Vísir - 05.06.1948, Qupperneq 12
HÆSENDUR eru beðnir að
athuga að smáauglýs-
ingar eru á 6. síðu.
Laugardaginn 5. júní 1948
Næturlæknir: Sími 5030, —<
Næturvörður:
Ingólfs Apótek, sími 1330.
I,
IpSS
\ - í; C'
Um þessar mundir er verið að hefja byggingu aðseturs
Sameinuðu þjóðanna. Fjórar húsraðir hafa yerið rifnar
þar sem væntanlegar byggingar fyrir fundarhöld hinna
ýmsu deilda Sameinuðu. þjóðanna eiga að standa. Myndin
er tekin af þeim hluta Manhattan í New Yorik, þar sem
byggingarnar eiga að stánda.
Brezkur vísindamaður fær 100 þús.
sterlingspund fyrir uppfinningu.
! Hamt fasm upp blásturshreyfilinn.
afrek hans á sviði vísind-
Yfirflugliðsforingjanum
Frank Whittle, sem fann
upp blásturshreyfilinn hafa
verið veitt hæstu verðlaun,
er veitt hafa yerið fyrir upp-
finningu í Bretlandi.
Hin kommglega nefnd, er
útlilutar verðlaunum fyrir
uppfinningar, hefir ákveðið
að honum skuli veitt 100 þús.
sterlingspund fyrir uppfinn-
inguna.
Sótti ekki.
Whittie hafði ekki sótt um
neinn styrk né verðlaun
fyrir þessa þýðingamiklu
uppfinningu er hann liefir
gert. Hann taldi sig ekki eiga
hana sjálfur, þar sem hann
hafði unnið að lienni, meðan
hann var í þjóriustu hersins.
Þessi uppfinning hefir samt
haft úrslitaþýðingu fyrir
flugmál Breta og skotið Bret-
urn tveim árum fram úr
öllum öðrum þjóðum á sviði
þeirra.
Hæstu verðlaun.
Þessi heiðursverðlaun eru
8 sinnum liærri, en verðlaun
þau, er Sir Donald Bailey
hlaut fyrir hina frægu brú
Sína, er mikið var notuð á
stríðsárunum og heitin var
í höfuðið á homun og kölluð
Bailey-brúin.
Royal “ Commission of
Awárds to Inventors leit svo
á, áð úthluta bæri Whittle
hæstu heiðursverðlaunum i
jviðurkeimingarskyni fyrir
anna, enda þótt hann hefði
ekki farið fram á neina þókn-
un fyrir störf sín.
Drengjamót
Armanns.
Eflir viku, eða dagana 12.
og 13. júní, fer drengjamót
Ármanns fram á íþrótta-
vellinum.
Keppt verður í 80, 400,
1500, 3000 m. hlaupi, 100 m.
boðhlaupi og aukakeppni í
200 m. hlaupi. Ennfremur
verður keppt í kúlúvarpi,
kringlukasti, spjótkasti, liá-
stökki, langstökki, þrístökki
og stangarstökki.
Schacht verður
að sitja áfram.
Dr. Hjalmar Schacht, fyrr-
um ríkisbankastjóri Þýzka-
lands og aðal-sérfræðingur
nazista á sviði f jármála, verð-
ur ekki látinn laus.
Lögfræðingi lians var Ijáð
það fyrir nokkúrum dögum,
en liann hafði farið þess á
Ieit fyrir Schachts hönd, við
11 ern ám ss t j örri Bandarik j -
anna í Þýzkalandi, að
Schacht yrði látinn laus. —
Schacht var í fyrra dæmdur
i 8 ára fangelsi af nazista-
hreinsunardóinstóli.
Þjóðflutningar
um ísland.
í fvrrud, lenti á Keflavíkur-
flugvelli fyrsta fíugvélin frá
„Traris Canada Airlines“, sem
einvörðungu flytur landnema
vestur um haf.
Það er Káriáda-stjórn, sem
stendur straum af kostnaðin-
um í sambandi við þessa
flutninga. Ællar stjórnin að
flytja 10 þús. inanns frá Evr.
óp til Kanada á þenna hátt.
Flugvél þessi fór liéðan til
Montreal og Toronio og
inunu háttsettir opinberir
1 embættisménn taka á móti
flugvélinni er hún lendir á
áðurgreindum stöðuni.
Gert er ráð fyrir, að 20
flugvélar l'ljúgi á mánuði
liverjum með innflytjendur
og munu flestar flugvélanna
hafa viðkoniu á Keflavíkur-
l'lugvelli. Auk þess koma við
á vellinuin tvær flugvélar á
dag frá sama flugfélagi, sem
eru í venjulegu farþegaflugi.
I síðastliðnum mánuði
lentu samtals 143 flugvélar á
Kefla ví ku rf I ugvell i.
Þýófar
hand-
teknir.
Vm siðustu helgi handtók
lögreglan tvo þjófa, sem
voru að stela hhitum úr
hifreið.
Bifreið þessi stóð fyrir
utan bifreiðaverkstæði Still-
is h.f. og urðu menn varir
við þjófana þegar þeir hófu
♦skemmdarstarfsemi sína. —
Var lögreglunni þegar gert
aðvart og kom hún strax á
vetlvang. Voru þjófarnir þá
enn að verki og voru þeir
báðir liandteknir.
