Vísir - 06.08.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 06.08.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Þpiðjudaginn 6. ágúst M)46 VÍSIR DAGBLAÐ TJtgef andi: BLAÐAtFTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fndagur verzlunarmanna. Tlyrsti mánudagur í ágúst er frídagur verzl- verzluuarmanna. Er deginum varið að iiælti stéttarsamtaka yfirleitt, sumpart til að kynna landsmönnum störf stéttarinnar í fortíð, nútíð og framtíð. Er þetta mjög æski- leg kynningarstarfsemi, með því að yfirleitt vinnur verzlunarstéttin störf sín í kyrrþey, en hirðir ekki um þótt hávaði sé ger um, ef illa tekst, en vendilega ])agað um hitt, sem vel er um starfsemi stéttarinnar. Má segja, að þrátt fyrir aukin sanitök og aukna félags- starfsemi stéttarinnar í heiíd, hafi um of gætt tómlætis að því er málsvörn fyrir hana varðar, en um margra ára skeið, hefur stéttin verið talin heppilegur skotspónn fyrir árócf- nrs og niðurrifsstarfsemi. Ber þar til að ýmsum innan stéttarinnar hefur vegnað vcl, cn mörgum miður, en hvorttveggja hefur verið notað, sem árásarefni, eftir því, sem við hefur þótt þurfa hverju sinni. Meiri mennhuL Tslenzka verzlunarstéttin er ung að árum, * ])annig að sumir helztu brautryðjendur hennar eru enn á iífi. Þessir menn áttu margir hverjir ekki völ annarrar menntunar en þcirrar, sem þeir öðluðust í þjónustu danskra kaupmamia, eða með sjálfsmenntun, oft að loknu löngu og erilsömu dagsstarfi. Þessir menn fundu vel hvar skórinn kreppti, og er þeim óx fiskur um hrygg, beittu þeir sér fyrir stofnun Verzlunarskólans, sem ætlað var að uppfræða æskulýðinn, sem við störfunum átti að taka, og hefur sú stofnun innt verkefni sín af hendi með prýði, þótt sífellt séu gei’ðar til skólans auknar kröfur, ekki sízt nú á síðari árum. Hefur skólinn éiðlazt rétt til að hrautslcrá stúdenta, og var ]>ar þýðingarmikið skref stígið, en engin á- sfæða til að ætla annað, en að nemendur það- un muni réynast hlutgengir við aðra stúdenta, ckki sízt að því er varðar hagkvæma mennt- un og viðskiptalífið í heild. Það eitt er þó ekki rióg, að verzlunar- stéttin hafi eignast ágætan sérskóla. Hún ])arf einnig að læra af lífinu sjálfu, ekki að- cins hér heima fyrir, heldur elnnig erlendis. Mistökin. ^ess her ekki að dyljast að mistök hafa ýms * orðið á verzlunarsyiðinu, á undanförnum áratugum, en þau hafa reynzt miklu minni, ;én gera Iicfði mátt. ráð fyrir. Að sumu leyti á verzlunarstéttin enga sök á slíkum mistök- um, heldur öllu frekar ríkisvaldið, sem talið hefur við éiga, að hefta* framtak stéttarinnar óeðlilega á flestum, ef ekki öllum sviðuin við- skiptalífsins. Óeðlileg togstreita hefur ríkt milli kaupmanna og kaupfélaga, en ýms sól- armerki virðast benda til, að báðir þessir aðilal' æski einskis frekar en frjálsrar verzl- unar, og þeir hafa sýnt, að þeir eiga auðvelt með að vinna saman, og vinna vel í þágu ])jóðarinnar. Megi verzlunarstéttin njóta ó- skerts athafnafrelsis á komandi árum, og megi henni takast' að sinna svo hlutverki sínu, að hún skipi virðulegan sess, saman- horið við verzlunarstéttir allra menningar- J)jóða. ‘ Fimm Bandarískir þingmenn heimsóttu Reykjavík s. I. sunnudag. Rómuðu vnjög fegurð bæjarisis og menningarbrag. pimm Bandarískir þing- menn heimsóttu Reykja- vík s.l. sunnudagsmorgun. Voru þeir á leiðinm til Bandaríkjanna og höfðu hér aðeins skamma við- dvöl. Meðal þingmannanna voru tveir öldungádeildarmenn, þeir senator Rutler og sena- tor Ellender. Hinir þrir voru úr fulltrúadeildinni