Vísir - 18.06.1947, Blaðsíða 8

Vísir - 18.06.1947, Blaðsíða 8
Næturvörður: Lauguvegs Apótek. — Sími 1618. Næturlæknir: Sími 5030. — WI Lesendur eru beÖnir aS athuga að s m á a u g 1 ý s- i n g a r. eru á 6. síðu. — Miðvikudaginn 18. júní 1947 Skipastóll landsmanna í lok 1946 var 676 skip. Eru samtals 42.876 brúttó lestir að stærð. í árslok 1946 var skipastóll landsmanna alls 676 skip, samtals 42.876 brúttólestir að stærö. Af þessum skipum eru 43 .ígufuskip, 454 mótorskip yfir 12 lestir að stærð og 179 und- ir 12 lestum. Til samanburð- ar má geta þess, að í árslok 1944 var tala skipa í leigu landsmanna 640 og voru þau 39.075 brúttólestir að stærð. Meginþorrinn af skipum þessum eru fiskiskip. Eflir notkun skiptast þau þannig: 24 botnvörpuskip gufu- knúin, samtals 8.145 brúttó- smálestir að stærð, önnur eimknúin fiskiskip yfir 100 lestir eru 11, samtals 2.583 brúttólestir að stærð. Auk ,7 farþega-' og flutningaskip, 'gufuknúin, samtals 7.596 brúttólestir að stærð. Mótorknúin fiskiskip, yfir ,100 lestir að stærð, eru alls 30 lalsins. Stærð þeirra sam- tals er 4484 brúttólestir. JAulc þess fisldskip undir 30 lestum 409, samtals 5540 brúttóleslir að stærð. Alls eiga þá landsmenn 658 fiski- skip, samlals 30.849 brúttó- lestir. Auk þess, sem liér er upp talið, eiga landsmenn 2 varð- :skip, 1 björgunarskip, 1 sjó- Þriðji leikur ís- landsmótsins i kvöld. f kvöld klukkan 8.30 fer ífram 3. leikurinn í Knatt- spyrnumóti fslands. Þá keppa K.R. og Víkingur. '•— Fyrsti leikurinn fór fram á föstudaginn var. Þá kepptu Fram og Víkingur, og sigraði Fram með 2 gegn 1. Á sunnu- dag kepptu svo Akurnesing- ar og Valur. Unnu Valsmenn jneð 4 gegn 0. Ráðstefna um viðreisn A.-Asiu. Ráðslefna er að hefjast í 'Shanghai um endurreisn landa Austur-Asíu. Það er Kína, sem goldið hefir mesl afliroð, þegar frá er talið tjónið, sem varð af árásum Bandaríkjanna í Japan. Það er ííka kínverska stjórnin, sem boðar til ráð- stcfnunnar og verður utan- 3'ikisráðherrannWang Ching cliiei i forsæti. mælingaskip, öll mótorknú- in, og loks eitt eimknúið dráttarskip. Forseti ttalíu biðst lausnar. De Nicola, forseti ítalska lýðveldisins, hefir beðizt lausnar og farið fram á að losna úr embætti sem allra fyrsí. Hann hefir lengi verið lieilsulaus og úskar þess vegna að losna úr embætti. Vinstriflokkar landsins reyna að nota lausnarbeiðnina íil þess að ráðast á stjórn de Gasperis. Talið er að þeir reyni að fella hana við um- ræður er nú fara fram i it- alsska þinginu. Almennt er þó álitið, að hún muni fá traustsyfirlýsingu. Síldin er ekki komin. Að því er Vísir hefir fregn- að, munu fréttir þær, sem borizt hafa að undanfömu um miklar síldargöngur hér við land, vera mjög' orðum auknar. M.s. Rifsnes, sem hefir verið í síldarleit frá þvi í byrjun þessa mánaðar fyrir Norður- og Austurlandi, lief- ir ekki orðið síldar vart. Rifsnesið rannsakaði svæð- ið frá Ilorni til Kolbeinseyjar og þaðan lil Tjörness, grunnt og djúpt. Síðan var leitað frá Mánáreyjum fyrir Sléttu að Langanesi og þaðan grunn- leiðina til Seyðisfjarðar. Djúpslóðina á austursvæðinu liefir ekki verið bægt að rannsaka síðustu dagana vegna veðurs. Rifsnesið bef- ir eklci séð neina sild og enga sítd fengið í reknet. I sambandi við frétt, sem borizt hefir um það að skip- verjar á Kaldbak hafi séð sild norðvestur af Færeyjum, skal þess getið að þeir sáu aðeins stökksíld, þ. e. eina og eina .síld stökkva lúngað og þangað í sjónuiíi: Síldartorf- ur sáu þeir engar. Franska þingið hefir sam- þykkt friðarsanmingana við Itali mótatkvæðalaust. Búið að draga b happdrætti templara. Á mánudagskvöld var dregið í happdrœtti Templ- ara, eins og álcveðið hafði verið. Vinningar voru fimm hifreiðar. Fjögra manna Morris-bif- reið hlaut eigandi happ- drættismiða nr. 30.372, eig- andi miða nr. 49.686 hlaut Peugeöt-bifreið, nr. 24.336 Skoda-bifreið, nr. 37.036 Renault-bifreið og loks eig- andi miða nr. 33.000 hlaut Tatra-bifreið. —- Alls er verðmæti þessara vinninga 69.500 kr. Svíar sigruðo Bani, 4:1. Landsliðskeppni i knatt- spyrnu milli Dana og Svía. Landsliðskeppni var háð á sunnudaginn milli Svía og Dana og lauk leiknum með sigri Svía. Leikurinn fór fram í Kaup- mannaliöfn og voru