Vísir - 26.03.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 26.03.1947, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Eitstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Súnar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Gatnahreinsunin. íjeykvíkingar eru yfirleitt hreyknir af því, hve framfarir hafa orðið miklar í bæ þeirra á undanförnum árum •og er það að vonum, því að enginn getur neitað J>ví með rökum, að sé á allt litið, hefur hér verið unnið að slór- •kostlegum framkvæmdum og endurbótum á nær öllum sviðum. Bærinn hcfur þanizt stórkostlega út, svo að varla . er liægt að líkja við annað en gullgrafárabæi í Bandaríkj- unum, þar sem heilar borgir risu upp svo að segja á einni nót'tu. Þó verður því ekki neitað, að margt er hér öðru vísi •en ákjósanlegt er, þótt frekar lítið hafi verið gert að því að gagnrýna það, af þeirri ástæðu, að mönnurrí heíur ver- ið Ijóst, að erfitt hefur verið að x-áðast í allar framkvæmd- ir bæjarins i einu og raunar ofviða ekki ríkara bæjar- félagi en Reykjavík hefur verið fram á siðustu ár. Þar að auki er Reykjavík tiltölulega ungur hær, þótt liálf önn- ur öld og tíu árum betur sé síðan íiann fékk kaupstaðar- réttindi. Þótt hann hafi verið höfuðstaður landsins um langt skeið, hefur þó margt skort á, að hann væri með sama yfirbragði og höfuðstaðir annarra landa, enda þar •ólíku sainan að jafna. Gatnahreinsunin hefur þó varla fylgt þróuninni síð- ustu árin hér í bæmim. Það hlýtur fýrr en síðar að verða eitt af höfuðverkefnum hæjaryfirvaldanna, að koma betri skipan á þau mál, láta nýsköpun fara fram á þeim. Gatna- jireinsunin verður alltaf mikilsverður mælikvarði á mcnn- irígu liorgarinnar, og Rcykvíkingar vilja telja borg sína jnenningarhorg. Menn leitast við að láta vélarnar vinná sem mest fýrir sig og Itærinn hefur að undanföriiu bætljvið sig nýtízku og stórvirkum vélum á ýmsum sviðum. Á sviði flutning- anna hcfur hann gefið hestunum hvíld og tekið bílana æ meira í Jijónustu sína, en á sviði gÓtuhreirísunarinnar er A’innuaðferðin nær hin sama og í upphafi —• líandafl, luistar og skóflur. Þarna er unnið með úreltum aðferðum •og tækjum. Erlendis eru vélar látnar hreirísá gðtrírnar svo sem kostur er á og þær jafnvel Jivegnar á hverjum degi, j>ar scm það er hægt. Þannig eigvun við að fara að hér. Við þuxfum að leita fyrir okkur erlendis 'mn kavip á hent- ngvim vélum lil götulireinsunar og jmríta. Þær kunría að ;vera dýrar, cn borga sig með auknum [nifnaði í bænum. Traman og kommúnistar. *|lrumán Bandaríkjaforsétí er nú orðinn þreyttur á fráln- “ ferði kommúnista og ætlar sér að draga sem mést liann má úr áhrifum þeirra í landi sínu; en á stríðsárunum fengu þeir ýmsar trúnaðarstöður, ]>ar sem ætla mátti að ]>eir mundu vinna vel og dyggilega, er Rússland var í banda- 'lagi við Bandaríkin. En áður en Rússlaríd lenti í stríðinu var afstaða kommúnista í Bandaríkjunum hin sama og hér þao mátti ekki hjálpa Bretum á neinn hátt, af því að liitler og Stalin voru þá enn vinir, Nú kallar Þjóðviljinn hér það, að Truman „löglciði skoðanakúgun“, er hann vill ekkí að þeir menn sé í em- bættum i Bandaríkjunum, sem valt sé að íreysta. Var auð- vitað ekki við öðru að búast, en að kommúnistarnir hér agæfu þessari ráðstöfun hans slíkt nafn og lesendur komm- únistablaða lit vim hcim munu geta lesið hina sömu fyrir- •sögn í öllum blöðurn sínum, rétt eins og hún hafí til orð- ið viö það, að kippt hafi verið í taug, er nær til ritstjórna allra