Vísir - 26.07.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 26.07.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 28. júlí 1946 V I S I R Ruby M. Ayres MttJeJJaH Hún óskaði þess svo innilega, að allur hugur hennar beindist að því, en hann leit ekki við henni, og hálfsmeyk snerti liún handlegg hans, — það var eins og hún byggist við, að hann mundi banda henni frá sér. Og þá fannst henni, að hann sneri sér við og hann leit á hana og sagði: - „Af hverju gerirðu þetta? Eg elska þig ekki lengur — það er of seint Priscilla." Þannig var draumurinn. En nú skipti það raunar engu hvort hann elsk- aði hana eða ekki. Hann tilheyrði fortiðinni, sem hún hafði snúið baki við. Daginn eftir lagði Priscilla af stað. Aðeins Mary Lawson kvaddi hana og óskaði henni heilla. Daginn eftir var uppboð haldið í Moorland House. Þar var mergð manna; köll uppboðs- haldarans heyrðust um allt, og gamli Soames ráfaði um stofurnar og leit i kringum sig, og var á svipinn eins og maður, sem hefir misst móðinn. En samt tautaði liann um, að hér í heimi hefði allt sín endalok, og ekki tjóaði að kvarta. En hann hafði verið þjónn Marsh-ætt- arinnar í 60 ár, og hann hafði áhyggjur vegna elliáranna. Varð það honum því mikið gleði- efni, er Corbie kom til hans og sagði: „Hvernig mundi yður geðjast að þvi, að vera hér sem eftirlitsmaður. Eg hefi ekki enn tekið ákvörðun um hvað eg geri við eignina, en eg vil, að öllu sé haldið við." „Eg tek þessu bóði með þökkum," sagði So- ames brosandi. Hverju skipti það, að hinn nýi eigandi var af allt öðrum stofni en gamli hús- bóndinn, sem nú var látinn. Það var svo sem sama hver húsbóndinn var. Soames var þeirrar skoðunar, að Priscilla hefði liagað sér heimsku- lega. Það gat verið gott og blessað með þcssa ást, en betra var að hafa nóg fé. Priscilla sat i lest sem brunaði til London. Föl og þreytuleg starði hún út um lestarglugg- ann. Ef -aðeins væri einhver sem þætli vænt um hana. Tveir menn höfðu fengið ást á henni, cn báðir voru henni glalaðir. Clive látinn — og Jdnatan, — ef hún aðeins hefði Jónatan. En eitt var henni til huggunar, og það var, að Hugh var lagður af stað. Hann fór fyrir íveimur dögum, glaður og ánægður. „Ef mér fellur ekki þarna, kem eg aftur," sagði hann og það var eins og það væri eitt- hvað sem mundi bíða hans eða hann gerði sér vónir um, en hann útskýrði það ekkert frekara. Hann var svo vanur þvi, að aðrir tækju á sig alia erfiðleika haris vegna, að það var engu lík ara en hann ætlaði, að áframhald mundi jafn an á þvi verða. Og hann tók við því sem sjálf sögðum hlut, er Priscilla lét hann fá helming þess fjár, sem henni hafði tekizt að safna með mikilli fyrirhöfn. Aðeins eitt amaði að Hugh. Hann varð að fara langt í burtu frá Mary Law- son. Hann ól engar áhyggjur um systur sína, hún var fögur, henni mundi vafalaust farnast vel, — auk þess gæti hún vel sætzt við Jónatan Corbie. Heimsk hafði hún verið að slita trúlof- uninni. Vafalaust mundi hún bi-átt hitta annan auðugan mann, sem hún mundi giftast, ef ekki yrði af sættum milli hennar og Jónatans. Þannig hugsaði Hugh. Og nú var Priscilla á leiðinni til London, til þess að hefja nýtt timabil ævi sinnar, tímabil starfs og kannske mótlætis meira en hún áður hafði haft af að segja. 