Vísir - 22.07.1947, Síða 4
jft
V I s I R
Þrjðjudaginn 22. júir:'ÍSá7
! ' «9
DAGBLAÐ
tTtgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VISIR H/F
Ritstjórar: Kristján Gu6iaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsia: Hvexfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
IaniHafiata 50 aurar.
Félagspröitsmiðjan h.f.
Handritamálið.
Landssamband stúdenta heldur þing sitt hér í bænum
þessa daganá, en mál það, sem þingið mun aðallega
fjalla um, er endurheimt íslenzkra handrita úr erlendum
' söfnum. Hefur þetta að vonum verið um langt skeið eitt
af aðaláhugamálum íslenzkra vísindamanna og þjóðar-
innar allrar, þannig að i ályktunum þeim, sem stúdentar
! kunna að gcra, felst engin ný viljayfirlýsing, heldur verð-
ur þar árettuð krafa, sem komið hefur fram fyrir löngu.
Kröfunni um endurheimt handritanna hefur stöðugt
' verið fylgt eftir, og stundum með nokkuru harðfýlgi.
• Þannig má þess geta, að í íslenzk-dönsku sambandslaga-
• nefndinni hefur Gísli Sveinsson, núverandi seiidiherra,
vakið oftar en einu sinni máls á þessu, við misjafnar
þakkir danskra nefndarmanna, en þótt þeir hafi ávallt
1 leitazt við að eyða málinu, hefur aldrei verið slakað á
1 ldónni, en málínu stöðugt verið Jialdið vakandi innan
•nefndarinnar. Er allur málflutningur Gísla Sveinssónar á
þcim vettvangi stórlega þakka verður, þótt enn hafi ekki
tekizt að leysa málið viðunandi.
/ Fyrr á árum mun því aðallega hafa verið borið við,
að hér á landi væri ekki fvrir hcndi liúsnæði, sem hand-
ritunum hentaði, eða'tryggt gæti fyllilega vörzlu þeirra.
Slíkri viðbáru verður ekki lengur á lofti haldið. Við höf-
um þegar yfir að ráða býggingum, sem eru mun öruggari,
cn þær byggingar í Kaupmannahöfn, sem íslenzk handrit
eru nú aðallega geymd í, en auk þess yrði okkur væntan-
lega ekki skotaskuld úr þvi, að reisa liæfilega byggingu
vegna handritanna. Sá yrði auk þess munurinn, að yrðu
liandritin flutt hingað til lands fengju þau að sjá dagsins
Jjós í stað þess að hvíla í algjöru myrkri á erlendri grund.
Vísindamenn íslenzkir fá ekki unnið störf sín svo sem
vera skyldi, meðan þeir þurfa að leita heimilda langt yfir
' haf, í stað þess að hafa þær hér við hendina, en ættu þeir
greiðan aðgang að handritunum, er þess að vænla að þau
’ myndu aftur sjá ljósið og lífið. Þetta skilja margir Danir
og hafa tekið vinsamlega á málinu, en í því efni ber að
þakka það, senr vel er gert. Þannig hafa ýmsir stjórn-
málamenn, blaðamenn, kennarar og jafnvel vísindamenn
tekið málinu með fullkomum skilningi. Sljóleiki nokk-
urra háskólakennara virðist aðallega hindra framgang
málsins, en sém dæmi um það heilbrigðisástand mætti’
' nel'na,; að nýlega hefur guðfræðingur einn mótmælt af-
hendingu handritanna innan danska þingsins. Slík mót-
mæli eru létt á metunum, eiida ekki rökstudd á nokkurn
Iiátt af skynsamlegu viti.
Aðalatriðið er að handritin komi að tilætluðum notum
fyrir nútímann, en liggi ekki ónotuð í söfnum til augna-
( gamans undir glerrúðum. Er það hverri menningarþjóð
’vanzi að varðveita handritin á_ slíkan hátt, en rísa jafn-
framt gegn því að norræn vísindi auðgist með handrita-
Jgagnrýni hæfra manna og útgáfustarfsemi, sem öllum nor-
’rænum þjóðum kæmi að notum. íslcnzkir vísindamenn
hafa þegar sýnt, að þeir standa fremstir í flokki varð-
1 andi túlkun norrænna sögu og málvísinda, sem einnig
er eðlilegt, með því að íslenzk tunga er þeim þar ekki
' fjötur um fót, svo sem tungur annarra Norðurlandaþjóða
I hljóta að reynast.