kommúnistáblaða í heiminum. Annars ættu kommúnistar síður en svo að vera Tm- inan forseta reiðir fyrir „skoðanakúgun“, því að ]>að, sem Iiann gerir nú, er ekki annað en það, sem viðgengizt hef- ur í Rússlandi í nær aldarþriðjung. Þó er Bandaríkja- forseti enn svo langt á eftir tímanum, að hann er ekki •enn húinn að finna sína Síberíu handa pólitískum and- stæðingum sínum. Vera kann að reiði kommúnista stafi af því, að þeim finnist Truman ekUi gaíirí;i nógtl'’ laiigt 'í Jíkingu sinni við hið rússneska sljórnarfyrirkomulag og <Sr gremja þeirra þá skiljanlegri. V 1 S I R ■ Miðvikudaginn 26. marz 1947 RANDDLPH CHURCHILL (U.P.) : Franco er kommúnist- um nauðsynlegur. Loksins steig ein þjóð fyrsta skrefið til þess að losa Spán við einvaldsherrann Franco. Þótt kynlegt megi heita, var það ekki ein hinna sameinuðu þjóða, lieldur Ir- land. Eamon De Valera, for- sætisráðljcrra Ira, hefir lát'ið það boð vit ganga, að hann sé reiðubúinn til þess að sjá spænslca einvaldsherranum fyrir liæli, ]>egar hann óskar þess að draga sig í hlé. Fram- koma þessi er miklu væn- legri til árangurs en hin bros- lega samþvkkt, sem allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna gerði og setti í framkvæmd. Það jók aðeins á þvermóðsku Francos og þjappaði um leið spænsku þjóðinni saman að haki lians. Sú gágnslausa ráðstöfun, að kalla heim sehdiherrana, sem margir voru auk þess farnir, kom ekki öðru til leiðar en því, að ala á þeim sjálfbyrgingshætti, sem sþæhska þjóðin er fræg orð- in fyrir. Franco tókst að hagnast á þeirri liugmynd, að Sameinuðu þjóðunum gengi aðeins illvilji til og gat um leið fært sér í nyt þá skoðun, að Spánn þrátt fyrir fálækt ætti ekki að láta stór- veldin kúga sig. I sambandi við þetta verð- ur ekki fjarri, áð varpa fram þeirri spurningu, hvort Sam- éinuðu þjóðirnar kæri sig í raun og veru mn að losna við Franco, eða livort hér sé aðeins um að ræða andstöðu við Fraríco andstöðunnar vegna. Heimurinn er yfirfull- ur af alls konar fólki, sem æskir ]>ess að fá orð fyrir að vera „gött lýðræðisfólk“. Flest þessara íríanna eru of latir til þess að ríenna að kryfja til mergjar, hvað þáð sé í raun og veru, að vera lýðræðissinni. Kommúnist- arnir, sem allra manna bezt kunna að notfæra sér tilfirín- ingar fólks, hafa fundið upp einfalda skilgreinirígu, þ. e. orðið andfasisti. Geti maður sannað, að haiín sé „andfas- isti“, á það að vera sarinað, að hann sé bæði lýðræðis- sinnaður og frjálslyndur. Og þessu verður grcinilega náð, án nokkurrar andlegrar á- reynslu og jafnvel án ]>éss að leggja það á sig að lesa nokkura bók. Þetta hagræði væri hins vegar ekki fyrir hendi, ef ekki væru til einhverjir fas- istar, til þess að vera á móti. Franco er að ]>essu leyti heppilegur. Sauðarhausar, sem lítinn skilning bera á eðli stjórnmála og því síðiir frumatriði l'rjálsræðisins, komast að raun um, að'þeir liafa fengið handhægt vega- bréf í heim þeirra alvilru, með því einu að niðra Franco. Þess vcgna er þessum mönnum áhugað um, að Franco-stjórninni vcrði hald- ið við lýði. Eí' hann hyrli af sviði stjórnmálanna, myndu margir „upplýstir“ menn verða andlega klumsa. Og með lauslegri þýðingu á gam- alli tilvitnun mætti segja: „Hefði Franco ekki verið 'til, hefði orðið að Inia hann til.