Vísir - 26.07.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 26.07.1946, Blaðsíða 3
Föstuddginn 26. júli 1946 V I S I R Bifreið ekið upp Vatnajökui. Farið á faál til Borgarfjarðar eystri Fyrri hluta þessa mán- aðar var bíl ekið upp Vatnajökul að norðan. Var bílnum ekið um 15 km. vegarlengd eftir jókli og komstuppðí 1200—130Ö metra hæð, sem er miklu hærra en nokkur bíll hefir komizt hér á landi áður. Nokkurum dögum síðar fóru sömu menn, að einum undanteknum, á bíl af Fljóts- dalshéraði og austur í Borg- arfjörð, en þangað hefir eng- inn bill komizt landleiðina áður. Vísir hefir átt tal við tvo þeirra, er i förinnni voru, en það voru þeir Árni Stefáns- son og Egill Kris'tbjörnsson og skýrðu þeir blaðinu i stórum dráttum frá förinni. Þann 6. júlí síðastl. lögðu þeir af stað héðan úr bæn- um á jeppabilum, en með í förinni voru auk framan- greindra Jóhannes ¦ Áskels- son og F.riðþjófur Hraundal. Fyrst var ferðinni heitið að ' Yatnajökli að norðan, en þangað ætlaði Jóhannes í rannsóknarerindum. Var ek- ið inn Bárðardal, hjá Svart- árkoti, um Suðurárbotna og Dyngjufjalladal að Dyngju- jökli, sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Óku þeir félagar bílnum 15 km. upp skriðjökulinn og voru þá komnir i 1200—1300 metra hæð yfir sjó. Ekki var imnt að komast lengra á bilnum, vegna þess að þá tók við krapaelgur, sem billinn sat fasíur í. Var dvalið fjóra daga á jöklinum. en að þvi búnu haldiðsömu leiðtil baka niður í Suðurárbotna. Það- an var haldið til Mývatns og þar varð Jóhannes cftir, hélt hann norður á Þeystareykj- ¦arbungu og Reykjaheiði ; i rannsóknarerindum, en hin- ir þrír héldu ferðinni áfram austur á land. Fóru þeir sem leið lá aust- ur á Fljótsdalshérað og um Egilsstaði austur Hjalta- siaðaþinghá. Er þeir komu á vegarenda, héldu þeir ferð •sinni áfram eftir veglcysum og allskonar torfærum í átt- ina til Borgarfjarðar. Frá Onárosi, sem er yzti íbærinn í Hjaltastaðaþinghá -var farið út hjá Krosshöfða, yfir Gönguskarð iil Njarð- -vikur og siðan um Njarðvík- iirskriður til Borgarfjarðar. Alls mun billinn hafa far- ið um 40 km. vegarlengd á þessari leið um algerar veg- leysur og._sumstaðar um all- lirikaleg syæði. Má telja full- víst, að enginn bíll hér á landi hafi áður farið jafn- Jnikalegá og glannalega leið, enda varð sumsslaðar að liafa bönd á bílnum og styðja hann, til þess að hann hrap- aði ekki. Einna verst var leið- in hjá Göngudalsá. Þar urðu þeir félagar að höggva utan úr klöpp og hlaða veg á gljúf- urbrún. Vegkanturinn hrundi að vísu jafnharðan og billinn fór eftir lionum, en þó gekk allt slysalaust. Telja þeir félagar, að þó leiðin hafi eigi verið góð, sé þó um mjög sæmilegt vegar- stæði að ræða, enda þurfi Borgfirðingar nauðsynlega á vegi að halda, til þess að verða ekki útilokaðir frá öll- um samgöngum við sveit- irnar. Er þar nú að rísa upp íshús, verzlun að aukast og staðurinn yfirleitt að vaxa. Nauðsjiiin vex því með hverju árinu, sem líður fyr- ir vegi. Þá 40 km., sem þeir fé- lagar fóru eftir vegleysum, voru þeir 10 klst. á leiðinni. Hvað verst fannst þeim að fara eftir stórþýfi, því þá náðu hjólin ekki ævinlega niður. Annars klóraði billinn sig furðanlega eftir öllum torfærunum, ' en liitt þarf engan að undra, þótt engin fjöður væri heil i honum þegar þeir komu upp á Hér- aðið aftur. I bakaleiðinni fóru þeir með jeppann um Vatnsskarð, en sú leið fannst þeim miklu verri en Njarðvíkurskríð- urnar. Hingað til Reykjavíkur var komið sunnudaginn 20. júlí, eftir ánægjulega, ný- stái-lega, en stundum nokk- úð erfiða för. Teknr hiaðfryst- áss- Hinn 29. þ. m. kemur hing- að skip á vegum rússnesku sljórnarinnar, sem taka á hraðfrystan fisk til Rúss- lands. Kemur skipið til Akraness og mun taka þar hraðfryst- an fisk. Þaðan fer það til Keflavikur og lestar þar einn- ig. AIls mun skip þetta taka á þriðja þúsund smálestir af fiski. E.s. Brúarfoss, sem kom úr strandferð i nótt, fer að öllum likindum í kvöld á- leiðis til Leningrad með tæp- ar 1000 smálestir af hrað- frystum fiski. Á leiðinni þangað mun skipið koma við i Leith og Kaupmannahöfn. Ekið á fasL í fyrrinótt váf ékið á hýj- an fólksbíl, sem stóð fyrir framan húsið Laugaveg 34, og skemmdist hann mikið. '" Lögreglan' hefir aúglýst eftir sjónarvotlum og vinnur nú að þvi að upplýsa málið. 