Margvíslegar breytingar og entíttr-
bætur á síldarverksmiðjunní s
Krossanesi.
Veröstr til-
búin fyrir
rertíöina í
suntnr.
Um þessar mundir standa
yfir víðtækar breylingar og
endurbætur á síldarverk-
siriiðjunni í Krossanesi við
Eyjafjörð.
Visir átli nýlega tal við
Torfa Þorsteinsson, verk-
stjóra i vélsmiðjunni Héðni,
og frétti hjá lionum af fram-
kvæmdum þeim sem eiga sér
stað að Krossanesi og hann
het'ir haft umsjá með. — Fer
frásögn hans hér á eftir:
1 fyrra vouu sett ný lönd-
unartæki í verksmiðjuna.
Eru þau af fullkomnustu gerðj
og geta losað tvö skip i einu,
samtals 1200 mál á klukku-
stund. I vetur hefir þróin
verið endurbyggð og rúmar
hún riti 30 þús. mál síldar.
Settar hafa verið í liana svo-
kallaðar þróarlokur og
flutningshönd. Er það nýj-
ung frá þvi, sem áður var og
auðveldar mjög alla vinnu i
samliandi við þróna.
Ný olíu-
kyndingartæki.
Þá liafa verið sett i verk-
smiðj una olíukyndingartæki
af fuUkomnustu gerð. Hefir
Héðinn smíðað þau. Eru ket-
illinn, þurrkofn og þurkari
olíukvnt og er það niiklu
hagstæðara en gamla aðferð-
in.
Nýr þurrkofn.
Ennfremur hefir verið
byggður nýr þurrkofn og nýr
þurrkari, sem eru afkasta-
meiri en gömlu þurrkofnarn-
ir, svo að afköst verksmiðj-
unnar verða nokkuru meiri í
framtíðinni, en að undan-
förnu. Ýms ný tæki hafa ver-
ið smíðuð i sambandi við
þurrkarana, svo sem sog-
vifta, endakassar, mjölblás-
ari og sjálfvirk mjölvog.
2500 smál. lýsisgeymir.
Verið er að reisa nýjan
2500 smálesta lýsisgeymi.
Tveir minni vora fyrir hendi,
en þeim verður breytt í
hrennsluoliugeyma, annan
fyrir verksmiðjuna og hirin
fyrir þau skip, sem landa hjá
verksmiðjunni.
Loks má geta þess, að sett-
ar verða í verksmiðjuna 10
—12 nýjar skilvindur og svo-
kallað olíuhús endurbyggt.
Ennfremur verða í því fjórar
nýjar hristisíur. *-
Lokið fyrir
vertíð.
Þessum umfangsmiklu -
franikvæmdum, sein Verk.
smiðjan Héðinn vinnur fyrir
síldarverksmiðjuna á Krossa-
nesi verður væntanlega lokið
fyrir síldarvertiðina á sumri
komanda.
MÍJVA -
Framh. af 1. síðu.
þangað. Kommúnistar reyndu
að hefja sókn á svæðinu í
kringum Pinliisen, sem. er 70
mílum norðVestur af Sian,
en þar var sú sókn stöðvuð.
Nálgast Chengteh.
Kommúnistar eru og í sókn
í Jehol-héraði og þaðan ber-
ast fregnir uni, að þeir
nálgist höfuðborg héraðsins,
hem heitir Chengteh.
Tilkynnt hefir verið, að
ameríski flotinn muni ekkl
hætta að hafa bækistöð í
Tsingtao, þótt kommúnistar
nái borginni.
Fréttaritarar, sem fylgjast
með víglínunni telja að um
alvarlega liættu sé að ræða
fyrir miðstjórnina. Hún hefir
verið á undanlialdi síðustu
vikur og . ekki verði ennþá
séð hyernig hún geti rétt við
lilut sinn.
Bergmál
Framh. af 6. síðu.
burðast nieð andlega sveitaró-
maga. Iiitt er öllu verra, þegar
þeir ætla sér að fara að kenna
öðruin.
*
Eg bið lesendur velvirðing-
ar á því að hafa eytt tíma
þeirra og rúmi blaðsins í þetta
ómerkilega efni. En vel á
minnzt: Það stóð í blöðunum
um daginn, að Sjómannadags-
ráðið gæti ekki haldið dýra-
sýningu í Örfirisey í sumar,
því að ekki fengist leyfi til að
flytja dýrin til landsins. Ea
hvers vegna snýr ráðið sér
ekki til Þjóðviljans? Þar er úr
itógu að velja!
Hjónaband.
f dag verða gefin saman af sira
Árna Sigurðssyni ungfrú Kristin
Guðmundsdóttir og Sigurður ósk-
ar Helgason, skrifstofumaður i'
Tollstjóraskrifstofunni, og einníg
ungfrú Margrét Ester Kratsch og
Auðunn Gannar Guðmundsson,
járnsmiður, — en þau eru systkin,
Kristín og Auðunn Gunnar. —
Heimili beggja brúðhjónanna
verðúr á Klapparstig 11 i Hvik.