Vísir - 12.04.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 12.04.1947, Blaðsíða 7
• Laugardaginn 12. apríl 1947 V I S I R 7 72 peirra; að langur timi lilaut a'ð líða, þar lil öll sár yrðu gróin. Og er eg sat þarna og stokkaði spilin heyrði eg nýjan hljóm, sem gnæfði yfir skothríðina úr fallbyssum og liandbyssum, ekki þrálátan, skerandi, taugaertandi eins og gjallandinn úr herlúðrum uppreistarmanna hafði ver- ið, heldur hraðan, snöggan, djarflegan siguróm, — óminn úr trumbum konungssinna, sem nú nálguðust, eftir unn- inn sigur. 20 Her uppreistarmanna gafst upp fyrir konungi árla sunnudagsmorguns. Hermenn þeir, sem hundruðum sam- an höfðu hnappazt saman í fjörunum, áttu sér ekki und- ankomu auðið. Aðeins einn fiskibálur tét úr höfn í Fowey laust fyrir birtingu, og stefndi til Plymouth, cn i káetu fiskibátsins voru þeir jarlinn af Essex, yfirmaður liers uppreistarmanna, og ráðunautur iians, Robartes lávarður. Að þessu komumst við síðar. Og einnig sannfréttum við, að eldasveinninn liennar Matty, hafði reynst henni dyggur erindreki, því að hann liafði efnt loforð sitt og skilað bréf- inu í hendur Sir Jacob Astley í Bodinick á föstudagskvöld, en jíegar orðsendingu liafði verið komið til konungs og varðmenn verið varaðir við þeirri hættu, að riddaraliðið myndi gera tilraun til að rjúfa hringinn, hafði því tekist að gera vel lieppnaðá útrás og komast gegnum viglínu konungssinna og til Saltash, svo að,1 vegna þess, að það drógst dálítið á langinn, að gera ráðstafanir til að girða fyrir þessa liættu, komust tvö þúsund liermenn undan ríð- andi, og þurfti enginn að draga í efa, að þeir myndu koma til skjalanna síðar. Þetla var i rauninni mikið áfall, en í -bardagaofsa sínum og sigurvímu, vcgna liinnar miklu uppgjafar andstæðinganna, drógu konungssinnar fjöður yfir þetla, og eg hvgg, að eini tiersliöfðinginn, sem var æf- ur af reiði yfir liversu til tókst, hafi veiuð Ricliard Gren- vilc. „ Mér finnst, að það lýsi lionum vel, að þegar á sunnu- dagsmorgun sendi liann fótgönguliðssveit okkur lil lijálp- ar, og færði það okkur matvæli af sínum eigin birgðum, en Richard kom eklci sjálfur heldur skrifaði liann mér nokkrar linur, þótl liann vissi ekki Jivort eg var lífs eða liðin, eða hvort sonur hans væri enn hjá mér. Hanh skrif- aði mér á þessa leið: Þú munt brátt komast að raun um, að áætlun min heppnaðist að eins að nokkru leyti. Riddaraliðið komst undan, oy er erkibjálfanum Goring um að kenna, en hann lá sinnulaus í rúminu sínu í herstjórn- arstöð sinni, og fyrir bragðið komust riddarar upp- reistarmanna undan, án þess hleypt væri af skoti úr handbyssu á eftir þeim. Guð verndi oss gegn slíkum hershöfðingjum. Eg fcr nú til Saltash sem liraðast lil þess að reka flóttann, en hefi litla von um árangur, úr því sem komið er. Það var hermaðurinn, en ekki eiskhuginn Richard Gren- vile, sem þannig skrifaði, og svo var það jafnan, að luym lét hcrmannsskyldurnar sitja i fyrirrúmi. Richard flaug ekki í liug að verja nú neinu af dýrmætum tima sínum, vegna liins lmngraða hóps í Menabilly, eða farlama konu, sem liafði það á samvizkunni, að í Menabillv var allt verð- mætt fllitt á brott eða eyðilagt, vegna þess að hún mat mesl öllu öryggi sonar Iians. Það var ekki faðir Dicks, sem bar liann meðvilundar- lausan upp í lierbergi mitt, Iieldur vesalings John Rasli- leigli, sem var fárveikur. Hann skreið aftur inn í jarð- göngin, sem lágu úr sumarhúsinu, og fann Dick meðvit- undarlausan í skástoðarklefanum, bar hann upp sligann, og' opnaðist þá leiðin inn í herbergið. Þelta gerðisl um klukkan níu á laugardagskvöld, þegar uppreistarmenn voru allir á bak og burt, og við vorum öll svo máttfarin og dösuð, að við aðeins brostum, þegar fót- göngulið konungssinna kom með dynjandi trumbuslætti inn i húsagarðinn og nam staðar undir opnum gluggunum. Brýnasta nauðsynin var að útvega dálítið af mjólk handa börnunum og ögn af brauði lianda okkur hinum. Og er nokkur stund var liðin fórum við að jafna okkur. Við sátum í málverkasalnum við eld, sem hermennirnir kveiktu fyrir okkur, og var þetta í rauninni eina Iierberg,- ið, sem hægt var að hafast við í. Barst nú énn hófadynur að eyrum, sem gladdi okkur og hafði hressandi áhrif á okkur, því að nú voru það hermennirnir okkar, sem voru að koma heim. Eg geri ráð fyrir, að eg liafi orðið fyrir meiri