700 hross til Póllands. Innan skamms verða 1700 íslenzk hross flutt til Pcl- lands. Tvö skip munu flytja þau á áfangastaðinn. Er hér um að ræða hross þau, sem seld voru UNRRA, og er þetta fyrsta sendingin af þeim. Verðið, sem fæst fyrir hvert hross, er um 600 kr. frítt um borð. Hross þessi, sem fara eiga til, Póllands, munu aðallega eiga að notast til landbúnað- arstarfa. Pólskir bændur eru taldir með beztu hestamönn- um í heimi, og áttu þeir mjög gott hestakyn fyrir styrjold- ina. 1 Danmörku, t. d. voru pólskir hestar mun eftirsótt- ari en islenzkir, þrátt fyrir það þótt þeir væru "allt að helmingi dýrari. Slæmt' veiðiveður SíEd sást út af / gær var slæmt veiðiveð- ur fijrir Norðurlandi, norð- an slagveðurs rigning og þoka, endavar lítið eða ekki liægt að fara í bátana. Komu mörg skip til hafn- ar með þann afla, sem þau voru búin að fá áður en veðr- ið versnaði, hvort heldur hann var mikill eða lítilj. T. d. komu 47 skip i gær og nótt til Sildarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, sum full, önnur með liltölulega litla síld. Lætur nærri að afli þessara skipa hafi verið milli 15 og 20 þús. mál. Vegna óveðursins liéldu skipin kyrru fyrir í höfn, en voru að búa sig til þess að fara út í morgun, þar eð ut~ lit var fyrir batnandi veður. Síldar varð vart út af Siglufirði i gær, en skipin gátu ekki sinnt henni vegna óveðurs. -élgler h!'v,im vér fynrliggjándi. GISLI HÁLLDÓRSSON h:í. i i gær. Tvö skip komu inn á Raufarhöfn i nótt, og fimm biðu þar löndunar fra í gær. Verður löndun að fullu lok- ið fyrir hádegi i dag. Á Hjalteyri var í gær mesti löndunardagur, sem enn hefir komið þar á sumrinu og er nú alls búið að landa þar 42809 málum. Meðal skipa, sem lönduðu þar i gær var Sæfell, með 2207 mál, en það mun vera mesti afli, sem eitt skip hefir komið með úr einni veiðif ör, • það sem af er sumrinu. Hin skip- in, sem komu til Hjalteyrar í gær, voru íslendinguí með 1210 mál, Farsæll með 870 mál, Rifsnes 686, Hafborg 566 og Fagriklettur'með 1107 mál. 1 morgun kom Hugrún með 228 mál. ÖU þessi síld veiddist við Rauðunúpa. Þurrkaður og pressaður saltfiskur í miklu úrvali FISKBTJÐIN Hverfisg. 123 Sími 1456. Hafliði Balvinsson. Því aðe;ns eignist þér allar Islendingasögurnar, að þár gerizt ásknícndur að hinni nýju útgáfu Islendingasagna. 13 bindi, 1 20 scgur og þættir ásamt nafnaskrá, fyrir aðeins 300 krón- ur heít, en 423,50 í góðu skinnbandi. Sendið áskrift til Guðna Jónsscnar magisters, pósthólf 73, Reykjavík. Istendingasagiiaútgáf an. Eg undirrit. . . .gerist hér með áskrifandi að Islendinga- sögum Íslendingasagnaútgáfunnar og óska að fá hana bundna óbundna. (Yfir það, sem ekki óskast, sc strikað). Nafn............................................... Heimili............................................. Póststöð . . ........................................ Islendingasagnaútgáfan, pósthólf 73 eða 523, Reykjavík. • MJm &* HEIMDALLUM Farmiðar á kynnisferð félagsins ausiur í Rangárvallasýslu á-morgun, verða seldir á skrifstofu félagsins í dag, frá klukkan 10—12 og í— 7.~— " " . ¦*¦ Félagar tryggið yður farmiða. í tíma. ði ,.-¦ ¦ . ..¦.....: .. ,. . . ... ¦ ^ ' ^Stjórn HeMDALLAR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.