna fagnar ahnenningur því af hjarta og leggur fram fjár- muni sína til byggingar þeirra skipbrotsmannaskýla, er Slysavarnafélag Islands og deildir þess hafa verið og eru að byggja á söndunum og víðar. Slysa va rnas tarf sem in ísl. hefir m. a. notað ])að fé, sem almenningur lætur henni í té, til þess að koma upp björgunarstöðvum flug- línustöðvum — víðsvegar meðfram ströndum landsms. Með slíkum tækjum liefir tckizt að bjarga rnörgum mannslífum frá slysum og dauða á undanförnum árum. Þetta vita allir landsmenn og fjöldi erlendra manna líka. I fáufn orðum sagt: Is- lenzka slysavarnastarfscmin er eitt mesta fjárbagsmál og þjóðfélags gróða fyrirtæki, sem stofnað hefir verið hér á landi og rekið er, að mestu fyrir frjáls framlög almenn- ings í landinu. Þetta skilja fjármálamennirnir og þess Aegna styrkja svo margir þeirra starfsemina. Slysavarnastarfsemin er mikið menningannál, ]>ess vegna styrkja fjölmargir menn og konur starfsemina, þeir er menningunni unna. Slysavarnastarfsemin er eitt mesta og bezta mann- kærleiks- og menningarmál, sem hér hefir verið til stofn- að. Félagið hefir verið, er og verður alþjóðareign. Það hef- ir aldrei verið, er ekki, og verður aldrei liáð neinum stjórnmálaflokki, eða stjórn- málastefnu. Hinir fáu aurar og krónur, sem ungir og gamlir, sjúklingar á sjúkra- húsum sem aðrir, liafa lagt fram til starfseminnar hafa verið, eru og verða jafn vel þegnir og stærri uj)phæðir binna fjáðu. Enginn hefir verið, gr ekki og verður ekki útilokaður frá þessari alþjóð- ar starfsemi. Það gleður alla, að geta sagt með sanni, að aúrarnir mínir og þinir, Péturs og Páls, liafa orðið til þess, að bjarga mönnum frá slysum og dauða, óg þar með forðað mörgum heimil- um frá upplausn og marg- víslegum erfiðleikum, fjár- hagslegum og andlegum. Það er m. a. vegna þess- arar almennu gleði sem slysavarnastarfsemin hefjr veitt í’jölda smælingjanna í landi voru, að fjöldinn ann starfseminnni og vill veg hennar sem mestan og bezt- an. Það er af því, að Jfjöld- inn sldlur og finnur að starf- semin cr mann- og þjóðbæt- andi. Það cr af því að al- menningur veit að engin starfsemi í landinu er betur lil j)ess fallin, að sameina hugi og hjörtu landsmanna til góðra og nytsamra þjóð- þrifa mála. Mér virðist það sorglegt ef menn í hinum valdamestu stöðum þjóðfélagsins, vita ekki neitt um slíka starfsemi. Jón E. Bergsveinsson. Nýjar Klapparstíg 30. Sími 1884. Beztu úrin frá BARTELS, Veltusundi. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmenn Oddfellowhúsið. Síini 1171 ■ I | j - •' Allskonar lögfræðistörf. V.-lslendingur myrtur. í síðustu blöðum Lögbergs og Heimskringlu er borizt hafa hingað, er skýrt frá því, að íslendingurinn Jóhann Johnson, bifreiðarstjóri í Winnipeg, hafi verið myrtur nýlega, Ók Jóhann heitinn bifreið « hjá United Taxi-félaginu, en liann var einn af eigendum þess. Þann 31. marz s. 1. leigðu tveir menn bifreið Jóhanns. Er þeir voru komíiir skannnt út fyrir borgina, réðust þeir á hann og lömdu hann til bana. Höfuðkúpa Jólianns brotnaði og lézt liann sam- stundis. Jóliann heitinn var 45 ára að aldri, fæddur hér í Reykjavik. Hann átti sex systkini. Eru tvö þeirra bú- sett vestan hafs, tvö i Dan- mörku og loks tvær systur hans liér á Islandi. Er siðast fréttist, var elcki búið að hafa hendur í liári tilræðismannanna. Bátanaust tekui fyista bátinn á land. 1 gær var fyrsta skipið dregið á land hjá h.f. Báta- naust við Elliðaárvog. Fyrirtæki þetta er fyrir nokkru tckið til starfa, svo sem skýrt hefir verið frá í Vísi nýlega, en þarna við voginn, er ætlunin að verði Hljóðmerki frá bifreið veldur slysi? Þegar er las í Vísi í dag um slysið á Reykjavíkurveg- inum við Hafnarfjörð, sem virðist liafa skeð vegna þess að bílstjórinn gaf hljóðmerki að mönnunum óvörum, varð mér að hugsa til ])ess, að i dag lá við að eg yrði fyrir slysi af völdum hljóðmerkis. Eg var á gangi um Lækj- argötuna og er kominn i Von- arstræti, í miðja götu, þegar bíll öskrar við lilið mér án ])ess eg ætti mér ills von. Tek viðbragð í áttina frá hljóðinu og þakkaði mínum sæla að ekki varð slys. Leit eg þegar eftir bílnum, og er hann þá á svipstundu kom- inn svo langt að erfitt var að greina númer hans. Nú vil eg í fáfræði spyrja: Hvor á réttinn? Mað- urinn gangandi, sem kominn er út á miðja liliðargötu, eða bílstjórinn, sem beygir inn á hliðargötuna með miklum luaða? Og í öðru lagi: Er bílstjórum skylt 'eða ekki skylt að gefa hljóðmerki undir svona kringumstæð- um ? Reykjavík 6. 5. ’46. J. K. ........9> aðalathafnasvæði skipa- smíðastöða í framtíðinni. — Bátanaust hefir iippsátur fyr- ir allmörg skip og báta. Það var vélbáturinn Gunnar Hámundarson, sem var fyrsti báturinn, sem vagn stöðvar- innar dró á land. íZSlrrrr Ja, þú ert úimt wm Það er áreiðan- legt að án þín gæti eg ekki verið. Þú gerir tennurnar hvít- ar og gljáandi, og svo ertu svo hressandi bragðið. Gerið eins og eg, notið daglega PERLETAND tannkrem. HEILDSDLUBIRGÐIR: F. Æirynjóifsson A Krnran

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.