Vísir - 18.03.1948, Blaðsíða 2

Vísir - 18.03.1948, Blaðsíða 2
2 V I S I R Fimmtudaginn 18. marz 1948 JERONÍMVS: Chianff Kai- Sheh off Kína. Á Filippseyjuni er til þjóð- saga um sköpun mannsins. Hún hljóðar á þessa leið: Ciuð bjó til leirlíkneski vandað mjög, og lét það i oi'n til brennslu. En hann lét leirmyndina vera of lengi í ofninum. Hún brahn og varð svört. Þetta var fyrsti maðurinn, er guð skapaði. Hann blés lífsanda í þessa svörtu veru. Svo ákvað hann að gera aðra tilraun. En nu var liann óþolinmóður og opnaði ofninn of snemma. Veran, sem þá kom í Ijós, var ekki viðkunnanleg. Yfir- bragð hennar eða litarhátt- ur var hvítbleikur. Guði gramdist þessi óheppni. Þá bjó hann til þriðja manninn af mikilli kost- gæfni. A meðan herzlan stóð yfir leit hann annað slagið inn í ofninn, og tók mann- inn út, er hann hafði fengið gulbrúnan lit. Var guð mjög ánægður með þennan þriðja mann. Þessa sögu segja mennt- aðír Kínverjar oft hvítum mönnum með hógværlegri meinfýsi. Þvi að eilt helzta stefnu- skráratriði stjórnarflokksins, „Kuomintangs“, er útrýming yfirráða hvítra manna í Kína. Þetta er eitt af lokatak- mörkunum, er upphafsmað- ur stefnu þessara, lieimspek- ingurinn dr. Sun Yat-sen, setti fram. Hefir hann gert grein fyr- ir þessu í bók sinni, San Min Chu (Þrjú grundvallar- markmið þjóðarinnar). Það eru þó engar líkur til þess, að hin mannmarga bændaþjóð, Kínverjar, nái að þessu marki af eigin ramm- leik, á því iðnaðartímabili, sem nú stendur yfir. Markmið Japana. Eins og kunnugt er, var ' ])að álit Japana, að þeim bæri að útiloka livíta menn úr löndum 'hinn'á gulu þjóð- flokka. Og þcir ætluðu að sigra Kína í þessu augnamiði. Þetta tókst ekki, því að livítir menn og guíir tóku liöndum saman til þess að fyrirbyggja það. Þeir, sem unnu einstaklingsfrelsi og bötuðu kúgun, vörðust Jap- önum. Heimsl'riðurinn hvílir á Atlantshal's-sáttmálanmn, þó að hann sé ckki lýtalaus, eins og ýmsum stjórnmála- mönnum er nú ijóst orðið. Margir skildu ekki ýmsar hernaðaraðgerðir á Kyrra- l! hafinu á myðan sfríðið stóð yfir, En samkvæmt þeim skilríkjum, sem nú liggja fyrir, má segja að menning lieirnsins hafi hangið á þræði sumarið 1942. Ekki vegna sigra Þjóðverja í Rússlandi, heldur sökum hins viðsjár- verða ástands í Indlandi. En það átti rót sína að rekja til sigra Þjóðverja og hraðsigra Japana í Burrna og á Malaya. Ef Japanir hefðu farið inn yfir landa- mæri Indlands í júni 1942, myndu þeir liafa náð sam- bandi við þjóð, sem var að því kornin að gera uppreisn. 350 milljónir Hindúa, sem þreyttir voru á stjórn Breta, hefðu gengið Japönum á hönd. Og sambandið milli öxulveldanna var þá næst- um fengið. Rommel átti um þessar mundir skammt ófar- ið til Alexandríu. Það eru ýmsar orsakir til þess, að þetta fórst fyrir. Meðal annars yfirdrotlnunar- andi Japana. Uppreistarleið- logarnir indversku höfðu ó- bcit á ráðríki Japana. Ef Japanir hefðu í flýti hertek- ið vænan hluta af Indlandi, mundi Chiang Ivai-shek haí’a orðið undir, nema liann hefði gerzt bandamaður Japana, Og þá von b.