andlegri áreynslu en flestir aðrir þær fjórar vikur,- scm Menabilly var á valdi uppreistarmanna, vegna leynd- armálsins, sem eg var knúin til að varðveita, og þvi var eg nú, er þessum áhyggjum var af mér létt, svo máttfarin, að eg gat varl lyft höfði frá svæfli næstu daga. Eg gat því lítinn þátt tekið í gleðinni og fögnuðinum yfir endurfund- unum. Alice gat fagnað Peler sínum, Elisabeth John frá Coombe, manni sínum, Mary Jonathan, og það var kysst og grátið, og aftur kysst, og svo var rætt um liörmungar undangenginna fjögurr.a vikna, og liorft á eyðilegginguna, en eg gat ekki liallað höfði að harmi neins og svalað mér með að úthella tárum. Fundizt hafði beddaskrifli upp á hanabjálkalofti, og var beddinn eilt af því fáa, sem upp- reistarmenn höfðu ekki brotið eða brennt, og fékk eg nú beddann lil að hvílast á. Eg man, að mágur minn beygði sig -ýfir mig, er hann kom heim, og fór viðurkenningar- orðiun um mig fyrir hugrekki miit. Ilann komst svo að orði, að Jolm hefði sagt sér alll af létta, og þretti því við, að liann liefði komið eins fram og eg, cf ljann hefði verið lieima. En eg hirti ekkert um hrós mágs míns. Eg þráði Richard, og liann var farinn til Sallash, til þess að reka flótta uppreistarmanna. Fögnuðurinn náði nú hámarki eftir allar hörmungarn- ar. Kirkjuklukkum var hriugt í Fowey, og i Tywardreath var svarað með klukknahringingu, og Hans Hátign kon- ungurinn kvaddi alla fyrirmenn á' fund si.nn í aðalbæki- stöðinni i Boconnoc, og þakkaði þeim veitlan stuðning. Jonathan gaf hann vasaþlút með kniplingum og bænabók — en allt þelta þakklæti sem menn létu i ljós og fögnuð yfir unnum sigri, vakti einkennilega beiskju i huga min- um, og eg var sannfærð um, að menn væru of fljótir á sér að fagna, svo sem reynd bar vitni. Ef til vill var þetta vegna einhverrar skapgerðarveilu minna, hinnar farlama konu, og eg sneri mér upp að vegg og mér var þungt í liug. Styrjöldinni var ekki lokið, þótt sigrar hefðu verið unnir í vesturhluta landsins. í í’auninni hafði einungis verið unninn sigur yfir jarlinum af Essex og átta þúsund Simplon, Lötséhberg og Saint Gotthard-jarögöngin t Sviss voru eins konar ,,lífæö“ ítalíu í síöustu stvrjöld. í gegnum þessi þrjú jar'Sgöng í Ölpunum fóru 8o af lnmdraöi af öllum kolabirgöum, olíu, málmgrýti, matvælum og öör- um lífsnauðsynlegum birgöum til hernaöarþarfa, sem Þýzka- land sendi til Italíu á sínum tima. Svisslendingar höf'öu komið fvrir sprengiefni í jarö- göngunum og voru reiðubúnir til aö sprengja þau samstundis, ef Þjóöverjar heftSu revnt at> gera innrás. t ,.Prófessor, hvers vegna far- iö þér lieim meS svona stóran súkkulaöipakka ?“ „Végna þess aö í rnorgun kyssti konan mín mig svo elskulega — — og þaö þýöir annaö hvort, aö hún á afmæli i dag, eða að það er brúðkaups- dagurinn okkar.“ Margir sálarfræðingar telja, aS allt, sem viS höfutn heyrt, sagt eða reynt, geymist í undir- meðvitund okkar, en íæst af því komi í ljós nema undir óvenju- legum kringumstæðum. Eitt af einstæðustu tilfellum, sem mn getur þessu til sönnunar, er frásögn af ómenntaSri þjón- ustustúlku, sem endurtók í ó- ráði fjölda marga bókakafla á hebresku, grísku og latinu, sem hún hafði heyrt fyrrverandi húsbónda sinn lesa upp, er hann var að störfum í skrif- stofu sinni. „Þú segir. að varasamt .sé aS drekka vatnið hérna í skálan- um?“ „Já.“ „Hvaða varúSarráðstaíanir geri'ð þið þá?“ „Fyrst síum viS það.“' ;Já-“ „Svo sjóðum við þaS.“ ,.Já.“ „Svo bætum viö ýmsum efn- um í þaö.“ „Já.“ „Og þá drekkum við bjór.‘‘ £ SunouyhA: •Ba-TÁII7ANaaiii1 $$ Hnifnum liafði auðvitað verið beint að Tarzan, en hann vék sér snarlega undan og hnífurinn stakkst i hurðina f.yrir aftan hann. En í sama mund kom annar hnífur þ'jótandi .... I v --loti- .... út úr dimnmnni og lenti einnig í liurðinni skammt frá þeim fyrri. Tarzan ger'ði sér strax grein fyrir, a'ð hann vgr á mjög hættulegum stað í birtunni frá ganginum. Meðan liann stóð þar, var liægar fyr- ir sjóræningjanna að hitta hann með hnífum sinum. Þess vegna stökk Tarz- an inn í herbergið og skellti hurðinni í lás að baki sér. Siðan kastaði hann sér flötum á gólf- ið og læddist í áttina til ræningjans, en meðan liélt hann áfram að kasta hníf- um þangað, sem liann hélt að Tarz- an væri. Skyndilega heyrði Tarzan grunsamlegt liljóð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.