Vísir - 08.12.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 08.12.1948, Blaðsíða 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 8. desember 1948 BÆKUR Á JÓLAMARKAÐINUM og skilningi, en kvenlegri kurteisi og sakar það vissu- lega ekki. Ævisagan er vel samin og skemmtileg aflestr- ar. Ævisögur merkra manna eru ávalt skemmtilestur, séu þær ekki hneykslanlega samdar. Karl ísfeld hefir annast þýðinguna og farist það vel úr hendi, enda er Karl ritfær og málhagur í hezta lagi. K. G. * Árni Þorkelsson: ~ HRAUNABRÆÐUR. — Helgafell útg. Hér skýtur gleymd og gömul saga upp kollinum, rituð af bónda í Grimsey, sem á sínum tíma var merkur maður í sinni stétt. Hefir Amór Sigurjónsson grafið Iiandritið uppi og annast út- gáfuna. Ritar hann langa ævisögu Árna framan við söguna og birtir, — að því, er virðist í því sambandi, — lýsingu á Grímsey, sem ann- ars kemur ekkert söguefn- inu við og er því á engan veg til skýringar. Að líkindum hefir Árni ritað sögu þessa sér til gamans, eða einnig til þess að lesa fyrir fólk sitt á vökunni. Bómenntalegt gildi liefir sagan ekki og er frekar „naiv“, en ekki leiðinleg af- lestrar. Líklega liefir Arnór gefið út bókina, fyrir tilstyrk Ilelgafells, til þess að sýna íslenzka alþýðumenningu á síðari hluta síðustu aldar. K. G. * Jörgcn-Frantz Jacobsen: FÆREYJAR. — Útg.: Helgafell. Bók þessi er útgefin að til- sluðlan Norræna félagsins, og er ætluð sem upphaf að rit- safni um Norðurlönd. Segir í formála að það liafi að vissu leyti verið tilviljun, að fyrsta bókin í safn þessu f jallar um Færeyjar, en Aðalsteinn kennari Sigmundsson liafði gengið frá þýðingu að fullu er Iiann lézt, en liann var sem kunnugt er mikill Færeyja- \ánur og kunni að meta fær- eysku þjóðina að verðleikum. Þótt furðu gegni þekkjum við íslendingar nauða lítið til staðhátta og þjóðmenningar i Færeyjum og er bók þessi okkur því mikill fengur. Jörgen-Franz Jacobsen er kunnur færeyskur rithöfund- ur, sem skildi land sitt og þjóð til fullnustu. Gefur hann hér í sluttu rnáli ágætt yfirlit yfir náttúru landsins, atvinnuhætti, siðvenjur og menning þjóðar sinnar. Eru Færeyingar likastir íslend- ingum öllum þjóðum frekai' og tunga þeirra skildust tungu olíkar, þótt það nái frekar til ritmáls en talmáls, sem lætur einkennilcga í is- lenzkum eyruni. Fjöldi mynda skreytir út- gáfu þessa, eða fylgja les- málinu öllu frekar. Hafa tveir menn, Poul Als, Klakks- vik og Börge Bildsöe-Hansen farið um eyjarnar allar og tekið myndir í þágu þessarar útgáfu séi'staklega, enda er myndasafnið ágætt og ó- venjuvel prentað, miðað við það, sem hér tíðkast. K. G. * Einar Ól. Sveinsson: LANDNÁM I SKAFTA- FELLSÞINGI. — Útg.: Skaftfellingafélagið. — Mjög tekur sá siður að ná sér niðri með þjóð vorri, að átthagafélög hefjast handa um útgáfu rita um héruð þeirra, og fjalla þau ekki einvörðungu um sögu hérað- anna, sem sýnist þarflaust, heldur um allt „milli liimins og jarðar“ og jafnvel i jörð, sem lítt hefir verið kannað eða minnst um vitað allt til þessa. Geta slíkar útgáfur verð hentugar til glöggvunar og einnig til fróðleiks, en þar veldur miklu hver á lieldur. Prófessor Einar Ól. Sveins. son nýtur almennra