Vísir - 11.05.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 11.05.1949, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaginn 11. maí 1949 Endurminningar Churchills. Framh. af 3. síðu. varðar 10 M.E. 110 af stað lil árása á Tyneside. Samtíniis voru 800 flugvélar sendar til árása á Suður-Egnland til ]>ess að koma í veg fyrir, að vér gætum. sent flugvélar þaðan norður á bógimi. En eins og fyrr var sagt töldu þeir vist, að vér hefðum flutt meginhluta flughers vors suður á bóginn. En ni'x kom i ljós, að dreifing sú á flug- Iiernum, sem Downing Iiafði fvrirskipað, var fyllilega rettmæt. Hann liafði séð fyrir þá hættu, sem nú kom til sögunnar. Sjö Hurricane og Spifii'e flugvélaflokkar (áquadrons) höfðu verið flutlir frá Suður-Englandi norð- ur á bóginn, til þess að flugmennirnir gætu hvílzt — og varið norðurhéruðin, ef með þvrfti. Flugsveilir þessar Iiöfðu beðið mikið tjón í átökunnm svðra, en þeim var það þrátt fyi’ir ]jað brvggðarefni að yfirgefa bardaga- svæðið. Flugmennirnir létu af virðuleik í Ijós, að þeir væru alls ekki þreyttiiy en ákvörðuninni var þó ekki breytt. En nú fengu þeir óvænt mikið tækifæi i, sem þeim fannst bxeta sér það upp, að þcir liöfðu verið dregnir út úr bardagan- um syðra meðan hann var heitastur. Flugmenn þessir fengu nú tækifxei’i til þess að taka á móti þýzku flugvélun- um, cr þær flugu inn ströndina til árásar norður frá. Þrjátíu ])ýzkar flugvélar voru skotnar niður, flestar Jxeiria stórar sprengjuf 1 ugvélar-af gerðinni Heinkel III, en i liverri þeirra var vel þjálfuð sjö manna áhöfn. Manntjón Breta var lílið, aðeins tveir flugmenn særðust. Framsýni Dowdings flugmarskálks verður ekki nógsamlega lofuð. Þó er enn aðdáunarverðara hversu nákvaðmlega hann gerði sér grein fyrir því hvað við var að etja, og áællaði hárrétt b.versu margar orusluflugvélar væri fært að flytja norður, þrátt fyrir Iiinn mikla þunga margra vikna sóknar Þjóð- verjaí lofti suður frá. Hei’stjói'narhæfileikar þeir, sein íljós komu þarna hjá Dowding flugmarskálki, voru svo frá- . bærir, að ekki er of mikið sagt, að þarna liafi komið fram atburðamaður (genius) í herstjórnai'list. Aldrei framar freistuðu Þjóðverjar að gera loftárás i björtu, án ])ess að sprengjuflugvéhmum væru lil verndar fyrsta flokks or- ustuflugvélar. Hér eflir var engu liæll í björtu fyrir norðan AVash. " Hinn 15. ágúst var háð mes.ta loftorusta i þessum þætti styrjaldarinnar. I rauninni mætti segja, að fimm megin- orustur hefðu verið háðar þennan dag á 800 kilómetra vigsvæði. Það var vissulega úrslitadagur. Suður frá voru allir flugvélaflokkar (squadrons) sendir fram til orustu, sumir tvívegis, en þeir voru 22 talsins, og nokkrir þrí- vegis, og flugvélatap Þjóðverja þar, að meðtöldu flugvéla- tapinu noi'ður frá, var 7(i, en okkar 34. Þarna hafði þýzki flugherinn beðið ósigur, sein varð að kannast við. Yfirmenn þýzka flughersins hljóta að hafa verið á- hyggjufullir mjög, er þeir voru að gera sér grein fyrir þessum úrslitum, þessum ósigrþ sem vissulega gat ekki Ixoðað neitt gott um átökin, sem framundan voru. Það var enn ekki búið að leggja i auðn flugvellina i Kerit, Suss- ex og Middlesex, svo að fhigher Þjóðverja gæti rutt sér braut að Tliamesár-mynni, til Iiafnarinnar i Lundúnum, Innum fjölmörgu og miklu hafnarkvíum þar, og gífurleg- mn skipafjölda — að fjölmennustu borg heims, þar sem læða þui’ftj sjö milljónir manna — og til þess að hæfa slíkan stað þurfti ekki mikla nákvæmni. Mikilvægir samverkamesm á stund hættmmar. í margra vikna átökum á þessum tíma, er vér ólum stöðugt áhyggjur miklar, vann Beaverbrook lávarður hið bezta verk. Hvað sem í sölu.rnar yrði að leggja varð jafn- an að leggja flughernum til flugvélar, sem flugmennirnir gátu reitt sig á, að væru af heztu gerð að öllu leyli. Hér mætli ekkert seinlæli af opinberri