Vísir - 16.10.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1947, Blaðsíða 4
V I S I il Fimintudacinn 16. október 1947 wtsm D A G B ’L A Ð ttgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteúm Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fimmta herdeildin á undanhaldi. [ú er þeim stjórnað frá Belgrad. Þótt Islendingar séu seinþreyttir til vandræða vegna þjóðlegs metnaðar og þjóðlegra liagsmuna, kemur þó venju- lega að því að lókum að þeir rísi upp þegar þeim er misboðið. Þótt öllum almenningi hafi lengi verið kunn- ugt um erindrekstur kommúnista hér á landi,'þá hefur þó aldrei risið jafnþung andúðaralda meðal fólksins gegn þessum „ættjarðarvinum“ og nú fyrir nokkrum dögum, er þeir köstuðu grímunni og tilkynnt var opinberlega að nú tæki þeir við fyrirskipunum frá Belgrad. Þeir taka við fyrirskipunum frá Belgrad um það hvernig þeir eigi að starfa í íslenzkum stjórnmálum. Þeir framkvæma þessar fyrirskipanir í undirgefni frá erlendum valdliöfum vegna þessa að þeir hfa af þeirra náð og þeirra mötu. Þeir hafa tekið að sér hið auvirði- íegasta hlutverk sem nokkur maður getur fundið sér til niðurlagningar, — það lilutverk að svíkja þjóð sína vegna crlendra hagsmuna og stofna á þann hátt frelsi hennar og afkomu í hættu. Þeir taka við fyrirskipunum frá Belgrad, og þeir eru nú lcomnir fram í dagsljósið, samkvæmt opinberri til- kynningu, sem fimmta herdeild, starfandi fyrir erlenda hagsmuni. Þeir eru nú yfirlýstrr erindrekar, sem eiga að valda skemmdarverkum í íslenzku þjóðlífi, alveg eins og fimmtu herdeildir í öllum löndum voru notaðar fyrir ófriðinn. En nú veit þjóðin við hverja er að eiga. Þess vegna mun þeim ekki takast að svíkja hana. Síðustu útvarpsumræðurnar á Alþingi voru tákn- rænar fyrir þá aðstöðu sem kommúnistarnir eru nú komnir í. Sjaldan hefur pólitískur flokkur farið jafnháðu- lega út úr opinberum umræðum og kommúnistar nú. Hinn pólitískí aumingjaskapur þeirra varð svo áherandi að furðu gegndi. Einar Olgeirsson stóð uppi eins og trúður, sem staðinn hefur verið að svikum og hefur ekki rænu á að sveifla sínu gamla vopni — 'þjóðlýginni. Eng- inn hefði þó trúað að hann yrði nokkurntíma svo langt leiddur! Fimmta herdeildin er nú á undanhaldi vegna þess að íslendingar ætla sér ekki að láta slíka manntegund stofna sjálfstæði sínu og velferð i hættu. Nú þekkjast þeir. SafSMaife ðlmennings. ommúnistarnir þykjast einir berjast fyrir hagsmunum ^ alþýðu. Þótt enginn taki slikt lengur alvarlega, þá cr ekki úr vegi að menn geri sér grein fyrir því í eilt skiptj fyrir öll um hvað barátta þeirra' snýst. Hún snýst um það fyrst og fremst, að telja mönn- um trú um, að ástandið í atvinnumálunum sé allt annað og miklu betra en það er. Máli sínu til sluðnings nota þeir vísvitandi ósannindi, blekkingar og rangfærsur. Til- gangurinn er augljós. Ef þeim tekst með þeim ítökum, cem þeir hafa enn í verkalýðsfélögunum, að hindrá það að snúið verði við úr þeim ógöngum, sem þjóðin er nú komin í, þá tekst þcim að auka vandræðin, en þau vaxa nú með degi hverjum. Þetta hefur jafnan verið hlutverk í'immtu herdeildar í hverju