og heita Crawford, Rohinson og Mil- ler. Auk þingmannanna var í förinni aðstoðamaður i fjármálaráðuneyti Banda- ríkjanna. — Þingmenn þess- ir lögðu af stað frá Banda- ríkjunum þann 26. júni s.l. áleiðis til Manila, höfuðborg- ar Filippseyja. Áttu þeir að vera fulltrúar þjóðar sinn- ar, er lýðveldi var stofnað þar þann 4. júlí s.l. Frá Manila fóru þeir til Japan, þaðan til Kóreu, Man- sjúríu, Kina, Indlands og Jerúsalem. Auk þess komu þeir við á ýmsum stöðum á meginiandi Evrópu. Hingað komu þeir frá Prestwick í Skotlandi. Atli flugvél þeirra, sem er Skymastervél, að lenda á Keflavíkur-vell- inum, en fyrir ósk þing- mannanna lenti liún íiér á Reykjavíkur-vellinum, til þess að taka eldsnevti. STóð vélin hér aðeins við í rúm- an hálfan annan tíma. Þingmennirnir notuðu tímann, meðan þeir stóðu við, til þess að skoða bæinn. Létu þeir í Ijósi mikla hrifn- ingu yfir hve fagur bærinn væri, og dáðust mjög að menningarbragnum, sem á honuni væri. Sögðu þeir, að þeim liefði komið mjög á ó- vart, að hcr væri nýtízku borg. Skoðuðu þeir m. a. hitaveituna og þótt mikið til hennar koma. Héðan fóru þingmennirn- ir laust eftir ld. 1 á sUnnu- dag áleiðis til Bandaríkj- anna. Æflaðl að gerasf laismofarþegi. Þegar Drottningin var að fara héðan, um helgina, reyndi mdður nokknr að fara með skipinu sem laumu farþegi. Var hann húinn að hag- ræða sé.r um borð, en fékk eftirþanka, þegar skipið var að leggja frá hryggju og stökk í land aftur. Þar var hann handsamaður af lög- reglunni. Athugasemd. í „Bergmáli" Vísis nýlega er hugvekja um óvarða liveri á almannafæri og slysa- hættu af -þeim. Hugvekja þessi er góð, því að aldrei er of oft brýnt fyrir mönnum að varast slysin við heitar laugar og hveri. Hinsvegar hefði niðurlagið mátt missa sig. Þar er koniizt svo að orði: „Það mun einnig liafa verið sent erindi til þingsins um að setja fyrirmæli um að hverir skuli girtir, til þess að koma í veg fyrir frekari slys, en þótt einkennilegt sé, mun málið ekki liafa verið talið þess vert, að löggjafarsam- kundan fjallaði um það.“ Hér er ekki rétt nieð farið. Alþingi hafði ekki borizt nokkurt erindi um þetla efni, svo að svigurmælin um af- skiptaleysi þess um ])etla mál eru ekki á rökum reist. En sannleikurinn er sá, að snemma á haustþinginu 1945 (um 20. okt.) bar eg fram „frumvarp lil laga um girð- ingar kringum hveri og laug- ar“. Frumvarp þetta var tek- ið til fyrstu umræðu í Nd. 25. okt. og var vísað til 2. umr. og allslierjarnefndar. Nefndin gerði ýmsar breyt- ingar á frv., sem voru til bóta, viðurkenndi réttmæti lagabreylingar um þetta efni og mælti með samþykkt frv. Fór það síðan rétta boðleið til Ed. og var afgreitt sem lög frá Alþingi 27. febr. 1946. Þar með er skylt að afgirða Iiveri og laugar (50° og þar yfir), sem í bvggð eru eða svo nærri hyggð, að niönnum gcti slafað hætla af fyrir líf eða liinu, að dómi sveitar- stjórnar. Sigurður E. Hlíðar. Bifreiða- árekstur. Laust fyrir kl. H í gær- kvöldi hljóp maðiir fyrir hif- reiðina R2652, á gatntnnát- um Hafnarstrælis og Pósl- hússtrætis, cn fyrir snarræði bifreiðarstjórans tókst að forða slysi. Bifreiðarstjórinn á R2652 snarhemlaði á sama augna- bliki og maðurinn hljóp úl á götuna. Við þetía ó!i bif- reiðin R 2674 aftan á R 2652 og R1432 aftan á R2674. Skemmdir urðu töluverðar á öllum bifreiðunum við þenn- an árekstur, en þó sérstak- lega á R 2674, sem lcRi á, milli hinna bifreíðanna. Eymd. Drykkjusliapur fcr hér mjög vaxandi i bænum að þvi cr virðist. Verulcgur hópur