Vísir - 21.11.1947, Blaðsíða 1

Vísir - 21.11.1947, Blaðsíða 1
37. ár. Fösludaginn 21. nóvember 1947 263. tbl. Goft veiillvefi&&r8 Sex skip komu til Reykja- víkur með um 4200 mál í gær. Skipin höfðu fengið síldina í Kollafirði. Engin veiði var i Hvalfirði í gær sökum þess að storm- ur var þar og erfitt fyrir bát- ana að athafna sig. Nokkur- ir bátar réru inn i Kollafjörð og fengu fullfermi. Skipin erii þessi: Fróði 450 mál, Fagriklettur 1400, Gylfi frá Rauðuvik 550, Garðar, Rauðuvik 500, Andey, Hrís- ey 800 og Hafdis 500. í morg- un réru nokkurir bátar í Kollafjörð, en ekki var vitað um afla þeirra. Gott veður mun nú vera i. Ilvalfirði, samkvæmt fregn- unl, sem blaðinu liafa borizt frá Akranesi, og eru nú all- margir bátar á leið inn í fjöl’ðinn. í morgun voru nokkurir bátar að veiðum fyrir framan Kjalarnes og voru tveir þeirra í netabát- um. &ÍRnerBnmgs. Ekki er nauðsynlegt að út- vega sér innkaupaheimild fyrir kolum hjá skömmtun- arstjóra, þrátt fyrir kola- skömmíunina. Menn geta fengið keypt kol hjá kolaverzlunum i bænum, eins og áðiu’ og annast þær innkaupaheimildir fyrir al- menning. Skömmtunin er sett á til þess að koma í veg fyrir, að einstaklingar safni birgðum. — Eins og Vísir skýrði nýlega frá, eru næ'gar kolabirgðir til i landinu og er þess vegna ástæðulaust að óttast kolaskort i vetur. tanríkisráðherrar fjórveldanna ittast í London á þriðjudag S miSSj. kr. í □ AWIBISK OHRMOE ■iJlDISKOHRtóDE Q FOREN.NATIOHERS fORHYNOERSKAB Verður rafmagn skammtað? Bæjarráð telur, að vel geti svo faiáð, að tekin verði upp skömmtun á heitu vatni og rafmagni. I gær urðu miklar umræð- ur á'fundi bæjarstjórnar um skortinn á rafmagni og heitu vatni, sem gætt hefir hér í bænum undanfarið. Borgar- stjóri skoraði á bæjarbúa að gæta ýírustu sparsemi um notkuii rafmagnsins, ’þegar gpennufallið er mest, og er sérstök áherzla lögð á, að rafmagnsofnar séu ekki not- aðir á þeim tímum sólar- liringsins. En hinsvegar, ef þessi tilmæli borgarstjóra bera ckki árangur, telur bæj- arráðið að gera þurfi athug- anir í samþandi við skömmt- un á vatni og rúfmagni. 1 fyrradag samþykkti bæj- arráð að fela hitaveitustjórá að gera tillögur um skömmt- un á heitu valni, þegar þörf krefur, með því að loka fyr- ir bæjarhvcrfin til skiptis •fram að hádegi. Útflutningsverðmæti, sem skapazt hafa af síldveiðun- um í haust munu nú samtals nema rúml. 8 millj. kr. Eins og kunnugt er er heildaraflinn nú yfir 100 þús. mál. Er þar bæði með talin Vestfjarðasildin svokallaða ög Faxaflóasíldin. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér fást um kr. 80 í erlendum gjaldeyri fyrir hvert fullunn- ið mál síldar, svo að af um 100 þús. síldarmálum fást um 8 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Á korti þessu er sýnt hvernig Palestinunefndin hefir hugsað sér skipíingu Palestinu. Landsvæðin, sem merkt eru svört á kortinu eiga að falla í hlut Gyðinga. Hin landsvæðin fá Arabar, að undanteknu litlu Iandsvæði í kringum Jerúsalem, sem verður verndarsvæði samein- uðu þjóðanna. Rússneskar fangabúðir í Þýzkalandi. Kurt Schumacher, þýzki stjórnmálamaðurinn, er um þessar mundir í Stokkhólmi og hefir rætt þar við blaðamenn. Skýrði hann frá því að Rússar hefðu sett upp nýjar fanga- búðir í Þýzkalandi og væru flestar gömlu fanga- búðirnar fullar af þýzku fólki, er Rússar hefðu handtekið. Sagði hann að vitað væri um 9 nýjar fangabúðir. í þessum fangabúðum sitja ýmsir stjórnmálaandstæðingar Rússa svo og þýzkir verka- menn, er Rússar hafa á- kveðið að flytja til Rúss- lands í nauðungarvinnu. nefnd skSpud- Samkvæmt þingsályktun frá 24. maí 1947 hefir verið skipuð sjö manna nefnd til þess að endurskoða stjórnar- skrá íslenzka lýðveldisins. í nefndinni eiga