Vísir - 18.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 18.09.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Miðvikudagirin 18. september 1946 HER S T E I N N,; P A L S S D N I tékknesku landamærahéraði. laínskjótt og komið er ínn fyrir landamæri Tékkó- slóyakíu írá Þýzkalandi, má sjá að komið er úr sigr- uðu landi í land þjóðar, sem telst meðal sigurveg- aranna. Bréýtingin, f.em á verður, er svo mikil og gerist svo skjótt, að maður þyrfti vart að eiga við landamæraverði til ]>ess að geta gert sér Ijóst, að komið er til annars lands. Allt er með öðrum brag, þeg- ar komið er inn í Tékkósló- vakíu frá Þýzl-alandi, fólkið er betur klætt, það er enginn lumgursvipur á því, eins og í Þýzkalaudi og jafnvel bús- dýrin eru feitari og fallegrl Fljót afgreiðsla. Við komum að landamær- unum hjá Rozvadove — Rosshaupt á þýzku — á leið- inni frá Nurnberg til Prag - um Pilsen, — þegár degi var tekið að balla. Tveir korn- ungir amerískir hcrmenn gættu landamæranna Þýzka- landsmegin ásamt Þjóðverja, einum. Þeir litu á skilríki okkar og hleyplu okkur svo í gegn orðalaust. Við tékk- nesku stöðina stóðu um 30 vörubílar, sem Tékkar voru að'fá frá UNRRA. Það var leitað vandlega í þeim öllum og við óttuðumst, að af þessu yrðu meiri háttar töf. En betur fór en á horfðist, því okkur var hleypt fram- hjá bílunum, skilríki og yegabréf stimpluð og siðan máttum við haida leiðar okk- ar. Engin leit gerð að smygl- varningi og við brunuðum á- leiðis til Prag — eða „smér Praha", eins og stóð á skilt- unum meðfram veginum. Nýr húsbóndi. Um tveim kílómetrum fyr- ir innan landamærin ókum við inn í þorp. Klukkan var um sex, við höfðum hvorki fengið vott né þurrt frá því uih hádegi í Niirnberg, svo að menn langaði til að fá að reyna einn „pilsner", þenna tékkneska drykk sem Jengi hefir verið beimsfrægur. Við komum auga á veitingahús — hostinee og setlumst þar inn. Ungur maður bar okkur pilsner i flöskum en sagði, að þetta væri nú ekki rétt góður mjöður, styrkleikinn væri lítill, því að það mætti ekki hafa hann mjög sterkan. skömmtun væri á hráefnum. Hann sagði lika, að hann hefði tekið við veitingahús- inu fyrir liálfum mánuði, þvi að fram að þeim tíma hefði Þjóðverji átt það, en nú hefði hann verið fluttur úr landi. 1 Súdetalandi. Vi# erum nef niléga í Súd- etalandi, landræmunni, sem liggur meðf'ram miklum hluta lékknesku landamær- anna og Hitler fékk á Mimc- henari'undinum fræga, áður en hann gleypti allt land Tékka og Slóvaka. Og þarna á fyrstu minútunum, scm við erum i Tékkoslóvakiu, kynn- umst við einu þeirrá vanda- mála, sem stríðið hef'ir skap- að lýðveldinu, sem til varð upprunalega eftir heimsstyrj- öldinni fyrri. Tékkóslóvakar vilja neí'nilega ekki hafa Þjóðverja innan landamæra sinna. Þeir viðurkenna að visu, að duglegt og gott fólk hafi verið meðal Súdeta, cn segja jafnframl, að ekki sé_ hægt að hafa þá innan landa- mæranna, þar sem geti gerzt svikarar á ný eins og 1938. Hvítu armböndin. Þessum þjóðl'lutningum er á engan bátt lokið og enn eru tnargir Þjóðverjar í Súdeta- hérunuðum, þótt þeim hal'i fækkað' jat'nt og þétt síðasta árið og Tékkum í'jölgað þar jafnframt. Það er alltat' hægt að þekkja Þjóðvcrjana úr. Þeir eru skyldaðir til' að bera hvítanborða umannan hand- legginn — konur sem karlar, ungir sem gamlir. Þeir eru líka verr til fara en Tékkarn- ir og þeir munu fá minna að eta en aðrir landsmenn. Reknir eftir uppskeruna. Fjölmargir Þjóðverjar eru enn út um sveitirnar í Súd- etahéruðunum. Það er hægt að sjá þá við vinnu á ökrun- um þar. Þetta fólk fær ekki að fara strax, þótt það vildi. Það fær ekki að fara eða er ekki rekið úr landi, fyrr en öllum uppskerustörfum er Jokið. Það er skortur á vinnu- at'li af ýmsum orsökum og ein leiðin til þess að vinna bug á honum er að notast við Þjóðverjana. Þegar uppsker- unni er lokið, verða þeir fluttir yfir Jandmærin, þar sem bandamenn taka við þeim og reyra að koma þcim einlivcrnveginn fyrir. í Karlovy Vary. Súdcla-Þjóðverjarnir cru auðvitað víðar en í sveitum. Stærsta borg Súdctalands- ins, sem við komum í, var Karlsbad. Hún cr ekki fram- ar nefnd Karlsbad í Tékkó- slóv.akíu, þyí að hún heitir á tékknesku Karlovy Vary og ferðamanninum er réttara að bregða ekki fyrir sig þýzJv- unni að fyrra bragði. 