hálfu koma til. engin fhiutun, engar tafir, eins og eðlilega er um að i'teða á venjulegum timum. Allir bcztu kostir þessa hæfileikamanns komu i Ijós, er hann tók að sér jietla hlutverk. Ahugi Iians var eldlegur og ]jað gneistaði af honum hvar sem hann fór. Eg var því feginn á stundum, að geta notið stuðnings hans. Hann I'rást ekki. Þetta var hans mikla stund. Afburða hæfileikar Iians og sterk skapgerð, samfara einbeitni og sterku á- hrifavaldi, sópuðú burt öllum erfiðleikum. Alll, sem til var af vafahlutum, og efni, sem á þufffi að liðlda, var dregið fram í dagsljósið, lil notkunar, svo að sigur mælti vinnast í orustunni. Nýjar flugvélar og flugvélar, sem gerl liafði verið við svo að þær voru sem nýjar, bárusl flug- liernum i stríðum straumum, öllum flugmönpunum til gieði og uppörvunar. ÖU starfsemi til viðhalds og við- gerðar var rekin skipnlega og af syo miklum dugnaði, að ekki varð á betra kosið. Eg taldi starf Beavérbro’oks svo mikilvægt, og að hann Iiefði sýnt slíka afbúrða hxefileika i þvi, að eg bauð lionum hinn 2. ágúst, með samþyldíi konungs, sæti í striðsstjórninni. Um þetta levti gat elzti sonur hans, Max Aitkcn, sér mikið frægðarorð, mcð því að vinna sigur i 11 einvígjum sem flugmaður. Hann stjórnaði orustuflugvél. Annar ráðherra, sem eg átti mikið samslarl' við um þessai' mundir, var Ernest Bevin, vinnumálaráðherrá, sem liafði vfirráð og stjórn alls mannafla þjóðarinnar með höndum. Allir verkamenn í hergagna- og skotfæraverk- smiðjum voru jafnan reiðubúnir til að framlívæma skip- anir hans. í ágústmánuði fékk hann einnig sæli í striðs- stjórninni. Léiðtogar vei’klýðsfélaganna lögðu á hilluna margskon- ar samþykklir og reglur, sem þeir varðveittu vel, eftir langa og hárða baráttu, skevttu engu um forréttindi, sem unnist höfðu, heldur fórnuðu öllu.fyrir hagsmuni þjóðar- Iieildarinnar, eins og aðrir, sem einnig fórnuðu öllu, áu ]iess að skeyta um tign, forréttindi, fé sitl og fasteignir. A þessum vikum ógna og elds var samvinna okkar hin hezta, skoðanir mínar runnu jafnan i sama farvegi og þeirra. Síðar deildu þeir, og harma eg það, því að mis- klið þeirra olli nokkurri Iruflun. En þegar mest á reið stóðum vér allir satnan. Eg get ekki lofað um of hollustu Chamberlains cða bæfni og áhuga allra samstarfsmanna minna í stjórninni.- Levfið mér að votta ])eim virðinff*! mina og þakklæti. Flotastjórn Þjóðver.ia leizt ekki á blikuna. í se])tember kom góðviðriskafli. og þýzki flugherinn gerði sér riú vonir um betri árangur, að unnt yrði að knýja fram úrslit. Miklar sprengjuárásir voru gei'ðar á flug- stöðvar vorar kringum Lundúni og áðfáranótt hins <1. séptembcr gerðu ('8 þýzkar flugvélar árásir á Lundúni, en í kjölfar ])eirrar árásar var fvrsta stórárásin gerð aðfara- nxjtl liins 7. með um 300 flugvélum. Þessa daga, og næstu daga, er vér fjölguðum loflvarna- hyssum vorum á þessu svæði um helming, voi’u háðir si- felldir og mjög harðir bardagar yfir höfuðborg vorri, og yfirstjórn þýzka flughersins gerði sér enn miklar vonir, því að hún taldi flugvéla- og flugmannatjón vort meira en ]iað var. En vér vitum nú, að yfirstjórn þýzka flotans, sem ól áhyggjur hans vegna og- ábyrgðar þeirrar, scm á lienni hvíldi, ritaði i dagbók sina hinn 11. sept. á þessa leið: „Þau skilyrði cru ekki enn fyrir hendi sem foringjai’áð flotans gerði yfirstjórn hers og flota grein fyrir, að riauð- synlega þyrfti að fullnægja, áður en lagt væri i framkvæmd áætlunarinnar, nefnilega að vér hefðum alger yfirráð i lofti yfir Ermarsundi, og að vér gætum bindrað loftárásir óvinanna á þýzk herskip og hjálparskij) og hafnir, þar som safnað er saman skipum og liði......Það væri í sam- iæmi við ákvarðanir um undirbúning áætlunarinnar „Sæ- l.ión“, ef flugherinn legði ekki jafnmikla áherzlu á það og nú. að varpa sprengjum á Lundúni, heldur gerði árásir á Portsmouth og Dover, og flotaliafnir nálægt innrásar- svæðinu.........