Vísir - 18.03.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 18.03.1948, Blaðsíða 4
4 Fimratudaginn 18. marz T948 V I S I R irisixs. DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VJSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kær kveðja til menntamanna. f*túdentar hafa nú fyrir nokkru haldið tvo fundi um of- heldisverk þau, sem framin hafa verið í Tékkóslóvakíu, og vitt í samþykktum aðfarir kommúnista gegn jwófess- orum og stúdentum, sem hraktir hafa verið' frá liáskólan- um i Prag vegna skoðana sinna. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi, sögðu Rómverjar til forna, og ségja má, að þetta séu einkunnarorð menntamanna og hafi ávallt verið. Freisi andans er þeim heilagt, enda grundvöllur fyrir fram- förum mannkynsins, svo sem sannazt hefur frá því, er myrkur miðaldanna var rofið vegna haráttu brautryðjend- anna í vísindum og menningarmálum. Þjóðviljinn velur menntamönnum ekki kveðjurnar, vegna þessara fundahalda. Segir blaðið, að „andskotans hræsnarar og aumingjar, sem kalli sig menntamenn“, hafi jjótt taka því að halda fund um málið og mótmæla aðför- unum. Kommúnistar munu hafa tekið þá afstöðu á fund- um þessum, að þeir teldu hyggilegt að bíða nánari frétta frá Tékkóslóvakíu, og svipuð mun afstaða l'lokksbræðra jjeirra á Norðurlöndum liafa verið. Sannar fréttir virðast liú hafa borizt til Danmerkur. Þar segja fylgismenn komm- únista sig úr flokknum unnvörpum, og fuliyrt er að flokks- félög á Jótlandi hafi rofið tengsl sín við flokkinn með öllu. Hér heima vilja kommúnistar bíða eftir fréttunum, i von um að hrunið verði ekki jafn tilfinnanlegt lijá jæim og hjá flokkshræðrum þeirra á Norðurlöndum. Þótt allar þær fregnir, sem horizt hafa frá Tékkósló- vakíu sjálfri, væru að einhverju leyti rangar, má fullyrða, að i aðalatriðum fá Jjær staðizt. Þannig viðurkenna komm- únistar sjálfir i fréttaburði sinum, að fangelsanir hafi far- ið fram, að framkvæmdanefndir bafi verið skipaðar, að kosningum hafi verið frestað, að Jjingmenn hafi verið sviptir umboði, að Masaryk utanríkisráðherra liafi fyrir- farið sér, að sendiherrar og ræðismenn Tékka víða um heim hafi sagt af sér störfum, að stúdentar og prófessorar hafi verið reknir frá háskólum og sé þeim ætlað að vinna í kolanámum, að kommúnistar sitji nú einir i stjórn ásamt fjórum fulltrúum vinstra arms jafnaðarmanna. Allt eru J>etta staðreyndir, sem kommúnistar hafa slaðfest í frétta- burði sínum, en fleira mætti tína til. Hvernig hafa lýðræðisjjjóðirnar brugðizt við atburð- unum í Tékkóslóvakíu. Bandaríkjamenn telja friðinum teflt í tvísýnu og gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna ör- vggis lands síns. Bretar átelja aðfarirnar harðlega. Norð- urlandaþjóðirnar allar víta ofbeldisverkin og búa sig und- ir hcin átök við kommúnistaflokkana heima fyrir. Þannig telja Sviar, að ófriðarhættan hafi stórlega nálgast landa- mæri sín og eru við ölhi búnir, ef kommúnistar hyggjast að efna j>ar lil ófremdarverka. Allar 1 ýðræðisj>jóðirnar undantekningarlaust fordæma föðurlandssvik kommúnista og fimmtuherdeildar starfsemi. Islcnzka jjjóðin liefur cinn- ig vaknað við vondan draum, en hún mun. vissulega sjálf kenna íslenzku kommúnistunum, hvað til Jjeirra friðar heyrir, þegar að J)\í kemur. Almenningur þekkir þá of vel fil að óttast j)á, cn grípi þeir á sínum tíma fil óyndis- úrræða, verður séð við þeim, þánnig að Jjcir komi slcemmda- starfsemi sinn ekki