Vísir - 24.03.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 24.03.1947, Blaðsíða 4
-Mánudagipn 24. marz Í947 4 DAGBLAÐ trtgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hyerfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fjárlegin. . *Omislegt er merkilegt við þau fjárlög, sem þingið hefur * nú til handfjötlunar. Eitt er það, að þau eru svo langt á eftir áætlun, að frá þéim átti að vera gengið til fulls <og þau búin að taka giltli fyrir nærri hálfu misseri. En Jjingheimur hcfur ekki g^tað komizt' til þess að ganga frá jþéim og verður þó varla sagt, að liann hafi haft mikil- vægari mál með höndum, þótt unnið hafi að stjórnar- myndun, því að vel hefði mátt ganga frá fjárlögum, þótt ný stjórn liefði ekki verið tekin við. Ástandið var orðið þannig í þjóðfélagsmálunum, að fyrirsjáanlegt var, að liver sem stjórnin yrði, mundi hún verða að stjórna með viti, skynsemi og gætni. Pcningaveltan í landinu liefur aukizt mjög á stríðsár- unttm, og er það á hvers manns vitorði. Því hefur vitan- lega fylgt, að fjárlög hafa farið hækkandi að krónutölu, svo að nú eru. þau orðin hærri en nokkurn, jafnvel hinn ■djarfasta — eða mésta hölsýnismann, eftir þvi hvernig á það er litið — óraði fyrir fyrir nokkurum árum. Því mið- ur virðist helzti lítið bera á því, að mcnn geri ráð fyrir jþeim möguleika, að erfiðleikar kunni að verða á götunni framundan. Það hefur aldrei þótt löstur, að gera ráð fyr- ir því, að illa kunni að fara og betra se að vera víð öllú húinn — fýrr en nú á hinum síðustu árum á Islandi, þeg- ar ljóminn af ímyndaðri gúllhúð peninganna blindar allt •og alla. Mörgum hugsandi mönnum þykja þær tölur geigvæn- 3ega háar, sem fjárlögin eru nú skrifuð með. Finnst sum- um, að nú eigi að gera allt í einú vetfangi, sem þjóðin hefur heðið éí'tir árum og öldum saman. Það skal siður -en svo lastað, að ráðast í jniklar og heillaríkar fram- kvæmdir, en þó geta menn reist sér hurðarás um öxl, ef <kki cr fidl fyrirhyggja með í ráðum, ekki gert ráð fyrir því, að mæta þurfi neinum örðugleikum, en þeir l)erja svo að dyrum, þcgar minnst vonum varir. Allir kunna söguna um feitu kýrnar sjö og þær mögru, scm síðar konm og átu hinar feitu, en urðu þó ekki feit- ari af. Svo getur farið hjá okkur, að mögru kýrnar eti liinar feitu, án þess að komast- í hold, ef þjóðarskúlunni <er ekki stýrt af hyggindum og gætni. Nýtt reikmngsár. •fcví var úreyft hér í blaðinu fyrir nokkurum árum, að ® heppilegt'kynni að vera, að fjárlög þjóðarinnar væru látin taka gildi 1. júli ár hvert og giltu til 30. júní næsta ár, cn hætt }’rði við að láta þau gilda almanaksárið, svo sem verið hefur til ])essa. Mundi þá að niörgu leyti auð- veldara að sjá fvrir, Iivcrxiig fjárhagur þjóðarinnar mundi verða og hvernig henni bæri að haga búskap sínum í sam- j-æmi við það. Mun jafnvel hafa verið borin fram á Aljnngi tillaga um þetta éfni, en hún ekki náð fram að ganga og málinu ekki vcrið hreyft upp frá því. Meðal erlendra þjóða tíðkast ]>að víða, til dæmis með- til þéirra enskumælandi, að þetta fyrirkomulag sé haft og kunna þær ]>ví vel. Með því er þó vitanlega ekkpsagt, að það hljóti að gcfast vel hér- þótt^gptt’þýki annars slaðar, «en margt virðist þó benda til þess,' að það kunni ékki síður að vera nýtilegt búskap okkar. Eitt má nefna, sem bendir til ])ess, að þetta fyrir- komulag kunni að vcra heþpilegt. Viðskiptasamningar eru •oftast gerðir til eins árs eða fárra ára í senn og þá mið- mð við almanaksárið. Vill