1 stríðs- lokin voru hlutföllin milli Þjóðverja og Tékka í borg- inni eins og 16 á móti 7. Nú er orðin þessi breyting á, að Þjóðverjum hefir fækkað um helmirig, en Tékkum fjölgað ura rúman helming. Við gatnagerð. Við' höfðum nokkurra klukkustunda viðdvöií Karl- ovy Vary og héldum okkur mest í miðri borginni. Þar var á einum stað unnið að viðgerð á götu, og voru flestir verkamannanna gaml- ir menn með hvítan borða um annan handlegginn. Við sáum fleiri Þjóðverja, og það var sameiginlegt með þeim öllum, að þeir unnu líkam- lega vinnu og heldur sóða- lega. Fluttir til Ruhr. Talsverður námugröftur er víða í Súdetahéruðunum og þó að Tékkar mundu vel geta notað þýzku námumenn- ina vilja þeir ekki gera það. Þeir vilja koma þeim út úr landinu, svo að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim framar. Nú er hins- vegar skortur námumanna í Rulir, svo að Bretar buðust til að taka nokkur þúsund námamanna frá Tékkósló- vakíu í vinnu þar. Um fimm- tán þúsund manns verða fluttir þangað í haust og ætía Bretar að byggja yfir þá skála, því að með öðru rqóti mundu þeir ekki geta fengið þak yí'ir höfuðið. Tékkar. Eins og að ofan segir, er mikill munur á Tékkum og Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu. Tékkar eiga að vísu við örð- ugleika að striða, en þeir eiga þó landið og ráða sér sjálf- ir — að svo miklu leyti, sem nokkur getur ráðið sér sjálf- ur nú á tímum — en Þjóð- verjinn sér ekki fram á neitt nema neyðina um langa framtíð. Tékkinn er hraust- legur og hann er allajafna vel til fara, stúlkurnar í alla vega litum kjólum eins og hcr heima, málaðar og snyrt- ar, eins og aldrei hafi verið stríð eða hernám i landinu. En Þjóðverjinn er eins og landshornamaður. Verzlanir fullar. Þegar maður sér hverja vcrzlunina af annari fulla af hvers konar varningi, þá undrast maður, þvi að ekki er nema rúmt ár liðið frá því að stríðinu lauk og með því meira en sex ára hernámi landsins. Pað hefir lika orðið mikil breyting á frá því að Þjóðverjar gáfust upp. Tékk- neskur blaðamaður, sem ver- ið hafði erlendis frá því 1939 og kom heim rétt eftir upp- gjöfina, sagði einum okkar, að þegar hann hefði komið heim, hefði ekki verið glæsi- legt um að litast, því að bók- staflega ekkert var til af vör- um í landinu. Litlar skemmdir. En það varð Tékkum til happs, að skemmdir urðu hverfandi litlar í landi þeirra. Borgirnar sluppu að heita má alveg við lof'tárásir, bardagar voru hvergi eins harðir og í löndunum í kring, því að Þjóðverjar voru á heljar- þröminni, þegar leikurinn barst loks inn í Tékkósló- vakíu og þvi var hægt að byrja viðreisnina nærri þeg- ar í stað. Við sáum ekki liema eitt eða tvö hús í Prag, sem enn báru menjar eftir stríð- ið. Og þegar Þjóðverjar voru farnir og ekki þurfti framar að fara" eftir fyrir- mælum þeirra í framleiðsl- unni, þá var byrjað að fram- leiða allan þann varning, sem þjóðina skorti, bæði handa sjálfri sér og til að skipta við aðrar þjóðir. Matvara er skömmtuð. Matvara er skönmrtuð, eins og gefur að skilja og menn verða að hafa skönuntunar- seðla viðbúna, þegar borðað er í veitingahúsum. En sé kjötskammturinn búinn, því að nokkurra daga kjöt- skammtur hverfur ofan í Is- lending í því sem næst einum munnbita, þá gerir það ekk- ert til. Þjónninn kemur með kjöt handa gestinum, ef hann lætur i ljós ákveðna ósk um það og málsverðurinn kostar nokkurum krónum meira — nokkurum tékkneskum krón- um — og sú tékkneska gildir aðeins þrettán íslenzka aura. Eins og vin í eyðimörk. Þegar menn hafa ferðazt dögum saman um Þýzkaland og ekki haf t annað fyrir aug- unum en eymd, rústir og ves- öld, þá er heimsókn í Tékkó- slóvakíu eins og að koma í vin eftir langa eyðimerkur- ferð. Þarna — í miðri eyði- mörkinni, sem Mið-Evrópa er nú — er land og þjóð, sem geta boðið upp á flest af því, sem þeir eiga að venjast, er holskefla styrjaldarinnar hef- ir ekki fært i kaf með öllu — og meira af sumu. Svipur fólksins ber þess vitni, að það unir vel hag sínum og jafnvel landslagið virðist bera merki þess, að íbúarnir hafi fengið frelsi sitt eftir mörg og löng þrengingaár og kunni að færa sér það í nyt. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmenn Oddfellowhúsið. Sími 1171 Allskonar lögfræðistörf. Ensk ullarkjólaefni VERZL im - þrióiunaur þiáóarinnar - (eóa daqleqa þaó iein auglúit er L W M k9 M SlíH^ut et blailauA maht ^J\aitpió UÍáil ASKRIFTARSIMI ER I66Ö UNGLINGA vantar til að bera blaðið til kaupenda um RAUÐARÁRHOLT Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. S0U.HÍ MHfí víswn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.