Vísir - 04.11.1947, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1947, Blaðsíða 2
V I S I R Þriðjudaginn 4. nóvembér 1947 2 Framfarir og tækni Amerískir vísindamenn ætla að reyna að hafa hemil á fellibyljum. Merkilegar rannséknir gerðar í haust. Spáir flugvélum, sem fljúga yfir þvera Ameriku á klukkustund. Þetta gerist innan 3ja ára, segir þýzkur vísindamaður. Miklir fellibyljir ganga oft yfir Floridaskaga í Banda- ríkjunum og fylkin, sem liggja að Mexíkóflóa og hafa valdið feykilegu tjóni, bæði á mcnnum og- mannvirkjum. Einn slíkur fellibylur gekk yfir Florida um miðjan sept- ember og varð mikið tjón af. Um sama leyti voru amer- iskir vísindamenn önnum kafnir við það að reyna að finna einhverja leið til þess að draga úr afleiðingum slíkra náttúruhamfara. Meðal annars leituðust þeir við að koma á öruggari veðurspám og varð þeim mikið ágengt. Veðurspár þeirra ollu því, að miklu færri fórust í síðasta felli- bylnum en ella befði orðið. En bins vegar er alllaf Iiætta á því, að bús, flugskýli, ýmis- konar mannvirki önnur, svo og akrar og garðar eyðilegg- :ist. En til þess að forðast slíkt tjón er nauðsvnlegt að í'áða niðurlögum fellibvlsins sjálfs, dreifa fítonslcrafti ans út yfir höfin og það er aðaltakmark vísindamanna og veðurfræðiuga. Vélar fljúga ínn í fellibylinn. I september voru rann- sóknarflugvélar sendar inn í fellibylinn, sem var að mynd- ast undan Floridaströnd. Þetta voru fjögurra hreyfla risaflugvirki. Það, sem flug- menn og rannsóknarmenn í flugvélunum sáu, varpar al- gerlega nýjU ljósi yfir eðli fellibylja. Og þetta var í sann- íeika feílibylur. Flugvélarnar, sem voru um átta stundir á lofíi 1 þessum rannsóknar- ferðum, köstuðust til eins og •fis og voru ■ stundum í að- eins 60 metra hæð. Slundum virtusl flugvél- arnar standa í stað. Hávað- :ínn i storminum yfirgnæfði vélagnýinn og regnið streymdi inn um búk flugvél- anna, því að þeir gliðnuðu í veðrinu. Þá kom það fyrir, að flugvélarnar reyndu að Jcomast upp úr veðrinu, en tókst það eklci. Rannsóknarmennirnir fengu nokkura hvíld í mið- depli fellibylsins, sem var um •40 lcm. í þvermál. Þar var stillt veður eins og á sumar- degi. En umhverfis liann i allt að 130 km. fjarlægð var myrkur og þar blésu vindar a-angsælis með allt að 210 km. 3n-aða og öðru liverju var diraði þeirra allt að 300 km. Stefna veðursins. Eins og venja er til, vegna snúnings jarðarinnar, lireyfð- ist fellibylurinn hægt í vestur, meðan eyðileggingin stóð sem hæst. Fjallháar öldur risu á sjónum, tré brotnuðu og byggingar brundu til grunna, en regnið streymdi niður og óskapleg flóð urðu. En samt sem áður var milc- ill árangur af þessum rann- sóknum. Meðal annars lcom- ust rannsóknarmenn að þeirri niðurstöðu, að geysi- víðáttumikill lieitur loft- straumur virðist fara á und- an fellibylnum, í sömu átt og hann. Loftstraumur þessi mun vera nærri 1000 km. á annan veginn en 1300 á hinn. Er þetta aðvörun um yfirvof- andi fellibyl og livert liann muni fara. Yonast veðurfræð- ingar til, að þeir geti á þennan hátt sagt fyrir fellibylinn tveim sólarhringum áður en hann skellur á — ef til vill með því að finna binn lieita loftstraum með radartækj- um. En önnur athugun var engu ómerkilegri. Komizt var að raun um, að milli tveggja sammiðja hringa altostratus- skýja voru svæði — 32—48 km. breið — þar sem engin ský voru. Ef hægt væri að' sundra slcýjunum, væri ef til vill hægt að draga mjög úr afli fellibylsins. Nobels verðlauna- maður reynir sig. Það, að nokkur hluti felli- bylsins eru ský, ýta undir á- form Dr. Irving Langmuir, Nobelsverðlaunabafa og frægs eðlisfræðings við rann- sóknardeild General Eletric- fyrirtækisins, sem héfir í byggju að reyna að eyða fellibyljum. Áformar Dr. Langmuir, með aðstoð veður- fræðinga bers og flola að PéniciiEin við sárasóft. Talið er, að nú sé hægt að lækna sárasótt (syfilis) á átta dögum með því að dæla peni- cillin í sjúklinginn einu sinni á dag. Er það læknir í Banda- rikjaher, Monroe J. Roman- slcy að nafni, sem hefir skýrt frá þessu. Kveðst bann bafa náð mjög góðum árangri með þessari aðferð, sem er mun