Vísir - 08.12.1948, Blaðsíða 5

Vísir - 08.12.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 8. desembfer 1948 VISIR BÆKIJR Á JðLAMARKAÐINlJM u i' Jóns Thoroddsens, cnda ] íefii- liann kunnað íslenzkt mál — í eiginlegasta skiln- ingi þeiiTa orða — betur en flestir þeir, sem skrifa nú sléttastaii og samræmastan stíl eða setja öðruni forsagn- ir. Eg held að aisku íslands verði elvki búinn öllu betri skóli til að finna kjarna máls- ins og safa orðanna en selja þeim i hendur skáldsögur Jóns Thoroddsens.“ Enn- fremur segir Steingrímur: „En það eru persónur sög- unnar, sem eru okkur svo innlífar. Þær eru að visu ó- brötnar í sniðum, einfaldar að gei’ð, eins og jafnan verður í liöndum kímnihöfunda. En þær eru siunar hverjar gædd_ ar_ þvi lífsmagni, að það er sem þær hafi brotist út úr upphaflegu umhverfi sínu, svo að þær hfa ekki aðeins lífi sínu i bókmenntunum, lieldur í sjálfu þjóðlifinu, þar sem þær ganga staflaust um á meðal okkar.“ Ummæli Steingríms eru rétt í livivetna. Allir þeir, sem alist hafa upp til sveita, unna skáldsögum og raunar skáldskap Jóns Thoroddsens, sem þeir liafa lesið á borð við íslendingasögumar, en num. ið af ýms blæbrigði íslenzkr- ar tungu. Munu þeir flestir telja að slík þekking á tung- unni liafi verið rikulegt og giftudrjúgt veganesti, en stallda því ávallt i þakkar- skuld við þennan brautryðj- anda íslenzkra nútimabók- memita. Halldór Pétursson, hinn góðkunni nlálari og teiknari, ÍÍefir teiknað margar myndir úr efni sögunnar, og bera þær kímnigáfu lians vitni. Þótt telja megi þær nokkuð ýktar, er það svo sem við á og verður ekki gagnrýnl með nokkru viti, svo sem sumir „alvilringar“ liafa þó reynt að gera. Að öðmm ólöstuð- um niá fullyrða, að myndir Halldórs eru gæddar þéim lifsneista, sem mun gera þær kunnar og eftirsóttar. Kímni- gáfan og næmt auga fyrir öllum afkáraskap, samfara öruggiá tækni og kunnáttu, skipa Halldóri á bekk með beztu og færustu listamönn- um okkar, og er hann sér- stæður en réttstæður í starf- semi sinni. Til útgáfunnar héfir á all- an liátt verið vandað, og á útgáfufélagið Helgafell þakk- ir skyldar fyrir stórhug sinn og myndarskap. K. G. Vegleg útgáfa af Landnámu. Helgafell hefir sent frá sér mjög vandaða og fallega útgáfu af Landnámabók ís- lands. Er útgáfa þessi sérstæð að því leyti, að henni fylgir lit- prentað kort af landnámi á íslandi og er því greint land- námssvæði hvers landnáms- manns. Kortin voru gerð í Englandi, en Ágúst Böðv- arsson gcrði kortin eða lét gera þau. Einar Arnórsson hcfir séð um útgáfu þessarar bókar. Er í útgáfunni textum allra fjögurra landnámsgerðanna steypt saman á einn stað, en þess cr jafnóðum getið, ef textum ber ekki saman. Einar Arnórsson liefir skrifað ílarlegan formála að bókinni, en aftan við text- ann er registur yfir manna- nöfn, staðanöfn, ættarnöfn, þjóðanöfn, kvæði o. fl. Loks er skrá yfir landriámsmenn og landnámið. Landnámabók íslands i útgáfu Helgafells svipar að ýmsu leyti til viðhafnarút- gáfu forlagsins á öðrum fornbókmenntum Islend- inga. Kortin, sem fylgja bók- inni eru í sérstakri möppu, en ekki fest inn i bókina. Munu margir fagna útgáfu þessarar bókar. * Tímaritið „Það bezta“ úr nýjum bókum og tímaritum, septem berhefti 1948 er ný- komið út. Flytur ]>að m. a. grein um óratóríið heimsfræga Mess- ias, Hándels og auk þess eft- irtaldar greinar: Að hætta reyk i ngu m, T óbaksádeila; Val nemenda til framhalds- náms, Blessað