1 fyrsta skipti á ævinni átti hún að vera undir aðra gefin. Hún hafði verið svo önnum kafin að undan- förnu, að hún hafði ekki haft tima til þess að hugsa að ráði utn framtíðina, en nú fyrst varð henni fyllilega ljóst hvað beið hennar. Hún var í rauninni hemilisstarfsstúlka, sem varð að hlita boði og banrii húsráðenda og kannske fleiri. Hún ásetti sér að vera hugrökk ^— og hún gæti verið þakklát fyrir margt þrátt fyrir allt. Og svo minntist hún Moorland House, stóru dimmu herbcrgjanna, eikitrjánna stóru, lesstóf- unnar huggunarlegu — en Moorland House var ekki heimili hennar lengur. Ef það ætti fyrir henni að liggja að koma þangað aftur kæmi hún þangað sem ókunnug- ur maður, sem yrði að þrýsta á bjölluhnappinn og biðja leyfis um að mega stiga inn fyrir þröskuldinn. Aldrei hafði gamla æskuheimilið hennar ver- i'ð henni eins kært og nú. Hún neri sairian höndunum í angist — hún álti engan að, ef eitthvað gerðist var enginn, seiri hún gat snúið sér til sem vinar. Hún vissi riiæta vel, að í augum flestra, eða allra, leit það svo út, sem hún hefði varpað öllu fyrir borð, en i hjarta sínu var hún glöð yfir að hafa slitið trúlofuninni. Og hún var nokkurn veginn örugg um, þegar hún fór að hugsa um þetta rólega, að hún ætti ef tir að öðl- ast hamingju i lífinu. i 19. KAPlTULI. „Ó, komdu hingað, Priscilla, og horfðu út um gluggann," sagði Joan Lintell með ákafa. „Þá serðu fjöllin i fyrsta sinn." Það var farið að bregða birtu. Hin langa nótt var Ioks á enda. Priscilla hafði beðið þessarar stundar með svo mikilli óþreyju að hún gat ekki sofið. Nú gat að lita snævi þakin tré, Jpeg- ar litið var út um gluggana. Priscilla reis úr sæti sinu og gekk út i göng- in til Joan. Hútt hafði nú verið nokkurar vikur í Lintel- f jölskyldunni og nú voru þær, hún og Joan,- á Ieið til Svisslands. Það var aðfangadagskvöld Jóla. Þessar tvær ungu stúlkur stóðu nú hlið við hlið og horfðú út um gluggann. Þær litu nýtt Iand. Og nýr dagur var að renna. Priscilla fór allt í einu að hugsa um Moorland House. Henni fannst sem rnörg ár væru liðin frá þvi er hún ok um trjágöngin gömlu, langur tími liðinn frá því er hún fór þaðan, og lokaði augunum, vegna þess hversu henni sveið að verða að skilja við þau. Þá hafði hún haldið að hún mundi aldrei verða hamingjusöm framar. Hún hafði ályktað skakkt, þvi að húri hafði verið ánægð þann tíma, sem hún hafði verið hjá Lintel- fjölskyldunni. Þclla var bezta fólk og hafði í hVívetna efnt það loforð, að með Priscillu skyldi farið se'm væri hún ein af þeim. A MöldVðK&M/ll Siggi litli: (sem er aS ljúka viS að borSa epliS sitt) : ViS skulum leika Adam og Evu. - Sigga litla: (sem er aS byrja á sínu epli). Já, en hvernig eigum viS a*S gera þaS? Siggi: ÞaS er ósköp einfallt. Þú freistar mín með því, aS bjóða mér epliS þitt. Um leið og móðirin var aö hátta son sinn, sagSi hann: Mamma, ætlar þú aS táka köttinn meS, þegar viS förum aS"heimsækja ömmu í næstu' viku? MóSirin hristi höfuSiS og sagði:' „Nei, þaS get- um viS ekki gert. En vegna hvers spurSir þú? Vegna þess, aS pabbi var aS segja honum Árna frá því, aS þeir skyldu svei mér skemmta sér, þegar kötturinn væri farinn. Morðiðf sem dldrei upplýstísL Kona Loomis lá fullklædd í anddyri hússins og hafði auðsýnilega verið myrt með þungu verkfærL „Það er blóð á frakka yðar, læknir" sagði einn lögregluþjónanna. „Tókuð þér upp lík konu yðar'?" „Já, er eg kom inn, athugaði eg tafarlaust hvort Grace væri enn með lífsmarki." „Og