Vísir - 20.05.1946, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
DAGBLAÐ
Utgefandi:
BLAÐAUTGÁFAN VÍSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 1660 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Piófkosningamar.
Wjömefnd Sjálfstæðisflokksins gcgnir miklu
““ trúnaðarstarfi og stendur um það vörð,
eins og krössfararriddarar um hina heilogu
gröf.
Morgunblaðið birtir greinargerð frá kjör-
nefnd flokksins á laugardaginn er var, en þar
skýrir nefndin svo frá að Björn Olafsson
hafi orðið sjötti ínaður í prófkosningu, er
J'ram fór nú nýlega vegna væntanlegra Al-
þipgiskosninga. Að svo komnu máli skal ekki
í efa dregið að rétt sé skýrt frá úrslitunum.
Hinsvegar má Björn vel við sitt hlutskipti
una, er sannazt hefur með vitnisburði nefnd-
arinnar, hvers trausts hann nýtur í innsta
Iiring flokksins, sem sannanlega er honum þó
öndverðastur. Þá skýrir nefndin ennfremur
frá að hafnað hafi verið boði um nýja próf-
kosningu, sem nefndin kveðst réttilega hafa
hoðist til að láta fram fara. Sannleik-
urinn er sá, að svo er um alla hnúta húið
við prófkosningarnar, að engin trygging er
fyrir að vilji almennings fái notið sín, en
iulltrúar þeir, sem ráðamenn flokksins hafa
A’alið sem haráttulið sitt, eiga auðvelt með
nð skapa þessum ráðamönnum meiri hluta
við hvert kjör, sem fram kann að fara, enda
Leita þeir til þess ýmsum aðferðum. Til gam-
uns skal þess getið, einmitt i þessu sambandi,
uð fjórum dögum áður cn prófkosningin fór
fram að þessu sinni, var manni einum Iiér i
hænum, gefinn upp listinn eins og hann mundi
verða skipaður. Maðurinn lét fjórum mönn-
um í té upplýsingarnar um listann og rituðu-
þeir nöfnin niður hjá sér og gerðii jicir þetta
allir sama daginn, — eða fjórum dögum áður
en prófkosningarnar fóru fram. Nú vill
hinsvegar svo einkennilega til, að kjörnefnd
Sjálfstæðisflokksins birtir nöfn fimm efstu
manna á listanum, og þá sannar raunin, að
allt eru það sömu menn og í sömu röð og
upp var gefið. Þetta er einkennileg tilviljun.
Til frekari sönnunar því, hvert gildi próf-
kosningar hafa, ef illa er á haldið, nægir að
skirskota til Siglufjarðar og Akureyrar. Þar
fóru. fram prófkosningar á báðum stöðunum
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu.
Listar voru skipaðir helztu ráðamönnum
flokksins þar, svo sem var í Reykjavík, en
er kjósendur leggja lóð sín á metaskálarnar
gerist það fyrírþrigði, að efstu menn listans
á Siglufirði kolfalla i kosningunni, en efsti
maður listans á Akureyri fellur niður i þriðja
sæti á listanum. Með lilliti til fenginnar
reynslu í Reykjavik og úti um land, varð að
álýkta, að endurtekin prófkosning mundi
reynast skrípaleikur einn, og var henni j>ví að
sjálfsögðu hafnað. Kjörstjórn og miðstjórn
hafa engin önnur boð haft að bjóða, hvorki
Birni Ólafssyni né stuðningsmönnum hans, og
hafa kveðið upp úr um að samningaumleit-
unum væri lokið af þeirra hálfu. Minnihluti
ílokksins mun skjóta máli sínu til kjósend-
nnna og beygja sig fyrir þeirra vilja, cn hann
kann ekki að meta þær starfsaðferðir, sem
uú tíðkast í Sjálfstæðisflokknum og telur öll-
um góðum flokksmönnum — ekki aðeins rétt
heldur skylt að ráða bót á misfellunum. Gröf
meirihluta Sjálfstæðisflokksins cr ekki heilög
gröf, en það er gröf, sem liann hefur grafið j
*ér sjálfur. |
V 1 S I R
Félagsmyndun óháðra sjálfstæðismanna.
Mvað þek vilja.