vinsælda, sem rithöfundur og fræði- maður, en auk þess er liann alþjóð kunnur af fyrirlestr- um og flutningi íslendinga- sagna i Ríkisútvarpinu. Hér hefir hann lagt milda vinnu í að skrá sögu Skaftafells- sýslna, en fyrsti kaflinn fjall- ar unl fyrstu landnámsmenn- ina — „Papana“ — sem hér á landi dvöldu áður en nor- rænt íándnám hófst. Er þetta mikil ritgerð, sem áður hefir birzt í Skírni. Þá hefst þáttur um landnámin, aðallega stuðst við Landnáinu og ís- lendingasögur, og enn annar, cr fjallar urn hvaðan land- íiemarnir hafa komið og loks er ritað um siði (trú) og þinghald í Skaftafellssýslum. Ilöfundur liefir víða leitað heimilda og ferðast þráfald- lega um sýslurnar, auk þess, sem hann er sjálfur upp al- inn við rætur Eyjafjalla eða í Mýrdalnum. Verður ekki í efa dregið að bókin er samin af vísindalegri nákvæmni, og, er liaiia fróðleg. K. G. ★ Nordahl Grieg: FÁNI NOREGS. — Helgafell útg. — Davið skáld Stefánsson hefir snarað á íslenzka tungu greinarsafni Nordalil Grieg frá styrjaldarárunum, en jafnframt ritað af skilningi grein um skáldið framan við ritgerðasafnið. Nordahl Grieg þótti um skeið „enfant terri- ble“ norsku þjóðarinnar. Var hann óróagjarn og ó- eirðasamur aflcastamaður á ritvellinum, og deildi liarð- lega á yfirstéttir allra landa, jafnframt því sem hann gekk kommúnismanum á liönd og rak erindi þeirra stefnu. í upphafi styrjaldarinnar var skáldið statt í Osló, er innrás var gerð í Noreg og loftárásir á horgina. Hefði til hans náðst af Þjóðverjum og erindrekum ]>eirra, hefði Nordalil Grieg ekki þurft griða að vænta, enda snérist hann til andstöðu og gekk í baráttulið heimalands síns. Dutlungar örlaganna fólu lionurn, — manninum, sem ávallt liafði barist gegn vekli gullsins, — að flytja gull- forða Noregs úr landi, en á frásögninni um það ævintýri hefst ritgerðasafnið. Nordahl Grieg fylgdi konungi sínum og ríkisstjórn úr landi. Geldv hann í lierinn og barðist ó- trauður, bæði sem hermaður og skáld. Hann liélt lítt kyrru fyrir á þessum árum, velktist á heimshöfunum landa og herstöðva milli, fluttist með kafbátum unclir yfirborði sjávar eða leið um loftin blá í flugvélum, en heið bana í einni slíkri ferð til Berlínar, er mjög var dregið að styrj- aldarlokum. Nordahl Grieg var mikið skáld, en fyrst þjóðskáld er hann skapaði sér i baráttu- sveitir heimalands síns, og tók að kveða brennandi hvatningar- og haráttuljóð, sem lengi munu geymast með Norðmönnum. Ilafa þeir að styrjöldinm lokinni gefið út heildarsafn skáld- skapar hans og ritgerða og gert veg lians sem mestan. Hér á landi nýtur Nordahl Grieg verðskuldaðra vin- sælda, enda dvaldi liann liér lengi, sumpart sem gestur ís_ lenzku rikisstjómarinnar, og eignaðist liér fjölmennan vinalióp og dáenda. Ritgerðasafnið hregður upp myndum af lífi skálds- ins, en þó öllu frekar lífi norsku hermannanna á láði og legi og í lofti. Létt er yfir þessum ritgerðum og gætir víða skáldlegra. tilþrifa, sem höfundinum var eðlilegt. Þýðingin er vel gerð og smekkvislega, enda hæfir það vel að skáldjöfurinn íslenzki haldi minningu skáldbróður síns á lofti liér heima fyrir, á þann veg, sem hann hefir gert. K. G. * Ástvaldur Eydal: SILFUR