landi. Þegar ráðleysið og ringulreiðin er komin á nógu hótt stig, þá er tími upp- skerunnar í nánd. Hver einasli hugsandi, þjóðhollur maður í þessu landi veit að hagsmunir almennings og hagsmunir kommúnista ciga ekki samleið. Alþýða manna veit að leiðin til far- sældar liggur út úr ógöngunum en ekki lengra inn í þær. Og einkennilegt mætti það vera, ef alhr aðrir flokkar og því nær öll þjóðin, sem nú er í fullkominni andstöðu við kommúnista, vildi landsmönnum allt hið versta, en kommúnistarnir einir vildu vel. Sliku öfugmæli fæst cnginn til að. trúa,.. . \M ‘ Vishisiskf talaði - Cadogan gekk ut. Á dögunum veittist Ándrei Vishinsky ruddalega að ýms- um áhrifamönnum banda- rískum og valdí þeim nafnið „stríðsæsingamenn“. Er þessi árás hins rúss- neska varautanríkisráðherra einstök í sinni röð, þar sernu hann nafngreinir ýmsa menn og fer um þá hinum hraldeg- ustu orðum. Hafði Vishinsky kvatt á sinn fund 600 blaðamenn og las yfir þeim ásökunarskjal sitt, en þvi var jafnóðum snarað á ensku. Meðal þeirra er Vishinsky nefndi stríðsæs- ingamenn, auk æðstu manna Bandaríkjanna, voru Hector McNeil, varautanríkisráð- herra Breta og formaður brezku nefndarinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna, svo og William Bullitt, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, Walter Winchell rithöfundur og Frank Gann- ett blaðaeigandi. Blaðamenn gengu út. Þegar leið á lesturinn, gerðist Vishinsky gramur, er um 50 blaðamenn tóku að ganga út. Sir Alexander Cad- ogan var einnig viðstaddur, en hann gekk út þungbúinn á svip eftir fimm mínútur, er Vishinsky véittist sem m'est að McNeil. Skýrði Vishinsky einnig frá því, að honum liefði boi’izt mörg „illkvittin og óvinsamleg bréf“. Ennfremur sagði Vishin- sky, að McNeil hefði reynt að „vera fyndinn“ á kostnað Sovétríkjanna og farið með allskonar slúður og illmælgi um þau. Sagði Vishinsky, að McNeiI hefði lýst yfir þvi. hð Bretar liefðu afvopnazt eir bætt þýí við, Sð'ÉlÍkWt ör-í uggt afvopunarkerfi væri notliæft án sameiginlegs og almenns öryggis. Ivvaðst Visliinsky furða sig á slíkum ummæluih, því að livernig ættu Bretar að afvopnast, ef enginn möguleiki væri til þess. Frelsið. Um frelsishugtakið sagði Visliinsky, að það væri ekki í fyrsta skipti sem hann heyrði „þenna söng um frelsi til þess að fremja glæpi, æsa upp lægstu hvatir manna, espa til manndrápa, rána og útrýmingar fólks.“ Visliinsky réðist gegn John "Foster kunnum républikana og sér- fræðingi um utanríkismál og kvað hann stríðsæsingamann, gr ynni að því að koma Bándaríkjunum í stríð. (Skv. D. Express). einnig Dulles, Bandarisk her- i heim- sokn. s 1 dáfj' og nolckra næstn Uaga, munu bandarísk her- skip koma í heimsókn til Grikklands. Samkvæmt því, er tilkynnt hefir verið, koma þrjú her- skip úr flota Bandarikjanna til Aþenu, höfuðborgar Grikklands, í kurteisisheim- sókn. Skipin eru: heitiskipið Juno, sem kemur þangað í dag, en tvö önnur eru vænt- anleg 18. þ. m., tundurspill- irinn Massey og herskipið Leyte. Rús§ar fylgj- ast mell í smíði flngvéla* Rússar hafa nú alls smíð- að sex tegundir flugvéla, sem knúðar