sæti: Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, formaður, Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, og Ólafur Jóhannes- son, prófessor, skipaðir af ríkisstjórninni án tilncfning- ar, Gylfi Þ. Gíslason, prófes- sor, skipaður samkvæmt til- nefningu Alþýðuflokksins, Halldór Ivristjánsson frá Kirkjubóli, skipaður sam- kvæmt tilnefningu Fram- sóknarflokksins, Einar 01- géirsson,' alþingismaður, skipaður samkvæmt tilnefn- ingu S&meiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins, og Jóhann Hafstein, alþing- ismaður, skipaður sam- kvæml tilnefningu Sjálf- stæðisflokksins. Samtimis þessari nefndar- skipan, íalla niður umboö nefnda þeirra, er áður haf? slarfað að endurskoðun • tjórna.’okrárinnar. (I rétta- tilkynning frá foi-sa tisráðu- neytinu.) Skipuleg rann- sókn síldar- gangna. Á bæjarstjórnarfundi í gær flutti Jóhann Hafstein tillögu þess efnis, að byggð yrði síldarverksmiðja hér í ná- grenni bæjarins. Tillagan er á þá leið, að bæjarstjórnin telji mjög að- kallandi að nú þegar sé fram- kvæmd ítarleg rannsókn á því, á hvern hátt verði með hagkvæmum ráðum liægt að nýta til fulls síldveiðimögu- Ieika þá, sem eru og kunna að vera í Faxaílóa. Leitað i sé samvinnu við stjórnir S.R.,' L.I.C., Fiskifélagsins og Sjó- mannafélagsins. Skuli rann- sókn málsins miðuð við að reynt verði að ljiika öllum nauðsynlegum undirbúningi fyrir næstu vertíð, haustið 1948. Bæjarstjórn samþykkti einróma þessa tillögu. Borgarstjóri Lundúna þakkar borgar- búum. Hátíðahöldin í Bretlandi fóru nijög vcl fram i gær, segir i fréttum frá London i morgun og hefir borgarstjóri Lundúna þakkað borgarbú- um fgrir góða og prúðmann- lega framkomu. Lítið var um slys þrátt fyr- ir einstaka þröng á öllum götum, þar sem brúðarfylgd- in fór um. Hins vegar veikt- ust eða slösuðust lítilsháttar 2500 manns og var i flestum tilfellum aðeins um yfirlið að ræða. Flytja varð um 500 manns í sjúkrahús, en flestir gátu farið heim til sín sam- dægurs. Brúðlijónin Elisabct rikis- arfi og hertogafrú og Philip Mountbatten hertogi dvelja nú á ættaróðali Mountbatt- enfjölskyldunnar og munu dvelja þar hveitibrauðsdag- ana. * • ftlarshaES kesniuiE' f 19 Londoii % í dag. Pundur - utanríkisráðherra flórveldanna hefjast í London á þriðjuciaginn í næstu viku. George Marshall utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna lagði í gær af síað flugleiðis áleiðis til London og er vænt- anlegur þangað í dag. Ræddi við Byrnes. Marshall ræddi við Byrnes fyrrverandi utanríkisráð- herra áður en hann Iagði af stað til London og síðan við Truman forseta og fylgdi forsetinn honum á flugstöð- ina. Molotov og Bidault. Sumir starfsmenn rúss- nesku sendinefndarinnar eru komnir til London, en Molo- tov utanríkisráðherra Rússa er væntanlegur til London um lielgina. Talið er að Bid- ault muni fara frá Paris næst- komandi mánudag, ef engar sérstakar breytingar verða á stjórn Frakklands fyrir þann tínia. Frakkland er stjórn- laust sem stendur og engin á- kveðin trygging fyrir því að Bidault verði utanrikisráð- herra í stjórn þeirri, er Blum leitast nú við að mynda. Austui’ríki. Nefnd kemur frá Austur- ríki til þess að tala máli þess á fundi utanríkisráðherranna í London og verður dr. Gru- ber utanríkisráðliera Austur- rikis formaður þeirrar nefnd- ar. Eadinn í kassamim fékk géða; viðtökfnr. Frá fréttaritara Yísis á Akureyri. S. I. Iaugardag var gaman- Ieikurinn Karlinn í kassanum frumsýndur á Akureyri. Ilúsfyllir áhorfenda var og fögnuðu þeir leiknuín vel. Leikstjóri er Þórir Guðjóns- son, en hann leikur jafn- framt eitt aðalhlutverkið. Þótti mönnum honum liafa' tekizt ágætlega að setja leik- inn á svið og var leikur lians einnig ágæturs — Karl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.