þá oft við brenna, að slíkir rsamningar sé ekki fullgerðir, þegar ganga þarf frá fjár- löguip næsta árs óg -gerir það samning þeirra. erfiðari. <cu ella, ef vissa væri fyrir því, liversu miklu inagni af- tirðaíina yrði komið út fytir ákveðið verð. Er það eitt af mörgu, sent torveldar samning og frágang fjárlaga nú, .að engir viðskiptasamningar hafa e’nn verið gerðir. Því er hér skotið að Alþingi, að það láti nú fram fara :athug[un á því,, hvqrt slík. breyting fjárhagsársins getur »ckki verið hagkvæm. Það lætur athuga margt, scm ekki *er merkilegra en það; sem hér hefur verið hent á. V I S I R Skíðaméfið — Framh. af 1. síðu. að fá uppköst og köldu. Hjá Árbæ bilaði líka einn bill- irtn og gát bifreið Slysa- varnafélagsins tékið alla far- þegana úr honitín og flutt niður í bæinn. í gær var eldci hægt að keþþa í öðru en svigi karla i B-flokki, og fór keppnin fram fyrir liádegi. Eftir liá- degið var tilraun gerð til þess að láta einnig A-flokks keppnina í svigi fara frarn, en þá breyttist veður mjög til llins verra, livessti af norðri méð ofankafaídi og liriðar- veðri, og ekki víðlit að keppa. í B-flokkinum áttu Reyk- vikingar 7 fyrstu mennina og i sveitarkeppninni þrjár fyrstu sveitirnár. Úrslit úrðu sem liér segir: 1. Ásg. Evjólfss., 137.8 sek. 2. Guðni Sigfússon, 147.0 selc. 3. Hafst. Þorgeirss., 154.4 sek. 4. Har. Björnss., 157.3 sek. 5. Grétar Árnas., 157.7. sek. í sveitarkeppninni fóru leikar þajmig, að fyrst varð 1. sveit Skíðaráðs Reykjavík- ur á 439.2 selc. 2. varð 2. sveit Skíðaráðs Reykjavíkur á 478,0 sek. 3. varð 3. sveit Skíðaráðs Reykjavíkur á 518.9 sek. og 4. varð sveít Skiðaráðs Akureyrar á 531.3 sek. Er Yísir átti tal við Kolvið- arhól í morgun var þar enn hríðarveður og var talið lík- legt, að ékki myndi verða hægt að halda móiiiu áfram i dag, því að þó veður lægði þar uppfrá er eftir að troða brautina, én það tekur all- langan tíma. Enn er eftir að keppa í svigi A-flokks karla, stökki í öllum flokkum og bruni karla. Fer þessi keppni fram strax og fært þýlcir vegna veðurs. Þrátt fyrir það þó mikið hafi snjóað hér i úá- grenni .bæjarins er óvist, hvort liægt er að láta brun- keppnina fara fram hér, eðá livort keppt verður i Borgar- firði eins og upphaflega var gert ráð fyrir. í fyrradag fór fram ganga í a- og b- og unglingaflokki og brun og svig kvenna i a- og b-flokki. Úrslit urðu senvhér seglr: Gangci. A-flokkur: Islm.: Jóliann Jónsson ISS (íþróttasam- band Strandamanna) G2:51,0 mín. 2. Valtýr Jónasson SIvS (Skíðaráð Sighifj.) 66:07,0 min. 3. Gísli Kristjánsson SKR (Skíðaráð Rvíkur) 67:24,0 mín. B-flokkur: 1. Þorstéinn Sveinsson SKR 70:13,0 inín. 2. Sigurður Stefánsson SKS 71:55,0 mín. 3. Helgi Árna- son SKR 72:17,0. I sveitakeppni í göngu, A- og B-flokki, vann Skíðaráð Siglufjarðar. Var sveit þess með 3 ldst. 23:29,0 mín. Önnur varð sveit SKR á 3 klst. 27:25,0 mín. 17 til 19 ára: 1. Ingibjörn Hallbjörnsson ÍSS 42,50,0 mín. 2. Grímur Sveinsson SKR 43:34,0 mín. 3. Þor- steinn Þorvaldsson SKS 44:02,0 min. Brun kvenna. A-flokkur: Islm.: Aðlheið- ur Rögnvaldsdóttir SKS 32,8 sek. 2. Sigrún Eyjólfsdóttir SKR 36,2 sek. 3. Lovísa Jóns- dóttir SKA (Skíðaráð Akur- eyrar) 37,5 sek. B-flokkur: 1. Alfa Sigur- jónsdóttir SKS 22,6 sek. 2. Björg Finnbogadóttir SKA 23,0 sek. og 3. Hrefna Guð- mundsdóttir SKR 25,7 sek. Svig kvenna. A-flokkur: íslm.: Aðal- liéiður Rögnvaldsdóttir SKS 71,0 sek. 2. Helga R. Júníus- dóttir SKA 74,3 sék. og 3. Sigrún Eyjólfsdóttir