Handritin eru eini þjóðararfur Islendinga. Þau eru
1 ómetanlegur arfur fyrir okkur, en öðrum þjóðum lítils
virði og tildur eitt. Því ber að skila þeim aftur til
' síns heimalands, sem nú er þess albúið að veita þeim
yíðtöku. Hitt er aftur rétt, sem Sigurður Nordal vakti
alhýgli á, að við ættum að hafa enn meiri viðbún-
; að til þess að veita handritunum viðtöku og' varð-
’ veita þau. Væri’vel við eigandi að hafizt yrði handa um
byggingu, sem yrði bækistöð norrænnar vísindastarfsemi
! og gróandans í fortíðar og nútíðar bókmenntum íslend-
' inga. Fer yel á því að stúdentar beiti sér fyrir þessu máli,
enda má segja að þeir hafi þá eitthvað jákvætt fram að
færa, auk þess, sem fast ber að standa á rétti þjóðarinnar
\ íil handritanna.
Háskólabærinn Lund er
kyrrlátur og fagur bær, laus
við öll lakaii stórborgarein-
kenni.
i Þessi bær á sér glæsilega
og merkilega sögu, tífnkum
i sambandi við kirkjulíf og
menningarlif Svíþjóðar. En
þó munu ibúar þar þurfa að
leita lengi i annálum bæjar
sins til þess að finna þar sagt
frá annarri eins viku og
þeirri, sem þar var lifað 30.
júní til 6. júlí 1947. Eulltrú-
ar frá fjarlægum og nálæg-
um löndum komu þar sam-
an i sumarbliðunni og bit-
anum. Þar vou gömul sam-
bönd endurknýtt og unnið
að því að styrkja sátt og frið
í sundruðum heimi og stofna
til bjálparstarfs meðal
hungraðra og þjáðra manna.
Á götum hins virðulega
menntabæjar ægði saman ó-
likustu tungumálum, og ný-
stárlega klæddir fulltrúar
fjarlægðra þjóða reikuðu
þar innan um Norðurlanda-
búa, Engilsaxa og Þjóðverja.
Alþjóðabragur var á manna-
móti þessu. Skrúðgangan til
dómkirkjunnar 4. júlí var
skýr mynd margbreytninn-
ar á móti þessu.
Vér, sém vorum í Lundi
þessa merkilegu daga, mun-
um aldrei gleyma þeim. Og
hinn stílfasti og virðulegi
menntabær mun ávallt blasa
við oss i ljósi þessa kirkju-
þings, sem heimsathygli
vakti, a. m. k. hjá þeim
mönnum allra þjóða, sem
telja fagnaðarerindi Jesú
Krists líklegra heiminum til
hjálpar og viðreisnar en
slægvizku og bellibrögð
heimsvaldasinnaðra
velda.
stór-
Hér skal eigi rej’nt að spá
neinu um árangur þessa
þings. En leyfilegt er að vona
það og óska þess, að sam-
verustundir svo margra full-
trúa ólikra þjóða géti átt
sinn þátt i því að eyða forn-
um fjandskap og styrkja
gömul vináttubönd. Meðan
mönnum skilst, að samúðin
og samfélagskenndin sé til
blessunar og bóta, finna þeir
jafnframt til þess, að styrjöld
er óeðlilegt, sjúklegt fyrir-
brigði i lífi mannkynsins.
Enn hefir ekki tekizt, þrátt
fyrir allt, að ganga milli bols
og höfuðs á þeirri gömlu við-
leitni, að göfga mannkynið,
fegra líf þess og fullkomna
og koma á skynsamlegu
skipulagi og samfélagi
mannanna. Þingið i Lundi
hefir i anda Jesú Krists tek-
íð upp þessa viðleitni og v.ott-
að örugga trú sína á lcraft
hinnar heilögu bræðralags-
bugsjónar. Þess er að vænta,
að þing' þetta hafi orðið full-
Irúnunum öllum hvatning til
að sýna í verki og fórnar-
þjónustu lifandi kristindóm,
og væri það eitt út af fyrir
sig mikilsverður árangur.
Því að cinskis þarfnast heim-
urinn nú fremur en trúar-
vissu og lifandi vonar til
framtiðarinnar. Það varð
mér augljóst af mörgum
samtökum við fulltrúa frá
þeim þjóðum og kirkjum,
sem bágast eiga nú.
Oft hefir sá liáttur verið
hafður í sögunni, og cigi sizt
kirkjusögunni, að tengja
andlegar hreyfingar við nöfn
vissrms ( aða, þar sent kraft-- : .
ur þeirra streymir fráín.