áru þeir í brjósti annað slagið á meðan stríð- ið stóð. Það er þýðingarlaust að reyna að gera sér grein fyr- ir þvi, bver áhrif þess banda- lags hefðu orðið. og Kína. Samvinna U.S.A. Að þessu sinni kom ekki lil lokaátaka milli liins gula kynstofns og hvítra manna. Og vonandi kemur aldrei til þess. Samvinna sú, sem nú á sér stað milli U.S.A. og Kína er nokkur sönnun þess og gleðileg. Þó er talið, að nokkrir hlekkir séu veikir í þéirri viuóttukeðj-u, sem er milli þessara þjóða. Það gerðist margt í Kína á stríðsárunum, sem ekki varð almenningi kunnugt. Og að líkindum hefir hug- mynd sú, sem menn gerðu sér um Kínverja, verið glæsi- legri en raun ber vitni. Má segja, að syo hafi verið gagn- vart öllum þeim þjóðum, er þátt tóku í stríðinu. Ilinn hernaðarlegi áróður olli því. Allt var borið i bætifláka fyrir samherj u n um. Ritskoðun var mjög ströng í Kína yfir stríðið, og allt eftirlit strangt. Nú hafa tveir amerískir blaðamenn, Theodore H. Whitc og Annalee Jacoby, gefið út bók uin það, Spin gerðist á bak við tjöldin í Kína á stríðsárunum. Bókin nefnist „Tbunder ont ol' China“. Ungl'rú Jacoby var á skrif- stofu í Chunking, en White var „fljúgandi“ fréttaritari á vígstöðvunum. En þau eru í ritstjórn Chunking Times. Borgarstyrjöld í Kína. 1 bók þessari er Chiang Kai-shek allmjög gagnrýnd- ur og stjórn hans nefnd eins manns stjórn. Annars segja þau kost og löst á mannin- um. - Það voru ekki liðnir tveir sólarhringar frá stríðs- lokum,. er borgarastyrjöldin hófst í Kína, segja þau White og Jacoby. Jenan-ú tvarpið lilkynnti aðaldrættina í stefnuskrá kommúnista. Fyrsta skipan Chu Telis kommúnistahers- höfðingja hljóðaði á þessa leið: „Takið allar stöðvar, er Japanir höfðu. Afvopnið hermenn og borgara, krefj- izt þess að setuliðið gefist upp samkvæmt Potsdam- samþykktinni.“ Chunking sendi þegar út gagnfyrirskipanir. Borgara- styrjöld hafði staðið í Ivína frá 1911, er Manchu-keisara- veldið féll lil grunna, og til 1937, er Japanir réðust inn í Kína. Og nú var borgara- styrjöldin aftur hafin. Þessi borgarastyrjöld stendur enn yfir. Þó eru nokkur vopnahlé annað slag- ið. Félagsmálalega séð er Kína nú á sama þroskastigi og Evrópa var fyrir 400— 500 árum. Kínverskir bændur eru þolinmóðir og þrautseigir. Þeir eru vanir við skort, kúg- un, misþyrmingar og stríð. Stríð hefir verið daglegt brauð í Kína. Friður er Kín- verjum meira undrunarefni en styrjöld. Þó er talið, að Chiang Kai- shek vilji l'riða þjóðina — fá varanlegan frið. En eins og því er varið með nær því alla heimssögu- lega stjórnmálamcnn, þékkir hann ekki sínar eigin tak- markanir. Svo eru metorða- menn i flokki hans gírugir í fé og valda ýmsum árekstr- um. Stjórn Chiangs Iögleg stjórn. Þar sem stjórn Chiang Kai-sheks cr viðurkennd af Sámeinuðu þjóðunum, hafa Bandaríki NorðurAmeríku i'rá árinu 1945 og síðan styrkt Chiang í baráttunni við kommúnista. Ameríku- menn hafa reynt til þess að vinna að eflingu lýðræðis í Kína. En sá róður er þungur. Kínverjar eru fólksflesta þjóð heimsins. Enginn veit með vissu, hve margir Kín- verjar eru. Þeir eru á milli •100 og 550 milljónir. Mis- munur þessara talna innifel- ur alla íbúa U.S.A. Líklega eru Kínverjar um 500 millj- ónir. Þessir tveir amerísku blaðamenn gera tilraun til að skilgreina stjórnarfar Kína. Aðeins einn flokkur er nú leyfður þar í landi. Er keisaranum var hrund- ið af stóli 1911, lcnti Kína | svo að segja í klónum á 300 „stríðsbarónum“. En þeir eru hliðstæðir ránriddurum mið- alda. Sun Yat-sen heimspeking- ur, lærður Canton-Kínverji, er stol'nandi „Kuomintangs", en svo nefnist núverandi stjórnarstefna. Maður þessi stundaði