Vísir - 26.07.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Föstudaginn 26. júlí 194(T JFri&rifi BjömsstÞn: erðarma Þriðja grein. erdarsnesiniiig, Niðiirl. Afstaða lögreglunnar. En svo er önnur hlið á þessu máli, sem liggur nærri að miði til málsbóta fyrir þeirri hegðun bilstjóra, sem hér hefir verið gagnrýnd, en það er afstaða lögrcglunnar til málsins. Þess verður yfii*- leitt' ekki vart, að hún skipti sér heitkaf því — utan hinna svokölluðu umferðardaga, þó að bílstjórar gangi á þann rétt vegfarenda, sem þeim er veittur með 29. grein Lög- reglusamþykktarinnar. Glöggt dæmi þess má sjá þegar svo ber við, að lög- regluþjónn bregður sér út á vegamótin Lækjargata Austurstræti , til þess að stjórna umférðinni, en það kemur stundum fyrir þó að ekki standi yfir sérstök um- ferðarkennsla. Við athugun kemur brátt í ljós, að fyrir- greiðsla hans þar, er ekki fyrir vegfarendur, 'heldur að- eins fyrir bílana, og sést þetta bezt, þegar svo stendur á, að fólk bíður færis við þessi vegamót,-beggja megin Lækjargötu, að komast yfir hana. Þegar lögregluþjónn- ¦inn leyfir umferðina austur- vestur, eiga bílar, sem koma sunnan Lækjargötu, að nema staðar við gangbrautar- strykið, samkvæmt fyrir- mælum oftnefndrar 29. gr. En, með örfáum undantekn- ingum gera þeir það ekki, heldur halda áfram yfir gangbrautina, og svo langt, að útilokað er fyrir gang- andi fólk að komast fyrir framan þá. Þeir næstu fylgja fast eftir* og loka þannig götunni, að alloftast er eng- in smuga á milli þeirra, fyrir vegfarendur að smjúga í gegnum. Venjulegast er, að lögregluþjónninn láti þetta óátalið, og er því stundum slegið fram sem afsökun, að einn lögregluþjónn geti ekki .haft gát á öllu. En furðu mikil cskammf eilni mætti það .Yera af bílstjóra, að brjóta þannig þýðingarmikil ákvæði Lögreglusamþykktarinnar, beint fyrir augum lögregl- unnar, ef hann þættist ekki nokkurveginn örugg'ur gegn ákærum og sekt, samkvæmt fenginni reynslu í viðskipt- unum við vegfarendur. En afleiðingin af þessu verður sú, að gatan er lokuð fyrir vegfarendum á þeim tíma, sem hún ætti að vera opin, samkvæmt bendingum lög- regluþjónsins. Af því leiðir aftur, að Vegfarendur, sem sjá að fyrirgreiðslu er ekki að vænta frá lögregluþjón- inum, en hafa hinsvegar tak- markaðan tíma til að bíða, verða að taká? n * áig lcfók eða bara laka til sinna ráða og brjótast í gegn hvar sem bezt gengur og hvenær sem færi gefst, án tillits til þess hvort það er á „banntíma" eða ekki. Þar með hafa þeir auðvitað brotið umferðar- reglur og eru skammaðir fyrir það í húð og hár, en þess er vitanlega ekki getið, að þeir voru neyddir til þess, vegna hlutdrægni í fyrir- greiðslu og ófullnægjandi framkvæmdar á Lögreglu- samþyklítinni. - Það hefir löngum þótt liggja orð á því, að lög- reglunni í Reykjavík væri nokkuð gjarnt á að loka augunum irfyr ýmsum þeim yfirsjónum borgaranna, sem hún samkvæmt hlutverki sínu, ætti að láta til sín taka og er þá einkum átt við at- vik, sem eiga" sér stað á al- mannafæri, svo sem fram- kvæmd Lögreglusamþykkt- arinnar. En eins og kunnugt er, er orðrómur oft meira og minna óábyggilegur,. en þó vanalegast ekki með öllu til- ¦efnislaus og heldur ekki hér, eins og framangreint dæmi sýnir. Nú er það "vitanlegt, að lögreglumenn eru siður enn svo óskylduræknari að eðlis- fari en aðrir borgarar. Tóm- læti við skyldustörf, er meira og minna útbreidd skapgerðarveila meðal allra stétta þjóðfélagsins. Orsak- anna til þessarar þjóðfélags- veilu,.er sennilegast að leita, sumpart í sjálfri þjóðfélags- byggingunni, að því er al- menn lífskjör snertir og sumpart í áhrifum umhverf- is þess, sem maður lifir og starfar í, og að sjálfsögðu