Vísir - 21.11.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 21.11.1947, Blaðsíða 4
V 1 S I R Föstudaginn 21. nóvtmber 1947 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skiifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. VerldöIL Verkfall járniðnaðarmanna hefur nú staðið á annan mán- uð, og þrátt fyrir málamiðlunar tilraunir, hafa sættir ekki tekizt og á þeim eru enn engar horfur. Fyrir almenn- ing hljóta margvísleg óþægindi að leiða af slíkum trufl- unum eðlilegs athafnalífs, en hjá þeim óþægindum verður ekki komist, meðan heppilegt er talið að beita verkföllum eða v.erkbönnum til lausnar kaupdeilum. Liggur i augum uppi að slíkar tiltektir tryggja á engan hátt rétta né sann- gjarna lausq deilumálanna, sá sigrar, sem lengur getur haldið út, — en allir aðilar og þ'ó þjóðfélagið frckast, skaðast beint og óbeint á slíkum atvinnutruflunum. Vitað.er að kommúnistar hafa efnt til verkfalls járn- iðnaðarmanna, til þess eins að reyna á kraftana, en fyrir þeim vakir jafnframt að reyna að efna til frekari verk- falla til samúðar, þegar það verður talið heppilegt og lík- legt til að torvelda það stjórnarsamstarf, sem tekizt hefur milli borgaraflokkanna. Fór Alþýðusambandsþingið elcki leynt mcð það viðhorf sitt, enda var þar haft í hótunum um frekari verkföll, og lögð álierzla á, að þeir verkamenn yrðu styrktir fjárhagslega, sem í verkföllunum eiga. Kommúnistar beittu jániiðnaðarmönnum fyrir sig að þessu sinni, af þeim sökum að þeir töldu að þar gætu þcir mest- um spjöllum komið fram, því að fiskiflotinn og raunar siglingaflotinn allur ætti hag sinn undir því að fá við- gerðir inntar af hendi. Kommúnistar töldu að þetta verk- fall eitt og út af fyrir sig gæti orðið rikisstjórninni óþæg- ur Ijár í þúfu og torvcklað allt starf licnnar. Þegar kommúnistar hafa loks gengið úr skugga um að þetta lokaráð þeirra reynist ekki svo fljótvirkt né áhrifaríkt, sem þeir ætla, ásaka þeir ríkisstjórnina fyrir, að hún hafi annarsvegar cfnt til verkfallsins, en standi hinsvegar í vegi fyrir heppilegri lausn þcss. Sér hver heil- vita maður' hversu fráleit slik ásökun er, enda sett fram í og mcð til að blekkja járniðnaðarmenn, þannig að þeir sætti sig betur við atvinnuleysið og tjón það, sem af því leiðir fyrir þá, — og sem seint verður unnið upp, jafnvel þótt þeim takist að knýja fram einhverja kauphækkun, sem litlar líkur eru þó til. Hætt er við að ef járniðnaðar- menn fengju kauphækkun og smiðjurnar heimild til til- svarandi aukningar álagningar, þá myndi það þær einar afleiðingar hafa, að verkefnin myndu i framtíðinni reyn- ast færri og minni, en vqrið hefur til þessa. I tveginum er algjörlega um megn, að standa undir þeim greiðslum, sem til þess hafa leitt af viðhaldi og viðgerðum slcipanna, en af því leiðir aftur, að með hækkuðu verðlagi hlýtur að draga úr sómasamlegu viðhaldi flotans og hann hlýtur að grotna niður. Þótt járniðnaðarmenn ynnu sigur í þess- ari kaupdeilu sinni, yrði það þeim dýr sigur og óheppi- legur. . Verkalýðsflokkar érlendir hafa lýst því þráfaldlega yfir, að þeir væru vaxnir unp úr þeim vinnuaðferðum, að béita vérkföllum til þess að! fá kröfum sínum framgengt. Þeir viðurkenna þá staðreynd, áð vérkföll eru hverju þjóð- félagi og hverri stétt of dýrt gaman, en eðíilegra er að lcitast við i íengstii lóg að fá kröfurn sínum