fram, ]>ótt viðleitnina skorti ekki. Þetta mega kommúnistarnir \-ita í tæka tíð. Fréttir herma svo frá nú i dag, að danskir kommún- Istar hafi haft nokkurn viðbúnað til blóðugrar byltingar þar í landi, en þar sem vitað er, að kommúnistar haga baráttu sinni víðast hvar á einn og sama hátt, er ástæða til að gela framverði flokkshræðra þeirra gaum, þótt með smærri Jjjóðum sé. AUt hátterni kommúnista hefur verið með slikurn cn- dcmum hér á landi, að tæpast er orðum að ])cim eyðandi, en þögn og fyrirlifning hæfir þeim bezt. Þjóðin í heild býr yfir þeim þroska, að hún lætur ekki blekkjast af lyga- áróðri Jjessa flokks né aðhyllast skemmdastarfsemi hans. Þeir dagar eru teljandi, sem áhrifa flokksins kann að gæta. Fleiri en „andskotans hræsnarar og aumingjar, sem kalla fúg menntamenn11 sjá við ])eim. - M I N NINGARQRÐ Arnaldur Jónsson blaðamaður. I dag verður til moldar borinn hér í Reykjavik Arn- aldur Jónsson bla'ðamaður, en hann lézt 10. þ. m. aðeins 28 ára að aldri. Arnaldur var fæddur 29. september 1919 að Ytravatni i Skagafirði. Hann var sonur .Tóns kaupmanns Stefánsson- ar á Akureyri og Önnu Jósefs- dóltur. Hann ólst upp i Skagafirði hjá móður sinni ! til 13 ára aldurs, fór hann J)á i unglingadeild Hólaskóla og síðan að Laugarvatni, en þar stundaði hann nám í eitt ár. Siðan stundaði liann nám við Samvinnuskólann um skeið og varð síðan blaðamaður við Tímann. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan fundum okkar Arnald- ar bar saman í fyrsta sinn, en mjög fljótlega eftir fvrstu kynni olckar tókst )neð okk- ur góð vinátta, er hélzt til J)ess liann féll frá svo snögg- lega sam raun varð á. Fyrstu Jcynni okkar urðu, eins og eðlilegt var gegnum blaða- mennsku, en hann var ])á starfandi blaðamaður við dagblaðið Visi, er eg réðisl þangað blaðamaður. Arnaldur var ágætur félagi og skemmtilegur samstarfs- maður, enda naut hann per- sónulegra vinsælda allra þeirra, er með honum störf- uðu. Hann var jafnan kátur og fjörugur og mátti mikið á hjáta til Jæss að liann skipti skapi og Jæss vegna var gott að vera í návist hans. Hins vegar var hann skapmaður og gátu misgerðir við hann setið lengi í honum, ef hon- um sárnaði á annað borð. Það ár, sem störfuðm saman við sama blað, átti eg Jæss auðvitað nokkurn kost, að kynnast Iionum einnig sem starfsmanni. Eg tel Arnald hafa verið ágætan blaða- mann, færan í starfi sínu og á sumum sviðum blaða- mennskunnar afbragð. Hann átti mjög lélt með að skrifa, enda gáfaður vel. Arnaldur var einn ])eirra fáu manna, sem sigll hafði til annarra landa lil J)ess að kynna sér blaðamennsku. Hann fór til Bandaríkjanna og lagði stund á blaða- mennskunám við háskóla i Minneapolis um éins árs skeið, en síðan hvarf Iiann heim lil íslands aftur og vann sem blaðamaður við Vísi og síðan Timann. Æfi Arnaldar varð ekki löng. Hann lézt að- eins 28 ára að áldri og átti J>á margt eftir ógert. er hann hafði ætlað sér að inna af hendi. Blaðamannastéttin er fámenn og má þvi sízt við J)vi að jnissa góða og gegna félaga snemina úr sínum hópi, sem síðar meir hefðu getað orðið J)ess megnugir að halda hróðri hennar á lofti. Það má segja um Arn- ald eins og fleiri, að lianir dó of ungur og er eg J)ess full- viss, að hefði honum enzt aldur, hefði mátt búast við mörgu góðu af honum. Arnaldur var stórhuga og hugsaði hátt, en vegna æsku sinnar liafði hann lítið af J)ví framkvæmt, er hann hafði hugsað sér áður en hann lagðj yfir hina