í sambandi við þann ágreinmg, sem nú 'er innan
Sjálfstæðisflokksins og lýst var hér í blaðinu síðast
liðinn föstudag, hafa nú ýmsir sjálfstæðismenn stofnað
félag óháðra sjálfstæðismanna hér í bænum. Þessir
menn vilja breytt vinnubrögð í flokknum. Þeir telja
samvinnu við kommúmsta óeðhlega og skaðlega fyrir
flokkinn og þjóðina.
Félagsskapur þessi starfar á grundvelh sjálfstæðis-
stefnunnar og vill vinna að því, að sjónarmið þeirrar
stefnu verði ekki látin þoka fyrir ágangi öfgaflokka.
Þau atriði, sem óháðir sjálfstæðismenn leggja megin
áherzlu á í sambandi við þann ágreining sem upp hefir '
komið, eru sem hér segir:
— Þeir fordæma ofríki sem á síðan tímum hefir
risið upp í flokknum og gefið hefir fáum mönn-
um aðstöðu til að ná tökum á skipulagstækm og
áróðurstækjum flokksins.
— Þeir telja, að vegna framtíðar þjóðarinnar beri
flokknum að taka upp djarfa og hreina stefnu í
utanríkismálum, er miðist við vinsamlega sambúð
við hinar engilsaxnesku þjóðir, án íhlutunar þeirra
eða nokkurra annara um fullveldi landsins. Meðan
samvinna er við kommúmsta um stjórn landsins,
verður ekki hægt að hafa neina heilsteypta utan-
ríkisstefnu, lýðveldinu til ómetanlegs tjóns.
— Þeir vilja, að flokkurinn taki aðra og gætn-
ari stefnu í opinberum fjármálum en hann hefir
aðhyllzt síðan samvinnan við kommúnista hófst.,
Þeir benda á, að fjármálastefna tveggja síðustu
þinga er í mótsetningu við þau megin-sjónarmið
í fjármálum, sem flokkurinn er byggður á. Sú
stefna, sem nú er ráðandi í fjármálum landsins,
leiðir til stórkostlega aukinnar verðþenslu og
stofnar öllu fjármálakerfi þjóðarinnar í hættu.
— Þeir áííta það skyldu flokksins, sem stærsta
flokks þjóðarinnar, og végna fortíðar hans og
grundvallarskoðana, að taka nú þegar upp ein-
beitta og jákvæða stefnu í dýrtíðarmálunum, sem
lægt getur verðbólguna og tryggir það, að end-
urnýjun atvinnutækjanna og efling atvinnulífsins
geti hafizt á öruggum grundvelh. Allir atvinnu-
vegir þjóðarinnar eru byggðir á sandi, meðan hún
hefir ekkert fast undir fótum í dýrtíðarmálunum.
— Þeir átelja það, að yfirstjórn gjaldeyris-, ínn-
flutnmgs- og verðlagsmála er nú algerlega kom-
in í hendur hinna pólitísku flokka og úrskurðar-
valdið í þessum málum er í höndum þeirra flokka,
sem mest hafa ofsótt verzlunarstéttina. Enda hef-
ir það komið í ljós, að herferð hefir verið hafin
gegn stéttinni, þegar kosningar standa fyrir dyr-
um, sökum þess að það er tahð falla í góða jörð
hjá kjósendum rauðu flokkanna. Slíka misbeit-
mgu valds má ekki þola.
Félagið mun beita sér af alefli gegn þeirri stefnu, (
sem mjög hefir borið á í seinni tíð, að ríkið gerist að-
ili að allskonar framkvæmdum eða taki í sínar hend-
ur rekstur, sem í eðli sínu ætti að vera í höndum ein-
stakhnga og viðráðanlegt er fyrir þá. Telur félagið, að
síðustu missirin hafi.verið lagt í þessum efnum inn á
braut, sem leiðir til ríkisreksturs og þjóðnýtingar á
öllum sviðum, ef áfram er haldið.
önnur stefnumál félagsins verða rakin síðar.