“ Sannleikurinn er sá, að Franco hefði helzt óskað þess, að losn við núverandi stöðu sína. En hann er sér þess meðvitandi, ef hann er dæmdur til þess að verða á- fram á Spáni, yrði bæði hann og fjölskylda hans síðar í4 hættii stödd vegna refsiað- gerða í þeirra garð. Meðan liann sér engar útgöngudyr fyrir sig og fjölskyldu sína, verður hann áfram. Éf hægt yrði að veita honum hag- kvæma og virðulega hrott- för, mundi hann taka lienni með þökkum. Því miður er almennings- álitið gegn þessum mögu- leika'. Fólk vill alltaf hafa einhverja syndaseli og ill- virkja, sem hægt sé að skeyta skapi sínu á. Heimskir „frjálslyndir“ og fáfróðir „lýðræðissinnar“ myndu verða utan gátta, ef þeir hefðu engan Franco til þess að afneita. Þess vegna þykir ekki lík- legt, að Sameinuðu þjóðirn- ar noti sér tækifærið, sem De Valera bauð. Hins vegar munu kommúnistar og sálu- félagar þeirra um allan heim keppast um að afneita De Valera og nefna hann „Francosinna“ og „fasista- vin“. Með því móti hjálpa þeir til þess að halda völd- uniim fyrir Franco og um leið veita Iið „and-fasislísk- um öflum“. Þetta getur ekki orðið til þess að auka á frels- ið í heiminum né tryggja friðinn. Það getur samt orð- ið til þess að hjálpa komm- únistum hvar sem er í licim- inum. .______________S____________ * Eggerfc Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmenn Oddfellowhúsið. Sínrí 1171 Allslconar lögfræðistörf. BERGMÁL Eru happdrættin plága? Mörgum , þykja hin tíöu happdrætti hér á landi hin niesta plága. Þ.ó cr erfitt aö for- dæma slika aöferö til fjáröfl- unar meö öllu, því aö það ertr mörg góömál, sem erfitt er aö lirinda í íramkvæmd, án þess aö ahnenningur leggi eitthvaö af mörkum af írjálsum vilja. Þótt sum sé vafasöm, þá eru önnur þó þannig, aö enginn sanngjarn maður gettir lagzt gegn þeirn og eitt af þeim happ- drættum er það, sctn góötempl- arar stofna til þessa dagana. Vel er boðið. Ekki verður annað sagt en að templarar bjóði vel i þessu happdrætti eins og þeir hafa oft gert áður. Að ]>essu sinni eru þaö hvorki meira né mintia éii íim'm bílar, sem „úr er ab velja“, ef taka má svo til oröa, ]>egar gæfan ein á að velja þá, sem hljóta eiga og þeir ge.ta ekki valið úr vinningunum. Gott málefni. Mönnum er smám saman að verða þaö ljósara, að það er göfugt málefni, sem templarar vinna fyrir og aö það á gott eitt skilið. Þess .vegna er víst ekki hætta á að öðru cn menn bregð- ist vel við, þegar happdrættis- miðarnir eru boðnir frani og svo er líka hins að gæta, að þaö er vandi vel boðntt aö neita. Klassisk tónlist á Borginni. „Pé emm joð“ skrifar eftir- fararídi pistil: „Hótel Börg hef- ir tekið upp þá nýbreytni —^ gestum sínum til stóraukinnar ánægju — að hafa létla klass- iska tónlist á sunntulagskvöld- um í stað jazzins, sem æsku- iýðurinn cr orðinn svo: sólginn i. VTar þétta reynt í fyrsta skipti s. 1. sunnudagskveld og tókst vonum framar. Þrátt fyrir mjög leiðinlegt veður voru veitingasalir hótelsins fullsetrí- ir, ekkt af sama fólkinu og „stundað“ hefir Borgina síöustu árin h'eldur af eldra fóiki, sem sést ekki á „skröllutn" svo- nefndu. - Ánægjulegt fyrirkomulag. Flestir gestauna voru ánægð- ir með þetta nýja fyrirkomu- lag á rekstri hússins og luku lofsorði á tónlistina, sem hljómsveitin bauð upp á. Hjörtur Nielsen hótelstjóri hef- ir sagt mér, að það sé ætlun hótelsins að fjölga smátt og smátt dögunum, sem kassisk •tónlist er leikin í veitingasul- unum, en fyrst um sinn verða aðeins sunnudagarnir „klass- iskir“ dagar, og laugardagarn- ir ef ástæður leyfa, þ. c. a. s. ef salirnir verða ekki upptekn- ir af stórum veizlum. Hann a þakkir skilið fyrir þetta.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.