Vísir - 26.08.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 26.08.1946, Blaðsíða 7
Mánudaginn 26. ágúst 1946 V I S 1 R 7 Griiðbrancliir Jónsson, prófessor: Hægri hönd De Gaulles. Handrita- Nú eru samningaraenn Dana að koma liingað í dag. Frá íslands hálfu liggur ekki fyrir, og getur ekki leg- ið fyrir heitt mál annað en handrita- og forngripamálið. Það er fram úr þvi, sem þarf að ráða, en engu öðru máli. Danir hafa og boðið út svo mannmargri sendinefnd, að auðséð er, að þeir skilja, að þetta mál er í raun og veru eina málið, er til uin- ræðu kemur. Réttur vor til þessara eigna er alkunnur, og er enginn sá Islendingur til, sem fullvita er, að hann þekki ekki þenn- an rétt og' vilji ekki standa fast á honum. Hefir verið lögð raikil áherzla á hinn siðferði- lega rétt vorn í þessu efni, og hefir prófessor Sigurður Nordal lýst honum vel i ágætlega skrifaðri grein í Letterstcdska thnaritinu. Víst er liinn siðferðilegi réttur skýlaus og óendanlega mikils virði, en alkunnugt er þó, að siðferði og dyggðir eru i bili ekki hátt metnar í kaup- liöll millirikjaviðskipta.Menn mega þess vegna ekki gleyma því af ofurást á hinum sið- ferðilega rétti, að við eigum engu síður góðan og traustan lagalegan i;étt lil liandfitanna og forngripanna. Til er það, að menn, sem meta siðferði- legan rétt að engu, beygi sig fyrir lagalega réttinum, og traustur er liann, ef til átaka kemur. Hinn lagalegi rétlur vor er alveg ótvíræður. Danir hafa aldrei eignazt þessa hluti, og liafa aldrei getað eignazt þá. ísland liefir aldrei mætt Danmörku sem sjálfstætt riki fyrir 1918. Fyrir þann tíma var land vort óaðskilj- anlegur liluti Danaveldis og gat þvi enga aðild liaft til neinna alhafna eða afsala, lieldur tók ríkið, sem Island var partur af, allt úr sjálfs sin liendi mótaðilalaust. En þessu riki bar vegna yfirráð- anna skylda til forsjár fyrir Islandi eins og öðrum lilutum sínum; til þess eru einmitt riki ætluð. Sú skylda náði auðvitað einnig til söfnunar og varðveizlu handrita og forngripa, en skapaði ekki, éf rækt var, neinum einstökum parti ríkisins eignarétt yfir því, sem annar partur þess lagði til. Hin núverandi Dan- mörk var fram til 1918 ekki annað en partur sama rikis og ísland var þangað til. Hún cr fvrst orðin það ríki, sem hún nú er — með nokkurri viðbót síðar — þetta sara ár 1918, og á því ekki einhliða létt til sameigna hins fyrra ríkis. Þegar ísland og Dan- mörk urðu riki, hvort óháð öðru 1918. þá hvnrf öll for- sjárskýlda fvrir okkur frá og forngi Dönum, og nú varð að leysa upp hið fvrra félagsbú og hvor að taka sitt og gæta síns sjálfur. Það sem við krefj- umst er, að okkur verði af- lient aftur þetta framlag okkar til félagsbúsins, þar sem grundvöllurinn undir frekari gæzlu þess af hálfu Dana er horfinn. Þessi rétt- ur okkar er svo augljós og rökréttur, að hvert barn, og jafnvel hver fáviti, sér liann og skilur. Það eru til svo glöggir og ógjýjaðir Danir, að þeir sjá og skilja þennan rétt vorn, og nýverið liefir einn málsmet- andi Dani bæzt í hópinn. Það er próefssor L. L. Ham- nierich. Hann sér og skilur allt saman, en veit, að það muni landar hans ekki geta. Til þess að koma þeim til að gera það, sem rétt er í mál- inu, snýr hann öllum rök- semduin svo, að löndum hans meigi vel líka, en að þau lmígi samt að því að þeir „gefi“ okkur þessar eignir vorar. Það er aldrei rétt að vera orðsjúkur, sizt ef mað- ur finnur góðan tilgang, og Islendingar þiggja því auð- vitað, að Danir skili okkur þessu sem gjöf, og mun vin- fengi okkar árciðanlega koma á móti. Það hefir oft hljómað i eyru min frá Dönum, sem eg liefi þekkt, er minnzt liefir verið á afbrot