eru blásturshregfl- um. Meðal þeirra ,er orustuvél með venjulegum hreyfli en hlásturshreyflum að aukui. Getur Iiún flogið nærri beint upp. Þá hafa Rússar einnig smíðað flutningavélar, sem eru búnar þrem eða fjórum blásturshreyflum. IVIatvæli frá U§ björguðu Jap- önum. Það er skoðun MacArthurs hershöfðingja, að 11 milljón- ir Japana hefðu látizt af fæðuskorti, hefðu Bandarík- in ekki sent þangað matvæli. William Draper, varaher- málaráðherra, skýrði frá þessu í ræðu, er hann liélt í Boston í vikunni sem léið. Hann ræddi þá um hernám Japaps og' Þýzkalands og skýrði frá því, hve mikið Bandaríkin hefðu látið af mörkum, til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómar og hungursneyð breiddist út i þessum löndum. Smnrt brauð og snittur. Síld og Fiskuz BERGMAL Villandi vísitala. „Stína" hefir ritað Bergmáli ýmislegt um vísitöluna og hef- ir margt viö hana aS athuga, og margt viröist mér þab rétti- Iega nefnt. Því er bréf „Stínu“ birt og fer þaö hér á eftir. Sýn- ist lienni margt villandi, en hér er bréfiö : Allt of lág. „Villandi finnst mér, þegar yeriö er aö ræSa um visitöluna okkar frægu, aS hún skuli nú til dæmis vera nefnd 312, í staS rúmlega .600, sem hún raun- verulega er, þar sem allt grunn- kaup hefir liækkaS um ca. 100% síSan fyrir stríS. Enda liggur þaS í augum uppi, aS ómögu- legt væri aS lifa á kr. 3.12 nú á fnóti kr. 1.00 fyrir stríö, þar sem til dæmis fæSi hefir sex- faldazt, fatnaöur sjöfaldazt, húsaleiga sex?-faldazt o. s. frv., J5. e. a. s. meS húsaleiguna ikiptir. náttúrlega í tvö .horn. „Lögum samkvæmí.“ Þar hefir hinu opinbera frá upphafi þóknazt aS skipta þegnum sínum í tvo flokka, A.nnars vegar eru þeir, sem „lögum samkvæmt" _greiða aS- eins örlítiö brot af hinni raun_ verulegu gang- e®a markaSs- leigu og hins vegar 'erúiri viö hin, sem verðum aö t.aka lífinu eins ög þaS keniur fýrir, jaínt á þessu sviði sem öSSruin, og greiSum ýmist eölilega leigu (um sexfalda, miSað viö leigu íyrir stríö) en stundum líka ok- urleigu (tífalda eöa þar yíir). „Þeir búa ókeypis.“ Má því segja, aS hinir fyrr- nefndu búi „ókeypis“, ef eig- endurnir svikjast ekki um aS halda íbúSunum viö. Og jafnvel þótt þ.eir geri þaS, þá .öíunda eg þá ekki af „viSskiptunum“. Én þeir um þaö. Hitt má svo hver sem vill lá mér, þótt eg sé dálít- iS afbrýöissöm út í þessa „Col- lega~mma..nr...i“.~.— - ... — „Hvaða réttlæti?“ ESa hvaSa réttæti er í því aS láta mig greiSa skatta til hins opinbera af öllum þeim þús- undum króna, sem eg verS aS greiSa í húsaleigu ár eftir ár umfram þá „löggiltu?“, Hvers végna er svona gífurlegt mis- rétti þegnanna? Væri nokkur synd aS krefjast þess, aö þessi nlál væru jöfnuð dálítiS ? HvaS ségir Alþingi um þetta?“ Eftirmáli. Það er rétt athugaS hjá „Stínu“, að vísitalan er ekki í fullu samræmi viö verðmæti peninganna. Þrjár krónur i dag er miklu minna virSi en ein króna fyrir stríö. Þetta er staöreynd. En væntanlega fást leiðréttingar á þessu áSur en l'angur timi er liðinn, enda er brýn þörf til þess og um þaS munu flestir ábyrgir menn sammála.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.