manna að tiltölu hefir varla annað fyrir stafni cn að neyta áfengra drykkja og stundar þá iðju af þeirri kostgæfni, að margur góður starfsmaður hefir ekki sömu árvekni i starfi sínu. Menn þessir eru eymdin í mannlegu gerfi, og þrált fyrir hana lokkast jafnan fleiri o fleiri niður í draf áfengisins af kynningu við of- (lrykkjumennina, svo að hver hugsandi máður sem lítur þessa menn og tilveru þeirra spyr: Hvað getur þetta egngið svona lengi? * Geðbilaðir Drykkjumennirnir scm liér er menn. átt við, eru sízt færir um að sjá fyr- ir sér sjálfir. Viljaþrek þeirra og sjálfsbjargarlöngun er ýmist horfin eða mikið löniuð. Flestir drykkjumannanna eru geðbilaðir að vissu leyti, og er erfítt að fást við þá geðbilun. Sjóndeildarhringur þeirra nær trauðla út fyrir vjnflöskuna, allir þeirra vandamenn, sem reynt hafa að koma þeim á rétta braut, eru i þeirra augum ekki lengur einlægir eða.velviljaðir vin- ir þeirra, heldur harðstjórar sem jafnvel vilja gera þeim eitthvað iilt. Hins vegar eru vanda- menn þessara manna búnir að fá sig fúll sadda af hegðun þeirra og vínþorsta, og hafa hvorki þrautseigju né miiguleika til að bjarga þvi sein hægt er af manndómi þeirra. * Hvað er Menn þessir eru lyllilega þurfandi gert? fyrir læknishjálp og hælisvist, þar sem þeir eru einangraðir frá áfengi en að öðru leyti tryggð vinna og viðurværi. Dr.vkkjumannahæli var stofnað fvrir stuttu sið- an fyrir þcssa menn, og var huginyndin með því að Iækna þá af áfengissýkinni. Eflir nokkra mánuði var sú reynsla fengin, að flestir þessara manna voru ólæknandi. Var þá starfsliáttum hælisins breytt, og þeir einir teknir á hælið sem von var til að gætu læknast, voru með öðrum órðum ekki orðnir svo gegnsýrðir. Á þessum grundvelli starfar það drykkjumanna- hæli nú sem til er. En reynslan sannaði að drykkjumannahælin þurfa að vera tvö. ApnaS lækningastofnun, hitt fastur samastaður fyrir ófdrykkjumennina, þar scm þeir hafa starf að vinna og eru einangraðir frá vini. En síðan breytt var háttum drykkjumannahælisins eru þessir menn heimilislausir og bjar"""1'"'1''’' ’-mn- ir sofa undir hvolfandi bátum eða úti undir ber- um himni, svo að nokkur dæmi séu nefnd. l’m þrifnað þeirra og mataræði er bezt að sem minnst sé rælt. * Það, scm Til að reisa annað hæli fyrir’þcssa koma skal. vamnáttugu menn, þurfa að finnast menn sem hafa vilja til að koma góðum hugpjónum í framkvænul og bróðurþel li! þeirra sem minnst nicga sín. Þessir menn eru lil og það víða. Reykvíkingar liafa oft sýnt hugs- un og drenglyndi, þegar einhver hefir verið lijálparþurfi. En það sem vrrðist vanta, eins og sakir standa nú, er forustan, öflug og dugandi forusta. Þá stendur ekki á fjöldanum að fylgja þegar foringinn er fuiidinn. í þessu sambandi vil eg geta inn eina konu, sem ekki rýrði liróð- ur lands síns erlendis. Þessi kona' var Ólafia Jóhannsdóttir og dvaldi niestan hluta æfi sinn- ar í fjarlægri borg og ej'ddi kröftum sinum til að hjálpa einstæðings stúlkum, sem lent höfðu á glapstigum. Fyrir það starf var héími reistur óafmáanlegui' minnisvarði þar í borginn. En veglegri varða reisti hún sér þó i verkunum. Ef SJysavarnaféJagið, Templarareglan og önniir mannúðarfélög láta undir höfuð leggjast að hafa forusluna í þcssu mannúðarmáji, vill þá ekki einhv.er velja sér lilutskipti Ólafiu Jóhannsdótt- ur og ríða á vaðið f.vrstur til að leysa þjóð- inaumjan, vömm, rétta liluta smællngjaus og gera sjálfan sig að bctri 'inanni uni leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.