nám á Hawaii. Hann fékk vernd nokkurra þessara stríðsbar- óna og náði með hyggindum eða brögðum völdum í Cam lon-béraði. Hann dó árið 1925. Hvítir kaupsýslumenn, er bjuggu við sjávarsíðuna, studdu með ánægju eftir- mann hans, hinn sterka mann l'lokksins, Chiang hershöfð- ingja. Chiang Kai-shek fékk hjá þeim mikið fé og hvers kyns varning og hóf það miklaj starl', að leggja Kína undirl sig. Hann fór herferðir á| hendur öðrum valdamönn- um. Suina keypti hann til fyfgis við sig, eða tældi á sitt band. ()g hann gerði baráttu sína að eins konar krossferð á hendur kommúnistum. 1934 þótti þeim þröngvað svo kosti sínum á strand- svæðunum, eða í borgum og bæjum við sjó, að mikill fjöldi þeirra flutti til norð- urhéraða Kínavcldis. Þar O * ; " settust þeir að. Chiang í Moskva. Chiang Kai-shek er bónda- sonur. Hann varð stúdent í Japan, þó að hann væri and- vígur Japönum frá öndverðu. Hann gekk á hinn keisara- lega kínverska liðsforingja- háskóla. Hinn eina sinnar tegundar í Kína. 1923 var Chiang sendur til Moskvu. Af Rússum lærði hann' meðal annars flokks- stjó'rn. En hann er andstæð- ingur kommúnista, eins og kunnugt er. Fyrstu ár hinnar kín- versku stjórnarbyltingar var Cliiang i Shanghai, eftir því sem White og Jacoby segja. Á þeim árum var lionum lijálpað af byltingamannin- um Ch’en Chi-mei. Og nú eru bróðupsynir þessa manns háttsettir hjá Chiang Kai- shek. Hersliöfðinginn var oft svangur, peningalaus og í mikilli hættu á þessu tíma- bili. Hann lifði í „undirheim- um“ stórhorgarinnar. Hafði hann þá samband við félag- ið „Hið græna samband“. Studdi það félag byltinga- starfsemina. Og var ekki gott orð á því. Chiang Kai-shek er lier- maður og stjórnmálamaður. Þegar þess cr gætt, að hann hefir orðið að styrkja völd sín á sama hátt og við sömn skilyrði og Evrópuvaldsmenu á 15. öld, þá er ekki rétt að dæma framkomu hans á 20. aldar mælikvarða. Chiang er svo að scgja bundinn við gamalt stjórnarfarskerfi. Og I ráðríki hans er mikið. White og Jacoby segja frá kosning- um, þ’ar sem hann lét greiða atkvæði sér í hag með frekju. Þetta og annað eins barst ekki út á meðan stríðið stóð. Kínverska eftirlitið var strangt. Kína var í stríðs- fréttnm nefnt hið mikla lýð- veldi. En það var nú tæp- lega sannleikanum sam- kvæmt. Hurley fer til Kína. Eí'tir Stillwell-„árekstur- inn“ í lok ársins 1944 var Patrick J. Hurley sendur til Chunking sem persónulegur erindreki Roosevelts forseta. Joseph Stillwell hershöfð- ingi var af Sameinuðu j)jóð- unura valinn yfirmaður ú' Kína-, Burma- og Indlands- hersvæðinu. Auk þess var liann æðsti stjórnandi hins kínverska hers. Hann' er hraustur hermaður, al- þýðlegui' og vinsæll. Her- mennirnir nefndu liann Jóa frænda. Illutverk hans var að „opna“ Burmabrautina eftir ósigur Breta þar. Stillwell endurskipulagði og 'æfði kín- verska herinn og vann hrein' kraftaverk þar eystra. Hanni vildi gera kínverska bændur sjálfstæða til orðs og æðis, sjá um að. þeh'' feugju nægi- logt fíeði og lærðu að ifara með nýtízku vopn. Joe Stillwell varð vel á- gengt í Burma. En þá fékk liann þá „l'lugu“ í höfuðið, að el’ hann gæti látið gera vel við hermenn Chiangs — GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Veizlumatur Srnurt brauð Snittur MATARBÚÐIN Ingólfsstræti 3, sími 1569.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.