saltið, Grímur biskupsfóstri, Skólataflan lif- andi, Eg er hreykinn af að vera negri, Ástalif frosk- anna. Þá eru tveir bókarkafl- ar úr bókinni Manndómsár Franz rottu og kvæðið Vor- hvöt eftir Steingrím Thor- steinsson. Er þetla vfirleitt góður lestur og gagnlegur. Eimreiðin, 3. og 4. hefti fimmtugasta og fjórða árgangs, er komin iit, mjög fjölbreytt a'ð efili. Baldur Bjama- son ritar grein um gyðingavanda- málin, scm nefnist Gyðingar, Arabar og Palcstína, Lárus Sig- urbjörnsson ritar greinina Skop- I leikari of saltan sjá, um leikar- ana Alfred Andrésson og Ingu Þórðardóttur, og fylgja þcirri grein 12 myndir. Það var nú þá, endurininning frá Kanada, heitir grein eftir Björgvin Guðmunds- son tónskáld. Eftir ritstjórann er grcinin Heimsókn á lielgan stað (með mynd) og gröin um Guð- mund skáld Hagalin fimmtugan, einnig með mynd. í kaflanum Við þjóðveginn eru þcssar grein- ir: Nörræn myndlist (með 5 myndum), Búnaðarbunkinn nýí (með 2 myndum), Nýtt þjóð- varnabandalag, Marsliallaðstoðin, Halldó'r Jónásson ritar yfirlit um ísland 1947 og Stefán Jónsson námsstjóri greinina Merkileg bókagjöf (með 4 myndum). Þá er þýdd grein eftir Albert G. Ing- alls: Nótt á Palómarfjalli. Sögur eru þessar: Veganestið eftir Guð- mund G. Hagalín, Snmrt brauð eftir Skugga og Ljós eftir írska skáldið Liam O’Flalierty. Meðal kvæða ber að nefna áður óprent- að kvæði cftir Einar skáld Bene- diktsson, kvæðið Pétur Magnús- son frá Gilsbakka eftir Þóri Bergsson, Fjögur kvæði eftir Kjartan Gíslason frá Mosfelli, o. fh Þá eru i Eimreiðinni að þessu sinni nýtt sönglag eftir Baldur Andrésson við kvæði Þorsteins Erlingssonar, Hreiðrið mitt, grein um sjónvarp og fleiri smá- grcinii' um ýmis cfni, hinn fasti ieiklistarþáttur um viðburði á sviði islenzkrar leiklistar undan- farna mánuði, þátturirin Raddir mcð grcinum eftir Jochum M. ggcrtsson og Snæbjörn Jónsson, ritsjá um innlendar og erlendar bækur eftir ýmsa, o. fl. ttrtfaH4i fráAtyH a^ tiilniriaríkri tferi Með íslenzka hesta yfir hájökul Grænlands Bókin er samin af foringja leiðangursins, J. P. Koch, höfuðs- manni, en hirtist nú í þýðingu Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings. I hók þessari segir frá æfinlýralegum og djarflegum leiðangri yfir hájökul Grænlands. Leiðangursmenn voru fjórir, tveir Dan- ir, eiirn Islendingur og einn Þjóðverji. Þeir létu í haf frá Akur- eyri 7. júlí 1912 á litlu seglskipi, og sigldu til Austur-Grænlands norðarlcga. Til flutninga höfðu þeir lítinn vélbát, 10 íslenzka hesta og nokkra sleða. Ferðin yfir hájökulinn er um 1200 km. í beina línu. Urðu ]>eir löngiun að ferðast í skafhríð og 30—40 st. frosti. Ferðasaga þessi er að því leyti einstæð, að leiðangurinn setti mest allt traust sitt á íslenzka hesta til þess að flytja farangur sinn. Hestarnil’ fórust allir, en þeir félagar björguðust á síðustu stundu. Ferðalag þetta vakti athygli á sínum tínia. Menn fylgdust með örlögum hestanna og hörmulegum afdrifum þeirra. Nú eru vél- búin farartæki á landi og í lofti komin í stað hunda pg’ hesta í heimskautaferðum. En hugrekki og þrautseigja hinna gömlu landkönnuða mun þó aldrei fyrnast. — Þess vegna er þetta sígild bók. i íi’ • íi •ááv.>v^)V.V:i . JFwwmmmwttMÚigiúkMn Í«ÍÍÍÍÍ5ÍÍtÍritÍri?>«0;iO««COO«Ceri;iO«riOOC«OOriK>OÍÍOQtOöíStÍöeGQOOOOÍS»OOOí5tS!JtiC«GÍ50!KSOÍÍttí3C!<SKO<iOÍÍOOOOÍX400í>0000«tíOtSOOOÍXKií>«í5ö;ítStÍÍ5ÍSÍÍÍÍtíííC;OOOÍi!:>t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.