eru lögregluþjónarnir háðir þessum kringumstæðum engu síður en aðrir. Sem dæmi má nefna, að lengi vel voru lögregluþjónar svo fáir, að þeim var í raun og veru ofvaxið að framkvæma þau störf, sem á þeim hvíldu, án aðstoðar borgaranna, en sú aðstoð var ekki ætíð fyr- ir hendi þegár á þurfti að halda. Afleiðing þessa varð því eðlilega sú, að lögreglu- þjónar vöndust á, af illri nauðsyn, að loka augunum fyrir öllu því, sem yfir höfuð gat slarkast af, eða þeir ekki.gátu ráðið við, þó það að réttu lagi ætti að takast fyrir. Við fjölgun lögregluþjóna hefir þessi á- stæða fyrir tómlæti við skyldustörf að miklu leyti horfið úr sögunni. En sú hefð, sem komin var á í þessu efni hefir ekki horfið og er það sérstaklega ámælis- vert þegar þess er gætt að sá grundvöllur sem hún byggð- ist á 'íúpphafi, er ekki leng- ur til. Það má einnig teljast af- sakanlegt þó að lögreglu- þjónar féllu fyrir þeirri freistingu, sem oft er talin leiða af kunningsskap fá- mennisins, að reyna að afla sér vinsældar með því að sjá í gegnum fingur með, eða loka augunum fyrir ýmsu því, sem kynni að mega ráð- stafa í meiri samræmi við gildandi lög og reglur. JEn grundvöllurinn fyrir þessu viðhorfi,' er einnig horfinn með fjölgun fólks í bænum og lögregluþjóna að sama skapi. Þessi leið er líka allt ann- að en vænleg til vinsælda, heldur hrein og afdráttar- laus framkvæmd gildandi laga og reglna, samfara kurteisi óg lipurð og eru lög- regluþjónar í stórborgum Brétlands góð fyrirmynd í þessu efni. Þeir eru frægir fyrir lipurð við vegfarendur og viiísamlega fyrirgreiðslu og kurteisi i allri framkomu. En ef einhverjum skyldi verða sú skyssa á, að ætla að hér sé um geðlausan mein- leysingja að ræða, sem ekki þurfi að taka tillit til, þá verður hann fyrir óvæntum vonbrigðum, því þá er hinn enski „Bob" ekkert lamb að leika við. Þá er það bara stutt ákveðinn skipun. 1 röddinni er hvorki reiði né æsing, en hljómur, sem tek- ur af öllum tvímæli um það, að óhlýðni borgi sig ekki. Með því að framfylgja þann- ig hiklaust og ófrávíkjan- lega gildandi reglum, kemst það ósjálfrátt inn i meðvit- und manna, að gildandi regl- ur séu lögmál, sem enginn geti um flúið, — hvorki lög- regluþjónninn að fram- kvæma, né borgarinn að hlýða. En þennan skilning á málinu, höf um við lslending- ar ekki ennþá tileinkað okk- ur til fulls, og stöndum við að því leyti, að baki öðrum menningarþjóðum. Þessi skortur á virðingu fyrir gild- andi lögum og reghim, er þjóðfélagsmein, sem verður að útrýma. Það kemur frarh sem sýking og upplausnar- efni í allskonar félagsskap og menningarsamtökum meðal þjóðarinnar. Það tef- ur fyrir heilbrigðri þróun athafnalífsins, og framfara á ýmsum sviðum, vegna þess að svo oft er vikið frá rétt- um „leikreglum". Fordæmi Bandaríkjamanna. Það vill svo veltil, að það sem hér, að framan hefur verið haldið fram um kenn- ingar Ameríkumanna í um- ferðarmálunum, hefur fengið staðfestingu við dvöl Banda- ríkjamanna hér á landi síð- astliðin 5—6 ár. Allan þann tíma, hafa bílstjórar þeirra unnið samkvæmt kenningum heimilands síns, um umferð- arforréttindi vegfarenda og kurteysi i þeirra garð, svo að eftirtekt hefur vakið. Þeir hafa sjTnt, að þeir viðurkenna þá ábyrgð, sem á þeim hvíiir, samkvæmt þessum kenning- um, gagnvart ógætnum veg- farendum, og þeir hafa gætt fyrirmæla sömu kenninga um stöðvunarregluna, sem að framan er getið. Stöðvunarákvæðið. Þegar þessa er gætt, er erf- itt áð skilja þá afstöðu lög- reglunnar, að halda þvi enn- þá fram að þetta stöðvunar- ákvæði sé óframkvæmanlegt, vegna þeirra tafa, sem það mundi valda, þrátt fyrir það, að hafa átt kost á að sjá útlendinga framkvæma það í fleiri ár. Og þó er