miklu móðit. seni er hlutskipti vor allra. I dag kveðjum við vinir og starfsfólagar Arnald í hinsta sinn. Að Arnaldi var eftirsjá bæði sem manni og félaga, en enginn má sköpum renna. Að lokum vildi eg votta móður hans innilegustu sam- úð. Iiún kveður nú elzta son sinn, sem miklar vonir voru við tengdar. Við samstarfs- menn lians og vinir kveðjunx góðan dreng og félaga og minnumst hans með hlýhug og söknuði. Kristján Jónsson. Sveitastjórnarmál, 2. hefti 7. árg. er komiS út. Efni þessa heftis er sem hér segir: Fundargerð Sambands isl. sveit- arfélaga, Magnús Sigurðssoa, bankastjóri, látinn, Um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga, Sauðárkrókur ,og ,,hað cr löng ieiðin til keis- arans“. Margar myndir eru í heftinu R E RGM —♦— AL Smá-jazzþáttur. Mér hefir borízt i hendur ,,Jazzblaðið“, sem gefið er út á vegum jazzsinna, eins og nafnið heudir til. Er |)að til mikils fróöleiks og ánægju öllum þeini, sem jazz unna, en á köfl- um næsta torskilið þeim. sem mætur hafa á jazz, að vissu marki, ,eins og t. d. mér. Hefi eg raunar vikið að J)ví áður hér i Bergmáli óg s'kál ]>að ítrekað nú. til J)ess, aö jazzvinum detti ekki í hug, aö hér sé verið með ómaklega gagnfýni á blað þeirra eða verið að amast við ])essari tegund tónlistar. Aðeins fyrir jazzvink Eh eg get ekki varzit þeirri hugsun, eftir að hafa lesið „Jazzblaðið“ í snarhending, aö J)að hljóti nær eingöngu að vera skrifað fyrir J)á, er liafa Jiaulkynnt sér J)essi . niál, en ekki fyrir allan J)orra manna, sauösvartan almúgánn í jazz- málum. Mér virðist sem „Jazz- blaðið“ sé algert fagrit, á sínu sviöi eins og t.d. ,,Læknablaðið“ og „Tímarit verkfræðingafé- félagsins“, sem enguiii er fært að lesa nema fagmönnum á þeim sviðum. Mér skilst á grein- um ,,Jazzbl.“, að J)að eigi sanit að vera fyrir almenniug, ni. a, til ]>ess að kynna lionum sjón- armið jazzmanna og, einkenni þessarar tegundar hljóðagerö- ar. Be-hop. En J)ví fer fjarri. Hvernig í dauðanum getur aðstandend- um blaösins dottið í lnig, aö venjulegt fólk botni í frétta- klausu um, aö hin fræga Be- bop bljómsveit Gillespies hafi haldið hljónileika í Kaup- mannahiifn í febrúar? IJvað er Be bop? Já, má eg spvrja, hver þremillinn er Be-bop? Það má vel vera, aö Jætta sé sú albezta tegund jazz, sem siigur fara af. en eg. er 'engu nær og svo er um ílesta. Rex. A öðrum stað er minnzt á Rcx Stevvart, sem kvað vera mjög slyngur á eitthvert hijóðfæri í jazz-hljómsveit, þar sénV sagt er, að hann hafi sett allt á'ann- an euclann á meginlandi Ev- .rópu. Þó er tekið frán)y(í»;bréfa-j fskiptunv,,S“ vÚ Jon MúÍafgað.' Rex komi vart til greina i jazz- kosningum. Hvaða fréttir eru Jætta fyrir almenning (sem ætla má, aö sé aöalfjárhagsstoð blaðsns) ? Eða J)á, að einhver Sandy Williams (hafið þér heyrt hans getið?) sé „fallandi stjarna“ ? Þetta er ekki hægt. Ekkert Hokus-pokus. Gagnrýni Jæssi, J)ótt ófull- komin sé, vegna skorts á rúmi hér, er fram komin til Jæss að benda á. aö ef venjulegt fólk á aö geta lesiö blaöið sér til gágns, verður að taka jazzmál- in fastar tökum. Mér dettur t. d. í hug með J)ví að fá einhvern jazz-tónfróöan. mann til .þess að skýra frumatriðin í því, sem að jazz lýtur, }>ar á meöal Be-bop, jiv.e, boogie-woogie og hvað J)að nú allt heitir. Eins og er má segja að þetta sé einhver óskiljanlegur hópus-pókus. fyr- ir okkur hina, meira að segja hlægilegur hókus-pókus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.