Mánudaginn 20. maí 1946
Þjóð- „Daglauna-Dabbi“ skrifar mér bréf það,
hátíð. sein liér fer á eftir: „Frá þvi, er eg man
fyrst eftir mér, liefi eg við og við hcyrt
talað um þjóðhátið. Og cftir að eg Jjóttist orðinn
fullorðinn og tók að hugsa um almenn mál, varð
mér það Ijóst, að hmár ýmsu J)jóðir áttu sér
fastaii þjóðhátíðardag. En við íslendingar áttum
engan slíkan dag. Engan dag, er væri sameig-
inlegur hátiðisdagur allrar þjóðarinnar. En ýms-
ir hópar í landinu áttu síria hátiðardága og höfðu
suniir þcirra eitthvað J>að til sins ágætis, að til
mála gat komið, að J>eir yrðu valdir sem sam-
ciginlegur þjóðhátíðardagur.
*
Sérhátíð- Svo var til dæmis um 17. júní, 2. ágúst
ardagar. og 1. desember. En enginn þessara
daga var í framkvæmdinni þjóðhátíð-
ardagur. Þeir urðu allir sérhátiðardagar vissra
stétta og félaga. En ahnenningur gat ekki tekið
J>átt i hátíðaliöldunmn á þessum dögum, — ef þá
bar ekki upp á sunnudag - neina með því að baka
sér tekjumissi eða önnur óþægindi. En nú skilst
mér, að Islendingar séu sanunála um, að 17.
júní skuli framvegis vera sameiginlegur hátíðar-
dagur allrar þjóðarinnar.
*
Lögin. En að hann sé það að lögum, er mér
ekki kunnugt, og ef svo er, þá hygg eg,
að mjög mörgum sé það enn ókunnugt. Eg veit,
að árið 1944 var boðið, að daginn skyldi hátíðleg-
an haþla það ár af tilefni hins langþráða merkis-
atburðar, er þá gerðist. í fyrra kom það svo
af sjálfu sér, að þeir gátu haldið daginn há-
tíðlegan sem vildu, með því að hann bar þá
uj>p á sunnudag. ■—■
*
Laga- Eg hugsa nú mest um sjálfan mig. Og
réttur. nú get eg, sem er aðeins óbreyttur dag-
launamaður, en hefi J>ó fasta vinnu með
sumarfríi og veikindafrii, því aðeins leyft mér
að Iialda daginn hátíðlegan, að mér sé sá réttur
að lögum veittur án þess að kaup mitt skerðist
þar af. Nú langar mig til að mælast til þess að
lögin um þjóðhátíðardaginn vcrði, ef til eru,
birt almenningi i einhverju dagblaðanna — eða
helztu atriði þeirra.
*
Til vansa- En ef þessi lög eru ekki til, þá finnst
mér það til vansa Alþingi voru og
rikisstjórn og a'ð slik lög hcfði átt að samþykkja,
þegar rikisstjóri var kjörinn fyrsta sinni, fyrst
]>au voru ekki áður til — og í allra síðasta lagi
17. júní 1944 — þann dag, sem stofnun hins
unga íslenzka lýðveldis fór fram á Þingvöllum.“
Eg hefi spurzt fyrir um málið í stjórnarráðinu
og fengið þar þær upplýsingar, að það sé réít,
sem haldið er fram í bréfinu, að 17. júní cr
ekki lögboðinn frídagur.
*
Lokunartími Jafnframt var mér skýrt frá þvi,
söluhúða. að í reglugerð, sem'gefin var út
i ágúst 1944, er mælt svo fyrir, að
verzlanir megi ekki vera opnar almenna lielgi-
daga, sumardaginn fyrsta og 1. desember. í rcglu-
gerðinni segir einnig, að lokað skuli verzlunum
á liádegi 17. júni. Þessi reglugerð er sett eftir
að lýðveldið var stofnað, cn ákvæði hennar um
Ipkunartíma liafa ekki enn komið til fram-
kvæmda, að því er 17. júni snertir, þar eð
hann bar í fyrra upp á sunnudag eins og segir
i bréfinu.
*
♦
Hvað Nú ér eftir að vita, livað verður næsta
verður? 17. júní. Hann ber upp á niánudag „að
þessu sinni“ og eftir reglugerðinni
ætti að loka verzlunum frá hádegi þann dag. Eg
hallast nú að þvi, að menn gefi starfsliði sínu
fri allan daginn, en annars lield eg, að rétt
væri að breyta reglugcrðinni þannig, að friið
væri ekki aðeins frá hádegi heldiir yrði ekkert
unnið þenna dag.