í'Ijótyirkari en aðferðir þær, sem fyrr liafa verið not- aðar. (U. P.). reyna að breyta ýmsum hita- beltistruflunum, svo sem fellibyljum í regn og haglél, áður en þeir komast i almætti. Ætla vísindamennirnir að beita sömu aðferðum og ýms- ir visindamenn og bændur, að dreifa þurrum ís yfir skýjamyndanirnar, til þess að fá þau tll að falla til jai'ðar — verða að rigningu. Þegar svo er lcomið, að fellibvljirnir liafa sézt með radartækjum, mætti senda flugvélar á vettvang, er gætu lamað þá með dreifingu þurs íss, áður en þeir geta unnið tjón. Flaug meö 1047 km. hraða. Nýlega hafa enn verið sett met í hraðflugi í Bandaríkj- unum og munar nú minnstu, að flugvélarnar fari jafn- hratt og hljóðið. Við Muroc-vatn í Kali- forníu flaug Turner F. Cald- well þrýstiloftsknúinni flug- vél — er nefnist „Skystreak“ og er af Douglas-gerð — um þriggja ldlómetra vegalengd með rúmlega 1030 km. með- alliraða og setti þar nýtt heimsmet í liraðflugi. Fyrra metið var sett 19. júní í sum- ar, einnig í Bandaríkjunum. Var það flugvél af Lockheed- gerð. Nokkuru síðar var metið enn bætt, er Marion Carl majór ílaug sömu Douglas- vélinni með um 1047 km. hraða á klulckustund. Mun láta nærri, að l'lugvél- arnar hafi farið með Iiraða, sem svarar 84% af hraða Ijóssins. Telja amerískir flugvélafræðingar, að þess muni skammt að bíða, að smíðaðar verði flugvélar, sem fara jafnhratt eða hrað- ar en bljóðið. Marion Carl'majór, er á heimsmetið í hraðflugi, var frægur flugmaður í styrjöld- inni og er sagður hafa skotið niður 18 japanskar flugvél- ar. (U. P.). hmmimm sem eiga að birt- ast í blaðinu sam- dægurs, verða að vera komnar fyr- ir kl. 11 árdegis. Þýzkur flugvélasérfræð- ingur, sem vinnur nú fyrir Bandaríkjastjórn, hefir spáð því, að innan þriggja ára muni takast að smíða flug- vélar, er geta flogið milli New York og Kaliforníu á einni klukkustund. Þykir spá liins þýzka vís- indamanns fara fram úr björtustu vonum um brað- fleygar flugvélar. Nefnd sú, er hefi yfirumsjón með flug- málum Bandaríkjanna, liefir lýst yfir því, að innan þriggja ára verði smíðaðar flugvélar, sem ná að minnsta lcosti 1600 km. liraða á klst. og er það talsvert liraðar en liljóðið fer (um 1200 lcm. á ldst.), en þó ekki eins liratt og liinn þýzki sérfræðingur liefir spáo. Hinn þýzki sérfræðingur heitir Dr. Alexander W. Lippisch og var áður einn af snjöllustu flugvélasmiðum hins kunna, þýzka fyrirtækis Messerschmitt. Er liann einn af um 270 þýzkum vísinda- mönnum, er nú starfa i Bandaríkjunum. Komu þeir allir til Bandarikjanna að styrjöldinni lokinni. Hafa sumir þeirra dvalið þar siðan í sepíember 1945, Hinir þýzlcu vísindamenn hafa allir boðizt til þess að vinna fyrir Bandaríkjastjórn. Þeir aðstoða meðal annars við það að vinna úr 500 þús- und þýzlcum vísindaskjölum og 5000 smálestum af ýmis- legum vélum og áhöldum þýzkum, svo sem flugvélum, hreyflum ýmiskonar og öðr- um áhöldum, sem áður voru litt lcunn. Segir Lippisch þessi, að unnt verði að ná hinum mikla liraða með þvi að fljúga í 13—14 þúsund metra liæð. Gerir Lippisch ráð fyrir, að þessar liraðfleygu flugvélar muni verða af svipaðri teg- und og „vængurinn fljúg- andi“ (en frá honum hefir verið sagt i Vísi áður). Enn- fremur telur Lippiscli, að slílcar flugvélar muni verða mun ódýrari í smíði og rekstri. A Nýsköpunarfog- arinn Geir kominn. í gærmorgun kom nýsköp- unarlogarinn Geir hingaö til bæjarins. Geir er eign útgerðai’fé- agsins Hrannar li.f. Togar- inn var fánum skreyttur, þegar hann lagðist við bafn- argarðinn hér. Hann mun hefja veiðar, þegar búið er að setja lýsisbræðslutæki i bann. Byggingafél. Verkamanna Félagsmenn geta fengið keypta 2ja herbergja íbúð í 1. flokki. — Umsókn sé skilað til Gríms Bjarnars, Meðalbolti 11 fyrir 12. þ.m. Stjórnin. Matsvein og nokkra háseta vana síldveiðum, vantar á M.s. Ingólf G.K. 96. Upplýsingar um borð í skipinu við Ægisgarð. tB tJÐ óvenjulega skemmtileg og sólrík, á ágæt- stað, senn tjlbúin, til sölu milliiiðalaust. — Tilboðum merkt: ,,Ágæt íbúð“, sé skilað á afgr. blaðsms fyrir föstudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.