þer getið ekki látið yður detta í hug nokk- ura manneskju, er kann að hafa framið þennan verknað?" ^„Alveg áreiðanlega ekki", svaraði dr. Loomis kuldalega. „Þetta'hlýtur að vera ránmorð." Ekki gátu lögregluþjónarnir fallizt á hugmynd Loomis. Það voru þrír dýrir gimsteinahringir á höndum frúarinnar og þeir ályktuðu, að enginn þjófur væri svo kræfur að fremja morð, ekki stein- snar frá stærstu lögreglustöð borgarinnar, svona snenuna kvölds. „Það er alveg óskaplegur hiti hérna inni læknir"^ sagði einn Iögregluþjónanna, um leið og hann opn- aði einn gluggaön. „Hversvegna farið þér ekki úr frakkanum? Dr. Loomis hikaði augnablik. „Eru þetta ekki blóðblettir á fötum yðar?" bætti hann við, er læknirinn var kominn úr. „Þeir hljóta að hafa komið á fötin, þegar eg tók iíkið upp", svaraði hann. „Frakki yðar var hnepptur að yður, þegar þér korriuð inn á lögreglustöðina. Fóruð þér í hann eftir að þér höfðuð athugað lik konu yðar?" „Ja." „Voruð þér í frakkanum er þér.fóruð í göngu- ferð yðar?" „Já." „Þegar þér komuð heiru og funduð konu yðar liggjandi í blóði sínu, fóruð þér úr frakkanum áður en þér rannsökuðu hana?" „Já. Það er líklega vegna þeirrar venju, sem eg hef. Eg fer ætíð úr frakkanum áður en eg athuga sjúklinga mína." „Hvernig stendur þá á því, að það eru blóð- blettir á frakka yðar?" „Eg beygði mig yfir hana, til þess að fullvissa mig að hún væri látin, éftir að eg hafði farið í frakkann aftur", svaraði Loomis. Lögregluþjónninn bað Loonris nú um að fara úr jakkanum. Það voru blóðblettir á manchettunum. „Hvenær fóruð þér í þessa skyrtu, læknir?'* spurði lögregluþjónninn. „I morgun", svaraði Loomis. Er hér var komið málum, kom nágrannakona Loomis, inn til þess að forvitnast um hvað komið hefði fyrir. Er hún heyrði um morðið, var hið fyrsta sem hún spurði um: „Hvar eru börnin?" Þau yoru sofandi uppi á lofti, en læknirinn hafði ekki farið upp til þess að gá að þeim, eftir að hann hafði fundið konu sína myrla í anddyrinu. Lög- regluþjóninum datt strax í hug að það væri ekki beint föðurlega gert af lækninum. Læknirinn hafði skrámu í andlitinu og skurð á vinstra vísifingri. Skrámuna í andlitinu sagðist hann hafa fengið, er hánn var að raka sig um morg- uninn og hann sagðist hafa skorið sig, er hann var að dauðhreinsa verkfæri á lækningastofu sinni fyrr um daginn. Hann gerði eftirfararídi grein fyrir ferðum sín- um um það bil, er morðið var framið: Hann kom heim af lækningastofunni rétt eftir kl. átta. Síðan fór hann í hina vanalegu kvöld- göngu. Sagðist hann hafa farið út rétt í þvi að kl. sló níu. (Lögreglan fékk að vita hjá símaeftirlitinu, að heymartólið á heimasíma Loomis, hefði verið tekið af kl. fimm mínútur yfir níu). Loomis sagð- ist ekki hafa mætt nokkurri sál á gönguferð sinni og er hann kom aftur heim, um kl. 9,40, sagðist hann hafa fundið konu sína á gólfinu i forstof- unni, athugað hvort hún væri lífs eða liðin og síðan flýtt sér yfir á lögregluvarðstofuna. Nágrannar Loomis sögðust hafa heyrt konu veina í Loomis-húsinu, stuttu eftir kl. níu, en enginn hafði athugað það nánar. Það var augsýnilega stuttu síð- an kveikt hafði verið upp í miðstöðinni og leyni-. lögregluna grunaði, að Loomis hefði notað tímanrt frá kl. 9,05 til 9,50, en þá kom hann á lögreglu- varðstofuna, til þess að brenna blóðugri sleyrtir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.