þetta svo. Velmetinn lögregluþjónn sagði við mig fyrir nokkru, er þetta barst í tal. „Ef fylgja ætti þessari reglu, þá yrði bíllinn að nema staðar svona hundrað sinnum, eða þar um bil frá Rauðarárstíg og nið- ur í miðbæinn, eða hjá hverj- um bíl, sem stæði við gang- stéttirnar þar sem farið væri framhjá." Líka skoðun lét annar löregluþjónn i ljósi, sem eg bar þetta í tal við. Af þessu virðist mega álykta, að þessi varúðarregla hafi alls ekki verið tekin til at- hugunar af lögreglunni, því hefði það verið gert, mundi enginn lógregluþjónn koma með svopa fáránlega hugsun- arvillu og fjarstæðu. Eg skýrði fyrir honum, eins og gert er hér að framan, að þetta ætti aðeins við um þá bila, sem væru það stórir (Strætisvagnar, stórir vöru- bílar og annað þvílíkt), að bílstjórinn sæi ekki yfir þá, eða i kringum. En jafnvel þar væri alger stöðvun ekki nauðsynleg, ef komizt yrði framhjá í dálítilli fjárlægð, heldur aðeins ef fára yrði mjög nálægt hinum kyrstæða vagni, eða hvað annað sem það kynni að vera, sem birg- ir fyrir útsýnið. Um fæsta af þeim kyrstæðu bílum, sem farið er framhjá á Laugaveg- inum, er þannig háttað, ef viðhöfð er sæmileg gætni og hraðanum stillt í hóf. Stöðv- anir á þessari leið, mundu því yfirleitt verða mjög fáar. Annars verður ekki séð, hversvegna það er svo miklu viðsjárverðára að fólk í bíl- um verði fyrir smávegis og óhjákvæmilegum töfum, beldur en fótgangandi veg- farendur, nema svo sé,. að forréttindasjÁnarrniðið fyrir bílana sc enn að verki, og að löreglan hafi bara slegið því föstu að svona skuli það. vera, sé svo, væri æskilegt að hún vildi taka það sjónar- mið sem fyrst til endurskoð- uaar. e Ekki unnt að breyta? Annað er það, sem lögregl- an hcfur slegið föstu, og sem einnig virðist þörf á að end- urskoða, en það er að ekki sé unnt að losa vegfarendur við þá hvimleiðu umferðar- tálmun, sem þeir verða fyi'ir á áðurnefndumgatnamótum, Lækjarg.—Bankastræti, og sem er í því fólgin, að þegar umferð er leyfð yfir Lækjar- götu, er bílum, sem koma úr Bankastræti, samtímis leyft að fara inn í götuna og hindra umferð vegfarenda eftir vild, þvLauðvitað verð- ur hann að hrökklast undan bílnum, þrátt fyrir jafngillt umferðarleyfi. Hér virðist sami hugkvæmnisskorturinn vera að verki, eins og um stöðvunarregluna, enda er ekki vitað, að neinar skýr- ingar hafi verið gefnar á því hversvegna ekki yrði úr þessu bætt. Hvernig sem á ráðstöfun þessa er litið, verð- ur ekki séð að hún sé á nokk- urn hátt réttlætanleg. Hún er skýlaust brot á lögreglusam- þykktinni (29. gr.), sem bannar bílum að fara yfir gangbraut, sem vegfarandi ei* á leið eftir, eða sjáanlega býður færis að komast yfir. 1 öðru lagi er umferðarleyfi vegfarandans gert að engu með því að leyfa bílum jafn- framt að hindra ferð hans. Þetta er sérstaklega að- finnsluvedt vegna þess, að: með því eru vegfarendur beittir rangindum að óþörfu. Það verður ekki séð, að nokk- ur frambærileg ástæða sé fyr- ir því, að þessum bilum sé ekki leyft að fara inn í röð- ina, þegar umferðin er leyfð norður—suður. Þetta væri einfaldast ' að skipuleggja. þannig: Lagt sé fyrir bílstjóra, sem koma ofan Bankastr. og ætla inn í Lækjargötu tíl vinstri, að draga sig út úr bílaröð- inni þegar í Bankastrætið kemur og aka meðfram gang- stéttinni, jafnframt því sem þeir gæf u bendingu um fyrir- ætlun sína, eða hljóðmerki — tvö stutt hljóð, — og bíða þannig reiðubúnir við um- ferðarbrautina eftir bendingu lögregluþjónsins um opna leið norður—suður. Hinir bíl- arnir, sem ætla beint áfram, haldi sig í beinni röð fyrir- Framh. á 6. síðu Flauel margir litir. Verzl. REGIO h.f. Laugaveg 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.