Þannig hefir t. d. verið tal-
að um „andann frá Worms“
í sambandi við sögu Lúthers,
anda sannleiks þcss og sam-
vizkufreisis. Það væri hinu
fornfræga og góðkunna
kirkju- og háskófasetri Súð-
ur-Sviþjóðar hinn hæsti
Iieiður, ef siðar yrði talað
um „andann frá Lundi',
anda sáttfýsi og bræðrálags,
sundruðum, særðum' og
þjáðum þjóðum til andlegr-
ar lækningar og lifgunar.
Lútherska heimssambandið,
sem þar var endanlega stofn-
að, hefir, án tillits til landa-
mæra og' þjóðerna, samcin-
að hugi og hjörtu manna til
viðreisnar mannkvninu. Og
aldrei verðúr nein viðleitni
heiminum farsælli en sú, sem
bendir mönnunum til upp-
hafs síns, og hvetur þá til
að stefna sáman að þvi
marki, sem lífi mannanna
var sett við komu Krists i
heiminn, „dýrð Guðs í upp-
hæðum, friði á jörðu og góð-
vilja með öllum mönnum“,
Lundi, 8./7. 1947.
,<£
A. S.
Hanáklæðin
eru komin.
v c ** ar l u * i
13»t« =**>'*• ^WIUWll'ID V4-1-T
Freyjug. 1.
Munið TIVOLI
BEZT AÐ AUGLYSA1 VlSl
BEKGMAL
Veðrið var okkur hliðholt.
Það var mannmargt á Gróf-
arbryggju, er „Lyra“ lagðist
upp að á laugardaginn var. —
Veðrið var þá ekki sem allra
bezt, en þó höfðu þúsundir
manna safnazt saman undan
Hafnarhúsinu og við nærliggj-
andi staði til þess aö fagna Ól-
afi ríkisarfa Noröinanna og
hinu tigna föruneyti hans. Þaö
rigndi talsvert, meöan á mót-
tökuatliöfninni stóö, en enginn
lét þaö á sig fá og daginn eftir
var, sem betur fer, komiö hiö
bezta veöur.
Smekklegar móttökur.
Það mun almennt vera skoö-
un manna, aö viötökur hér hafi
veriö viröulegar og smekkleg-
ar. Óhætt er aö fullyrða, að
ræöuhöld og viöbúnaöur allur
í Reykholti hafi veriö okkur ís-
lendingunj ijttl sóma. L>
ekki gátu lahiö upp eftir til
Reykholts, nutu þess í útvarp-
inu, sem fram fór. Karlakór-
söngur „Fóstbræöra'* og
„Karlakórs Reykjavíkur"' tókst
ágætlega og báru söngstjórun-
um, þeim Jóni Halldórssyni og
Siguröi Þóröarsyni,' fagurt
vitni. Söngelskir menn télja, aö
sjaldan hafi heyrzt fegurri og
þjálfaöri söngur /en þegar kór_
arnir bá'öir sungu saman. Frétt
hefi eg eftir útlendum blaöa-
mönnum, sem . þarna: ■ voru
staddir, aö sjaldan eöa aldrei
hafi þeir heyrt fegurri karla-
kórssöng. Megum við vel viö
þann dónt una.
i
Góðir gestir.
Þaö er óhætt aö segja, aö
Norðmenn hafi sent hingað
virðulega og vinsamlega gesti
á Snorrahátíðina. Viö höfum
aö sjálfsögöu frétt uni karl-
mannlega framkomu Ólafs rík-
isarfa á styrjaldarárunuin. En
vafalójuífj, hpffnúiVuiniö
við frekari kynningu. Fram-
koma hans hefir verið svo
yiröuleg og blátt áfram. Auk
ríkisarfans eru hér einnig á ferö
forsetar lögþingsins og óðals-
þingsins norska og margt fleira
stórmenni, sem allir hafa látiö
í ljós hlýhug og vinarþel til
okkar íslendinga.
1 I
Sameiginleg guðsþjónusta.
Einn liöur í SnorraáthöfniMú
var sameiginleg guösþjónusta
Islendinga og Norðmanna í
dómkirkjunni. Kirkjan var
þéttskiptið fólki og komús’t
færri fyrir en vildu, eins og von
var. Sigurd Fjær, dómprófast-
ur við Niöarósdómkirkju, pré-
dikaöi og flutti mjög skörulega
ræöu, þar sem glöggt kom fram
vinarþel Norömanna í garö ís- ,
lendinga, Þá flutti dómprófast-
urinn hinar hlýlegustu kveöjur
frá Eivind Berggrav, biskupi í
Osló og öörum biskúpum Nor,
egs. Þakkjiöi herra--S«3u^if;, ■
>Si'ýuröiskon biskup kveöjurnar'.
Var guðsþjónusta þessi hin
hug'ðnæmasta.