Vísir - 06.07.1948, Blaðsíða 1
%
♦
;.. .-c
.v'-ifeS* •
38. ár.
Þríðjudaginn 6. júlí 1948
150. tbl.
F.F.S.Í. vili 75
togara 1953.
Samþykkt stjórnarfnndar
F.F.S.Í. 1. jiílí 1948.
Jafnframt því að F.F.S.Í.
Jýsir ánægju sinni'yfir þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar, að semja nú þegar um
smiði 10 togai-a til viðbótar
og teiur það spor í rétta átt,
telur sambandið bráðnauð-
synlegt að ríkisstjórnin
tryggi sér enn meiri og á-
framhaldandi aukningu tog-
araflotans, svo að náð verði
því marki, sem 11. þing sam,-
bandsins setti fram liaustið
1947, að nýju togararnir
verði orðnir ekki færri en
75 á árinu 1953.
F.F.S.Í. telur mjög þýðing-
armikið að jafnframt verði
gerð gangslcör að þvi að at-
buga þær framfarir og um-
bætur, sem lieppilegastar
kunna að þykja á útbúnaði
hinna nýju togara, til sem
íullkomnastrar hagnýtingar
á afla, svo sem mjölvinnslu-
tæki o. fl.
Sambandsstjórnin vill I
þessu sambandi leggja
áherzlu á að F.F.S.I. vei’ði
gefinn kostur á að fylgjast
með öllum undirbúningi og
framkvæmdum í sambandi
við smiði nýrra togara, og
að koma með tillögur varð-
andi þau mál.
Slíkur háttur var viðhafð-
ur við undirbúning að Ijygg-
ingu hinna 30 nýsköpunar-
togara. Má réttilega segja að
slíkt hafi verið hyggileg
ráðstöfun og að margar góð-
ar tillögur hafi verið tekn-
ar til greina og framkvæmd-
ar, svo sem flutningur lifrar
o. fl.
Þá vill sambandsstjói’nin
leggja sérstaka áherzlu á að
nýju togurunum vei’ði út-
hlutað sem réttlátast til
heppilegustu útgei’ðarstaða á
landinu.
„Skúli IHapiiús-
son“ kemur á
morguii.
„Skúli Magnússon",annar
nýsköpunartogari Reykja-
víknrbæjar, er vœntalegur
bingað annað kuöld.
Togarinn lagði af siað frá
Bretlandi síðastl. sunnudag
og tók Jón Axel Pétursson
formlega við honum fyrir
hönd Re}rkjavikurbæjar.
Togarinn „Skúli Magnús-
son“ er 180 fet á lengd,
fimm fetum lengri en „Ing-
ólfur Arnarson", fyrri nýs-
sköpunartogari Réykj avík-
urbæjar.
hafnarmannvirki í Reykja-
SakaÖi ekki.
I gærmorgun varð lítill
dlréngúr, þriggja ára eða svo,
fyrir reiðhjóli og bifreið í
Vonarstræti, en meiddist lítið,
sem betur fór.
Maður ók í’eiðhjóli vestur
Vonarstríéti, en bifreið kom
á liæla honurn. Hljóp dreng-
urinn fyrir reiðhjólið og féll
við það á götuna. Síðan ók
bifreiðin yfir drenginn, en þó
ekki .háskasamlega. .Hann
mun hafa Jent milli hjólanna.
Carol Landis
látin.
Hin kunna bandariska
leikkona Carol Landis lézt i
nótt á heimili sinu i Banda-
ríkjunum.
Samkvæmt fréttum af
Iáti leikkonunnar fannst hún
látin í rúnxi sínu i nxorgun,
en ekkert hefir verið til-
kynnt um dauðaorsökina.
Landis var 29 ára gömul og
mjög kunn leikkona. Hún
hefir leikið i fjölmörgum
kvikmyndum og verið ákaf-
lega vinsæl. Fyrir nokkuru
var liún í Bi’etlandi og lék
þar í kvikmynd, en var fyr-
ir nokkuru komin heim aft-
ur til Bandarilíjanna.
Síldveiðifiotinn
er Ut af skaga.
Síldveiðiflotinn er nú nær
allur út af Skaga, en þar varð
síldar vart í gær.
Þrjú skip fengu þá allgóð
köst, en bezta kastið fékk
Dagný, eða 1000 mál. Land-
aði hún í nótt og fór aftur
út á veiðar í morgun. Einar
Þveræingur fékk einnig gott
kast og Keflvikingur 200
mála kast.
I gær fóru flugvélar i sild-
arflug bæði austur og vestur
með landi. Töldu flugmenn-
irnir sig hafa séð Jorfur aust-
ur af Sléttu, en er til kom
reyndist það vera upsi.