framgengt með frjálsum samningum án verkfalla og atvinnutrufl- ana, sem þeim eru samfara. Þar, sem kommúnistar ráða innan verkalýðssamtakanna beita þeir þó verkföllum sér til framdráttar fyrst og fremst, en þegar misboðið hefur verið þolimæði þjóðanna, kallar þessi flokkur yfir sig hefnd annarra öfga. Sannar raunin að verkalýðssamtök- in eru á villigötum (elja þau sér henta að beita verkfalls- réttinum úr hófi fram. Það er beitt vopn, sem snúist getur í Iiendi þess aðilans, sem hampar því um of. Verkamenn eru vissulega vel að launum sínum komnir og hagur þeirra er sízt of góður, enda fer hann versn- andi mcð aukinni verð|)enslu. Hagur verkamanna og annarra launastétta felst í því lyrst og fremst, að unn- inn verði bugur á verðþepslunni og kaupmáttur krón- únnar.aukinn,—j . Skuggsjá borgaraniia FIÐLA ÚTVARPSINS I síðasta tölublaði útvarps- tíðinda er m. a. greiri eftir Pétur Pétursson, sem hann nefndir „Verkfræðingar á villigötum“. Er þar margt athyglisvert sagt um rekslur útvarpsins. sem. almenningur hefði gott af ao kynnast. T. d. segir svo i þessari grein, að útvarpið hafi fengið „leyfi fyrir yfirfairslu á 45000 dollurum til greiðslu á teikningu á fvrirhuguðu útvarpshúsi; og nú i ár eftir 1 að mjög var farið að bera á gjaldeyrisleysi landsmanna, fékk það leyf'i fyrir fiðlu frá Bi’etlandi. F-ðian kostaði 75 þús. krámir (af rauðu gullí eru strengirnir snúnir). „Og ennfrenuir segir: „Ekkí er þó ljóst, hvérjuni fiðla þessi er ætluð, því að skömmu cftir að hún kom til landsins var hún send i „Vesturveg“. — \ldrei • uu aðalfxðluleikari Útvarpsins hafa séð hana né heldur aðxár fiðlai’ar þess, þó þá fýsli þess nijög, og má því segja unx þá eins og Fiðlu-Björn, kvað, að þeir séu „mæddir“ í raunum sínum“. Að lokum segir P.P. í grein sinni: „Nú kemur til kasta hlustendanna, að njóta vei hinnar glæsilegu framtiðar: Rekstrartruflanir vegna skorts á efni til endurnýjun- ai’, 300 þúsund króna teikn- ing af húsi, sem verður senni- lega aldrei reist, auk reisu- kostnaðar 100—200 þúsund krónur, 75 þúsund króna fiðla i annaxi heimsálfu, há Alþingi: - ~ ? iibs, hvei eigi að stjéma æðúigardeOd Landspítalans? TilL fil þál, am a§ Mn taki til starfa. Eins og Vísir skýrði frá á sínum tíma, verður töf á því, að fæðingardeild Landspítal- ans verði fullgerð. Varð smávægileg deila um það, hverjum þessi dráttur væri að kenna, en ekki um það rætt, liver úri’æði rnætti hafa, til að koma málinu i liöfn. Jónas Jónsson liefir nú horið fram á Alþingi svo- hljóðandi till. til þingsálykt- unar: „Alþingi ályktar að slcoi’a á ríkisstjórnina að gei’a nú þegar allar nauðsynlegar ráðstafanir til að fæðingar- déildin taki til stai’fa úridir yfii’stjórn foi’stöðumanns handlæknisdeildar Landspít- aláns.“ J. J. segir í greinai’gerð: „Um nokkurra mánaða skeið liefir hin mikla fæðing- ardeild, sem getur tekið móti 54 sængui’konum, staðið full- gei’ð á lóð Landspítalans, en afnotagjöld, síversnandi úl- varpsdagskrá o s. frv. Látið nú fara vel um ykkur, góðir hálsar, og njótið þess vel, sem að yklcur er rétt.“ Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að, verja kr. 1265.878,00 i launagreiðslur hjá Ríkisútvarpinu, kr. 315,- 000,00 i ski’ifstofukostnað og kr. 750,000,00 fyrir útvai’ps- efni, en samtals eru litgjöld þessarar stofnunar áætluð kr. 2,976,578,00. Hvað finnst mönnuxn um þetta allt? Skuggi. ekki verið riotuð. Virðist ekki vanta annað en í’úmstæði og sængurklæðnað til þess, að þessi stofnun verði opnuð til afnota fyrir almenning i bænum. Mun skoðanamunur um, hvort deildin eigi að vera sjálfstætt fyrirtæki eða lúta yfirumsjón prófessors í hand- lækninguxn við Landspítal- ann, hafa tafið fyrir notkun hússins. Er þetta með öllu ó- viðunandi, þar sem heimili í Reykjavik og nágrenni eru jafnmannfá og annars stað- ar á landinu og alxxienn ósk sængurkvenna að geta dvalið á fæðingarlieimili fyrir og eftir barnsburð. Víða um land er mikill áliugi að koma upp fæðingai’heimilum og mun þessi dráttur að óþöiíu spilla fyrir góðu máli, ef þau tíð- indi spyi’jast um landið, að liöfuðstaðarbúum lánist ekki að útvega sér rúmstæði og sængui’föt í þessa stofnun, eftir að liúsið er fullgert.“ SALTKJÖJ hangikjöt, hestakjöt í buff og gullasch, kindabjúgu, lifur, ungkálfakjöt, heitur blóðmör, lifrarpylsa og svið. Kjötverzlun ijaltð Lýðssonar, Grettisgötu 64 og Hofsvallagötu 16. BERGMAL Rafmagnið. ÞaS er ósköp Htið hægt aö segja um rafmagniS núna. Þaö er rniklu auöyeldara — því miö- ur — að tala urn rafmagnsleysi, því aö viö viröumst, ætla aö hafa nóg af því í vetur, eins og stunjdum áður. Satt aö segja er svo kómiÖ nú, þegar aöeins er rúmlega miöur ; nóvember, aö rafmagniö er íitld rneira eti þegar það er í lágmarki, á að- fangadag jóla. Hvernig skyfdi þaö verða, þegar sá dagur rennur. Ætli þaö sé ekki bezt að fara að viða að sér grútar- lömp'um og kolaeldavél. Myrkur og kuldi. Það fylgist nokkurn veginn að, myrkur ura miðjan dag (Snælandsútgáfan er lxeöin af- sökunar á þessum stuldi á bók- arheitinu) og kuldi, því að hvorki Rafmagnsveitan né Hitaveitan geta fullnægt þörf- um bæjarbúa, þegar- -þessar stofnanir þurfa einmitt að standa sig. Eg segi bara það, að einhverjum verður orðið kalt um það er lýkur, ef kuld- arnir haldast lengi eins og þeir eru núna, ekki sízt af því aö Hitaveitan er búin að gera megnið af bæjarbúum að kulda- kreistum. Ráð væíi að skrúfa fyrir. Eg ætla nú ekki að hafa þessi orð miklu fleiri — að......sinni. Eins og nú horfir munu gefast ærin tækifæri til þess síðar að ræða’málin nánár ogbetfa ef-aö eiga eitthvað eftir af skotfær- um, ef baráttan verður löng og hörð. En meðal annara orða: Hvernig er mað allar héraða- veiturnar, sem mjólka Sogs- kcffið? Er skrúíað fyrir þær á þeim tínxa, sem þeir hafa rnest þörf fyrir rafmagn, senx greitt hafa orkuverið við Sog? Raun- ar ætti aldrei að veita ráfmagni út- fy-rir aðalkerfið, því að ljós- eru dauf hér allan liölangan daginn, og þeir, sem starfa með vélum, eru sífellt með lífið x lúkunum um að vélarnar „brenni yfir“ vegna lágrar spennu. Þetta er atriði, sem þarfnast athugunar og hennar skjótrar. — Reykjayík á að fá; allt Sogsrafmagnið! Slakað til. - „Leiklistarunnandi" íæiddist mér fyrir að ætla að láta „U. G.“ hafa síðasta orðið, svo að eg ætla að hleypa honum að með hálft orð. En svo eru þess- ar umræður lika búnar. Leik- listarunnandi segir: „Eg hafði ekki búizt við því, að orð mín í Bergmáli á dÖgunum hefðu þau áhrif á U. G., sem raun ber vitni. í skrifi hans ber harla lítiö á heilbrigðri gagnrýni en 'þeirn mun meira á skítkasti' í garð Leikfélagsins. U. G. þyk- ist ákaflega fyndinn, en eg er Frh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.