HAFSINS. Útg. Helga- fell. Ástvaldur Eydal, fil. licentiat, hefir stundað nám í Svíþjóð um margra ára skeið með ágætum árangri, en vann þar að ýmsum störf- um styrjaldarárin öll. Birtist þessi bók lians fyrst á sænsku, en Eydal hefir nú snarað hénni á islenzku og er það mikill fengur. Ilér er um vísindalegar ritgerðr um síldina að ræða, sem þó eru ritaðar svo alþýðlega að hverjum manni má að gagni koma. Höfundurinn rekur ekki aðeins eðli síldarinnar og lifsháttu, heldur og sögu- lcga þróun síldveiða i Norð- urhöfum og raunar viðar um heim. Greint er og frá þeim næringarefnum, sem í síld- inni finnast, verkun síldar og að lokum er einskonar „mat- reiðslubók“ fyrir liúsmæður. Ástvaldur Eydal hefir unn- ið hér mikið og gott verlc, sem kemur í góðar þarfir. Slika fræðibólc fyrir almenn- ing og ef til vill húsmæður sérstaklega, hefir ávallt skort hér á landi. Þó hafa einhverj- ar bækur verið gefnar út varðandi matreiðslu síldar, cn þær virðast ekki hafa náð tilætluðu marki. Bók Evdals er i senn fræðibók, en auk þess ómissandi á liverju heimili, sem handhók, eink- uin fyrir húsmæður. Þetta er alþýðlegt vísindarit, sem mikil vinna liggur í og vel er unnið. K. G. James M. Cain: TVÖ- FALDAR SKAÐABÆT- UR. — Þetta er „reyfari“ af rammasta tagi, enda er hvorki ástæða til að geta þýðanda né útgefanda. K. G. ★ Jón Thoroddsen: PILTUR OG STÚLKA. — Útgef- andi; Helgafellsútgáfan. Helgafellsútgáfan hefir öðrum fremur látið sér annt um ágætustu höfunda ís- lenzku þjóðarinnar, og ekk- ert sparað til virðulegrar út- gáfu á vei'ltum þeirra. Má segja að svo sé þessu farið um útgáfu þá af „Pilti og stúlku“, sem hér liggur fyrir og Steingrímur J. Þorsteins- son liefir búið til prentunar, en hann hefir áður gert skáld- inu prýðileg skil að verðleik- um. Jón Thoroddsen er braut- ryðjandinn i íslenzkri sagna. gerð. Hann velur myndir sinar úr íslenzku þjóðlífi, meðfram til að sýna þjóð- inni fram á að liún sé ekki svo ómerkileg, að hún þurfi að sætta sig við erlendar þýð- ingar og samtining, lienni misjafnlega liollan og eftir- breytnisverðán. I bókum sín- um lætur Jón Thoroddsen al- þýðuna mæla máh sínu, seni og hálfdanskan lýð í höfuð- staðnum, eins og hánn geklc og gerðist á dögum skáldsins. Hefir „Piltur og stúlka“ tví- nælalaust opnað augu manna yrir slíkum afkáraskap og nörg ljóðin úr þeirri hók cru sungin enn í dag af þjóðinni allri, en svo liefir verið frá því er sagan fyrst birtist á prenti fyrir eitt hundrað ár- um. Þetta er 6. útgáfa skáldsög- unnar, og getur Steingrímur J. Þorsteinsson þess, að telja megi liana þegar meðal „klassiskra“ bókmenn ta þjóðarinnar. Um stil höfund- arins segir Steingrimur i for- málsorðum: „I útgáfu þeirri, sein liér birtist, er texti Jóns frá 1867 hins vegar nákvæm. ar þræddur cn gert liefir ver- ið í nokkurri annarri prentun til þessa, en af því leiðir aft- ur á móti, að athugull lesandi mun geta fundið nokkra ó- samkvæmni og ýmsar orð- rnyndir, sem eru nú varla tíðkaðar, eru viðurkenndar. En þá mætti reiða víða iil höggsvef semja ætti upp sög- » VíAir e? fytMut4 mi Hréttirnar" — en bækurnar koma fyrst í Bókaverzlun ísafeldar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.