Dana við þjóð vora á fyrri öldum, að við mættuin ekki erfa það við núverandi kynslóð Dana, því hún ætti ekki sök á þvi. Þetta er alveg liárrétt, að þvi til- skildu,.að Danir vorra daga haldi ekki háttum feðranna við okkur. En það gera þeir, ef þeir ncita því að skila okk- ur þessari eign vorri úr hinu fyrra félagsbúi, og þá eru þeir um leið búnir að taka á sig siðferðilega ábyrgð á af- brotum feðra þéirra við okk- ur. Ef Danir skyldu liafa ein- hver mál, sem þeir óska að brjóta upp á, eins og sýnist, þá lilýtur það að vera krafa allra Islendinga að liandrita- og forngripamálið verði tekið fvrir fvrst eitt sér, án þess að öðrum málum sé blandað þar saman við, og að Danir skil- vrðislaust gangist undir að skila þeim hlutum, sem Is- lendingar gera tilkall til, og auðvitað án þess að nokkuð komi á móti. Ef samninga- menn Dana geta ekki orðið við þessum kröfum, þá býzt eg við, að það sé ósk alls þoi ra íslendinga, að forsvars- menn vorir hrindi fram samningaborðum, og að öllu viðtali sé lokið að sinni. En það er von allra íslendinga, að lil sliks þurfi ekki að koma. ipamálið. Það hefir lieyrzt eitthvað um það, að sumir Islend- ingar og Daiiir hefðu áliuga fyrir ]iví, að komið væri á einhverjum sanminguin milli ríkjanna um gagn- lcvæm réttindi Islendinga í Danmörku og Dana á ís- landi. Það er lítt skiljanlegt, að það geti verið nokkrum áhugamál, því sama sem ekkert cr i húfi á báða bóga. I Danmörku eru eitthvað um 1260 búsettir menn af ís- lenzku bergi brotnir, og af þcim munu 3—400 konur vera giftar dönskum mönn- um, og þvi ekki leilgur ís- lcnzkir ríkisborgarar. liitt eru n.nii s< m c'ii í föstum stöðum eða liafa að slaðaldri ofan af fyrir sér þar í landi. Mest af þessu fólki á börn og buru í Danmörku og verða afkomendurnir Danir. — Þessir menn eiga auðvitað að gerast danskir rikisborgar- ar, og vera nýtir þegnar Iiins nýja föðurlands. Menn eiga að vera þegnar, þar sem menn neyta síns brauðs — ubi bene ibi patria — þar sem maður unir sér, þar á að vera manns föðurland. Sama gildir um Dani á Is- landi, nema hvað tölurnar eru heldur minni. Allir aðr- ir Danir og íslendingar, scm eru á fcrð eða dveljast í hinu landinu, eiga þar að lúta sömu kjörum og aðrir Norð- urlandamenn. Ef menn endi- lega vilja hafa um þetta einhverja samninga, er mál- ið s*vo vita óflókið, að það ætti að mega láta sendi- herra Islands í Danmörku kalsa það við utanrikisráðu- neyti Dana, eða sendiherra Dana hér úlkljá það við ut- anríkisráðuneyti vort, en annað eins lið og hingað er lcomið og við höfum boðið út er ásamt langferðum, alger- lega óþarft til slíks smælkis. Sendinefnd Dana er stór, og þó komu fleiri en boðnir voru, cn það eru Færeying- arnir. Þetta er ekki sagt af því, að þeir séu ekki guð- velkomnir liingað til lands, og ekki heldur af þvi, að hin danska nefnd megi ekki hafa þá með sér til ráðu- neylis, því þeir eru danskir þegnar. Þetta er sagt af þvi, að auðséð er á þessu, til livers Danir koma hingað. Það er fyrst og fremst til þess að komast að sanm- ingum um framlengingu á fiskiveiðarétti Færcyinga hér við land. En það væri frábærlega ógætilegt af ís- lenzku samningamönnun- um að gangast undir að taka það mál til meðferðar eins og sakir standa. Það er ekki sagt af neinni óvild til Fær- eyinga, heldur blátt áfram vegna þess, að í bili er alveg Frattilí. á 8. síðu. Eftir Ernest 0. Hauser, einn af ritstjórum Saturday Evening Post. þegar Þjóðverjar nálguðust Paris, var ekki vitnað í nokkurn franskan blaðamann eins oft og Bidault. Hann fékk óteljandi bréf og hal'ði sambönd við ýmsa helztu menn Evrópu. Þekktir menn frá öðrum löndum heimsóttu hann og bauð hann þeim þá að borða með sér í veitingahúsum, þvi að hann var einlileypur. Meðal þeirra, sem hann þekkti, voru t.d. ýmsir kaþólskir Þjóðverjar. Hann treysti Kaþólksa miðflokknum í Þýzkalandi, þótt sú trú hafi ekki verið réttlætanleg. Kanslarnir Wirth og Brúning vom meðal kunningja hans og hann heimsótti þá einu sinni, er hann fór til Þýzkalands. Einu sinni þegar Gestapo' gerði leit í hinu gamla heimili Bid- aults í Moulins, rakst það á gamalt nýársóskakort frá Wirth. „Hver er þetta?