I morgun var dimmviði’i
nyrðra og kalt, og hafði ekki
orðið síldar vart. En hundr-
uð skipa bíða út af Skaga í
þeirri von að síldin komi upp
þá og þegar.
vík fyrir átfa mi!
& A ®
onir
Zonian Sea a ? : V£v:
Kort þetta sýnir sókn gríska stjórnarhersins. Ein herdeild
sækir (I) frá Konitza í norðaustur meðfram landamærum
Albaníu. Hann nálgast Lykkorrachi. Tvær aðrar hei’deildir
(2) sækja í suðvestur frá Nestoi’ia. Uppreisíarmenn hafa
verið hraktir úr MitsikelifjöHunum,
Uppreistarmenn hvarvetna
á undanhaldi í N-Brikkiandi
Stjórnarherinn sækir gegn
þeim í tangarsókn.
I herstjórnartilkynningu
grísku stjórnarinnar segir, að
gríski stjórnarherinn hafi
unnið mikinn sigur á upp-
reistarmönnum við albönsku
landamærin og rofið varnar-
línu þeirra á mörgum stöð-
um.
Seinustu tvo sólarhringa
hafa verið teknir um 3000
fangar og hafa uppreistar-
menn Markosar orðið að
hörfa úr mörgum stöðva
sinna.
Tangarsókn.
Gríski stjórnarherinn lióf
sókn sina fyrir nokkuru gegn
aðalbækistöðvum uppreistar-
foringjans Markosar en þær
eru -nálægt albönsku landa-
mærunum. Enda liafa upp-
reistarmenn og notað sér það,
að fara fyrír landamærin til
Albaniu, ef farið hefir verið
að kreppa að þeim. Nú hyggst
gríska stjórnin að sækja að
bækistöðvum uppreislar-
manna með tangareókn og
reyna með þvi að koma i veg
fyrir að verulegur hluti liers
þeirra geti komið sér undan
til Albaniu.
Miðar vel áfram.
Sókninni miðar veí áfram
og hefir honum tekizt, eíns
og sagt er hér að framan, að
rjúfa varnalinur hers upp-
reistarmanna á nokkrum
stöðum. Gríski sljórnarlier-
imi lióf sókn frá Konitza og
tók þegar i uppliafi hæðir
nokkrar hjá borginni Pyrso-
yani um 10 milur fyrir norð-
an Köntiza og um 3 mílur frá
landamærum Albaniu. Tveir
aðrir lierir sækja gegn stöðv-
um uppreistarmamia i
Grammosfjöllunum og segja
fréttir frá Yarnna, að þeim
hafi miðað vel áfrain
Stórfelldar ný- ;
off
breytingai
fyrirhngaðar.
Viðtal við Valgeit
Bjömsson haínarstj.
Sótt hefir verið um 8
millj. kr. fjárfestingarleyfí
vegna nýbyggmga sem fyr-
irhugaðar eru við Reykja-
víkurhöfn, og ætlað er að
komist til framkvæmda á
næstu tveimur árum. t
Fjárhagsráð hefir þegai’
veitt leyfi til verulegs liluta
þessara framkvæmda og eru.
þær þegar líafnar i stórum.
stíl. Vinna nú við liafnar-
framkvæmdir rösklega 100'
rnanns, en langmest er þö
unnið með vélum.
Valgeir Björnsson hafiiar-
stjóri hefir gefið Vísi upplýs-
ingar í stórum dráttum um
hinar fyrirhuguðu nýbygg-
ingar, svo og þær sem vinna
er hafin við.
Meðal annars hefir að und-
anförnu verið unnið að und-
irbúningi verulegra breyt-
inga i austurliluta hafnar-
innar, aðallega með tilliti til
liins stórum aukna togara-
flota Reykvikinga, og til að
skapa honum athafnasvæði.
Sótt var um leyfi fyrir þess-
um framkvæmdum til Fjár-
liagsráðs í ágústmánuði í
fyrra og bárust jákvæð svör
við umsókninni i maímánuði
byggingarefni og er það
í vor. Var þá sfrax pantað
væntanlegt með næstu ferð
Tröllafoss.
Gei’t er ráð fyrir að ljúka
við Faxagarðsbryggjuna i
baust og verður hún 160
metra löng.
Fjárfestingarleyfi lxefir
fengizt til að gera við og
lengja Ingólfsgarðinn og
verðnr nnnið að þeim fram-
kvæmdum í sumar og haust
eftir þvi sem föng eru á. Enn-
fremur liefir fengizt leyfi
fyi’ir nýjum hafnargarði frá
bafnarmymiisgarðinum
eystri og suður eða suðvestur
inn i höfnina. Af þessu mann-
virki verður að visu ekkert
unnið á þessu ári, enda ekki
Frh. á 8. siðu. í