“ Þar sem Göring hafði um þella leyti tekist að telja Hitl- er trú um, að tilganginum mundi verða náð með loftárás- um á Lundúni, áræddi yfirstjórn flotans ekki, að sniia sér beint til æðstu vfirstjórnar lándhers. flugliers og flota, ]). e. lil Hitlers sjálfs, en áhyggjur yfirstjórnar flotans fóru vaxandi, og líinn 12. seplember komst hún að þessari dap- urlegu niðurstöðu: „Loftstyrjöldin er háð sem „alger loftstyrjöld’4, án lil- lits til þeirra þarfa, sem fullnægja verður vegna álakanna á sjó, og án samræmis við áætlunina „Sæljón’1. Eins og styrjöldin i lofti cr nú háð geíur hún ekki orðið lil sluðn- ings undirbúningi þeirrar áætlunar, sem er að mestu leyti i höndum flotans. Sérstakiega beu að taka fram, að ekki er sjáanlegt, að neitt sé gert af flughernum til árása á In-ezka flotann, scm nú gei'ur að kalla farið ferða sinna um Ermarsund, óttalaus við árásir, og af þessu i.vun leiða mjög aukna hæítu vegna allra flutninga yfir sundið. Aðal- varnirnar gegn herskipum Breta eru þvi tundurduflabelti, en eins og hvað eftir annað hefir verið látið í Ijós við yfir- herstjórnina, er ekki nægileg vernd í þeiiri fyrir siglingar vorar. Sú staðreynd er þvi óhagganleg, að til þessa hafa hinar siharðnandi loftárásir ekki orðið til stuðnings und- irbúningnuin að því, að iunrás verði framkvæmd. Þar af lciðandi er ekki enn unnt, af herstjórnar- og hernaðarleg- um ástíeðum, að hrinda í framkvæmd áformum um að sclja lið á land.“ Leíksýning templara. Hreppstjórinn á Hraun- hamri, eftir Loft Guð- mundsson. Leiksljóri: Einar Pálsson. Eg þarf ekki að fara mörg- um órðum um þáttinn sjált'- an, því liann er orðimi svo kunnur bæði i Hafnarfirði og annars staðar. En hér í Reykjavik hefir bann ekki koinið fyrr á svið. Það cr vel farið að nokkrir áhugameun úr hópi templara hafi gefið almenningi kost á að sjá þennan bráðskemmtilega gamanþátl. Hann er á köflum sprenghlægilegur, eri nær þó ekki því marki, sem liöfund- urinn virðist hafa ætlað hon- um. I eikstjóranum virðist hafa tckizt vel að I ekka þa’ð bezta fr-am af þeim hæfileikum, sem lcikendur bafa yfir að í'áða og kom það einna greinilegast i ljós i meðferð Ragnars Sleinbergssonar í ! hlutverki sinu. Það má í ‘ rauninni segja. að allir hafi skilað dágóðum Ieik eftir ölÞ um staðhátlum og atvikum. Steinberg Jónsson Ieikur Anibrosius Ambrosiusson, hreppstjóra á Hraunhamri, grasalækni með meiru. Ger- ir hann það með mikilli smekkvisi. Tvennt mætli hann giarnan faka til athug- unar, annað er að brosa ekki cins áberandi að þeim hnilli- yrðum, er honum eru iögð í munn af höfundarins heridi og i öðru lagi mætti hann leggja meiri alúð við lyfja- blöndumna svo ekki væri jafn áberandi hve hann kast- ar tii hennar höndunum. Steinberg er annars vaxandi leikari og mjög líklegur 'í'l tvð geta leysl stærri hlutverk af hendi i framtíðinni. ‘ Þorbjörgu EÍliðadóttur ráðskonu Iireppstjórans leik- ur Margrét Biörnsdótlir. Það er ekki mikið hlutverk, eu hún gerir því þokkaleg skM einku'm síðari hluta leiksins. Sesselja Helgadóttir leikur Eyrúnu einkadóttur Anil)i'o- siusar hrepnstjóra. Það bagar hana mikið hve hún er feim- in — annars virðist hún hafa í’óða hæfilcika. Raanar Stcin- bergsson fer nicð hlutverk Biarnþórs fóstursonar hrepp- stiórans. Það er all umfangs- mikið hlutverk fyrir bvrj- anda, en Ragnari tekst að leysn Fað a(' hendi með svo mikilli prýði, að mig undraði það um mann, sem ekkert hefir fengist við leiklist áður og það er óhæft að fullyrða að hann Iiefir ótviræða hæfi- leika til að geta orðið lið- tækur leikari. Að vísu tal- aði Iiann of hratt og flótla- lega, en það verðnr að fær- ast sem mistök á reikning leikstjóra og verður vænt- Framh. á 10. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.