dönsku konungshjónin viðstödd. í fyrri hálfleik settu Svíar þrjú mörk, en Danir ekkert. Síðari hálfleikur fór þannig að Dön- um lókst að skora eitt mark og Sviar settu eitt i viðbót og lauk þvi leiknum með fjór- um mörkum gegn einu Sví- um i hag. Ungverjar á- nauöug þjóö. Nagy fyrrverandi forsætis- ráðherra Ungverjalands er kominn til Bandaríkjanna og hefir rætt þar við banda- ríska stjórnmálamenn. Hann fullyrðir að liann bafi orðið að láta af völdum vegna íhlutunar Rússa í inn- anríkismái Ungverja. Ilann bét á allar þjóðir að veita sér stuðning og sagði að flokkur lians, smábænda- flpkkurinn, myndi áreiðan- lega vinna sigur i frjálsum kosningum í Ungverjalandi. Kosningar, sem haldnar væru undir bandleiðslu þeirra stjórnarvalda, er nú færu þar með völd, myndu aldrei sýna hinn sanna arvilja. Fiskveiðar ræddar í Róm. Næstkomandi mánudag hefst í Róm ráðstefna mat- vælaframleiðsluráðs banda- manna og verður rætt um fiskveiðar. Fífldirfskuför á sportflug- vélum umhverfis hnöttinn. Flugvélarnar vænfanlegar hingað þá og þegar. Tveir ungir Bandaríkja- menn eru um þessar mundir væntanlegir hingað til lands á för umhverfis hnöttinn í tveimur htlum sportflugvél- u m. Nota þeir Piper-Cub-vélar, eu vélar af þeirri gerð eru til bér á landi, en þeim liefir vitanlega verið breylt með tijliti til þess, hve langa á- fanga verður að fara í þess- ari ferð. Hefir auka-geymum fyrir benzin verið komið fyr- ir í vængjum flugvélanna og taka þær alls um 470 litra af benzíni, sem endist til 26 klst. flugs, en á þeim tíma eiga vélarnar að komast um 3800 km. i liagstæðú veðri. Flugmennirnir lieita Clif- ford V. Evans, frá Arlington í Yirginiafvlki, og George W. Tniman frá Benvyn i Mary- land. Sá nnm vera óskyldur forselanum. Lagt var upp frá New York þann 11. júní og gert ráð fyrir þvi, að þeir fé- lagar yrðu komnir hingað i gær. Piper-verksmiðjurnar og aðrar verksmiðjur, sem smiða hluíi til Pipervélanna, hafa gefið þessar tvær til þessarar heimsfarar til þcss að sýna kosti þeirra. Hinir ungu menn kenna för sina við Magellan, sem fór umhverfis jörðina fyrst- ur manna. Mun mörgum þykja leiðangur þeirra fífl- dirfskulegur. UMFERÐARDDMSTDLLINN : 162 menn dæmdir í sekt á 12 dögum. Algengustu brotin eru að menn skilja við bifreiðar á ólöglegum svæðum. prá því að umferðardóm- stóllmn, sem er til húsa í iögreglustöðinni, tók til starfa og þar til 16. þ.m. hefir hann fjallað um og dæmt í málum 162 manna, er gerzt hafa brotlegir við umferðarreglurnar. Að því er fulltrúi lögreglu- stjóra, Sigurjón Sigurðsson skýrði blaðinu frá í morgun, virðist umferðadómstóllinn gefa mjög góða raun, og er full ástæða til að lialda, að menn verði ekki eins skeyt- ingarlausir í sambandi við umferðarmálin, eftir að hann er tekinn til starfa. Að vísu skall verkfallið á fjór- um dögum eftir að dómstóll- jnn tók til starfa, svo að fjöl- margar bifreiðar liættu akstri sökum benzínleysis og þess vegna erfitt að segja, hvort dregið hefir úr lögbrot- unum. En úr þvi verður .væntanlega skorið, er allar bifreiðar fá benzín að nýju og komast í umferð. En eitt cr víst, að dómstóllinn vcrð- nv til þess að draga mjög úr algengustu umferðarbrotun- um. Algengustu brotin á um- ferðarlögunum eru þau, að menn skilja bifreiðar sinar eftir á ólöglegum stæðum. Alls var dæmt í 77 slíkum tilfelluin. Næst-algengustu brotin voru of hraður akst- ur. Alls voru 36 menu dæmd- ir fyrir það. I hinum tilfelL- unum var dæmt i málum þeirra, sem óku bifreiðum án réttinda, í öðru lagi með ofmarga farþega, i þriðja lagi þeirra, sem vanrækt höfðu að fara með bifreiðar sínar i skoðun og loks vegua vöntunar á skrásetningar- anerkjum. Innbrots- þjófar hand§amaðir í nótt brutust þrír menn inn í veitingastofu á Geirs- götu og voru tveir þeirra handsamaðir á staðnum. Veitingastofa þessi er ,á Geirsgölu, móti Sænska frystihúsinu. Um fjögur leytið í nótt sá maður nokk- ur til þriggja innbrotsþjófa, sem brutust inn i veitinga- stofuna. Gerði hann lög- reglunni þegar aðvart og náði liún í tvo þjófana, er þeir voru nýkomnir út. Voru þeir þá með nokkra sigarettupakka og ölflöskur á sér. Þeir voru báðir undir áhrifum áfengis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.