SKR 76,3 sek. B-flókkur: 1. Björg Finn- bogadóttir SKA 60,4 sek. 2. Alfa Sigurjónsdöttir SKS 60,6 sek og 3. Hrefna Guð- mundsdóttir SKR 78,0 sek. Fólki því sem veðurteppt var á Kolviðarhóli var skipt niðiir i skálana. Var nóg til af teppum svo að fólkinu gat liðið vel í nótt. Laust fyrir hádegið fékk Vísir fregnir að því að fólk væri lagt gangandi af stað frá Kolviðarhóli i bæinn. Fer það i smáhópum, 10—15 i hverjum hóp og voru þrír flokkar lagðir af stað er blaðið frétti síðast. Þá frétti hlaðið ennfremur að allt kapp yrði lagt á það áð ljúka svigkeppninni í dag ef nokkur tök yrðu á því. Gamlai bæknr. Hreinlegar og vel með farnar gamlar bækur og notuð íslenzk frímerki kaupir háu verði LEIKFANGABÚÐIN, Laugaveg 45. MMMMMMMMMMMM BEZT AB AUGLÝSA í VÍSI MMMMMMMMMMMM BERGMÁL SB Vinnan. „í Bérgmáli. um daginn tal- aði Búi Bragason um vinnu- svikin og þann voSa* sem af þeim stafar fyrir þjóðina. — Sjáltsagt er nokkuö til í þessu, vinnusvikin eru of algeng, og á fjöldamörgum sviðum og ekki bundin við verkamenn eina, e.n áreiðanlega eru þau mjög lítil hjá sjómönnum og til sveitá. Dugnaðarmenn. í landi, þar sem feikilega margt er óger't og fólkiö er fátt, eins og.liér á landi, þá er hin mesta nauðsyn á, aö fólklö vinni af dugnaSi, og hliöri sér ekki hjá því aS vinna framleiðslu- störfin, eins og nú fer mjög í vöxt. Mér þykir líklegt, aS ef vel væri unniö, og vinnan vel skipulögö, mætti spara aS miklu leýti vinnu þeirra útlend- inga, sem hér-starfa, enda varla hægt, mikiö lengur, að Iáta-þá vinna hér, af gjaldeyrisástæS- um. Ábyrgðartilfinning. Því miöur hafa þeir, sem veita verldýösmálunum forstöðu, allt aöra stefnu en þá, aS vekja ábyrgSartilfinningu hjá verka- mönnum og öörum launamönn- um. Þeir hvetja menn ekki til dugnaSar eSa skyldurækui viö störfin. Áró'Sur þeirra er jafnan blind kröfupólitík, æn aldrei minnst á skyldur við atvinnu- rekendur eSa trúmennsku. •—■ BlöSin ættu aS skrifa Um þetta íiiál, því þaö er þýöingarmeira en margir gera sér grein fyrir. Launafyrirkomulag. Sannleikurinn er líka sá, aS launáfyrirkomulag okkar er i höfUÖatriSum ekki vel falliS til að hvetja menn til dáða. Menn fá tímákaup, dagkaup, mánaS- á’rkaup og árskaup greitt án þess nokkuð sé spurt um aíköst, og cr þetta algengast nema um bæn.dur og hlutasjómenu. ViS þetta skipulag fálla ýmsir fyrir frerstingunni, bæöi forstjórar og verkamenn, og ýnudda þaS bara rólega“. Því ber ekki aS neita, aö ákvæðisvinna er nú uhnin við allmörg störf og er alls staöar saina sagan, mikiö meiri .y.innu- afköst og eg held meiri vinnu- gleSi. Þurfa bæöi atvinnurek- endur, verkalýSsfélögin og rík- ið aö taka þetta mál til ræki- legrar rannsóknar óg reyna að koma á ákvæðisvinnu í miklu stærri stíl en nú er til hagsbóta fyrir.báSa aðila. Þyrfti að tak- ast góð samvinna um þetta mál. 1 Véltækni. Fyrir stuttu síöan sagöi fjár- ntálaráöherra Bretlands í ræðu, að ef þjóðin vildi framvegis lifa viö sæmileg lífskjör, þá yrði hún ab auka vinnuafköstin. Eg býst við, aö sama lögmál gildi hér á íslandi. Aukin tækni og vélanotkun getur mikið hjálpaS til, en aörar þjóöir hafa líka vélar og tæknii Ef þjóSin ætlar scr framvegis aS lifa frjáls í landinu og við góö lífs- kjör, þá veröur hver og einn að gera skyldu sína, vinna af dugnaði, trúmennsku og lífs- gleöi aS hverju því starfi, sem lifiö leggur henni eða honum á herðar. Vel unnin störf gera manninn hamingjusamajQ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.