“ spui'ðu lögreglumennimir. „Þýzkur ríkiskanzlari,“ svaraði systir Bidaults. „Aldrei heyrt hans getið,“ sagði Gestapo. Hvað eftir annað keniur Bidault vinum sínum á óvart með hinum skörpu gáfum sínum. Hann getur lesið 300 blaðsíðna bók á 30 mínutum án þess að hlaupa yfir nokkurt mikilsvert atriði. Síðan getur hann rætt um galla hennar og kosti tímunum saman. Enda Jiótt hann hafi alltaf agað sjálfan sig og geri jafnan uppkast að öllum greinum sínum, býr hann sig aldrei undir ræður. Fyrir nokkru var hann í bíl á leið til útifundar, sem hann átti að ávarpa. Mestan hluta leiðarinnar rabbaði hann um allt milli himins og jarðar við einkaritara sinn. Þegar nokk- urra mínútna akstur var eftir, bað hann stúlkuna að afsaka sig, varð mjög hugsi og síðan hélt liann ræðuna, án þess að reka nokkuru sinni í vörðurn- ar. Bidault hefir aldrei lifað fjölskyldulífi og á bágt með að vera ntjög alúðlegur. Hann talar aldrei um sjálfan sig og einungis nánustu skyldmenni hans þúa hann. „Hann er eini frændi okkar, sem hefir ekki kj’sst okkur,“ segja bræðra og systrabörn lians. Menn vita ekki til þess, að hann hafi nokkuru sinni verið við kvenmann kenndur. Hann kallar kven- þjóðina „tímaætiir“ og verður æfur, þ'egar einhver kunningi eða ættingi ætlar að reyna að koma hon- um í hjónaband. „Við höfum beitt öllum brögðum,“ segir Paul, eldri bróðir hans, sem er lögfræðingur. „Einu sinni sagði eg honum frá ungri konu, sem hafði numið lögfræði, var mjög falleg og af ágætustu fólki kom- inn. Eg mátti alls ekki kynna hann fyrir henni. Hann vildi einu sinni ekki líta á hana.“ Þrátt fyrir þctta er Bidault mjög hlýr í viðmóti. Honum þykir gaman að umgangast fólk og á fjölda vina, sem mundu fúslega leggja allt á sig lians vegna. Meðan hattn fór huldu höfði, fékk hann ó- teljandi heimboð frá fjölskyldum, sem buðust tiL þess að skjóta skjólshúsi yfir hann. Æskulýðurinn. heldur mjög upp á hann og nemendur lians telja hann skemmtilegasta kennara sinn. Bidault er áhugasamur frímerkjasafnari og ver miklum tíma til þeirrar skemmtunar. Nú þykist hann hafa fengið svo góða aðstöðu til að safna fri- merkjum, að safn hans geti einhvern tímann jafn- azt á við safn Roosevelts heitins forscta. Hann hefir líka mjög gaman af að safna og sltoða sveppi og fer oft út í skóga, þegar hann má vera að, til þess að safna þeim. Hann er eins og aðrir Frakkar að því leyti, að honum þykir gott að fá glas af léttu víni og góðan mat, cn þó þykja honum græn epli mesta sælgætið. Þá fer hann mjög oft í leikhús óg kvikmyndahús og hefir bætt ensku sína mikið með þvi að sjá mikið af amerískum kvikmyndum. Bidault er ávallt fús til ræða fyrirætlanir sínar og eg bað hann um að segja eitthvað fyrir Saturday Evening Post fyrir hönd Frakklands, svaraði hann: „Hið endurreista Frakkland nmn lialda áfram að vera merkisberi lýðræðis á meginlandi Evrópu. Meginlandið má ekki loga í hatri sem fyrr. Það minnsta, sem við getum gert er að líta svo á, að hernám Þýzkalands — sem Frakkland tekur þátt í -— verði upphafið á menntunarsdðleitni, sem hefir það markmið að breyta Þýzkalandi í nágranna, sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.